Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 10. febrúar 1978 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davió Guómundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaói: Arni Þórarinsson. Blaóamenn: Edda Andresdottir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. -Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiósla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjorn: Síóumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuói innanlands. Veró i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaóaprent h/f. Að leika heikigan anda Sjö fram- bjóðendur í w e■ ••• • profkjori ó Akureyri Bárður Halldórsson öðrum stjórnmálaf lokk- um. Kjósa á í fjögur efstu sæti væntanlegs framboðs- lista og er skylt að kjósa í öll fjögur sætin. Efnahagsmálin hafa hangið í lausu lofti síðustu daga. Nú eru linurnar hins vegar óðum að skýrast. Ríkisstjórn- in hefur þegar stigið það óhjákvæmilega skref að fella gengi krónunnar. Sú kollsteypa sem við stöndum f rammi fyrir var raunverulega ákveðin með sólstöðusamningun- um í f yrra, þó að við séum f yrst að taka hana núna. Það er staðreynd sem menn verða að haf a í huga. Samhliða gengisfellingunni var ákveðið að hverfa frá fljótandi gengisskráningu. Þetta er pólitísk ákvörðun sem greinilega miðar að því að skapa meiri festu. Á hinn bóginn er augljóst að mjög erfitt er að viðhalda föstu gengi i þeirri miklu verðbólgu sem við búum við ef öryggi á að haldast í rekstri útf lutningsatvinnuveganna. Alþingi stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um ráðstafanir í efnahags- og f jármálum í tengslum við gengisfellinguna. I þeim efnum liggja til grundvallar til- lögur verðbólgunefndarinnar, sem lokið hefur störfum. Á það bæði við um óhjákvæmilegar aðgerðir til þess að halda atvinnuvegunum gangandi og eins ráðstafanir til þess að koma á varanlegu jafnvægi í þjóðarbúskapnum en á það hefur illilega skort. í sjálfu sér eru fá ný sannindi í tiliögum verðbólgu- nef ndarinnar. En hún hef ur eigi að síður unnið mikið og á margan hátt merkilegt starf undir forystu Jóns Sigurðssonar forstöðumanns Þjóðhagsstofnunar. í skýrslu nefndarinnar er að finna grundvöll að endur- reisn ef nahagslifsins. En mikilvægt er að menn átti sig á því að nef nd af þessu tagi býr bara til skýrslu, hún leysir ekki verðbólguvandamálið. Það verða stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar að gera. Við því var varla að búast að í verðbólgunefndinni næðist samstaða þeirra ólíku valdahópa sem þar eiga aðild að. Afstaða fulltrúa stjórnarandstöðunnar og verkalýðshreyfingarinnar í nefndinni er þó næstum óskiljanleg. Þeir taka enga afstöðu til vanda atvinnuveg- anna og segja hreint út að þeir geri engar tillögur þar að lútandi. Jafnframt lýsa þeir andstöðu við gengisfelling- una. Stefna stjórnarandstöðunnar og verkalýðs- hreyfingarinnar er því skýr atvinnustöðvun. Tillögur þeirra um niðurfærslu á verðlagi án ráðstaf- ana til að auka tekjur útflutningsatvinnuveganna og draga úr kostnaði þeirra eru þvi endaleysa. Þær geta að- einsleitttilatvinnustöðvunar. Miðað við f járfestingarút- gjöld á siðasta ári fóru kauphækkanir langt umfram það sem þjóðartekjur leyfðu. I það súra epli verða menn að bíta. Atvinnurekendur og launþegar verða að kyngja þeim bita eigi festa að komast á i þjóðarbúskapnum. Gengisfellingin er í raun og veru of lítil til að tryggja örugga afkomu aðal útflutningsatvinnuveganna. Hún byggist á eins konar núllstefnu sem miðar að þvi að vel- rekin fyrirtæki hvorki tapi né hagnist. Þetta