Vísir - 24.01.1978, Blaðsíða 10
10
Þriðjudagur 24. janúar 1978. VISIR
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjórí: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guö
mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaöamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jónína
Michaelsdottir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánssön.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8
simar866U og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á
mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu
kr. 90 eintakið.
Prentun
Blaöaprent h/f.
Formaðurinn, flokkssvélin
og fjölflokka athvœðin
Urslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Reykjavík,
sem kunngerö voru í gær, eru þeim flokki og öðrum
alvarleg áminning um þaö, að kosningabandalög og
prófkjör fara ekki saman. Kjósendur láta ekki bjóða sér
það, að ákveðinn hópur f rambjóðenda bindist samtökum
á þann hátt sem fjórir menn gerðu í prófkjöri Fram-
sóknarf lokksins, þegar um lýðræðislegar forkosningar á
að vera að ræða. Kjósendurnir eiga að velja milli manna
en ekki samtryggingarhópa.
Sigur Guðmundar G. Þórarinssonar, verkfræðings,
sýnir að kjósendur geta sprengt slík bandalög og atorku-
samir ungir menn geta komist langt, þótt sterk sam-
vinnuöfl séu á móti þeim.
Guðmundur sagði i viðtali við Vísi i gær, að ,,f lokksvél-
in'' hefði unnið á móti sér í prófkjörinu í samvinnu við
kosningabandalagið á framboðslistanum.
Með ,,f lokksvélinni'' á Guðmundur eflaust við þá for-
kólfa, sem ráðið hafa ríkjum í Reykjavíkurvígi f lokksins
um skeið, en þeir hafa lítt verið hrifnir af að hleypa
utanaðkomandi aðilum þar nokkuð upp á dekk.
Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins,
á ekki neinn eignarhlut í f lokksvélinni, né heldur stendur
hann að rekstri hennar. Hann hefur þvert á móti veitt
Guðmundi Þórarinssyni ómetanleg^n stuðning og mun
hann vænta mikils af honum á komandi árum á vett-
vangi Framsóknarflokksins.
Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins getur að nokkru rakið ósigur sinn til
óvinsælda kosningabandalagsins og þess, að hann hafði
nánast engin persónuleg umsvif í kosningabaráttunni.
Breyttir tímar kref jast nýrra aðferða, hvort sem mönn-
um líkar það betur eða verr.
Skýringanna á framgangi Einars Ágústssonar, ráð-
herra, er aftur á móti að leita í verulegri þátttöku ann-
arra kjósenda en flokksbundinna Framsóknarmanna.
Það, að hann kemst einn bandalagsmanna í öruggt þing-
sæti sýnir, að atkvæði bandalagsins hafa ekki riðið
baggamuninn.
Atkvæðin, sem féllu Einari í skaut eru að stórum hluta
til sömu f jölf lokka atkvæðin sem réðu úrslitum við próf-
kjör Sjálf stæðisf lokksins og Alþýðuf lokksins í Reykjavík
á dögunum, enda var smalað á vegum sömu aðila nú og
fyrir hin prófkjörin tvö.
Árangur aðalhlekksins í hagkeðju framtíðarinnar,
Kristjáns Friðrikssonar, má rekja til margra ára
stöðugrar kosningabaráttu hans og margvíslegrar
kynningar í útvarpi og ákveðnum dagblöðum á hug-
myndum hans varðandi auðlindanýtingu og efnahags-
undur.
Kristján Benediktsson stendur sem fyrr traustum fót-
um í efsta þrepi borgarstjórnarlistans og hefur það ef-
laust ekki verið til skaða, að hann fékk ókeypisall-langa
auglýsingu i Kastljósi Sjónvarpsins kvöldið áður en próf-
kjörið hófst.
Framgangur unga fólksins, Gerðar Steinþórsdóttur og
Eiriks Tómassonar er í samræmi við aukin áhrif ungs
fólks í stjórnmálaf lokkunum almennt. Atkvæði íþrótta-
iðkenda hafa aftur á móti ekki megnað að halda Alfreði
Þorsteinssyni í öruggu sæti á borgarstjórnarlistanum.
Þegar úrslitin í Reykjavíkurprófkjöri Framsóknar-
f lokksins eru skoðuð er Ijóst, að áhrifa f lokksformanns-
ins hefur gætt þar verulega, að því er Guðmund
Þórarinsson varðar, en fjölflokka prófkjörsatkvæðin
hafa komið Einari Ágústssyni i fyrsta sætið.
Flokksvélin góða er aftur á móti ekki nægilega kraft-
mikil lengur til þess að skila þeim árangri, sem til er ætl-
ast af henni, enda orðin gangstirð, slitin og erfið í
rekstri.
EININGARKERFI í
GRUNNSKÓLANN?
r
Bessí Jóhannsdóttir,
kennari, varpar í þess-
ari grein fram þeirri
hugmynd, hvort ekki
væri rétt að taka upp
einingakerfi í grunn-
skólanum, hætta
aldursskiptingu og láta
þroska nemenda ráða
ferðinni hjá þeim.
S______________________4
A undan förnum árum hefur
islenzkt skólakerfi tekiö miklum
breytingum. Grunnskólalögin
frá 1973 eru nú tekin aö hafa
áhrif i vaxandi mæli. Eölilegt
er, að breytingarnar, gildi
þeirra og gallar séu mjög til
umræðu.
