Vísir - 02.01.1978, Side 19

Vísir - 02.01.1978, Side 19
19 VISIR Mánudagur 2.janúar 1978 Verðlaunamynd ó skjánum Höfundar myndarinnareftir að hafa veitt Prix Italia verðlaununum viðtöku. //Þetta bjargast" heitir sænsk verðlaunamynd sem sjónvarpið sýnir í kvöld. Hún er eftir Lasse Ström- stedt/ Bodil Martensson og Christer Dahl, sem jafn- , framt er leikstjóri. Höf- undarnir fengu Prix Italia verðlaunin fyrir árið 1977 fyrir myndina. Hún er um f jóraiðnverka- menn, ágaeta vini sem hittast annað slagið utan 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Þetta bjargast L) Sænsk sjónvarpsmynd eftir Lasse Strömstedt, Bodil Martens- son og Christer Dahl sem jafnframt er leikstjóri. Aöalhlutverk Roland Hed- lund, Maria Hörnelius og Lasse Strömstedt. Myndin er um fjóra iönverkamenn, sem eru góöir vinir og hitt- ast oft eftir vinnu. Verk- smiöjan, þar sem þeir vinna, er lögö niöur, starf- seminni hætt og þeir missa vinnustaðar. Allt í einu er svo verksmiðjan sem þeir vinna við lögð niður, og þeir missa vinnuna. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum verð- launamyndir í sjónvarpið okkar ástkæra, svo ástæða er til að benda fólki á leik- ritið. Aðalleikarar eru Ro- land Hedlund, Maria Höre- lius og Lasse Strömstedt, einn höfundanna. —GA vinnuna. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þessi sjón- varpsmynd hlaut Prix Italia verölaunin 1977. (Nordvisi- on — Sænska sjónvarpiö) 22.00 Meöferö gúmbjörgunar- báta Fræöslumynd um notkun gúm,báta og fleiri björgunar- óg öryggistækja. Kvikmyndun Þorgeir Þor- geirsson. Inngangsorö og skýringar Hjálmar R. Báröarson, siglingamála- stjóri. 22.20 Chile Ný, bresk frétta- mynd, tekin meö leynd I Chile. Fréttamaöurinn Jonathan Dimbleby hittir fólk á förnum vegi og fræö- ist um hagi manna, skoöan- ir og stjórnarfariö i landinu. Þýöandi Eiöur Guönason. 22.50 Dagskrárlok „Það er hókarl í kjölfarinu og heitir verðbólga" — sogði Dr. Kríslján Eldjám, forseti íslands í áramótaávarpi sínu Forseti Islands dr. Kristján Eldjárn geröi efnahagsvand- kvæöi þjóöfélagsins meöal ann- ars aö umtalsefni i áramóta- ávarpi sinu til þjóöarinnar á nýársdag og sagöi aö hver maöurfinndi á sjálfum sér aö ekki væri allt sem skyldi. ,,Þaö er oröin heldur ófrum- leg samliking aö kalla sam- félagiö þjóöarskútu”, sagöi for- setinn ,,en hún er nærtæk fyrir farmanna- og fiskimannaþjóö eins og oss Islendinga og vel má hún enn duga. Sigling þessarar skútu hefur löngum gengiö upp og ofan og er þaö ekki nema aö vonum. Veöur og vindur eru mislyndar höfuöskepnur, vér höfum lært aö búa viö þær og sjóast á langri leiö, þaö er ts- landssagan, og skútan flýtur enn og siglir. En á vorri tiö hefur ein skepna enn komiö til sögu. Þaö er hákarl I kjölfarinu ogheitir veröbólga: ljótt nafn er hæfir ljótri skepnu.” Dr. Kristján Eldjárn benti á, aö Islendingar heföu,,aliö þenn- an ófögnuö árum og áratugum saman i meira óhófi en flestir aörir uns svo er komiö sem komiö er”. Siöan sagöi forset- inn: „Mikil er sú fyrirmunun aö skepnan skuli vera þvillkur of- jarl skapara sinum og er lltil bót I máli þótt þessu séu fleiri hrikaleg dæmi i mannheimi, eins og þegar þjóöirnar segjast vilja takmarka hergagnafram- leiöslu um leiö og þær vigbúast geipilegar en nokkru sinni fyrr. Þaö er engu llkara en vopnin æxluöust af sjálfsdáöum, þvert ofan I vilja mannanna. Eitthvaö svipaö gæti sýnst um veröbólg- una á tslandi.” Forseti tslands taldi fánýtt aö eltast viö einstaka sökudólga veröbólgunnar, aöalatriöiö væri aö sameina kraftana gegn henni. Aldrei heföu menn i ræöu og