kemur í veg fyrir stöðvun en býður ýmsum hættum heim og veldur fyrirtækjunum áugljóslega talsverðum erfiðleikum. Á sama hátt er vonlaust að viðhalda óbreyttum þeim óraunhæfu kjarasamningum, sem gerðir voru í fyrra. Þeir byggðust á verðbólgupólitík forystumanna verka- lýðsf élaganna. Það verður að brjóta hana niður rétt eins og verðbólgupólitík annarra. í þvf sambandi má benda á verðbólgupólitik þingmanna sem bera höfuðábyrgð á f járfestingaræðinu. Á þeirra herðum hvílir sú skylda að draga úr fjárfestingu á þessu ári hvað sem atkvæða- veiðum líður. Kjarni málsins er sá að stöðva verður verðbólgupóli- tíkina, hvort sem þingmenn eða verkalýðsforingjar eiga i hlut. Hvorugur aðilinn getur i því tilliti leikið heilagan anda. Elías Snœland Jónsson, blaðamaður, skrifar um Alþýðuf lokksmenn á Akureyri efna til prófkjörs vegna framboðs til næstu bæjarstjórnarkosninga um helgina og eru sjö menn í kjöri. Alþýðuflokkurinn á nú einn bæjarfulltrúa á Akureyri, og tekur hann þátt í prófkjörinu. Prófkjörið fer fram á laugardag 11. febrúar og sunnudag, 12. febrúar. Kosið verður að Gránu- félagsgötu 4 kl. 14-19 báða dagana. Atkvæðisrétt hafa allir búsettir Akureyringar sem náð hafa 18 ára aldri 28. maí næstkomandi og sem ekki eru flokksbundnir í Tveir í fyrsta sætið Tveir frambjóöendanna gefa kost á sér i fyrsta sætiö. Annars vegar er það Freyr ófeigsson, héraðsdómari sem nú situr i bæjarstjórn fyrir Alþýöu- flokkinn. Hann gefur einungis kost á sér i fyrsta sæti. Freyr er fertugur að aldri og hefur verið bæjarfulltrúi siðan 1974. Hins vegar er það Bárður Hall- dórsson menntaskólakennari en hann gefur jafnframt kost á sér i annað sæti listans. Bárður er 31 árs að aldri. Hann tók sem kunn- ugt er þátt i prófkjöri Alþýðu- flokksins vegna alþingisframboðs i Norðurlandskjördæmi eystra en náði þar litlum árangri. í siðustu þingkosningum var hann i þriðja sæti á lista flokksins á Vestfjörð- um. Einstöku sinnum falla orð, sem lengi verða mun- uð. Þetta á þó helzt við í Ijóðum, og þess vegna verða menn alltaf jafn undrandi þegar fyrir augu þeirra ber setningu án Ijóð- ræns samhengis, sem segir meira en hundrað þúsund blaðsíður. íslenzkar bók- menntir geyma fjölmörg dæmi þessa, og eru þá Ijóðin undanskilin með setningum á borð við: Það mælti mín móðir eða Brá- máni skein brúna/brims und Ijósum himni. En það tekur út yfir allan þjófa- bálk, þegar eftirminnileg- ar setningar sjást í dag- blöðunum, en þau eru eins og kunnugt er eins fjarri bókmenntum og stríð er f jarri friði, og er það ekki sagt þeim til lasts. Bændur flugust á KVEN Einhver hnyttnasta setning, sem sögð hefur verið um lslend- ingasögur, og oft hefur verið vitn- að til, er höfö eftir Jóni ólafssyni Grunnvíkingi, margfróðum manni og þekktum m.a. fyrir túlkun Lárusar heitins Pálssonar á honum i Islandsklukkunni. Jón var sonur séra Ólafs Jónssonar á Stað i Grunnavik, sem hefur verið sérkennilegur maður ekki siöur en sonurinn. Séra Ólafur hripaði niður ævisögu sina eftir að hann var orðinn sjúkur af bólunni haustið 1707, en hún dró hann til dauða á ellefu dögum. Jón Grunnvikingur fékk þetta ævisögubrot föðursins i hendur úti i Kaupmannahöfn og skrifaði ýmsar athugasemdir á spássíur, eins og þá, að honum (þ.e. Jóni) þætti fjarskalegt að hann skyldi vera 94. maður frá Adam. Ættar- tölu Jóns skrifaði Jón Magnússon á Sólheimum I Sæmundarhlið, sem sem skar til sulls á fólki með nokkurri heppni. Hann var bróðir Enn er haldið áfram að drepa fólk á sléttum Mekongfljóts

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.