Vísir - 06.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 06.01.1978, Blaðsíða 5
Kveöjustund á Aswan-flugvelli en þar áttu þeir viörœöur forsetarnir Carter og Sadat sem sjást hér á myndinni meö konum sinum. Helmut Schmidt kanslari V-Þýskalands hitti þá einnig aö máli en hann var staddur i óopinberri heimsókn I Egyptalandi um sama leyti og Carter bar aö garöi. — Niu landa ferðalagiCarters forseta lýkur I Frakklandi idag en áöur en hann fer heim, ætlaði hann aö bregöa sér til aöalstöðva NATO i Brússcl hann hafnaði skilmálum al- þjóðaskáksambandsins (FIDE) fyrir einvigi við Karpov. Báðir keppendurnir hafa orð- ið að ganga i gegnum eldskimir til þess að heyja einvigið i Bel- grade. Spassky varð að sigrast fyrst á Hort frá Tekkóslóvakiu og siðan Portisch frá Ungverja- landi. — Korchnoi hefur allan timann, meðan hann vann sig áfram, legið undir ámælum sovéskra fjölmiðla og sumra sinna fyrrverandi skákfélaga i Rússlandi. Meðal þeirra, sem lengst hafa gengið i gagnrýninni á Korchnoi, er Tigran Petrosi- an, sem Korchnoi varð að leggja að velli, til þess að ná áfram. Meðan einvigi þeirra stóð yfir i mars i fyrra, yrtu þeir aldrei hvor á annan. Einu samskiptin voru bréflega og þá með milli- göngu skákstjórans. Þeir þoldu ekki einu sinni að nota sömu snyrtiaðstöðu, eða borðkrók. Korchnoi er því ekki frekar en Spassky ókunnugt um mikil- vægi taugastriðsins i slikum einvfgum. Hann lét uppi, hve þung undiraldan er, þegar hann viðraði fyrir einvigið við Petrosian óttakennd sinni um, að sovéska leynilögreglan mundi ræna honum. Krafðist hann þess að skothelt gler yrði sett upp milli hans og áhorf- enda, en undan þvl var ekki lát- ið. Petrosian, sem er heyrnar- daufur, átti ekki að liðast að nota heyrnartæki, meðan hann tefldi. Hver vissi nema í þvi fæl- ist móttökutæki, sem færði hon- um óleyfilegar ábendingar með leynd, spurði Korchnoi. — Og Petrosian svaraði um hæl, að einn hjálparkokka Korchnois beitti hann dáleiðslu. Reyndir skákmeistarar, þegar þeir heyra rifjaða* upp fullyrðingar þeirra Petrosians og Korchnois, skjóta því gjarn- an inn, að taugaspennan geri jafnan stórt strik i reikninginn i allri keppni. Einkanlega þegar stór peningaverðlaun eru f húfi, eða pólitik með i spilinu. KAMBODÍA HEFUR GOLDIÐ AFHROÐ Her Víetnam kominn 65 km inn í Kambodíu. — Páfagauksnefíð fallið honum á vald Víetnam skoraöi morgun á //bræöraþjóö- ir" aö hjálpa til viö að finna friðsamlega lausn landamæradeilu þess við Kambodiu. Vo Dong Giang, aðstoðarut- anrlkisráöherra Vietnams, sagði á blaðamannafundi að lokinni heimsókn sinni til Mala- ysiu, að stjórn hans vonaðist til þess að vinveitt riki — sem menn ætla að eigi fyrst og fremst við Kina — mundu I spyrna gegn þvi, að heims- valdasinnar færðu sér i nyt yfir- standandi deilu Kambodiu og Vietnams. Giang hafnaði þó þeim mögu- leika, aö þriðji aðilinn yröi feng- inn til þess að miðla málum, og kvaðum að ræða innanrikismál, sem snerti þó fullveldi þessara tveggja landa. Ráðherrann sakaði Kambodiu um að eiga upptökin og hafa alið á ófriöi við landamærin. Bar hann upp á herflokka frá Kam- bodiu, aö þeir hefðu unnið hin hryllilegustu óhæfuverk á vfet- nömskum Ibúum við landamær- in. „Þvl hefði Vietnamher neyðst til að bregða við”. I Phnom Penh var að heyra, að vlðast hefði orðið fátt um varnir, þvi aö „hermenn og borgarar voru óviöbúnir og I önnum við matvælaframleiösl- una”. — Sumsstaðar haföi inn- rásarherinn stuðst við stór- skotaliö. Fréttum þarna að austan ber öllum saman um, aö her Viet- nams hafi Páfagauksnefiö al- gjörlega á valdi sinu, en þar höföu Viet-Cong-skæruliðar bækistöðvar sinar i Vietnam- striðinu. Ætla menn, að Víet- namar hafi beitt um 60.000 manna herliði gegn þvi 25.000 manna liöi, sem Kambodia hef- ur yfir að ráða, enda hafi