Vísir - 06.01.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 06.01.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 6. janúar 1978 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gudmundsson. Umsjón meö Helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Frettastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jonina AAichaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guövinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gyifi Kristjánsson. Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- ocf sölustjóri: Pall Stefánsson. Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson. Auglysingar og skrifstof ur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prerrtun: Blaöaprent. Deilt um eignorrétt oð jafnaðarstefnunni Það fer varla framhjá mönnum að nokkurs kosn- ingaskjálfta er farið að gæta í blöðum stjórnmála- flokkanna. Menn hafa á tilfinningunni að einhver hreyfing verði á fylgi milli flokka og daglegir tals- menn þeirra haga skrifum sínum í samræmi við það. Eins og sakir standa bendir f lest til þess að Alþýðu- flokkurinn muni bæta við sig fylgi í alþingiskosning- unum. Stóra spurningin er hins vegar sú, hvaðan það kemur. i því efni beinast augu manna fyrst og fremsl að Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðisflokknum. Að einhverju leyti gæti Alþýðuflokkurinn einnig tekið fylgi frá Framsóknarf lokknum, þó að fylgi hans hafi verið stöðugra en annarra flokka undanfarin ár. Tilfinning manna fyrir fylgisaukningu Alþýðu- flokksins hefur komið af stað all sérkennilegri deilu milli talsmanna Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Átökin milli þessara f lokka eru ekki ný af nál- inni og hafa staðið allt frá því að Kommúnistaflokk- urinn var stofnaður og síðan Sameiningarflokkur al- þýðu, sósialistaflokkurinn. Til skamms tíma snerust deilur Alþýðuflokksins annars vegar og Alþýðubandalagsins eða kommúnista hins vegar um ólíka hugmyndafræði. Það er á hinn bóginn athyglisvert við hin nýju átök milli flokkanna að þau standa um sömu hugmyndafræðina. Báðir f lokkarnir höfða nú til kjósenda með hugmyndum um lýöræðislega jafnaðarstefnu. Kommúnistaflokkar á vesturlöndum hafa um nokkra hrið smám saman verið að sveigja stefnumál sín undir hið borgaralega lýðræðisskipulag. Moskvu- sósíalismanum hefur verið hafnað og tilveruréttur Atlantshafsbandalagsins hefur verið viðurkenndur eða því sem næst. Alþýðubandalagið hefur um árabil verið inn á þess- ari línu en hefur sennilega aldrei gengið jafn langt upp að hlið Alþýðuflokksins eins og nú. Ýmis atvik hafa ráðið þvi að kommúnistar á vesturlöndum hafa orðið að viðurkenna þingræðisskipulagið og gefa hug- myndir um þjóðnýtingu og ríkisrekstur upp á bátinn. Lýðræðisríkin hafa einfaldlega tryggt borgurunum meira frelsi og betri almenn lifskjör en sósialistarik- in. Kommúnistaf lokkar á vesturlöndum hafa orðið að beygja sig fyrir þessu lögmáli og hafa því smám saman verið að viðurkenna þingræðisskipulagið og einkaeignarrétt á atvinnutækjum. Hugtok eru oft á tíðum villandi og notuð í mismun- andi merkingu. En það eru í sjálfu sér merkileg tíma- mót þegar bæði Alþýðubandalagið og Alþýðuf lokkur- inn veifa merki lýðræðislegrar jafnaðarstefnu. Tals- menn Alþýðuf lokksins haldaþví aðsjálfsögðu fram að Alþýðubandalagið hafi í engu breyst. Þar í f lokki séu menn enn að berjast við kommúnisma þrátt fyrir nýj- ar stefnuyfirlýsingar. Af hálfu Alþýðubandalagsins er því á hinn bóginn haldið fram, að Alþýðuf lokkurinn hafi villst af leið og sé nú enginn munur á honum og borgaralegum frjáls- hyggju flokkum. Alþýðuflokkurinn er greinilega