Vísir - 10.02.1978, Síða 7
yisiR Föstudagur 10. febrúar 1978
Vinnuveitendasamband íslands um tillögu ASÍ:
Hefur í för með sér
stórauknar álögur á
atvinnureksturinn
Tillögur fulltrúa Alþýðusam-
bands tslands að skammtlma-
lausn I efnahagsmálum hafa I
för með sérstörauknar álögur á
atvinnureksturinn segir i álykt-
un frá Vinnuveitendasambandi
tslands.
Vinnuveitendur telja að sam-
þykkt þeirra tíllagna myndi
stórlega auka þann vanda sem
þeim væri ætlað að leysa. Of
langt bil væri milli hugmynda
aðila vinnumarkaðarins til þess
að þeim einum sé fært að gera
tillögur með skjótum hætti um
lausn hins bráða vanda.
t áiyktuninni segir að Vinnu-
veitendasambandið sé í grund-
vallaratriðum andvigt þvi að
rikisvaldið hafi úrslitaáhrif á
kaup- og kjarasamninga þótt oft
hafi til þess komið. liikis valdinu
sé þó ávallt rétt og skylt aðhafa
forystu um að reyna að finna
leiðir til að forðast efnahags-
öngþveiti. Slikar aðgerðir hafi á
undanförnum áratugum verið
framkvæmdar undir svipuðum
kringumstæðum og nú eru i
efnahagsmálum. —KS
1J g
, 1
t Keflavík hefur verið opnuð ný
og glæsileghúsgagnaverslun sem
ber nafnið Hlynur. Er hún til húsa
að Hafnargötu 32 og þar upp á
annari hæð. Þetta er sérverslun
með eldhúsinnréttingar og Is-
lenskhúsgögn og er ýmsar góðar
vörur að finna í þessari nýju
verslun. Eigendur hennar eru hér
á þessari mynd sem tekin var er
búðin var opnuð i vikunni. Þau
eru talið frá vinstri: Anton Hjör-
leifsson, Kolbrún Guðmundsdótt-
ir, Anna Skaftadóttir og Vil-
mundur Árnason. — klp/Ljós-
mynd HB Keflavik.
BANDARÍSKIR JAZZ-
LEIKARAR HINGAD
Þrír bandariskir jazzleikarar
koma til landsins á morgun,
laugardag og leika þeir fyrir is-
lenska jazzunnendur á þremur
tónleikum. Laugardaginn 11.
febrúar i Menntaskólanum við
Hamrahlið. Sunnudaginn 12.
febrúar á Hótet Esju og mánu-
dag 13. febrúar á Hótel Loft-
leiðum. Meðlimir triósins eru
þrir, Horace Parlan pianó,
Doug Raney gitar og Wilbur
Little bassi.
Horace Parlan hóf pianónám
7 ára að aldri að ráði lækna, til
að vinna upp lömun á hægri
hluta likamans, sem hann varð
fyrir 5 ára gamall. Aö áeggjan
kennara sinna, þróaði hann
yfirburða vinstri handar stil
sinn.
Hann hefur leikið inn á
margar plötur með hljómsveit-
um sem hann hefur verið meö-
limur i, svo sem Charles Mingus
Jazz Workshop, Lou Donaldsen
Quartet og öðrum listamönnum
svo sem Dexter Gordon, Stanley
Turrentine, Slide Hampton og
fl.
Wilbur Little (bassi) hóf að
leika á pianó og sneri sér slðan
að bassanum. Snemma á 6. ára-
tugnum lék hann með Miles
Davis, Sonny Stitt, Lester
Young, John Coltrane og fór I
J.J. Jonson Quintet árið 1956 og
á hljómleikaferð um Evrópu
með þessari hljómsveit árið
1957 tók hann þátt I hinum frægu
trió upptökum undir leiðstögn
Tommy F'lanagen i Sviþjóö.
Doug Raney (gitar) valdi git-
arinn sem sitt hljóðfæri 13 ára
Horace Parlan
að aldri. Gitarleikarinn Barry
Galbraith var einkakennarinn
hans, meðan hann lærði einnig
mikið af hljóðfæraleikurum eins
og Charlie Parker, Bud Powell,
Sonny Stitt svo að einhverjir séu
nefndir.
—EA
NÓÍHJITA
PVRIR ÖUU
DIIR5AIR
BÍIA5KIPTI
HR8486
Opiö:
mánud.-föstud.
kl. 9-19,
laugard.
kl. 10-16.
600 fm. bjartur
og upphitaður,
mjög
skemmtilegur
sýningarsalur
ALLTAF PLÁSS
FYRIR BÍLINN
ÞINN.
ÞAÐ FARA
ALLIR ÁNÆGÐIR
FRÁ OKKUR
ORÐSENDING TIL
VIÐSKIPTAVINA
Vegna flutninga á fyrirtœki
voru í nýtt húsnœði að
BÍLDSHÖFÐA 16
verða varahlutaverslun, bílasala
og skrifstofur vorar lokaðar
dagana 13—16. febrúar.
Opnum aftur 17. febrúar að
BÍLDSHÖFÐA 16
^Suei
BJÖRNSSONAca
SAAB—UMBOÐIÐ