Vísir - 11.02.1978, Page 17

Vísir - 11.02.1978, Page 17
visrn Laugardagur 11. febrúar 1978 17 ÞÆGIL LÍF" segja margir síbrotamenn um hlutskipti sitt „Hnupl og rán — það er rétt til þess að skrimta af"— Þetta er meðal annars eittaf þeim svörum er tveir guðfræðinemar fengu er þeir voru að vinna að könnun á meðal refsifanga á islandi síðastliðið haust. Guðfræðinemarnir heita Þórsteinn Ragnarsson og Valdimar Hreiðarsson. Þeir hafa verið að vinna að lokaritgerð til embættisprófs við guðfræðideild Háskóla Isiands. Ritgerðarefnið er Trúarlífs- og félagsfræðileg könnun meðal refsifanga á islandi. Ritgerðin er unnin undir umsjón dr. Björns Björns- sonar, prófessors við guðfræðideildina. Þeir Þórsteinn og Valdimar voru með annan fót- inn í fangelsum landsins um tíma á meðan þeir unnu að könnuninni. Þeir áttu mörg og löng samtöl við fangana um trúarlíf þeirra og félagslega að- stöðu. Einnig ræddu þeir við fangana um líf þeirra og /,starf" og viðhorf til ýmissa mála. Margt af þessu er trúnaðarmál og endanlegar niðurstöðurúr könnuninni liggja ekki fyrir ennþá. Engu að síður fékk Helgarblaðið þá félaga til að ræða um ritgerðina og kynni þeirra af föngum og fangelsismálum á Islandi. Valdimar: 81% fanganna eru ailtaf undir áhrifum(anna5hvort áfengis eða iyfja þegar þeir fremja afbrot sin. „Tilefni þess að viö völdum þetta verkefni var að við töldum að þetta væri áhugaverður hópur sem kirkjan hefði skipt sér litið af”, sögðu þeir Þór- steinn og Valdimar. ,,Það er nýjung innan guðfræðideildar- innar að fengist sé við trúarlifs- og félagsfræðilegar kannanir en þó hafa verið gerðar trúarlifs- kannanir á Akureyri og Ólafs- firði. Tilgangur okkar með þessu verkefni er að kanna hvernig kirkjan geti best mætt þörfum fanga. Einnig ætlum við aö gera samanburð á trúarlifi og trúarviðhorfum fanga og þeirra sem ekki hafa komist i kast við lögin og lifa venju- bundnu borgaralegu lifi. Okkur lék einnig forvitni á að vita hvort félagslegar aðstæður afbrotamanna væru eitthaö frá- brugðnar þvi sem gengur og gerist. Þessi hópur er fyrst og fremst áhugaverður vegna þess að honum hefur ekki tekist að aðlaga sig kröfum þjóðfélagsins og hlíta lögum þess. Reyndin varð sú að félagsfræðilegi þátt- ur könnunarinnar varðstærri en við gerðum ráð fyrir i upphafi. Það hafa engar kannanir verið gerðar á trúarlifi og trúarvið- horfum fanga hér á landi áöur en hins vegar hafa verið gerðar nokkrar sálfræði- og félags- fræðilegar kannanir. Þessi hópur sem könnunin náði yfir var litill, aðgengilegur og af- markaður og að sjálfsögðu var auðvelt að ná til hans. Þó að þetta verkefni sé þáttur i guðfræðinámi þá er það einnig unnið innan félagsfræöideildar og eru umsjónarkennarar með ritgerðinni bæði úr guðfræði- deild og þjóðfélagsfræði. Það sem gerir þetta kleift er að búið er að rjúfa deildarmúra i Há- skólanum.” Þórsteinn: Mikill meirihluti þessara fanga trúa mjög sterkt á endurholdgun’, að þeir geti fæöst aftur. Einnig trúa þeir þvi aö sái- in geti flust á annað tilverustig eftir dauöann. Töluöu viö alla refsi- fanga á Islandi ,,Við fengum leyfi til að fram- kvæma þessa könnun hjá Jóni Thors deildarstjóra i dóms- málaráðuneytinu en fangelsis- mál almennt heyra undir hann. Það auðveldaði mikið starf okk- ar að okkur var vel tekið af fangelsisyfirvöldum. Leyfið Rœtt við tvo guðfrœðinema frœðilega könnun sem þeir meðal refsifanga á íslandi um trúarlífs- og félags- gerðu síðastliðið haust Texti: Kjartan Stefánsson Myndir: Jens Alexandersson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.