í þeirri erfiðu aðstöðu að hann verður að gera upp við sig hvort hann ætlar að höfða til lausafylgis Sjálf- stæðisflokksins eða Alþýðubandalagsins. Þetta tvennt er erfitt að samræma, þó að ýmislegt sé unnt í pólitískum loftfimleikum. En deilur Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins upp á síðkastið um eignarréttinn að jafnaðarstefnunni benda ótvírætt til þess að Alþýðuf lokkurinn ætli að leggja meiri áherslu á að ná fylgisaukningu á vinstri væng stjórnmálanna. Alla vega má draga þá ályktun að talsmenn Alþýðu- flokksins vilja koma í veg fyrir að Alþýðubandalagið geti skapað sér svo lýðræðislega ímynd að það taki hreyfanlegt fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Og greini- legt er að kosningaslagurinn verður fjörugur. Sá vandi fiskvinnslunnar, sem rakinn var i siðasta fréttaauka, er auðvitaö i reynd hluti af mun stærra vandamáli — vandamáli, sem verður óleyst þótt einhverjar ráðstafanir kunni að vera gerðar i sambandi viö ákvörðun um nýtt fiskverð. Þetta er sá mikli verð- bólguvandi, sem tslendingar eiga nú við að glima — og hafa reynd- ar glimt við árangurslitið mörg undanfarin ár. Forystumenn hafa lengi haft mörg og fögur orð um andstöu sina við verðbólgu, en árangurinn hefur ekki verið i samræmi við það. Siðustu árin hefur verðbógan verið 30-50%, Á siðasta ári er hún talin hafa verið um 34%. Spáð er enn frekari verðbógu á þessu ári. Talsmenn atvinnuvega og laun- þegasamtaka eru einnig sam- mála i gagnrýni sinni á verðbóg- una. Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, sagði um áramótin, að þessar margendurteknu yfirlýs- ingar væru væntanlega merki þess ,,að menn almennt hafi vaknað til vitundar um nauðsyn viðnámsaðgerða”. Hvort svo sé i reynd skal þó ósagt látið þvi það virðist sameiginlegt hagsmuna- mál allra, sem segjast vera á móti verðbólgunni, að auðvitað séu það einhverjir aðrir, sem eigi að taka á sig það, sem slikar að-- gerðir kosta. Alla vega er ljóst, að meira er nú talað um slikar ráðstafanir gegn verðbógunni en áður. Hvað gert verður er kannski erfiðara að segja til um á þessu stigi, en vissulega bendir ýmislegt til þess, að „gömlu góðu” leiðirnar verði enn einu sinni farnar, jafn- vel þótt likur hljóti þá að vera á þvi, að árangurinn verði sá sami og fyrr. Hugmyndir Valkosta- nefndarinnar sálugu Það vantar auðvitað ekki, að margt og mikið hafi verið sagt og ritað um barátttu gegn verðbólg- unni á liðnum árum. A timum siðustu rikisstjórnar var skipuð svonefnd Efnahags- málanefnd, sem reyndar var al- mennt kölluð Valkostanefndin. Formaður hennar var Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar. Hann er einnig formaður þeirrar svokölluðu Verðbólgunefndar, sem nú situr að störfum og skila mun áliti sinu i febrúar. Efnahagsmálanefndin skilaði itarlegu nefndaráliti i tveimur bindum i nóvember 1972. Þar var sérstaklega fjallað um markmið og leiðir i efnahagsmálum. I skýrslunni var frá þvi greint, að i meginatriðum væri um þrjár leiðir að velja i efnahagsmálum. Geir Hallgrímsson: //••• hin hefðbundnu úr- ræði, sem öll hafa verið reynd". Efnahagsaðgerðir rikisstjórna undanfarin ár hafa lika verið eitt- hvert samkrull af þessum leiðum, eða a.m.k. tveimur þeirra. Leiðirnar þrjár Tvær „vinsælustu” leiðirnar hafa fengið nöfnin „milliffærslu- leið” og „uppfærsluleið”. Þriðja leiðin er svonefnd „niðurfærslu- leið”, en hún hefur litt verið brúk- uð hérlendis. Millifærsluleiðin felur, eins og nafnið bendir til, það i sér i megin atriðum, að fjármagns er aflað með beinum og/eða óbeinum sköttum og þvi siðan varið til beinna eða óbeinna framleiðslu- styrkja til