Vísir - 09.12.1977, Blaðsíða 2
Egill Jónsson: Já, ég drekk
alltaf undanrennu og hef gert i
mörg ár. Og ég held þvi áfram þó
hún hafi hækkað.
mjKraææs&ipEL
HSS&wM.'
Þorbjörg Asgrlmsdóttir, hús-
móðir: Já, ég hef gert þaö lengi.
Börnin vilja hana frekar og ég
held þvi alveg áreiðanlega áfram
þrátt fyrir hækkunina.
Sólrún Jónsdóttir, húsmóðir:
Nei, þaðgeri ég ekki. En ég drekk
ekki mjólk fyrir það. Ég læt mér
nægja te eða bara vatn.
ARMSTR0N6J0NES
(lord SNOWDON}
,,Það gerir ekkert til hér þótt ég hafi gleymt jólastjörnunni niðri á
jörðinni”.
JÓLAGETRAUNIN
Jólasveinninn okkar kemur víða við með skærin sín. Hér hefur hann gert
sér ferð til tunglsins og orðið þess valdandi að við vitum ekki alveg upp á hár
hvaða ARMSTRONG það var sem fyrstur manna gekk á tunglinu.
Það var árið 1969 sem hann steig fyrsta skrefið þar. Það var ekki stórt
skref... en þó var það stórt skref í veraldarsögunni.
Nú þarft þú að geta upp á hvaða maður það var sem labbaði þarna um
fyrstur manna. Það var einn þeirra þriggja sem eru til hægri á myndinni, en
þeir heita allir Armstrong.
Þú áttað krossa við rétta nafnið, en þú mátt líka klippa réttu myndina út og
líma hana þar sem jólasveinninn er. Kapparnir sem koma til greina heita:
... Hér eru svo önnur verð-
launin i jólagetrauninni, en
það er tæki sem er einskonar
„litli bróðir” tækisins sem er
i 1. verðlaun. Það er einnig.
japanskt og er af gerðinni
JVC. Ef þú vilt skoða þessi
tæki nánar, og átt leið um
Laugarveginn i Reykjavik
eru þau i versluninni Faco
Laugavegi 89.
Louis Armstrong
Neil Armstrong
Armstrong Jones
(einnig nefndur
Snowdon lávarður)
Þú mannst svo að klippa myndina út og geyma hana þar til sú tíunda hef ur
komið. Þá sendir þú okkur hér á Vísi allar myndirnar og merkir umslagið
Vísir (Jólagetraun) Síðumúla 14 Reykjavík.
Ef þú svarar öllu rétt áttu góða möguleika á að hljóta glæsileg verðlaun, en
það eru 30 verðlaun í boði í jólagetraun okkar í ár....
... Þar getur þú einnig skoð-
að úrvalið af hljómplötum
sem Faco cr með, en 8
hljómplötur eftir eigin valij
eru einnig i verðlaun. Neðar |
á Laugaveginum, eða i
húsinu númer 15 þar sem
Frimerkjamiðstöðin er getur
þú skoðað „Púkk-spilið” sem
einnig er i verðlaun i jóla-
getrauninni okkar. —klp—
)
UR HEILAGRA MANHA HUSI
Leifur Garðarsson, nemt: Nei,
ég drekk mjólk, mikið af mjólk.
Ég þarf ekkert að hugsa um lin-
urnar svo ég læt þaö eftir mér.
Lára Friðjónsdóttir, nemi: Nei,
alls ekki — og ekki mjólk heldur.
Ég drekk aðallega te.
Sjálfstæðismenn eru stundum
óþarflega góðir með sig. Þeir
halda því fram að það sé
skemmtun aö þvi þegar fram-
sóknarmenn og jafnvel alþýðu-
bandalagsmenn verða fyrir aö-
finnslum i smádálkum blað-
anna. Hins vegar eru þeir ekki
eins hrifnir, þegar aðfinnslurn-
ar beinast að sjálfstæðismönn-
um. Þetta er mjög I samræmi
við þá almennu skoðun sjálf-
stæðismanna, að þeir ástundi
svo dyggðugt liferni, að þeir séu
I raun hafnir yfir alla gagnrýni.
