Vísir - 11.02.1978, Page 19

Vísir - 11.02.1978, Page 19
VISIR Laugardagur 11. febrúar 1978 19 til að styðja við bakið á þeim. En þetta er -.i.hægara sagt en gert. Erfiðleikarnir eru mikl- ir og reynslan sýnir að fang- ar leiðast út i afbrot aftur. Mikilvægast fyrir þá er að venja sig af drykkjusýkinni. Hún er gegnumgangandi fylgifiskur af- brota ef ekki bein orsök. Ef þeir geta hætt að drekka og hætt lyfjanotkun og jafnframt slitið sig úr gamla félagsskapnum þá sýnir reynslan að afbrotin sjálf eru þeim engin fýsn. Það er lifs- munstrið i kringum þau sem þeir sækjast eftir. Þetta eru atriði er snúa að fanganum sjálfum en svo er það spurningin hvernig þjöðfélagið tekur við þeim. Ef þeir hafa set- ið einu sinni inni eru þeir stimplaðir og eiga sér ekki upp- reisnar æru von. Þetta leggst oft á sinnið á þeim og þegar þeir losna út þá loka þeir sig inni og geta einhvern veginn ekki hugs- að sér að láta sjá sig meðal fólks. AA-samtökin hafa hjálpað mörgum úr þessum vitahring og tekist að losa þá við áfengis- neysluna. Það má nefna fleiri aðila eins og fangelsisprestinn og starfsmann Verndar. En það er ekki hægt að hjálpa þeim sem enga hjálp vilja þiggja. Við spuröum þá hvað þeir ætluðu að gera þegar þeir kæmu út og fengum gjarnan hið sigilda svar: Detta i það. Þegar fangarnir losna biða vinirnir gjarnan eftir þeim i leigubil fyrir utan og það er strax byrjað að djúsa. Þá fara peningarnir fljótt sem þeir hafa unnið sér inn meðan þeir voru i fangelsinu. Fangarnir standa oft með fullar hendur fjár þegar þeir koma út og er hægt að segja margar sögur af þvi hvernig þeim hefur tekist að eyða þvi meö undraveröum hraða. Það var einn hörkuduglegur fangi sem hafði unnið sér inn eina og hálfa milljón i akkorðs- vinnu i fangelsinu. Viku eftir aö hann slapp út var hann búinn að éyða þessum peningum og það fór ekki allt i nytsama hluti. Annar fór út með 300 þúsund á mánudegi. Næsta miðvikudag var búið að stinga honum inn fyrir innbrot og þá var hann bú- inn að eyða peningunum. Það er algengt að fangar fari út með 200 til 500 þúsund og eyði þvi á fáeinum dögum.” Kerfið ræktar afbrota- menn Hvaða tilgangi þjónar það að loka menn inni? Eru fangelsi ekki úreltar stofnanir? „Það er samróma álit flestra afbrotasérfræðinga að refsing bæti engan mann. Markmið refsinga er fyrst og fremst sam- kvæmt hegningarlögunum: Að vernda almennt réttaröryggi. Viðhald lögbundins þjóðskipu- lags, auk þess að fullnægja rétt- lætistilfinningu almennings er ekki sættir sig við það að menn skerði órefsað mikilvæg réttindi annarra. Við erum innilega ósammála mörgu sem þarna kemur fram og öðru er að fang- elsismálum lýtur. Við teljum þó að fangelsi séu nauðsynleg það verður aldrei hægt að vera án þeirra. Okkar álit er að það sé grund- vallaratriði að gera fangana ábyrgari fyrirgerðum sinum en gert er. Það á að dæma þá sem hafa framið auðgunarbrot til þess að vinna fyrir þvi tjóni sem þeir hafa valdið. Auðgunaraf- brotamann sem þjáist af drykkjusýki á ekki að dæma i fangelsi heldur á sérstakt hæli. Þrátt fyrir að skilorðsbundnir dómar séu nauðsynlegir, til að þeir sem fremja