Vísir - 24.01.1978, Side 5
visra
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
„GERÐUM RAÐSTAFANIR
í VIÐSKIPTUM NATO
VIÐ ÍSLAND, PORTÚ-
OG FRAKKLAND
##
- segir dr. Luns framkvœmda-
stjóri um kommúnistastjórnir
innan NATO
GAL
Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóri NATO,
sagði á opinberum
fundi i Brussel i gær, að
það yrði „sérdeilis al-
varlegt”, ef kommún-
isti yrði settur i em-
bætti varnarmálaráð-
herra eða utanrikisráð-
herra rikisstjórnar
sem hlut ætti að varn-
arbandalaginu.
Luns var að ræða sérstaklega
stjórnmálástandið á Italiu og
varaði við möguleikanum á þvi
að kommúnistum yrðu falin em-
bætti, sem lytu að öryggismál-
um rikisins.
Hann sagði, að NATO hefði
áður átt viðskipti við rikis-
stjórnir bandalagsrikja skipað-
ar kommúnistum, eins og Is-
land,Portugal og Frakkland, og
bætti við: „Við gerðum nauð-
synlegar ráðstafanir og þær
tókust”.
En dr. Luns sagði, að Italfa
hefði sérstöðu i þessu efni. Ólikt
þessum þrem löndum, sem
hann gat, þá er stjórnin i Róm
fastameðlimur i kjarnorkuráði
NATO, sem skipuleggur hvern-
ig Atlanlshafsbandalagið mundi
heyja kjarnorkustrið við Sovét-
rikin, og fjallar þvi um við-
kvæmustu leyndarmál NATO.
Tveir hópar
sigruðu tind-
inn samtímis
Bandariskir og svissneskir
fjallgöngumenn urðu fyrstir
til þess að sigrast á Aconcag-
ua (6.964 m) samtimis eftir
mismunandi leiðum, en það er
hæsta fjall vesturálfu.
Hópur fimm fjallgöngu-
manna, undir forystu John
Heffernan, komst á tindinn
eftir leið, sem liggur yfir
hættulegan jökul, en á þeirri
lið hefur margur fjallgöngu-
maðurinn látið lifið.
Svissneskur hópur undir
forystu Walter Schwizer og
Hans Rudolf Schenkel fór aðra
leið, sem oftast er valin.
Þriðji hópurinn, undir for-
ystu Austurrikismannsins Leo
Scholommer varð að snúa við,
þegar hann var kominn i 6.400
metra hæð, þvi að einn úr
hópnum veiktist.
Aconcagua gnæfir yfir And-
esfjöllum, um 12 km frá
landamærum Chile og er i
Argentinu. Hann er sagður 43.
hæsti tindur heims. Árlega
reyna um 60 fjallgönguhópar
að klifa hann.
RÆNDU BAR-
ONI í PARÍS
Þannig var umhorfs á Broadway, þegar búið var að moka af götum.
SNJÓÞYNGSU Á AUSTURSTRÖNDINNI
Mikil snjóþyngsli hafa veriö
að undanförnu i noröausturrikj-
um Bandarikjanna og hafa
valdið glundroða i umferð jafnt i
borgum sem úti á þjóövegum.
I siðustu vikulok var bruna-
gaddur á þessum slóðum og
með snjóþyngslunum tepptist
flugumferð. En á mánudag
Lögreglan i Nicara-
gua hefur nú i haldi
mann, sem játað hefur,
að hann hafi skipulagt
morðið á Chamorro rit-
stjóra og einum helsta
leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar i landinu.
Hefur maðurinn
bendlað einn kaupsýslu-
hafði tekist að ryðja flestar
brautir flugvalla, og þeir, sem
setið höföu veðurtepptir um
helgina, komust þá leiðar
sinnar.
1 New York fóru áætlunar-
ferðir járnbrautanna meira eða
minna úr skoröun, og lögðust al-
mann og tvo áhrifamenn
i Nicaragua við morð-
ráðin.
Silvio Pena Rivas, sem játað
hefurað hafa sett morðingjana til
höfuðs Chamorro ritstjóra, segist
hafa gert það að undirlagi Pedro
Ramos, kaupsýslumanns ættaðs
frá Kúbu en með bandariskan
rikisborgararétt.
Rivas sagði i gær, að Ramos
hefði tjáð honum, að með honum
veg niður í tvo daga til sumra
úthverfanna. Snjóskaflar urðu
hærrien fólksbilar.
