Vísir - 21.12.1977, Qupperneq 12
12
Miövikudagur 21. desember 1977 VISIR
INGÓLFSPRENT IIF. — SKIPHOLTI 70. — SÍIVII 38780.
SKRIFTIR TIL SJOS OG LANDS
eftir Jónus Guómundssun.
Sjómannabókin í ár.
Frábær bók, sem enginn er
svikinn af að kaupa.
RYK
eftir Yael Dayan,
dóttur Dayans hershöfðingja.
Magnþrungin ástarsaga frá ísrael
/i(*
Bækur úr Ljóðhúsum
Samastaður i tilverunni
eftir Málfríði Einarsdóttur
Málfríður Einarsdóttir er mörgum bók-
menntavinum kunn af kvæðum sínum
f rumortum og þýddum og af f rásögnum og
ritgerðum sem birst hafa í tímaritum og
blöðum. í bók þessari, sem er ólík flestum
endurminningabókum öðrum, lýsir hún
,,samastöðum'' sinum fyrstu þrjá áratugi
aldarinnar. Umhverfi, þjóðlíf, fólk, sálarlíf
er framkallað af lifandi nærfærni og með
slikum stílþrótti að sjaldgæft er.
302 bls. Verð kr. 5400,-
Fiðrið úr sæng Daladrottningar
Ljóð eftir Þorstein frá Hamri
Frá því Þorsteinn frá Hamri hóf skáldferil
sinn fyrir tæpum tuttugu árum hefur list
hans auðgast og tekið á sig ný blæbrigði
með hverri nýrri bók, en ekki er ólíklegt að
Fiðrið úr sæng Daladrottningar verði talin
heilsteyptasta Ijóðabók hans.
64. bls. Verð kr. 3600.-
Augað i f jallinu
Ljóð eftir Elísabeti Þorgeirsdóttur
Elisabet Þorgeirsdóttir er ung skáldkona,
ættuðfrá ísafirði. Hún yrkir um viðfangs-
efni og vandamál ungs fólks, gleði og sorg,
— og einnig stundum í gamansömum og
ofurlítið hæðnislegum tón. Aðeins fá þess-
ara Ijóða hafa áður birstá prenti og er þetta
fyrsta bók Elísabetar.
84 bls. Verð kr. 2880.-
Bókaútgáfan
I Ljóðhús
,, ; aufásvegi 4, pósthólf 629, Simar 17095 & 20040
Borgarstjórn reið-
ir til höggs
/------------------->
Baldur Hermannsson
skrifar um Melavöll-
inn: „Þessi lausn er
hreint frábært dæmi
um pólitíska tvöfeldni.
Menntamálaráðuneyt-
ið nær öllu sínu á þurrt
gagnvart bókhlöðu-
sinnum og borgar-
stjórn kvíðir engu, því
að þeir verða sjálfsagt
hundrað ár að róta upp
grunninum.
Hvar voru þeir staddir, unn-
endur fornra mannvirkja, þegar
vinnuvélar hins opinbera létu til
skarar skriöa gegn Melavellin-
um i byrjun desember?
í hvert skipti sem borgar-
stjórn hyggsthrófia viö fáeinum
feysknum kumböldum niöri I
miöbæ eöa skuggahverfinu bak
viö Morgunblaöshöllina, ætlar
allt af göflum aö ganga og þá er
skeleggum Torfusamtökum aö
mæta. En nú hefur þaö sannast
aö elsta og merkilegasta
iþróttamannvirki borgarinnar á
sér formælendur fáa.
Þarfur þjónn
Melavöllurinn hefur þjónaö
Reykvikingum i hálfa öld og
fjórum árum betur. Þar háöu
landslið okkar i frjálsum iþrótt-
um og knattspyrnu hildi marga
og þangaö hafa vist flestir borg-
arbúar einhverntima lagt leiö
sina til að sjá uppáhaldsliðiö
veita keppinautunum maklega
ráðningu.
Þegar saga Vallarins verður
skráð, munu mörg ógleymanleg
atvik öðlast sess i iþróttabók-
menntunum. Hver getur til
dæmis gleymt tilþrifum Helga
Dan i markinu, þegar hann
skutlaði sér á boltann og varði
vitaspyrnu Irlendinga, eða þá
gatmarkinu umdeilda sem færði
Akurnesingum Islandsbikar-
inn? Eða óbugandi bjartsýni
Egils rakara sem hvatti KR-
inga til sigurs af jafn mikilli ein-
urö þótt þeir væru þrem mörk-
um undir og fimm minútur til
leiksloka. Valsarar áttu engan
slikan bakhjarl á áhorfenda-
pöllunum, þvi að Pétur Svein-
bjarnarson var ennþá dularfulla
blóðið i draumi gjaldkerans.
