Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 1
Albert segir Geir vera í sértrúarhópi í flokknum Segist vera Gunnari sammóla varðandi samskiptin við varnarliðið „Mér virðist vera einhver sértrúarhópur innan flokkseigendafé- lags Sjálfstæðisflokks- ins”, sagði Albert Guð- mundsson, alþingis- maður, i útvarps- þættinum, ,,Spurt i þaula” i gærkveldi, og er hann var spurður hvort Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, væri i þessum hópi kvað hann svo vera. Albert sagði að skoðanir þessa sértrúarhóps færu mjög oft saman við skoðanir „komma” á þingi, en væru i andstöðu við skoðanir meiri- hluta fylgismanna Sjálfstæðis- flokksins. Einkum lagði hann áherslu á þær skoðanir, sem fram komu i könnuninni, sem fram för samhliða prófkjöri flokksins i Reykjavik. Aftur á móti kvað Albert hann og Geir miklu oftar vera sammála en ósammála. Það kom fram i þættinum, að Albert er á svipuðu máli og Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, varðandi afstöðuna til varnarliðsins. Hann kvaðst alls ekki vilja taka leigugjald af varnarliðinu fyrir aðstöðuna á Miðnesheiði, en taldi sjálfsagt, að Bandarikjamenn greiddu opinber gjöld hérá landi og tolla af innflutningi sinum, skiluðu gjaldeyri i islenska banka, og notuðu islenskan gjaldmiðil i viðskiptum sinum hér, og tækju þátt i vegagerð og ýmsum nauð- synlegum framkvæmdum. Al- bert sagðist gera mikinn greinarmun á þessum atriðum annars vegar og leigugjaldi hins vegar, og væri þvi ekki hægt að kalla þá, sem aðhylltust þessar skoðanir „landsölumenn”. Hann kvaðst aftur á móti ekki vita hvort Bandarikjamenn hefðu áhuga á neinum fram- kvæmdum hér á landi, en meginatriði væri, að þeir yrðu ekki nein herraþjóð, heldur ættu samskiptin við varnarliðið að vera sem eðlilegust. — ÓR. Þaö velta margir fyrir sér jólagetraun Vísis þessa ur, sem voru að athuga hvaða haus passaði best í er best aðkoma svörunum sem allra fyrst til blaðsins. dagana, þeirra á meðal þessar tvær hafnfirsku hnát- myndgátuna. Jólagetrauninni lýkur eftir helgi og þá Visismynd —JEG Prófkjör í Skagafirði Jón Ásbergs- son sigraði Halldór Þ. Jón Asbergsson veröur i þriöja sæti framboöslista Sjá1fstæðisf lokksins i Norðuriandskjördæmi vestra. Sigraöi hann Halldór Þ. Jónsson i prófkjöri, sem fram fór i Skagafirði um þetta sæti á listanum. Kjördæmisráö Sjálfstæðis- flokksins haföi áöur tekið ákvörðun um skipan tveggja sæta, þannig að Pálmi Jóns- son er efstur á iistanum og Eyjólfur Konráö Jónsson í ööru sæti. i prófkjörinu um þriöja sætiö tóku þátt fulltrúaráös- menn i Skagafiröi, stjórnir sjálfstæðisfélaganna og full- trúar i kjördæmisráöi. At- kvæöi féllu þannig, að Jón Ásbergsson hlaut 27 atkvæöi og Halldór Þ. Jónsson 24. — SJ/GG, Sauðárkróki Líf og list um helgina Sjó bls. 8 og 9 Endurholdgun fyrir 20 cent heitir neðanmólsgrein Indriðo G. Þorsteinssonar í dag. Hún er ó bls. 10 og 11 Albert Guðmundsson hvorki jótar né neitar innistœðum í Frakklandi: „Albert ó ekki eftir skýrslum til okkar" að skila neinum — segir forstöðumaður gjaldey risef tirlitsins „Ég er ekki á listanum, sem skattrannsóknarstjóri fékk frá Danmörku”, sagði Albert Guð- mundsson i útvarpsþætti i gær- kveldi, þar sem gjaldeyrismál bar meðal annars á góma. Hann kvaðst mest hafa viðskipti við Bandarikin, en þar ætti hann enga bankareikninga, né heldur i Danmörku. Er hann var spurður hvort hann ætti einhverjar gjaldeyris- innistæður i Frakklandi þar sem hann hefði starfað um árabil, sagðist hann hvorki geta játað þvi né neitað, — það væri of per- sónuleg spurning. Aftur á móti lýsti hann þvi yfir að hann hefði gert gjaldeyrisskii til isienskra yfirvalda i sambandi við við- skipti sin. Visir bar þessi ummæli Al- berts undir Sigurð Jóhannesson forstöðumann gjaideyriseftir- litsins i morgun. Hann sagði að Albert hefði eins og aðrir heild- salar gefið upp gjaldeyriseign sina crlendis. „Aibert á ekki eftir að skila neinum skýrslum tilokkar hvað þetta varðar og við sjáuin ekki ástæðu til að gefa út yfiriýsing- ar um málið”, sagði Sigurður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.