Vísir - 11.01.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 11.01.1978, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 11. janúar 1978 VXSIR KARLAR Styrkið og fegrið líkomannj Ný fjögurra vikna námskeið| hefjast 12. jánúar. Karlaleikfimi, mýkjandi og styrkjandi. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 5—7 og i síma 16288 á sama tima. Sturtur — gufuböð — lyftingajárn & nýjar þægilegar dýnur. Líkamsrœktin Júdófélaginu Brautarholti 18 (efsta hæð) KATTASANDURINN ER KOMINNi GULLFISKARÚÐIN Grjótaþorpi Fischersundi Simi 11757 í FESTI GRINDAVÍK YÐAR ANÆGJA - OKKAR STOLT Önnumst öll mannamót, stór og smá. Að- eins nokkur ,,nútíma” hænufet frá ys og Iskarkala höfuðborgarinnar. Við bjóðum allaþá aðstöðu tilhverskonar mannamóta, er best gerist. Þjónustan er indæl og verð- ið eftir þvi. FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI GRINDAVÍK - SÍMI 92-8255 og 92-8389 Þjóðviljinn neitar að birta athugasemdir við skrif ritstjórnar blaðsins Ekki reynist Þjöðviljinn vera sú vettvangur umræöu, sem ráðamenn hans hafa vilj- að vera láta. Ritstjéri blaös- ins, Svavar Gestsson, taldi ekki rétt að ég undirritaður fengi að koma á framfæri á siðum Þjóðviljans athuga- semdum varðandi skrif blaðs- ins um mig og dylgjur í minn garð. Upphaflega haföi Svavar samþykkt þetta í simtali dag- inn, sem pistill sá, er varð til- efni athugasemdanna birtist I Þjóðviljanum en i fyrrakvöld tilkynnti hann svo að sií af- staða væri breytt eftir að hann hefði kynnt sér efni athuga- semdanna. í gær endursendi hann greinina með svofelldri orð- sendingu: „Olafur Ragnarsson rit- stjóri Visis. Endursendi hér með samkvæmt samtali grein þina. Eins og ég tók fram i samtalinu tel ég ekki vera ura að ræöa athugasemdir eöa leiöréttingu af þinni hálfu heldur „almennan skæting” sem við erum vanir aö birta hvor um annan éigin blöðum. Með vinsemd. Svavar Gests- son.” Ég hafði talið eðlilegast að svara þeim spurningum, sem ritstjóri og fréttastjóri Þjóö- viljans beindu til min i þætti sinum „Klippt og skoriö” i Þjóðviljanum á sama vett- vangi, enda snerti málið ekki lesendur Visis. Þess vegna sendi ég þennan pistil til Þjóð- viljans. En úr þvi að Þjóöviljinn er svo lokað blaö, sem raun ber vitni, verð ég aö birta þetta efni I VIsi. Þeim var nær, Þjóðviljamönnum, þvi að meö þessu móti — það er vegna út- breiðslu VIsis — verður marg- falt fleiri landsmönnum ljóst, hvers konar vinnubrögð tiök- ast hjá þeim, — um leið og þeir, sem sáu sendinguna til mín I Þjóðviljanum fá tæki- færi til að kynna sér sjónarmiö mln. Greinin fer hér á eftir. Ólafur Ragnarsson. OLAFUR RAGNARSSON: Þar gilda ekki siða- reglur blaðamanna Satt að segja hafði það nú ekki hvarflað að mér að birt yrði mynd af mér I fjölmiölum i sambandi við meint fjársvika- mál Hauks Heiöars, fyrrum deildarstjóra ábyrgðardeildar Landsbankans, — og það áður en nokkur mynd hefur birst af Hauki. En það er svo sem ekki við þvi að búast að ég, sem reynt hef að vinna eftir lögmálum heiðar- legrar blaðamennsku gæti gert mér i hugarlund hvað ritstjóri og fréttastjóri Þjóöviljans kynnu að gera I þessum efnum. Hjá þeim virðast siöareglur blaðamanna ekki gilda. Þessir starfsbræður minir I Blaðamannafélagi islands sendu mér heldur kaldar kveðj- ur I blaði sinu föstudaginn 6. janúar, þar sem meðal annars var gefið I skyn að ég „sæti inni” með mikilvæga vitneskju varðandi fyrirtæki sem Haukur Heiðar hefur átt hlut i. Hvers vegna ég? Jú, jú. Skýring Þjóðviljans á þvl er of- ur einföld: Ég er I Lionsklúbbi þar sem Haukur Heiðar og ein- hverjir aörir hluthafar þessa fyrirtækis hafa veriö á félaga- skrá. Klúbbar og félög Þarna má sannarlega segja aö Þjóðviljamenn fari I geitar- hús aö leita ullar þvl að fyrstu vitneskju mina um hlutafélagið Dropa og vandamenn þess fékk ég af slðum Þjóðviljans. 1 Lionsklúbbnum Nirði eins og öðrum þjónustuklúbbum þessa lands eru verkefnin önnur en upplýsingamiðlun um persónu- lega hagi eða starfsemi félags- manna. 