Vísir - 06.01.1978, Blaðsíða 11
VTSIR Föstudagur 6. janúar 1978
11
margumræddan rekstrargrund-
völl.
Uppfærsluleiðin er hins vegar
kurteislegt orð fyrir gengisfell-
ingu. Tekjuverðlag allra út-
flutningsgreina er hækkað með
almennri gengislækkun eða hlið-
stæðri ráðstöfun. Þannig eru tekj-
ur útflutningsatvinnuveganna
auknar til að mæta auknum til-
kostnaði innanlands.
Þriðja leiðin er af öðrum toga
spunnin. Hún felst i niðurfærslu
kaupgjalds og verðlags i landinu.
Þar er þvi um að ræða beinar að-
gerðir til að lækka vöruverð og
kaup og reyna þannig að hamla
gegn verðbólgunni og bæta kjör
útflutningsatvinnuveganna. Mjög
sjaldgæft er, að aðgerðir i þessa
átt séu reyndar hér á landi.
//Aö undirbúa næstu sókn"
Geir Hallgrimsson, forsætis-
ráðherra, sagði um áramótin, að
nú yrði að undirbúa næstu sókn
gegn verðbólgunni.
„Hefðbundnu vopnin eru fjög-
ur”, sagði hann. „Tveimur hefur
verið beitt, rikisfjármálunum og
vaxtaákvörðuninni, en vextir eru
i tengslum við verðþróunina.
Eftir standa tekju- og launa-
ákvarðanir og gengisákvarðanir
eða samsvarandi ráðstafanir”.
Geir benti á, að auðvitað þyrfti
að leggja áherslu á að auka fram-
leiðslu, fjölbreytni og framleiðni
og draga úr kostnaði, hvar sem
þvi væri við komið. Stefna yrði að
meiri vörugæðum og markaðsöfl-
un, sem leitt gæti til hærra sölu-
verðs framlei.ðslunnar. Einnig
yrði að nýta auðlindir til lands og
sjávar á sem hagkvæmastan hátt
með tilliti til afraksturs og vernd-
unar i bráð og lengd.
„Dugi þessi ráð ekki”, sagði
forsætisráðherra,” eru auðvitað
hin hefðbundnu úrræði, sem öll
hafa verið reynd: Að hækka
krónutölu i islenskri mynt, sem
fæst fyrir útflutningsvörur með
gengislækkun eða gengissigi: aö
draga úr eða fresta kauphækkun-
um innanlands og vöruverðs-
hækkunum með samkomulagi —
eða lögbindingu: að styrkja út-
flutningsatvinnuvegina með fjár-
framlögum af almannafé sem
fengið er með skattlagningu á
alla landsmenn”.
Forsætisráðherra sagði lika, að
launa- og tekjuákvarðanir hlytu
áfram „að vera að meginreglu i
höndum samtaka launþega og
vinnuveitenda”.
I ummælum forsætisráðherra
er ekki að finna ábendingar um,
að nýjar leiðir verði farnar.
„Aöhald í verðlagsmál-
um"
Aðrir ráðherrar hafa ekki
heldur gefið tilefni til að ætla, að
eitthvað nýtt sé á döfinni. Olafur
Jóhannesson, viðskiptaráðherra,
sagði um áramótin, að þörf væri
„frekari og skilvirkari aðgerða”
til að veita viðnám gegn verð-
bólgu og leysa rekstrarvandamál
atvinnuveganna. Hann tók jafn-
framt fram, að hann teldi það
„hlutverk rikisstjórnar að beita
sér fyrir nauðsynlegum ráðstöf-
unum”.
Hins vegar gerði hann ekki
nánari grein fyrir þvi, hvaða ráð-
stafanir hann hefði i huga. Þó tók
hann fram, að hann teldi nauð-
synlegt ,,að ströngu aðhaldi sé
beittvið verðlagsákvaröanir”, og
i þvi efni gagnrýndi hann sérstak-
lega hækkanir á ýmissri opin-
berri þjónustu.