Sú stefna hefur verið tekin
upp i grunnskólum landsins að
blanda i bekki nemendum með
mjög mismunandi námsgetu, og
finnst mörgum þetta rétt stefna,
og þannig komið i veg fyrir að
nemendur séu dregnir i dilka
s.s. tossa og séni. Þetta hefur
valdið erfiðleikum i fram-
kvæmd. Kennarar eru oft ekki
nægjanlega undirbúnir til að
mæta þeim nýju vandamálum
er skjóta upp kollinum. Má
nefna sem dæmi, að i staö þess
að nemendur séu dregnir i dilka
eftir bekkjum, t.d. A bekk , D
bekk, þá flyzt þetta inn i bekk-
inn. Nemendur eru gjarnan
miskunnarlausir hver viö ann-
an Þeir láta óspart i sér heyra,
hvaö þeim lfkar vel og hvað
miður. Duglega nemendur
skortir oft umburöarlyndi gagn-
vart þeim, sem lakari eru.
Kennarinn þarf að mæta þess-
um vanda. Þá skapast sú hætta,
að athygli hans beinist um of að
þeim lakari. Þau duglegu
„spjara sig” segja menn gjarn-
an, en þau lakari dragast aftur
úr vegna sífelldrar áminningar
um vangetu þeirra.
Breytinga er þörf á
skólastarfinu.
I skólum landsins er mjög
mismunandi aðstaða til sjálf-
stæðrar vinnu nemenda. Sam-
felldur skóladagur er enn á
óskalistanum. Krafan um að
þannig sé búið að skólanum, að
hægt sé að stunda þar vinnu all-
an daginn verður æ háværari.
Nemandi og kennari eiga að
geta komið til starfa að morgni
og unnið eðlilegan vinnutima.
Þetta er i raun jafnréttiskrafa,
þar sem við vitum að nemendur
standa mjög misjafnlega að vigi
gagnvart heimanámi. Sumir fá
aðstoð við nám sitt, en þeir eru
þó án efa i meirihluta sem hafa
engan til að liðsinna sér. For-
eldrar lærðu i flestum tilvikum
annaö en börn þeirra, og skilja
ekki það, sem þau eru aö fást
við. Myndast þvi oft neikvæð af-
staða þeirra til skólans eins og
hann er i dag. Margir foreldrar
vildu gjarnan hjálpa börnum
sinum við heimanámiö, en geta
það ekki vegna timaskorts; má
þar nefna einstæða foreldra,
sem eiga fullt i fangi meö að
afla viðurværis. Þarna væri og
komið til móts viö heimilin, þar
sem sifellt áhyggjuefni er hjá
utivinnandi foreldrum, hvað
börnin séu að gera oft ein
heima, i reiöuleysi. Samfelldur
skóladagur yrði þvi jafnt styrk-
ur fyrir heimilin og skólana.
Margir telja, aö um of hafi verið
dregið úr námskröfum i grunn-
skólanum. An efa á sú stefna að
blanda i bekki er hér hefur rikt,
talsverða sök á þessu.
Námskröfurnar og ein-
ingakerfi
Það vita allir, sem við kennslu
hafa fengizt, að ef miða á náms-
kröfur við árgang i heild hlýtur
aö draga úr þeim. Tökum
dæmi: I 9. bekk grunnskólans
eru nú námskröfur i sögu ekki
nema u.þ.b. 1/3 af þvi, sem áður
gerðist á landsprófi. í raun-
greinum virðast námskröfur
vera allt að þvi misseri minni.
Þetta hefur verið gert á sama
tima og ekki hefur verið dregið
úr kröfum i sama námsefni i
menntaskólunum. Skal þvi eng-
an undra hve há fallprósenta er
á fyrsta ári i þeim. Er þetta rétt
stefna? E.t.v. má segja, að fyrir
stóran hluta nemenda séu þetta
nægar kröfur. En hvað þá með
þau dugmestu? Er það sann-
gjarnt gagnvart þeim, að ekki
skuli vera boðið upp á meira
námsefni? Margir kennarar
hafa án efa farið þá leið að fara
út fyrir námsefnið i ríkum mæli,
láta nemendur vinna ritgerðir
eða önnur aukaverkefni. Nem-
endur geta ekki sætt sig við, að
það sé jafnrétti i námi, að allir
séu dregnir niður á bás meðal-
mennskunnar. Þjóðfélagið hef-
ur i raun ekki leyfi til aö kæfa
hæfileikarika nemendur, skapa
hjá þeim námsleiða. E.t.v. er
ein leið að opna skólana og
koma á einingakerfi. Þar með
væri úr sögunni sú skipting,er
nú á sér stað, i bekkjardeildir
eftir aldri. Þroski nemenda til
að fást við verkefni yrði þá und-
irstaðan. Hægt væri að auka
hjálparkennslu og siðast enekki
sizt getulitlir nemendur væru
ekki daglega minntir á
„heimsku sina”.
Iðnaðardeild Sambandsins:
Áhersla lögð á full-
unnin mokkalambskinn
Skipulagsbreytingar
hafa orðið hjá iðnaðar-
deild Sambandsins á
Akureyri. Bergþór
Konráðsson, aðstoðar-
framkvæmdarstjóri,
mun framvegis hafa
með höndum yfirum-
sjón sölumála á vegum
verksmiðja iðnaðar-
deildar.
Frá og með áramótum mun
Jón Arnþórsson sem verið hefur
sölustjóri útflutnings, taka við
nýju starfi hjá deildinni.
Iðnaðardeiídin vill leggja sér-
staka áherslu á mikilvægi þess
að nýta sem hægt er fullsútuö
mokka-lambsskinn frá skinna-
verksmiðjunni Iðunni til fata-
gerðar fyrir innanlandsmarkað
og útflutning. Af því tilefni hefur
verið ákveðið að stofna sjálf-
stæða verksmiðju, sem I byrjun
verður að uppistööu til fyrri
skinnadeild Heklu.
Verksmiðjustjóri verður Jón
Arnþórsson og mun hann s já um
daglega framkvæmdast jórn
hins nýja fyrirtækis. —KP.