útflutningsatvinnuveg- anna til þess að skapa þeim NEÐANMÁLS NEÐANMÁLS NEÐANMÁLS NEÐA Hin leiðin o V Stundum vill svo til að maður freistast til að andmæla vinum sin- um, sem halda fram á ritvöllinn af nokkurri vandlætingu yfir van- köntum meðbræðranna. Á Þorláksmessu skrifaði Hannes H. Giss- urarson einskonar ritdóm i Visi um ræðusafn Eysteins Jónssonar sem nýlega er komið út hjá Almenna bókafélaginu undir nafninu „t sókn og vörn” og kallar hann ritdóminn „Eysteinn er nýtinn á ræð- ur.” Nafnið er dregið af tvitekningu á hluta úr ræðu en þau afglöp verður einfaldlega að skrifa á reikning þess, sem annaðist útgáf- una. Hann er sjáifur Jón Helgason, ritstjóri Timans, margrómaður höfundur, sem er þekktur af þvi að taka hart á misfellum, og kannski eini ritstjórinn i iandinu sem á það til að „setjast” á greinar af þvi þær meiða fegurðarskyn hans, eins og þvi hefur verið háttað alit frá þvi hann var i Samvinnuskólanum, þar sem hann fékk orð fyrir að vera mikill islenskumaður, og hefur það loðað við hann sið- an. Hannes lýsir þessu ei lesa greinar Eysteins, sem hann gott heita. Skilningsdeyfð Hannesar á hlutverki ríkisst jórnar Framsóknar og Alþýðu- flokks Að öðru leyti er grein Hannesar fyrst og fremst lýsing á pólitisk- um stefnumiðum Eysteins Jóns- sonar, og þarf sjálfsagt miklu við að bæta áður en sú lýsing verður tæmandi. Kemur verst við mann einskonar skilningsdeyfð Hann- esar á hlutverkum rikisstjórna Framsóknar-og Alþýðuflokks á krepputimanum frá 1934-1938, og raunar athöfnum Framsóknar á tima Jónasar frá Hriflu og Tryggva Þórhallssonar meðan báðir báru gæfu til að starfa sam- an. Þetta stjórnartimabil ein- kenndistaf mjögerfiðum efnahag og þeirri deyfð, sem fylgdi krepp unni. Samt var það nú svo að tölu- verð umsvif voru i þjóðfélaginu á þessum tima, og ber skilyrðis- laust að þakka það stjórnarfor- ustunni, þannig að kreppan varð þannig að Jón hafi ekki nennt að var þóað búa undir útgáfu. Látum aldrei eins frámunalega þung i skauti hér eins og viðast annars staðar. Vegir voru lagðir og skól- ar voru byggðir, svo eitthvað sé nefnt, og virkjanir voru reistar. Staðið var að nýsköpun i sjávar- útvegi og skipulagi var komið á afurðasölumál bænda. Stefna Eysteins á þessum ár- um var „að hefta vöruinnflutn- inginn með lagafyrirmælum, en halda uppi kaupgetunni i landinu með sem mestum verklegum framkvæmdum og stuðningi við atvinnuvegina.” Fyrir þessa stefnu er ekki hægt að skamma nokkurn mann, þegar tekið er til- lit til kreppuástandsins. Hún var nauðvörn, þótt svo færi að hún væri látin standa lengur en góðu hófi gegndi. En þar áttu fleiri mál en Eysteinn Jónsson. Það var allt og sumt New-Deal stefna Franklins D. Roosewelt var af likum toga. Þegar afturhaldsöflin undir for- ustu Herberts Hoover höfðu siglt Indriði G. Þorsteinsson skrifar i tilefni af rit dómi Hannesar H. Giss urarsonar um ræðusafn Eysteins Jónssonar Indriði segir að Ey steinn hafi dottið ofan á þetta orðalag um „hina leiðina" i þingræðu og ekki ætlað því þau ósköp, sem úr því, urðu öllu i strand undir fánum þeirra stefnu, sem Hannes kallarnýhag- fræði og felst i svonefndum mark- aðsbúskap, stóðu málin þannig að bankar höfðu lokað og atvinnulif- ið var siglt i strand. Roosewelt lét það verða sitt fyrsta verk að fá hjólin til að snúast að nýju, jafn- framt þvi sem hann talaði kjark i þjóðina. Og þetta tókst honum með þvi að mæla fyrir sem mestum verk- legum framkvæmdum og með stuðningi við atvinnuvegina. Það er svo vitað mál, að hvorki á New Deal-stefnan við i sæmilegu ár- ferði né er hún æskileg. En þessa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.