1 þessum klúbbi eru milli 50 og 60 félagar úr fjöl- mörgum starfsgreinum og ætla ég mér ekki þá dul að vita hvað þeir hafast að. Sama gildir um önnur félög sem ég starfa i eins og til dæmis Blaðamannafélag Islands. Meðal félagsmanna þar eru þeir Svavar Gestsson og Einar Karl Haraldsson sem merkja sér áöurnefndanpistil I þættinum „Klippt og skoriö” i Þjóöviljan- um. Um umsvif þeirra er mér litið kunnugt og ber ég heldur ekki neina ábyrgð á gerðum þeirra fremur en Hauks Heiðars. Ég veit til að mynda ekki hvort þeir Svavar og Einar Karl eru hluthafar I fyrirtækj- um er tengjast aðilum sem við- riðnir eru einhver þeirra af- brotamála sem nú eru i rann- sókn. Félagaskrá Þaö er ekkert leyndarmáli hverjir eru félagsmenn Lions- hreyfingarinnar. fjölmennustu samtaka þjónustuklúbba hér á landi. Félagaskrár allra klúbb- anna eru til prentaðar og hefði nú veriö rétt fyrir þá Þjóövilja- menn að verða sér úti um eintak af félagaskrá Njarðar fyrir yfir- standi starfsár ef þeir hefðu viljað vera nákvæmir I „rann- sóknarblaðamennskunni”. Sumir þeirra manna sem Þjóð- viljinn hefur sagt vera I þessum klúbbi hafa aldrei verið félagar og aðrir eru hættir fyrir mörg- um árum. Brot á siðareglum Annars geri ég ráð fyrir aö mér sé álika litið kunnugt um fjármál og viðskipti félaga I Lionsklúbbnum Nirði og þeim Svavari og Einari Karli varð- andi félagsmenn I Blaðamanna- félagi Islands. Ekki býst ég við að þeir yröu sérlega hrifnir af þvi að dylgjað væri um þá I blöðunum, birtar af þeim myndir og spurt hvort þeir sætu inni meö mikilverða vitneskju — ef einhver félagi i Blaða- mannafélagi tslands sætti rann- sókn. Ég kann heldur ekki að meta ósmekklegar aðdróttanir eins og þær sem þeir birtu um mig og mun þess vegna kæra þetta brot á siðareglum Blaöamanna- félags íslands til siðareglu- nefndar félagsins. Vonandi átta þeir Svavar og Einar Karl sig á þvi að þeir hafa skotið yfir markið I pistlin- um á föstudaginn og hafa mann- dóm I sér til þess að biðjast af- sökunar á þessu frumhlaupi sinu á sama vettvangi, — án nokkurra útúrsnúninga. —ÓR kfíppi r iTaiiTt>rfD»fn3 og mun ekkif I spegli dropans 1 Þjóöviljanum í gær er sagt frá athyglisverðu hlutafélagi, Dropanum hf. Formaöur hluta- félagsins Dropans er yfirmaöur ábyrgðadeildar Landsbankans sem gistir um þessar mundir húsnæöi réttargæslunnar eins og kunnugt er. Hann þarf þó hverpi aö óttast um sitt pund,því að gjaldkeri Dropans, Emanúel Morthens, einn af fjármálafor- stjórum Alþýöufiokksins, sinnir störfum hjá Dropanum ennþá. I spegli Dropans má einnig sjá aö flestir stjórnarmennirnir eru úr Læonsklúbbnum Niröi. Þar er einvalaliö samankomiö, eins og viö var að búast. Ritstjóri Vlsls: Situr hann inni ineö vitneskju um dropann? Dropinn sem holar steininn Einn félagsmanna í Læons- klúbbnum Niröi kom við sögu i ávlsanamálinu sem einnig er f athugun hins hraövirka réttar- kerfis. Þarna er borgarfulltrúi AlþýÖuflokksins, Björgvin Guö- mundsson. Sem betur fer er rit- stjóri Visis, ólafur Ragnarsson, einnig félagsmaöur i Niröi: von- andi birtast bráöum viötöl í VIsi viö aöstandendur dropans sem nú holar innan Steininn. Dropinn fyllir mœlinn Ekki trúir undirritaöur ööru en yfirmaöur ólafs Ragnars- sonar ritstjóra, Þórir Jónsson f Ford, samþykki aö ólafur skoöi dropann. Þórir er nefnilega líka I þessum Læonsklúbbi, Niröi. Þar er semsé valinn maöur í hverju rúmi. Þar eru auk þeirra sem hér hafa verið taldir fjöl- margir kaupmenn, stórkaup- menn, framkvæmdastjórar, aö ógleymdum lögfræöingunum, sem eru aö sjálfsögöu flestir hrl. og hdl. og svo eru þarna líka löggiltir endurskoöendur. Meö slfka sveit sér viö hliö er ekki aö undra aö menn geti áratugum saman iökaö undarlegar æfing- ar á hengiflugi réttvísinnar. Væri ekki ófróölegt aö ólafur Ragnarsson birti viötöl viö alla þá limi Læonsklúbbsins sem best eru kunnugir því hvaöa dropi þaö var sem fyllti mælinn. Framfarir i blaöamennsku Blaöamennsku á islandi hefur stórlega fariö fram. NU er fariö ffnt I sakirnar og heimsmanns- lega aö þvf staöiö aö koma á- róörinum á framfæri. Ein- hverntíma heföu Morgunblaöiö og Alþj| þvf upa væri faw vosti fjf frá Sow aöarle/ Enda< meiri vil um en^ þeirra s þess a^ tengslií Utvöldu ARHl svona ; ,,Blf| Þjóövjj sókn flokkiá aö hcfj blaösi^ rikjun, sovésH útgáfiL Sovétr að kora samaT Og i ú 11 i tsej blaös* Þjóðviljinn 6. janúar 1978. Undirritað -s. - ekh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.