Vísir - 11.02.1978, Qupperneq 7
VISIR Laugardagur 11. febrúar 1978
7
„FEKK EKKI NEITUN -i
EN VARÐ SAMT
AÐ FARA UTAN"
,,Min reynsla af þvi að sækja um fóstureyöingu hér á landi
er ekki góð, en að visu átti ég við minn vanda að striða áður
en nýju lögin um fóstureyðingar tóku gildi”, sagði 35 ára
gömul húsmóðir, sem Helgarblaðið ræddi við. Henni sagðist
svo frá:
„Fyrir f jórum árum varð ég vænfær af minu fimmta barni,
þrátt fyrir að ég notaði lykkjuna. Ég var þá, eins og nú, I
nægilega góðum efnum til að geta framfleytt þessum barna-
hópi, en að ýmsu öðru leyti átti ég við persónulega erfiöleika
að striða, sem ollu þvi, að ég treysti mér ekki til að ala barn”.
„Af þessum orsökum var ég ast fyrir um það hverju þetta
ákveðin i að fá fóstureyðingu og
studdi fjölskylda min mig i þvi
efni. Það fyrsta sem ég gerði
var að ræða við sálfræðing um
vandamál min og skrifaði hann
fyrir mig vottorð um að ekki
væri æskilegt fyrir mig að eign-
ast fleiri börn, eins og á stseði.
Ég fékk siðan tima hjá yfir-
lækni fæðingardeildar Lands-
spitalans og tók hann mér vel,
enda sagði hann að málið horfði
öðru visi við, þar sem ég var enn
með lykkjuna á sinum stað.
Hélt ég þá að allt væri klappað
og klárt, en það var öðru nær.
Ég beið og beið, en fékk ekki til-
kynningu um að ég ætti að
leggjast inn á deildina. Þá
hringdi ég þangað, til að spyrj-
sætti, en fékk vægast sagt
ónotaleg svör og var gefið i skyn
að annað væri við sjúkrarúmin
að gera en að nota þau fyrir
slikar aðgerðir.
Þetta varð mér mikið áfall, en
ég var engu siður ákveðin I þvi
að fá aðgerðina. Það varð þvi úr
að ég fékk upplýsingar um lækni
i London, sem ég gæti leitað til.
Þar sem á þessum tima var
mjög orðið liðið á meðgönguna,
eða komið fram i 11. viku, tók ég
það ráð að fara þegar utan.
Þar gekk allt eins og i sögu og
mér var tekið þar með þeim
skilningi, sem ég þurfti svo
mjög á að halda. Ég fékk allar
upplýsingar um aðgerðina og
hugsanleg eftirköst hennar og
var siðan lögð inn á sjúkrahús
strax daginn eftir.
Þrem dögum siðar gat ég far-
ið heim. Tæpri viku seinna var
svo hringt til min frá fæðingar-
deildinni”.
— Fékkstu einhver eftirköst?
„Nei, en á meðan á þessu
stóð, leið mér mjög illa andlega.
Það leið allt of langur timi frá
þvi að ég tók ákvörðunina og
þar til þessu var lokið. Oft var
ég að þvi komin að hætta við allt
saman.
— Hefurðu séð eftir þvi að
hafa tekið þessa ákvörðun?
„Ég held að við sömu aðstæð-
ur, gerði ég það sama aftur.
Hins vegar er þvi ekki að neita,
að þetta er erfiðasta ákvörðun
sem ég hef tekið á ævinni og hún
olli mér mikilli hugarkvöl um
tima. Ég vildi ekki þurfa að
upplifa slikt aftur”.
Bretlandsferðir voru i algleym-
ingi”.
„Annað sem athygli vekur i
þessu sambandi er að okkur er
ekki kunnugt um að nema 2-3
þessara kvenna hafi fengið
synjun hér heima.
Astæðan getur verið sú, að
konurnar vilji ekki fá nafnið sitt
á skýrslur hér heima. Ég býst
við að verulegur hluti þeirra
sem fóru út hafi gert það af
þessari ástæðu. Þótt leynd sé
höfð yfir þessu og allir bundnir
trúnaðarheiti, þá eru alltaf
nokkrir sem vita um það og við
búum i litlu þjóðfélagi.
Það er áreiðanlega til ennþá
að fólk leiti út fyrir sinar heima-
stöðvar, e n þó held ég a ð það séu
ekki nema stök tilfelli”.
Mikil ásókn
— Er það rétt að vegna auk-
inna fóstureyðinga og ófrjósem-
isaðgerða sé hálfgerð örtröð á
fæðingardeildinni?
„Það verður að segjast að
ásóknin er ansi mikil. Þetta er
álag, sem ekki var reiknað með
við útreikninga á þörf fyrir
sjúkrarými.
Við reynum að framkvæma
fóstureyðingarnar eins fljótt og
hægt er og það fer ekki hjá þvi
að það hlýtur að bitna á biðlist-
um að öðru leyti.
En það erýmislegt annaðsem
kemur til. Endurbætur á gamla
húsinu hafa dregist á langinn og
þvi er talsvert af húsnæði, sem
ekki er hægt að nýta ennþá.
Svo hefur fæðingum á deild-
inni fjölgað við það að öll fæð-
ingarheimili i Reykjavik og
nágrenni eru horfin, nema Fæð-
ingarheimili Reykjavikur. Fæð-
ingardeildinni var aldrei ætlað
að taka við öllum fæðingum á
þessu svæði, enda er hún ekki
fær um það”.
