Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 3
VISIR Föstudagur 9. desember 1977 3 r NŒG :FRHnfff Námsmenn mcft kröfuspjöld sin viö Alþingi í gær. Visismynd ÓT. Námsmenn herja á alþingismenn Stúdentar fyfktu liði fyrir framan Alþingis- húsið i gær til að leggja áherslu á kröfur sinar um hærri og hagstæð- ari námslán. Eins og venjulega fór þessi kröfuganga stúdenta friðsamlega fram, þótt stúdentar tækju sér i munn orð sem aðrir borgarar nota sjaldan um Alþingi. Þarna voru fluttar nokkrar ræður og einnig dreift upplýs- ingablöðum til vegfarenda sem áttu léið framhjá. Þar var mál- staður námsmanna kynntur og segir þar meðal annars: Námsmenn hafa mjög oft rek- ið sig á, að hugmyndir almenn- ings um það, sem fram fer inn- an veggja framhaldsskólanna, eru byggðar á miklum misskiln- ingi. Sömu sögu er aí segja um hug- myndir fólks um námslánin. Meðal annars til að leiðrétta þennan misskilning gefum við námsmenn út þetta dreifirit. Þvi hefur stundum verið hald- ið fram, að námsmenn geti fengið ótakmörkuð námslán án þess að skila nokkrum náms- árangri. Þetta er alls ekki rétt. Lánasjóður íslenskra náms- manna fylgist mjög náið með þvi að lánþegar skili fullum af- köstum i námi og verða þeir að skila vottorðum um öll sin próf, annars fá þeir ekki lán. Tillit tekið til tekna. Annar misskilningur er sá að lán séu veitt án alls tillits til tekna og þannig geti námsmenn haft ótakmörkuð fjárráð. Hið sanna i þessu máli er, að námsmenn mega einungis hafa 100 þúsund krónur i laun á mán- uði i sumarleyfinu. Hafi þeir meira dregsthver einasta króna þar yfir frá láninu. A þessu sést, að fari náms- maður yfir lágmarkstekjur i þjóðfélaginu, er honum refsað með lægri lánum. 1 dreifibréfinu eru svo nefnd tvö dæmi um lán til náms- manna. Hið fyrra er um náms- mann sem er utan foreldrahúsa og um hann segir: Lánasjóðurinn metur fjárþörf námsmanns á kr. 82.300 á mán- uði. Af þessari upphæð lánar hann svo 85 prósent eða kr. 69.955. Ef námsmaöurinn hefur þrjá mánuði i sumarleyfi og vinnur sér inn 400 þúsund krón- ur, fær hann i lán kr. 530.000. Hann hefur þvi að meðaltali 77.500 krónur til áð lifa af á mánuði á sama tima og lágmarkslaun einstaklings eru talin 100 þúsund kr. á mánuði. Námsmenn eru sem sagt ekki taldir hafa sömu fjárþörf og aðrir. Enginn forréttindahóp- ur Siðara dæmið er um hjón i námi, með tvö börn. Um þau segir: Lánasjóðurinn metur fjárþörf þeirra eins og einstak- linga, þ.e.a.s. hann lánar þeim kr. 69.955 á mánuði hvoru um sig og tekur þar af leiðandi ekk- ert tillit til barnanna. Ef þau hafa hvort um sig 4 mánaða sumarleyfi og vinna sér inn samtals 700 þúsund krónur, fá þau i kán kr. 1.120.000. A sama tima er þörf visitölufjöl- skyldunnar talin kr. 2.225.000. Þau eru rúmlega visitölufjöl- skylda, hvernig eiga þau að brúa bilið, hvar eiga þau að fá tæpa hálfa milljón? Siðan segir i dreifibréfinu: A þessum tveimur dæmum sést greinilega að námsmenn eru langt frá þvi að vera for- réttindahópur i þjóðfélaginu, enda ætlast þeir alls ekki til þess. Hinsvegar ætlast þeir til þess að þeir