Hrollvekja
byggingalistarinnar
En nú á Völlurinn að vikja
fyrir þjóðarbókhlööu, þvi að enn
skal aukið við þá hrollvekju
byggingalistarinnar, sem Há-
skólahverfið er orðið.
Upphaflega stóð vist til aö
leggja nýjan völl niðri i mýri, en
sú áætlun hefur einhvern veginn
gufað upp. Málið var þæft fram
og aftur árum saman eins og
venjulega, og þegar spurt var
um fyrirætlanir hjá mennta-
málaráðuneyti eða borgaryfir-
völdum, þá visaði hver kerfis-
þjónninn á annan þvi að enginn
ber ábyrgð á neinu og almenn-
ing varðar ekkert um hvernig
þessari borg er stjórnað.
Lausn viöhæfi
En loks datt borgarstjórn
niður á lausn sem hæfir reisn
ráðamanna. Völlurinn skal
færður um eina tuttugu metra
innan vallargirðingar, svo að
þar fást að nafninu til einhveé
iþróttaaðstaða meðan lokið er
fyrsta áfanga bókhlöðubygging-
ar. En siðan er saga Vallarins
öll.
Þessi lausn er hreint frábært
dæmi um pólitiska tvöfeldni.
Menntamálaráðuneytið nær öllu
sinu á þurrt gagnvart bókhlöðu-
sinnum i tæka tið fyrir erfiðar
þingkosningar, og borgarstjórn
með sinar kosningar framundan
ypptir öxlum: engu að kviða
vinir, þeir verða sjálfsagt
hundrað ár að róta upp grunnin-
um fyrir bókhlööuskriflinu og
Völlurinn þraukar allavega á
meðan.
Athvarf trimmara
Melavöllurinn er eina aöstað-
an til að halda Reykjavikurmót
i knattspyrnu, eini völlur borg-
arinnar sem ekki er lagður i
mýri og eini völlurinn sem er
nothæfur til iþróttaiðkana mest-
allan tima ársins. Hann er eini
völlurinn sem unnt er að leggja
undir skautasvell fyrir æskulýð
borgarinnar og hann er helsta
athvarf sivaxandi fjölda Reyk-
vikinga, sem stunda reglu-
bundna likamsrækt eða trimm.
Þangað er stutt að skreppa úr
miðborginni ýmist i hádeginu
eða eftir vinnu og skokka fáeina
hringi á hlaupabrautinni eða
niðri i hljómskálagarði. Þeir
allra vöskustu láta sig ekki
muna um að skokka frá bún-
ingsklefunum upp i öskjuhlið
hvernig sem viðrar og stæla
skrokkinn á malarstigunum,
sem þar voru lagðir fyrir til-
styrk dr. Gunnlaugs Þórðarson-
ar á sinum tima.
En Gunnlaugur datt út úr
borgarpólitikinni og nú eiga
iþróttamenn og trimmarar eng-
an hauk i horni þar. Svona getur
stundum munað um einn mann.
Lengier
von á einum
Það er ekki nóg að reisa
heilsugæslustöövar og sjúkra-
hús. Reglubundin likamsrækt
lengir lifiö, bætir heilsuna,
fækkar veikindadögum og for-
föllum frá vinnu, eflir þrekiö og
bætir sambúð á vinnustað. Allt
eru þetta atriði sem visinda-
menn hafa sannað fyrir löngu.
En meðan frostið ræöur rikj-
um og hlaupabrautir liggja i
klakaböndum geta iþróttamenn
og trimmarar látið sig dreyma
stóra drauma um röggsama
borgarstjórn i Reykjavík.
Borgaryfirvöid þora ekKi að hrótia við ómerkilegum fúakumböld-
um niðri i bæ, en reiða til höggs gegn elsta og merkilegasta Iþrótta-
mannvirki borgarinnar.
SELJENDUR lótið skró eignina hjó okkur.
Lögmenn ganga frá öllum samningum
HAALEITI,
I1S16
FASTEIGNASALA
HÁALEITISBRAUT 68
AUSTURVERI 105 R
SÖLUSTJÓRI:
HAUKUR HARALDSSON
HEIMASlMI 72164
GYLFI THORLACIUS HRL.
SVALA THORLACIUS HDL
OTHAR ÖRN PETERSEN HDL