Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 7
vism Föstudagur 9. desember 1977 7 ER FORSETINN FARINN AÐ AUGLÝSA KONJAK? Myndavélin nálgast kunn- uglega persónu sem situr við skrifborð framan við ameriska fánann. ,,Let us drink" segir persónan með suðurríkjahreim og lyftir glasi með japönsku konjaki i. ,,Let us drink to free- dom". Er virkilega Jimmy Carter sjálf- ur að auglýsa konjak i japanskri sjónvarpsauglýsingamynd? Það er ekkert skritið þó mönnum virðist það við fyrstu sýn. En svo er þó ♦ fUmsjón: Edda VAndrésdóttir ..■■■■— y - ekki. Walt Hanna heitir sá sem lyftir glasinu, ameriskur leikari með ljóst hár og áberandi bros sem minnir svolitið á forsetann. Þessi 30 sekúndna auglýsinga- mynd hefur verið sýnd nokkur hundruð sinnum á siðustu tveimur mánuðum. t japanskri útgáfu Playboy er auglýsingin lika. Sumir Amerikanar i Japan eru ekkert yfir sig hrifnir af auglýsing- unni. Þeir sem að henni standa segjast hins vegar alls ekki hafa ætlað sér að skaða forsetann með þessari auglýsingu. Albert Finney er löngu orðinn frægur leikari. Nú á það eftir að sýna sig hversu góður söngvari hann er. Albert Finney syngur eigin Ijóð ó plötu — ný hlið á þessum Albert Finney sló í gegn árið 1960 i myndinni Satur- day Night and Sunday Morning. Gagnrýnendur sögðu meira að segja að þarna væri kominn fram á sjónarsviðið nýr Laurence Olivier. Hæfileikar hans sem leikara eru líka löngu viðurkenndir af al- menningi en nú sýnir Finney nýja hlið á sér. Nú sem söngvari á nýrri LP- plötu sem heitir Albert Finney's Album. Albert Finney syngur þar eigin texta við músík Denis King. Það er Tamla Motown sem gef- ur plötuna út, en það hefur t.d. gefið út plötur með súperstjörn- um eins og Diönu Ross og Steve Wonder. En fyrirtækið fékk kunno leikara tröllatrú á Finney eftir að hafa heyrt til hans. Á plötunni eru 12 lög. Finney sem einna þekktastur er fyrir leik i Tom Jones, Two For The Road og Murder On The Ori- ent Express, segir að hann hafi reyndar sungið opinberlega áður. „1960 söng ég i leikriti sem hét The Lily White Boys. Ég söng lika i myndinni Scrooge 1969. En i bæði skiptin gerði ég það i hlut- verki annars manns. Það er allt annað að syngja svona sem mað- ur sjálfur og enginn annar.” Ljóðin eru eftir hann. „Ég hef aldrei skrifað neitt áður. Kannski ástarbréf til stúlku þegar ég var 12 ára sem var svolitið ljóðrænt. Hún hefur áreiðanlega ekki geymt það. En ég hafði mjög gaman af að skrifa ljóðin.” Að sjálfsögðu heldur Finney á- fram að leika þó hann hafi fundið þarna nýja hlið á sjálfum sér. „Og ef það sýnir sig að platan er misheppnuð, þá hef ég alltaf leik- listina”, segir hann. Konan r i Oríon höllinni Spennandl ástarsaga eftir Claudette Nicole. Hver var hínn óttalegi leyndardómur Óríonhallar? Hvaða huliðsöfl sóttu að Lisu Bowen í þessu frá- hrindandi en seiðmagnaða húsi sem forfaðir hennar hafði reist brúði sinni á eynni Kýpur? Bókin er 153 bls., innb. Verð aðeins 2160 kr. LAUGAVEGI 56 REYKJAVÍK SÍMI 17336 • W DYR LEIKFONG - ODYR LEIKFONG eitthvað fyrir alla fjölskylduna ATH. VIÐ POST- jSENDUM HVERT Á LAND SEM ER! TÓmSTllADAHÚSIÐ HF Laugauegi lM-Rft|tjouit s=2!90l TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Stœrsta leikfanga- verslun landsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.