geti búið við mannsæmandi kjör. Við skulum gera okkur grein fyrir þvi að námslán eru einu lánin i þjóðfélaginu, sem eru að fullu visitölutryggð og greiðast þar af leiðandi að fullu til baka. Vinkuðust á Námslán eru ekki notuð til að fjárfesta i steinsteypu heldur eru þau notuð til kaupa á nauö- þurftum. Þess vegna viljum við ekki una visitölutryggingunni, sem er mun hærri en allra hæstu vixilvextir. Við viljum heldur ekki una þvi, að ekkert tillit sé tekið til barna námsmanna, það kostar sitt að fæða þau og klæða, eins og önnur börn. Við viljum þvi að barnafólk fái hærri lán. Að lokum viljum við að þarfir námsmanna séu metnar á við þarfir annarra þjóðfélags- þegna. Við lifum ekki á 69.955 krónum á mánuði fremur en aðrir. Við viljum amk. fá þær 82.955 kr., sem Lánasjóður telur að við þurfum. Nokkrir forvitnir þingmenn kiktu út um glugga þinghússins, meðan námsmenn héldu þar ræður sinar, og veifuðu mót- mælendurnir þá ákaft spjöldum sinum og rauðum fánum. Þingmenn voru jafn óræðir á svipinn og framhlið Alþingis- hússins. ÓT. Norðurlands- trómet, þýðing og formáli eftir dr. Kristján Eldjárn Petter Dass (1647-1708) er yfirleitt talinn höfuðskáld Norðmanna allar götur frá mið- öldum og fram á 19. öld. Þetta álit á hann mest að þakka kvæðabálknum Norðurlandstrómet, sem hann er sagður hafa verið tuttugu ár að yrkja. Kvæðið er einskonar þjóðarkvæði Norð- manna. Við Islendingar eigum að vísu ekkert kvæði, sem samsvari þessari miklu norsku lands- og þjóðlífslýsíngu, en eins og þýðandi bendir á í formála eigum við til frá sama tíma svipaðan skáldskaparstíl, til dæmis í kveðskap séra Bjarna Gissurarsonar og veraldlegum kvæðum séra Hallgríms. Þar skiptast á raun- sæjar lýsingar daglegs lifs og skrautlegar ýkj ur, hátíðlegar aðfinnslur og stundum galsa- fenginn húmor. Petter Dass færist miklu meira í fang í lýsingum sínum en hinir is- lensku samtíðarmenn hans. Hann var prestur að Álastarhaugi á Hálogalandi og tekur í kvæðinu iesandann með sér í kynnisferð um prestakall sitt og Norður-Noreg allan. Ekki fer hjá því, að margt í frásögn hans minni oss Islendinga á eigið líf og sögu. Hann lýsir landslagi,veðri,gangi sjávar, fuglum, fiskum. Og ennfremur fólkinu, sem þarna býr, störf- um þess, bjargræði, mataræði, veislusiðum. Óll frásögnin ber vott um ást hans á landi og þjóð og sterka innlifun í daglegt amstur manna og umhverfi. Honum tekst upp i lýsingum á stórbrotnu náttúrufari og land- kostum, hann segir landslýðnum til syndanna ýmist með kostulegu skopi eða einlægum um- vöndunum. Hann er skemmtilegastur, þegar styst er milli öfganna og saman fara vísinda- legar ályktanir og uppbyggilegar útleggingar, hraustleg gamansemi og sú nákvæma þjóð- lifslýsing, sem er uppistaða kvæðisins. Dr. Kristján Eldjárn hefir þýtt kvæðið af mál- snilld og fræðimannlegri þekkingu og skrifað frábæran formála. Kjartan Guðjónsson myndskreytti bókina af betri list en við eigum yfirleitt að venjost í bókarlýsingum Hagleiksverk Hjólmars í Bólu er falleg gjafabók HELGAFELL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.