Vísir - 12.12.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 12.12.1977, Blaðsíða 15
15 Vy?*>X.ft.Mánudagur 12. desember 1977 Skriftír rithöf- undar og mólara komnar í bók Ingólfsprent hf. hefur sent frá sér nýja bók er nefnist Skriftir. Höfundur er Jónas Guömundsson rithöfundur og málari. A bókarkápu segir m.a.: „Skriftir er bók sem flytur fjölþættefni. Viötöl við fræga sjómenn, bændur og lista- menn. Ennfremur mergjaöar sögur af feröa- lögum og útivist sjómanna. Jónas Guömundsson, rit- höfundur er kunnur af bók- um sinum, útvarpsþáttum og blaöaskrifum. Hann segir um bókina: ,,Hér er reynt aö draga saman ibók nokkuð af þvi skásta sem ég hef samiö og ef ekki kemur til mála- ferla, á þetta aö geta orðið viölesin bók.” Þetta er 14. bók höfundar.” —KS. Ný skáldsaga eftir Cavling „Prinsessan skemmtir sér” eftir Ib. H. Cavling er komin út hjá Bókaútgáfunni Hildur. „Cavling er meöal vinsæl- ustu skemmtisagnahöfunda Danmerkur og hafa bækur hans sem þýddar hafa verið á islensku ekki siöur orðið vinsælar hér á landi”, segir I frétt frá útgefanda. Bókin segir frá dönskum prófessor og dóttur upp- gjafakonungs sem kynnast af tilviljun á MBjarhafs- ströndinni. —ESJ „Eyfirskar sagnir" eftir Jónas Rafnar „Eyfirskar sagnir” eftir Jónas Rafnar eru komnar út hjá Almenna bókafélaginu. „Eyfirskar sagnir, skrá- settar af Jónasi Rafnar yfir- lækni, fjalla um drauga og mennska menn i átthögum höfundar á nitjándu og upp- hafi tuttugustu aldar. Um draugana þarf ekki aö fjöl- yröa en allir hinir, sem sagt er frá i bókinni eiga þaö sameiginlegt aö vera ööru- vísi en fjöldinn”, segir útgef- andi á kápusiöu. Bókin er 240 blaðsiður, unnin hjá Prentverki Akra- ness. Lárus Blöndal geröi káputeikningu. —ESJ. „Fylgsnið" „Fylgsniö” heitir fyrsta bókin, sem ný bókaútgáfa „Salt” sendir frá sér. Hún er eftir Corrie ten Boom ásamt John og Elizabet Sherril og greinir frá kristinni fjöl- skyldu sem fer að skjóta skjólshúsi yfir Gyöinga of- sótta af nasistum i Hollandi i siöari heimsstyrjöldinni. Þýöandi er Gisli H. Friö- geirsson. t frétt frá útgefendum seg- ir, að bókin sé bæöi spenn- andiog áhrifamikilenda hafi hún selst i yfir 6 milljónum eintaka i Bandarikjunum. Kvikmynd hefur verið gerö eftir sögunni. Bókin er unnin i Prent- smiöju Hafnarfjaröar og Prisma. Hún er 277 blaö- siöur. —ESJ. Skálavörðustig að Skogum i Öxarfirði __________ | gHWHmWWOTHII—IIIIITMI— ívKrtw «*-' W-' v»V »..#«*** Minningarþœttir Þórunnar Elfu „Frá Skólavöröustig aö Skógum i öxarfiröi” heitir ný bók eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Ctgefandi er Ægisútgáfan. Undirtitill bókarinnar er: „Minningarþættir”, og segir útgefandi á bókarkápu aö i bókinni leiti höfundur „til upphafs sins. Ef til vill er i þeirri bók aö finna svariö viö þeirri spurningu, hvers- vegna skáldið Þórunn Elfa varð til”. Bókin er 151 blaösiða unnin hjá Prentrúnu h.f. Þetta er 23 bók höfundar. —ESJ. CHRYSLER SUOURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454 NV BÍUIAIA Höfum opnað bílasölu í stóru og glæsilegu húsnæði að Suðuriandsbraut 10 (gamla sjálfsþjónustan). Sími 83330 - 83454. Seljum notaða og nýja bíla. Óskum eftir bílum á söluskrá. Hafið samband við sölumenn og skoðið húsakynnin sem eru í sérflokki. Alistair MacLean FORSETARÁNIÐ Forseta Bandaríkjanna og tveimur arabískum olíufurstum er rænt og krafist svimandi hárrar fjárhæðar í lausnargjald. Foringi mann- ræningjanna er óvenjulega gáfaður og búinn ótrúlegri skipulagsgáfu, enda virðist hann hafa öll trompin á hendi, en í fylgdarliói forsetans er einn maður á annarri skoðun . . . „Uggvænlega spennandi, ótrúlega hugvitssöm ... Besta bók eftir MacLean um langt skeið“. sunday EXPRESS. „ . .. bók sem er erfitt að leggja frá sér.“ THE TIMES LITERARY SUPPLEMENT. „Æsandi, sannfærandi, ótrúleg spenna." bristol evening post. Hammond Innes LOFTBRÚIN Inni í flugvélaskýlinu heyröi ég raddir — karlmannsrödd og kven- mannsrödd. Lögreglan var á hælum mér og ég yrói spurður ákveðinna spurninga, sem mér var óljúft að svara . . . En hvað var á seyði á þessum eyðilega og af- skekkta stað? Flvers vegna hvíldi slík launung yfir því verki, sem þessi dularfulli maður hafði þarna með höndum? Nauðugur viljugur varð ég þátttakandi í örlagaríku samsæri og innvígður í leyndarmál, sem ógnaói lífi margra manna . . . Hinn víðkunni metsöluhöfundur Hammond Innes fer á kostum í þessari snjöllu, þrauthugsuðu og æsispennandi bók — ein af hans albestu bókum. David Morrell ANGIST Frægur blaðamaður verður til þess meö skrifum sínum að fletta ofan af myrkraverkum harðsvíraóra glæpamanna. Þeir hefja gegn honum ógnvekjandi hefndarað- geröir og þar meö hefst atburðarás, sem er gífurlega áhrifamikil og svo spennandi að lesandinn heldur nánast niðri í sér andanum meðan á lestrinum stendur. Höfundinn þarf ekki aö kynna fyrir þeim sem lesið hafa bókina í greipum dauðans. Hún kom út fyrir ári og seldist upp þegar í staó. Bókmenntatímaritió National Re- view segir um þessa bók: „Afburða góð ... leiftrandi frásögn, gífurleg spenna ... Morrell ber höfuð og herðar yfir flesta bandaríska sam- tímahöfunda.“ Mary Stewart ÖRLAGARÍKT SUMAR Ung leikkona dregst inn í dularfulla og ógnvekjandi atburðarás á grísku eyjunni Corfu, sem viróist ætla að verða í meira lagi afdrifarík fyrir hana. En sumardvölin á Corfu veröur henni örlagarík á annan veg en útlit var fyrir í fyrstu, því að hamingjan bíður hennar að lokum. „Afar spennandi saga, sem óum- flýjanlega hlýtur að kosta and- vökunótt." the guardian. „Mjög vel gerð saga, þar sem spennu og ást er haglega blandað sarnan." the observer. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 -*■-**■>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.