Vísir - 10.02.1978, Síða 5

Vísir - 10.02.1978, Síða 5
Veðurfrœðingar í Bandarikjunum: Mohex Rússinn hljóp í Bandaríkjamenn — flensan nœr þar hómarki í apríl, segja heilbrigðisyfirvöld Rússneska flensan herjar nú á Bandarikjamenn. Unglingar veröa mest fyrir baröinu á henni og leggjast i rúmiö meö hita, kvef og beinverki. Talið er að flensan muni ná hámarki i Bandarikjun- um i april. Menn hafa verið að velta þvi fyrir sér hvort hið slæma veður- far i Bandarikjunum, snjókoma og kuldi, eigi einhvern þátt i þvi að veikin breiðist svo skjótt út. Heilbrigðisyfirvöld segja að svo sé ekki. Flensan leggst ekki þungt á Bandarikjamenn, þótt rússnesk sé. Engin dauðsföll hafa verið skráð og eldra fólk tekur siður veikina en ungt. Ennþá er unnið að þvi að búa til bóluefni gegn flensunni og er talið að hægt verði að bólusetja gegn henni i byrjun april. Virus, sem veldur flensu er af mörgum stofnum. Talið er, að sá sem veldur þeirri rússnesku sé af sama stofni og virus sem olli - eru tillogur Anker Jörgensen til að droga úr otvinnuleysi Danski forsætisráð- herrann, Anker Jörgen- sen, hefur sett fram þann möguleika að þeir Danir sem hafa fullt starf taki sér fri tiunda hverja viku til að þeir sem hafa enga vinnu geti unnið sér inn aur. Jörgensen lét þessi orð falla, þar sem hann var á kosninga- ferðalagi og sagði að atvinnu- leysið þyrftu allir að taka á sínar herðar, en ekki aðeins hluti þjóð- arinnar. Hann tók það fram að margar aðferðir mætti haf. , t.d. að þeir sem hefðu vinnu tækju sér fri tiundu hverja viku, eða að vinnuvikan yrði stytt um fimm stundir. Þetta mundi þýða um tiu prósentum minni vinnu og þá væri hægt að bæta fólki við sem þvi næmi. Þegar hann var spurð- ur um skerðingu launa, þá sagði hann að fólk yrði að sætta sig við hana. Ef til þessa yrði gripið, þá mundi það hafa launaskerðingu i för með sér. New York-búar mega búast við snjóþyngslum á komandi árum Veðurfræðingar i Bandarikjunum halda þvi fram að veðurfar i heiminum sé að breyt- ast. Þeir benda t.d. á hina miklu snjóa á vest- urströnd Bandarikj- anna, mikil snjóþyngsli i Skotlandi,aukna úrkomu á Indlandi og þurrka i Afriku. J. Murray Mitchell jr. sem er sérfræðingur Bandarikjastjórnar um veðurfræðimálefni segir að allt bendi til þess að veðurfar sé að breytast alls staðar i heimin- um. Hann segir að ef veður breyt- ist t.d. i Bandarikjunum, þá sé það sjálfgefið að það breytist einnig annars staðar. Bandarikjamenn velta þvi nú fyrir sér hvort þeir megi búast við óveðri á austurströndinni sem ár- vissum atburði. Mitchell telur að veðurfar og loftslag sé að breyt- ast frá þvisem var á árunum 1950 til 1960. Hann segir að veðurfarið i ár bendi til þess sem búast megi við á komandi árum. Búast megi við köldu vetrarveðri i norðan- verðum Bandarikjunum. Veðurfræðingar halda þvi fram að veðrið undanfarna áratugi hafi verið óvenjugott i Bandarikjun- um. Þeir segja að nú séu likur til þess að þessu góðviðristimabili sé lokiðog búast megi við rysjóttara veðurfari. Það er ljóst, segja veð- urfræðingar, að veðurfar hefur farið kólnandi i heiminum yfir- leitt siðustu fjörutiu árin. Vegna kólnandi veðurfars kólnar til muna á heimskautasvæðunum og munurinn á hitastigi þar og á öðr- um breiddargráðum verður meiri. Þetta veldur þvi að veður- far verður rysjóttara og kulda- köst svipuð þvi sem kom i New York fyrir stuttu verða algengari og þvi má búast við þvi að New York-búar megi vaða snjóinn á komandi vetrum. Vírusinn sem vcldur rússnesku