Nú er mjög til umræðu að
miklar innistæður islenskra
manna sé að finna i erlendum
bönkum. t hvaða flokki skyidi
mestur hluti þessara innistæðu-
hafa vera? Innflutningsversiun-
in byggist m.a. á skrýtinni verö-
lagningu, sem gerir innflytjend-
um kleift að safna fé erlendis. t
hvaða flokki skyldi mestur hluti
einstaklinga i inn fl utnings-
versluninni vera? Stór hiuti
sjálfstæðismanna i Reykjavik
má ekki vatni halda út af
ástandinu innan verslunarinn-
ar, þar sem talið er skorta mjög
mikiö á nægan ágóða. Nú er
þessi þrýstihópur heldur smá-
vaxinn, þótt hann krefjist meiri
pólitiskrar athygli en fjöimenn-
ari stéttir, og geri sér far um að
eiga sérstaka fulitrúa á þingi
engu siður en StS. Hvaöa flokki
ætli hinir aðgangshörðu kaup-
menn tilheyri?
Meirihluti Sjálfstæðisf lokks-
ins I borgarstjórn ákvað að hafa
sérstök afskipti af menningar-
málum með þvi að byggja vold-
ugt sýningarhús yfir myndlist.
Þetta hús hefur verið rekið i
gerðum annarra flokka á hinu
pólitiska sviði. En það fylgir að
likindum stærðinni, að syndir
sjálfstæöismanna geta oröið
þungbærari en aðrar pólitiskar
nokkur ár með sifelldum
árekstrum innan hóps mynd-
listarmanna I landinu, bæði
þeirra „lærðu” og amatöra.
Sýningar eru haldnar annars
staðar. Það telja einstakir sjálf-
stæðismenn að sé til marks um
það hvað þeir þjóni menning-
unni af mikilli árvekni og hvað
' myndlistarhúsiö sé til mikillar
fyrirmyndar um allan myndbú-
skap.
Vel iná vera að meiri fyndni
sé að finna i óbjörgulegum að-
syndir, og er þó fátteitt taliö hér
að framan. Hin virðulega efna-
hagsumræða, þar sem taka þarf
pólitisk mið af stórfyrirtækjum
eins og StS, Eimskipafélaginu,
Flugleiðum að ógleymdum
kaupmannasamtökunum og
vinnuveitendasamtökunum, og
að ógleymdri feikilegri fjár-
söfnun erlendis, er eins og
handayfirlagning við fermingu.
„Hún meinar ekkert með þvi”,
stendur i slagaranum. Eins er
það með efnahagsumræðuna.
Hún meinar ekkert á meðan
ekki er farið onl saumana á
þeim vanköntum, sem gengdar-
laus eftirlátssemi við stóru aðil-
ana hefur i för með sér. Sagt
hefur verið um Framsóknar-
flokkinn að hann vilji láta kjósa
til vinstri svo hann geti stjórnað
til hægri. Eins mætti segja um
Sjálfstæðisflokkinn að hann boði
lýðræði til að geta haldið hlifi-
skildi yfir öllum helstu aðal-
verktökum landsins. Stjórn-
málaflokkum tekst undarlega
oft að halda uppi fallegu tali til
verndar peningamyllum, sem
eiga engan umframrétt I þjóö-
félaginu. Og þess ber að geta að
slik umræða er aldrei fyndin.
Hún er ekki annað en sorgleg
blekking, og verður til þess eins
að færa almenning i fang öfga-
stefnu, þar sem þeir menn
stjórna sem hafa gulagið fyrir
sinn guð.
Það má svo teljast einkenni-
legt, að aldrei heyrist bofs I
þeim einstaklingum, sem i
rauninni njóta verndar hins há-
timbraða og fégráðuga
stjórnarfars. Strákar eru sendir
á vettvang til að sigra I próf-
kjörum, af þvi þeir hafa kosið
sér það hlutskipti aö standa
vörð um lýðræði hinna fáu. Og
þeir losna við að hugleiða röng-
una þangað til einhverjir aðrir,
eins og t.d. Danir, verða tii að
segja þeim að hundurinn iiggi
grafinn i Finansbanken.
Svarthöfði