riti veriö jafn sammála og nú um aö þá þjóðarnauösyn aö koma einhverju tauti viö ofvöxt veröbólgunnar. Hann kvaöst taka marka á þessu og efast ekki um aö talaö væri af einlægni „og hví skyld- um vér þá ekki vona aö gott megi eftir fylgja”, sagöi forset- inn. —ÓR Forsetl tslands dr. Kristján Eldjárn. geröi m.a. veröbólguna aö umtalsefni I áramótaávarpi sinu i gær. Engin niðurstaða um rekstur Alþýðublaðsins Viöræöur standa enn yfir milli Reykjaprents h.f. og Alþýöu- flokksins um rekstur Alþýöu- blaðsins næstu mápuöi, en samn- ingur milli þessara aöila rann út unTáramótin. Fundir hafa staöiö undanfarið um hugsanlegt fyrirkomulag framhaldsrekstrar, en niöurstaða hefur enn ekki fengist. Flest dauðaslysin í september Á árinu 1977 létust 87 ts- lendingar af slysförum en 73 áriö áöur. Langflestir fórust i umferöarslysum eöa 41 en I fyrra voru þeir 21. Af þeim 87 sem fórust biöu 82 bana hérlendis en fimm i öörum löndum. t sjóslysum og drukknunum létust 19 en 37 áriö áöur. Af völdum ýniissa slysa svo sem vinnuslysa og bruna létust25, en 15 áriö 1976. Tveir menn fórust f flugslysi i fyrra. Flestir fórust i september eöa 13 og þar af þrir erlendis og í júll biöu 12manns bana af völdum slysa. Ef litiö er á árlegan fjölda banaslysa frá árinu 1970 kem- ur i ljós aö flestir fórust áriö 1973 eöa 115 manns og 105 fór- ust áriö 1970. Ariö 1974 fórust 93 en á þessu timabili voru banaslysin fæst áriö 1972 en þd biöu 58 bana af völdum slysa. —SG Alfreð íhugar skaðabóta- kröfur „Þessari misheppnuðu árás á mannorö mitt er nú lokið, en þetta hefur veriö mikil lifsreynsla fyrir mig og fjölskyidu mina”, sagöi Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi I morgun. Rikissaksóknari hefur afgreitt kærumálið á hendur Alfreð á þann hátt að ekki er krafist aðgeröa gegn honum. Tvö ung- menni eru hins vegar ákærð fyrir að falsa tékka úr hefti Alfreðs og heimiluö var dómssátt við skrif- stofustjóra Sölunefndar varnar- liðseigna fyrir rangan framburð við lögreglu. Þau höfðu borið Alfreð Þor- steinsson þungum sökum en ekki var þó talin ástæöa til aö höfða mál á hendur þeim fyrir rangar sakargiftir. „Ég er sammála leiðarahöf- undi Vísis um að leggja veröi áherslu á menntun rannsóknar- lögreglumanna og mun fyrir mitt leyti beita áhrifum minum á þeim pólitiska vettvangi sem ég starfa á til að ýta undir að það veröi gert”, sagði Alfreö. Hann kvaðst mundu ihuga skaöabótakröfur vegna málsins, en að öðru leyti myndi hann snúa sér að fullum krafti að undir- búningi prófkjörs framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningar. —SG I Tíu sœmdir riddara- krossi fólkaorðunnar Forseti tslands sæmdi i gær eftirtalda menn riddarakrossi hinnar islensku fálkaoröu: Frú önnu Bjarnadóttur, fv. kennara fyrir fræöslu- og félagsmálastörf. Frú Geirþrúöi Asgeirsdóttur, hjúkrunarkonu fyrir hjúkrunar- og líknarstörf. Ingimar Finnbjörnsson fv. út- geröarmann Hnífsdal fyrir sjávarútvegs- og félagsmála- störf. Ingólf Daviösson grasafræöing, mag. scient, fyrir fræöslu- og ritstörf á sviöi náttúrufræöi. Jón Nordal, skólastjóra Tónlist- arskólans I Reykjavik, fyrir tónlistarfstörf. Magnús Runólfssson, fv. skipstjóra fyrir skipstjórn og störf aö félagsmálum. Frú Sesselju Jónsdóttur, Dals- mynni, Noröurárdal, Mýrar- sýslu fyrir aöhlynningu feröa- fólks um langt skeiö. Frú Þóru Jónsdóttur fyrir félags- og menningarmálastörf. Þorvald Brynjólfsson kirkju- smiö Hrafnabjörgum Hval- fjaröarstrandarhreppi fyrir kirkjusmiöi. Ævar R. Kvaran leikara fyrir leiklistarstörf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.