flensunni litur svona út i smásjá. flensu er gekk á árunum 1947 til 1957. Þvi hefur eldra fólk sloppið nokkuð vel, þar sem það hefur i sér nokkurt mótefni. Danski forsætisráðherrann, Anker Jörgensen, leggur til aö vinnuvikan veröi stytt um fiinm stundir, eöa að menn i fullu starfi taki sér fri tiundu hverja viku til aö draga úr atvinnuleysinu. FRÍ TÍUNDU HVERJA VIKU HJÁ ÞEIM SEM HAFA ATVINNU Barist af hörku í Beirút Miklir bardagar geisa nú i aust- urhluta Beirút i Libanon. Þetta er þriðji dagurinn sem barist er af mikilli hörku. Það eru libanskar hersveitir og hersveitir frá Sýr- landi sem berjast. Talsmenn Libanons segja að um eitt hundrað manns hafi fallið siðustu daga. Nú er reynt að koma á vopna- hléi milli hægrisinnaðra lib- anskra hersveita og sýrlenskra. Danmörk: Combinette buxurog bleyja v íeinulagi Sérstakar nætur- og dag- bleyjur Heildsölubirgðir Halldór Jónsson hf. Njósnamúl í Kanada: Dulargervi, holur göngu- stofur og dulmólslykill — fundust í fórum sovésku njósnaronna sem reknir hafa verið úr landi Kanadastjórn hfur komið upp um njósnahring sovéskra sendi- manna i landinu. Yfirvöld hafa vitað um njósnastarfsemina. sem Sovétmenn hafa verið við- riðnir i eitt ár. Þrátt fyrir það létu menn sem ekkert væri og kanadiskir ráðamenn komu þvi þannig fyrir að sovésku njósn- ararnir sendu alls konar upplýs- ingar, sem voru algjör tilbún- ingur heim til Kreml. Þrettán starfsmenn sovéska sendiráðsins i Kanada tóku þátt i njösnahringnum. Þeim hefur nú verið visað úr landi. Utan- rikisráðherrann Donald Jamie- son sagði þegar stjórnin lét uppi vitneskju sina, að mjög nánar gætur yrðu hafðar á sovéskum sendimönnum i Kanada á kom- andi árum. Sovétstjórn hefur ekkert látið frá sér fara um þetta njósna- mál, eða réttara sagt það hvernig kanadiska stjórnin sneri á þá. Jamieson sagði að fundist hefði i fórum Sovét- mannanna dulargervi, dulmáls- lykill, holur göngustafur, sér- staklega gerður sigarettupakki til að hafa filmur i og fleira dót, sem Sovétmenn notuðu við njósnir i Kanada. Ráðherrann sagði að hann hefði hætt við heimsókn sina til Sovétrikjanna, sem hafði verið ákveðin þangað i næsta mánuði. Hann sagði að fáranlegt væri ef Sovétmenn svöruöu brottrekstri njósnaranna þrettán með þvi að víkja kanadiskum sendiráðs- mönnum úr landi. Það hljóta að vera einu ráðstafanirnar sem gripa ber til, sagði ráðherrann þegar upp kemst um njósnir er- lendra sendiráðsmanna, að reka þá úr landi. Sendiráðsstarfsmenn Sovét- rikjanna i Kanada voru þar til i gær 64 að tölu, en nú hafa þrett- án verið reknir úr landi. Starfs- menn i kanadiska sendiraðinu i Moskvu eru um 40. Morðin í Los Angeles: Leikarinn ekki só seki Lögreglan i Los Angeles i Bandarikjunum segir að leik- arinn Ned York verði ekki kærður fyriraö hafa kyrkt 12 konur, eins og hann hefur sagst hafa gert. Eftir miklar yfirheyrsiur yfir leikaranum, sem er atvinnulaus, þá telur lögreglan hann saklausan. Leitað var i húsi leikarans eft- ir aö hann haföi hringt i lög- regluna og sagst hafa myrt konurnar. Þar fannst ekkert sem benti til þess aö hann gæti verið moröinginn, en nokkuö magn fannst af marijúana. Leikarinn verður þvi kæröur fyrir aö hafa þaö i fórum sin- um. Talsmaöur lögreglunnar sagöi að þaö kæmi oft fyrir aö fólk sem er illa statt játaöi á sig alls konar glæpi og þá sér- stakiega þá sem mikið hefur verið talað um. Leikarinn hef- ur á þennan hátt ætlað aö láta taka rækiiega eftir sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.