— Attu von á áframhaldandi
fjölgun fóstureyðinga?
„Varðandi tiðni fæðinga og
raunar fóstureyðinga í framtið-
inni, skiptir notkun getnaðar-
varna höfuðmáli. Það vill svo til
að athuganir sem gerðar hafa
verið benda til að notkun getn-
aðarvarna sé á hærra stigi hér
en með flestum öðrum þjóðum.
Þær benda til að 75-80% kvenna
landsins á barneignaaldri nota
að staðaldri getnaðarvarnir
sem gefa 96-98% öryggi.
Þetta tel ég aðalástæðuna fyr-
ir þvi að fóstureyðingar hafa
ekki vaxið enn meir en raun ber
vitni. Allir eru sammála um að
æskilegra sé að koma I veg fyrir
frjóvgun en eyða fóstri. Takist
okkuraðná tilfleirikvenna með
ráðleggingar, og raunar karl-
manna lika — beir verða að eiga
sinn þátt i þessu — á fóstureyð-
inga vandamálið aldrei að verða
mikið á Islandi”.
Frjósemi ekki aftur-
kölluð
— Hvað viltu segja um
ákvæði nýju laganna um
ófrjósemisaðgerðir?
,,Við læknarnir fögnuðum
mjög þeirri ráðstöfun að leyfa
ófr jósemisaðgerðir eftir 25 ára
aldur. Hins vegar viljum við
hamla gegn þvi hjá yngri kon-
um, sem okkur finnst ekki alveg
dómbærar á svona óafturkall-
anlega aðgerð.
Þvi það er ófrjósemisaðgerð-
in, þótt margir virðist haldnir
þeim misskilningi að svo sé
ekki. Það heyrir til undantekn-
inga að takist að ná árangri,
þótt reynt sé að opna eggjaleið-
arannaftur. Maður þættist góð-
ur ef það tækist i 1% tilfella.
Það hefur orðið mikil ásókn i
þessar aðgerðir og við erum
hlynntir þvi. Fólk veit orðið
meira um þennan möguleika og
þvi má búast við að aukning
verði áfram á þessum aðgerð-
um ”
— Það eru aðallega konur
sem æskja ófrjósemisaðgerðar.
Hvers vegna er það?
„Ástæðurnar eru fyrst og
fremstaðenn rikir sú bábiljaað
karlmenn missi eitthvað við
þetta. Þeir eru hræddir um að
geta ekki lifað eðlilegu kynlifi
eftiraðgerðina, en þaðerualger
hindurvitni.. Hjá karlmönnum
minni aðgerð en hjá konum.
En það er þó nokkuð um þetta!
spurtog þaðþyrfti að kynna það f
betur og sannarlega þyrfti að [
koma þvi á. Hjá þeim
nágrannaþjóðum okkar sem
lengst eru komnar er jafn-
algengtf hjónaböndum, að mað-
urinn láti gera sig ófrjóan og
konan”.
— Ertu ekkert hræddur um
að þessi þróun i fóstureyðingum
og ófrjósemisaðgerðum hafi
slæm áhrif á fólksfjölgunina i
landinu?
„Jú, ég játa það, að þróunin
er að komast á sama stig og i
nágrannalöndunum. Við erum
að nálgast það að okkur fjölgi
ekki meir.
Á siðasta ári varð 1% fjölgun
miðað við fæðingar- og dánar-
tölur. Þá er ekki tekið tillit til
þess að fleira fólk flytur yfirleitt
burtaf landinu en til þess. A sið-
asta ári varð það til þess að
fólkinu i landinu fjölgaði aðeins
um 1.500manns i stað 2.200, sem
vera átti samkvæmt fæðingar-
og dánartölum.
Haldi þróunin áfram með
fækkun fæðinga erum við komin
á þáð hættulega stig að okkur
fjölgi ekki meir. Á Norðurlönd-
um, sérstaklega i Sviþjóð, hvilir
nú fólksfjölgunin aðallega á að-
fluttu fólki, oft frá suðlægum og
austlægum löndum. Við höfum
það vandamál ekki ennþá, en
það er erfitt að sjá fyrir hvað
slik þróun hefði I för með sér á
tveim til þrem mannsöldrum”.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 145„ 46. og 48. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á
Skúlagötu 42, þingl. eign Hörpu h.f. fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri miöviku-
dag 15. febrúar 1978 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 32., 33. og 36. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á
Akraseli 2, þingl. eign Rúnars Smárasonar fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Guöjóns Stein-
grimssonar hrl. á eigninni sjálfri þriöjudag 14. febrúar
1978 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siðasta á Ferjubakka 12, taiin eign húsfélagsins
fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 14. febrúar 1978 ki.
16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 122., 23. og 24. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á
Borgartúni 25-27, þingl. eign Þryms h.f. fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri
þriðjudag 14. febrúar 1978 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 78., 79. og 80. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á
Akraseli 39, þingl. eign Olfars Haröarsonar fer fram eftir
kröl'u Gests Jónssonar hdl. á cigninni sjálfri þriöjudag 14.
febrúar 1978 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 68., 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á
hluta i Alftamýri 56, þingl. eign Turid Bernodussonar fer
fram eft.r kröfu Theodórs S. Georgssonar hdl. á eigninni
sjalfri þriðjudag 14. febrúar 1978 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.