Þak á hljómleikahöll á Long
Island hrundi undan snjó-
þyngslunum og olli miklu tjóni á
áheyrendasætunum sem voru
3.500 talsins.
að banaráðunum stæðu Cornelio
Hueck, forseti fulltrúadeildar
Nicaraguaþings, og Fausto Zel-
aya,fyrrum bankaráðsformaður.
Tveir þessir siðast nefndu hafa
áður verið nefndir i sambandi við
morðrannsoknina, en þeir hafa
látið frá sér fara yfirlýsingar, þar
sem þeir neita nokkurri vitneskju
um morðið.
Pedro Ramos yfirgaf Nicara-
gua og hélt til Bandarikjanna
daginn áður en morðið var fram-
ið. — Zelaya hefur einnig yfirgef-
ið landið og er sagður einhvers
staðar i Evrópu með fjölskyldu
sinni. — Hueck dvelst á búgarði
sinum við Kyrrahafsströndina,
um 150 km suður af höfuðborg-
inni.
Einkaritari Ramos bar vitni i
gær, og sagðist hún hafa séð Pena
Rivas koma á skrifstofu Ramos
og taka við umslagi fullu af pen-
ingum úr hendi aðstoðarmanns
hans, sem er annar kúbanskur
amerikani, Fausto Alvarez að
nafni.
Franska lögreglan
leitar dauðaleit i dag að
Edouard-Jean Empain
iðjuhöldi og baróni og
ræningjum hans. Barón-
inum var rænt i gær
skammt frá heimili sinu
i einu af heldri hverfum
Parisar.
Ræningjarnir hafa ekki skilið
eftir nein skilaboð um lausnar-
gjaldskröfur, og veit lögreglan
ekki hvort politiskar ástæður
ligja að baki ráninu, eða hvort um
er að ræða venjulegan auðgunar-
glæp.
Empain barón er maður fertug-
ur, belgiskur að þjóðerni, og stýr-
ir samsteypu, sem tekur til rúm-
lega 500 fyrirtækja viðs vegar um
heim. Hann hefur oft verið skot-
spónn vinstrisinna.
Frönsku blöðin liktu i fréttum
sinum í morgun ráni hans við ráni
Baader-Meinhofhryðjuverka-
mannanna á Hanns-Martin
Schleyer, leiðtoga atvinnurek-
enda i V-Þýskalandi i fyrra.
Stjórn Valery Giscard
D’Estaing lætur þetta mál mjög
til sin taka og fyrirskipaði Frakk-
landsforseti, að sér skyldi gefin
skýrsla á klukkustundarfresti um
framvindu rannsóknarinnar.
Baróninn er eini útlendingur-
inn, sem komist hefur til áhrifa
innan samtaka franskra atvinnu-
rekenda.
Hann var á leið að heiman i bif-
reið sinni, þegar sendibill varð á
veginum, en á götunni lá vél-
hjólamaður, og leit út sem slys
hefði orðið. Um leið og bifreið
barónsins nam staðar, stukku
tveir grimuklæddir menn út úr
sendibilnum og yfirbuguðu bar-
óninn með aðstoð „þess slasaða”.
Aðrir stukku inn i bilinn og óku
honum burt. Einkabilstjóri bar-
ónsins var bundinn og honum
varpað inn i sendibilinn, en siðar
var hann skilinn eftir i Utjaðri
Parisar. Hann hafði sætt alvar-
legum likamsmeiðingum og gat
ekki gefið neina gagnlega skýrslu
á ræningjunum. — Bifreiö bar-
ónsins fannst siðar yfirgefin.
Siðasta mannrán i Frakklandi
var i april i fyrra. Þá var rænt
Luchino Revelli-Beumont, for-
stjóra dótturfyrirtækis Fiats i
Frakklandi. Honum var sleppt
gegn 2 milljón dollara lausnar-
gjaldi. Atta Argentinumenn voru
handteknir fyrir ránið, og kom
féð mest allt i leitirnar.
Einn af hverjum tuttugu
kaupendum okkar hlýtur
kr 200.000.oo í verðlaun
Fasteignasalan Afdrep
Skúlatúni 6, simar 28644
& 28645.
Seljendur, látið AFDREP
annast söluna.
Þorsteinn Thorlacius,
viðskiptafræðingur.
UPPUOSTRANIR
í CHAMORRO-
MORDMÁLINU