Til umræöu á næstu vikum
Ölafur Jóhannesson hefur lýst
þvi yfir, að hann telji að rikis-
stjórnin eigi að „beita sér fyrir
viðeigandi viðnámsaðgerðum
fyrir kosningar”. Af orðum hans
verður ekki annað ráðið, en að
hann eigi þar við viðtækar ráð-
stafanir til að draga úr verðbólgu,
en ekki aðeins bráðabirgðaráð-
stafanir vegna útflutningsat-
vinnuveganna.
Eins og áður segir mun „verð-
bólgunefndin” skila áliti sinu i
næsta mánuði, en forsætisráð-
herra hefur sagt, að aðgerðir i
efnahagsmálum verði til sér-
stakrar athugunar nú á fyrstu
vikum þessa árs.
Bæði Geir og Ölafur hafa lýst
þvi yfir, að samráð við aðila
vinnumarkaðarins um efnahags-
ráðstafanir séu eðlilegar.
Allt þetta bendir til þess, að
nokkuðsé i, að þessar ráðstafanir
sjái dagsins ljós. Sennilega verða
einhverjar aðgerðir ákveönar i
tengslum við fiskverðsákvörö-
unina, en ráðstafanir gegn verð-
bólgunni muni hins vegar að öll-
um likindum dragast nokkuð
fram á nýja árið.
—ESJ.
NMÁLS NEÐANMÁLS NEÐANMÁLS NEÐANMÁLS
g Eysteinn
er minnst hér aðeins vegna þess
að dæmið sýnir að stjórnmála-
menn voru ekki að halda út i
neina ævintýramennsku með op-
inberum aögerðum á krepputim-
um, heldur bregðast við vanda-
málum með þeim opinberu tækj-
um sem fyrir hendi voru. Það var
allt og sumt.
Eysteinn datt ofan á „hina
leiðina" í þingræðu
Hannes vikur að „Hinni leið-
inni”, sem varð þekktur frasi á
siðari tima stjórnarsamstarfs Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
árin 1959-1971. Eysteinn datt ofan
á þetta orðalag i þingræðu að mig
minnir 1968 og ætlaði þvi ekki þau
ósköp, sem úr þvi urðu. Stjórnar-
liðar gerðu mikið veður úr hinni
leiðinni og töldu að þar væri aft-
urgengin kreppustefnan frá 1934-
1938. Hin leiðin boðaði öflugri for-
ustu rikisvaldsins en i nánu sam-
starfi við einstaklinga og félög.
Þegar svo vinstri stjórnin var
mynduð 1971 gerðist Eysteinn
guðfaðir hennar og átti þátt i að
semja stjórnarsamninginn, sem
einhver varð siðar til að lýsa yfir
að væri lesinn kvölds og morgna.
Þessi samningur vinstri stjórnar-
innar var „hin leiðin” i fram-
kvæmd. Hann miðaði að nýtingu
og yfirráðum fiskimiðanna við
landið i stærri mæli en menn hefði
dreymt um áður og aukningu
fiskveiðiflotans.
Aö sjá um sína en láta
fjandann hirða hina
Það var haft i huga að ekki var
sama hvernig fiskiskipunum var
dreift á ströndina. Fólk i litlum
sjávarplássum sem hafði búið við
Taugvarandi atvinnuelysi á liðn-
um áratug, þegar svonefndur
markaðsbúskapur hafði verið
tekinn upp, frétti nú allt i einu af
þvi að þvi var ætlaður togari.
Þessi breyting hafði umbyltingu i
för með sér hvað atvinnulif snerti
almennt, en henni var auðvitað
ekki náð fram með markaðsbú-
skap, vegna þess að seint hefðu
litlu sjávarplássin haft bolmagn
til að ráðast i skipakaup ein og ó-
studd.
Það sýnir svo hve sterklega
•þessi stefna var tengd kjörbarni
Framsóknar, byggðastefnunni,
að Suðurnes og Reykjavik viröast
hafa orðið útundan þegar nýja at-
vinnustefnan var tekin upp i
plássunum. En kenning Fram-
sóknar hefur oftast verið sú að sjá
um sina og fjandinn geti hirt hina.
Þótt byggðastefna Framsóknar
eigi marga kosti verður hún varla
kennd við landsstefnu og lands-
málaflokk fyrst svona fór um
Suðurnes i fiskiskipaflóðinu
mikla.