hinir siðarnefndu goldið mikið af- hroö. Vletnam hefur æ ofan I æ sak- aö Kambodiu um árásir yfir landamærin inn i Vietnam, og segir, aö loks hafi morð á þorps- búum, húsbrunar og fleiri óhæfuverk gengið of langt, og her Vletnams hafi gert gagn- áhlaup. Innrásarherinn er kominn að Mekongfljóti og hefur náð á sitt vald báöum bökkum Neak Leung, en það er stærsta áin, sem sker þjóðveg nr. eitt. Sá þjóðvegur er aðal samgöngu- leiöin milli Phnom Penh og fyrrverandi höfuðborgar S-VIet- nam, Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh-borg. Neak Leung liggur 65 km inni I Kambodiu og er þetta það lengsta, sem herliö frá Vietnam hefur ráðist inn I landið frá þvi að landamæraófriðurinn braust út. SINAÍ- SKAGI NBC-fréttastofan skýrir frá þvi, að Egyptar og tsraelar hafi komið sér saman um brottflutn- ing israela af Sinai-skaganum i þrem áföngum. Segir i frétt NBC frá Aswan, að aðilar hafi orðið á eitt sáttir um skipun nefndar, sem I verða full- trúar Egyptalands, tsraels og Bandarikjanna. En nefnd þessi skal hafa eftirlit með brottflutn- ingunum. Samtimis þessu berast þær fréttir frá tsrael, að sértrúar- flokkur gyöinga hafi byrjað undirbúning að nýju landnámi nyrst á Sinai. Sjaldgæf’ sjón úr ein- viginu, nú orðið— báð- ir einvigiskapparnir sitjandi við taflborðið. Tv. Spassky og gegnt honum Korchnoi með hendur um höku. Sako Kambodíu um upptokin Kambodía skýrir frá þvú að víetnamskt herlið hafi ráðist yfir 800 kíló- metra löng landamærin og náð á sitt vald þorpum og samgönguleiðum/ en stefnt áfram að Svay Rieng. t útvarpi Phnom' Penh segir, að herlið Vietnams eigi tiu kiló- metra eftir ófarna að Svay Ri- eng, sem er stærsti bærinn á „Páfagauksnefi”, eins og héraðiö er kallað, sem skerst inn i Vietnam. I Phnom Penh segir, að Viet- namar stefni greinilega að þvi aö ná undir sig Svay Rieng og þar með nánast öllu Páfagauks- nefinu. Þeir hafi þegar drepið embættismenn I þeim þorpum, sem fallið hafa á vald þeirra, og sett I staðinn til stjórnar „leyfar þeirra glæpahópa, sem óöu uppi undir gömlu stjórninni”. tJtvarpiö taldi upp hina og þessa staði, sem fallið hefðu I hendur innrásarliðinu á öllu svæðinu frá norðausturhluta landsins suður til landamæra Kambodiu viö Mekongsvæðiö. A stöku stað höfðu innrásar- flokkarnir verið hraktir aftur yfir landamærin, eftir að heimamönnum haföi tekist að i snúast til varnar. t siðustu viku féllst hann á að koma aftur til Washington, ef fallið yrði frá öllum ákærum á hendur honum, sem nú hefur ver- ið gert. SLOPPINN! Donald Woods ritstjóri frá S-Afrlku sem strauk þaðan úr ströngu eftirlitiog einskonarstofufangelsi til Maseru I Lesotho sést hér með fjölskyldu sinnibúa sigundir flugferð ieinum áfanga til Botswana á leið þeirra til London þar sem þeim hefur boðist hæli. t S-Afrlku gátu þau ekki millilent vegna hættu á að Woods yrði handtekinn. Rtumsáka mútur þingmanna Hópur embættis- manna frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu leggur af stað til Seoul, höfuðborgar S-Kóreu, í dag. Er þeim ætlað að taka skýrslu af auðug um kaupsýslumanni frá S-Kóreu um meintar mútugreiðslur til banda- riskra þingmanna. Dómsmálaráðuneytið hefur lof- að að falla frá ákærum á hendur Tong Sun Park, sem um hrið setti mikinn svip á nætur- og veislullf i Washington og þótti ótrúlegur ör- lætismaður. Enda leikur ráðu- neytinu mikill hugur á þvi að yfir- heyra hann um meintar tilraunir embættismanna S-Kóreu til þess að kaupa velvild áhrifamanna i Bandarikjunum og sérilagi þing- manna. Park var sakaður um að hafa útbýtt þúsundum dollara til þess að kaupa vini handa S-Kóreu. Rannsókn málsins strandaði á þvi, að hann komst undan til Kóreu, áður en yfirvöld komust i málið eða náðu tali af honum. >-V :. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.