Nær að líkja stefnunni við
kálfa en kreppupólitík
Stjórnarandstaðan 1959-1971
var Framsókn erfið. Undir lokin
NEÐANMÁLS NEÐANMÁLS
Eysteinn er
H^SInýtinn á rœður
(---------y \
I Hannev H Givwr*r\an | ,
taldi Eysteinn aö vert væri að
leyfa öðrum að spreyta sig i for-
ustu fyrir flokknum. Um það voru
engin átök. Varaformaðurinn tók
einfaldlega við og var forsætis-
ráðherra eftir kosningarnar 1971.
En það var stefna Eysteins Jóns-
sonar frá stjórnarandstöðutiman-
um, sem réði miklu um gerð og
innihald stjórnarsamningsins.
Fráleitt er að kenna þann samn-
ing við afturhald og kreppupóli-
tik.
Miklu nær væri að lýsa honum
og ráðherrunum, sem áttu að
framfylgja honum, við kálfa, sem
hleypt er út á vorin. Þegar vinstri
stjórnin skilaði af sér var komin
54% verðbólga og núverandi
rikisstjórn hefur eytt mestu af
tima sinum i viðureign við þá
verðbólgu án sýnilegs árangurs.
Þannig er hægt að fara of geyst,
jafnvel þótt það verði aldrei af
vinstri stjórninni skafiö, að hún
hóf viðtæka atvinnuuppbyggingu.
stuöning rikis við verklegar
framkvæmdir og atvinnuvegina.
Hann er að visu formaður stjórn-
ar Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga, og heldur þar i
höndum sér ekki ófáum fjöreggj-
um Framsóknarflokksins, en völd
hans i flokknum að öðru leyti bú-
in.
Þetta kom gleggst i ljós á fundi
fulltrúaraðs Framsóknar i
Reykjavik á liðnum haustdögum,
þegar honum fannst að ekki áraöi
svo i flokknum að hættandi væri á
prófkjör i Reykjavik. Þar var
hann borinn ofurliði með miklum
atkvæðamun, þótt fundarmenn
klöppuðu fyrir honum að ööru
leyti. Þar réði rikjum hið nýja liö
Ólafs Jóhannessonar, smábiss-
nessfólk, sem eflaust trúir á
markaðsbúskapinn, en Eysteinn
hleypti aldrei feti framar en hon-
um sýndist, mest að hann hefði
útvegað þvi jeppa á skömmtunar-
árunum.
Og núverandi rikisstjórn telur
það helzt sér til gildis, að hægt
hefur verið að halda atvinnunni i
jöfnu horfi — minnug þess að at-
vinna heyrir til mannréttinda.
Mest haföi hann útvegað
því jeppa á skömmtunar-
árunum
Það er mikill misskilningur,
þegar þvi er haldið fram ,að
stjórnmálastörf Eysteins Jóns-
sonar hafi einkennst af ihalds-
semi. A kreppuárunum var
stjórnin, sem hann sat i, oftar en
hitt kennd við bolsa af þeim, sem
trúðu á markaðsbúskapinn, og þá
ekki i þeirri merkingu um ihald i-
halda sem kommúnisminn er.
Eysteinn Jónsson situr nú á frið-
arstóli og er hættur að boða
Eysteinn er ekki nýtinn á
ræöur
Eysteinn er ekki nýtinn á ræður
sinar, en hann hefur verið tals-
maður þess Janga stjórnmálaævi,
að nota opinbera fjármuni til að
létta undir með landsmönnum i
lifsbaráttunni. Hafi tækin og
gögnin verið smá á kreppuárun-
um, þá voru þau það vegna ytri
aðstæðna. Hafi verið stigið of
stórt skref i atvinnuátt á timum
vinstri stjórnarinnar, þá veröur
það ekki kennt ihaldssemi. Þess
vegna fer bezt á þvi að stjórn-
málaferill og stefnumið Eysteins
Jónssonar sé skoðað af gætni og
þvi hleypidómaleysi, sem hæfir
þeim sem stiginn er út af sviðinu
— næstum þvi.
IGÞ