sitt fyrsta af- brot geti bætt ráð sitt, hafa þeir ekki gefið nógu góða raun. Það er mikið mein að það er gripið allt of seint til refsinga. Það eru dæmi þess að menn hafi fengið þrisvar ákærufrest og þar á eft- ir þrisvar sinnum skilorðs- bundna dóma. A meðan halda þeir að áhættan við afbrotin sé engin. Þeir forherðast og verða árásargjarnir. Afbrotaferillinn er oft orðinn 3 ár eða lengri áður en þeir eru settir inn enda er viðkvæðið hjá þeim: Við héldum að við kæmumst upp með þetta. Þarna er kerfið beinlinis aö rækta afbrotamenn.” Kvenfangar í einangrun „Það er varla hægt að láta hjá liða þegar fangelsismál eru rædd að benda á hina bágu að- vert er að ihuga og reyndar oft verið bent á þau(m.a. i sjón- varpsþætti er var sýndur nýlega um fangelsismál i Danmörku. Þar var vikið að ósamræminu i sakfellingu á auðgunarbrotum. Sá sem falsar ávisun upp á nokkra tugi þúsunda er stungið inn og er stimplaður af þjóðfé- laginu og á sér vart uppreisnar von. Hins vegar virðast þeir sem svikja milljónir undan af fé samborgaranna sleppa og njóta jafnvel enn meiri virðingar en áður.” Hvernig er að föngunum bú- ið? „Það er stór munur á fangels- um. Litla-Hraun er stærsta fangélsið. Það virkaði á okkur sem heimilisleg stofnun. Þar var vel að öllu búið og vinnuað- staðan var góð. Og við fundum að það var vinsælt fangelsi. Það eru þó nokkrir gallar á þvi að okkar mati. Þar er gifurlega mikil lyfjagjöf. Og við vitum til þess að fangi tók upp á þvi hjá sjálfum sér að hætta á lyfjum. Hann taldi það vera heilsu- spursmál fyrir sig. Fangarnir þar hafa mikla peninga undir höndum og sökum þess hve fangelsið er opið er auðvelt að smygla inn eiturlyfjum til þeirra sem vilja. A Kviabryggju hafa fangarnir mjög frjálsar hendur innan fangelsisins. Einn stærsti kostur þess er að þar er engin lyfja- notkun. Það er galli aö vinna hefur verið þar stopul en það „Hegningarhúsið Skólavörðustig 9 er tugthús I orðsins fylistu merk- ingu. Aðstaðan þar er léleg vægast sagtog fangar fá hvorki aö horfa þar á sjónvarp né hlusta á útvarp." stöðu fyrir kvenfanga hér á landi. Eina fangelsið sem tekur á móti þeim er Hegningarhúsið á Skólavörðustig 9. Þar hafa fangarnir ekkert að starfa og fá engan dagpening greiddan. Oft- ast er aðeins ein kona i úttekt i einu eins og það er kallað og er hún i nokkurs konar einangrunarvist þvi hún fær ekki að umgangast karlfang- ana. Það gefur augaleið að sú kona sem þarf að dvelja aðgerðar- laus þó ekki sé nema nokkrar vikur auk þess sem hún er i ein- angrun tekur út miklu þyngri refsingu en hún er dæmd til að afplána. I þessum efnum er brýn þörf úrbóta. Það eru mörg fleiri atriði sem stendur nú til bóta. Margir fangar vilja hvergi annarsstað- ar vera en þar. Hegningarhúsið við Skóla- vörðustig 9 er fornfáleg stofn- un, tugthús i orðsins fyllstu merkingu. Húsnæð- ið er mjög gamalt og öll að- staða afar léleg. Fangar fá ekki að horfa á sjónvarp né hlusta á útvarp hvað þá meira. Það hef- ur aðallega verið notað sem bið- fangelsi fyrir Litla-Hraun en þó eru dæmi þess að menn hafi af- plánað dóma þar allt frá tveim mánuðum upp i sex. Þar er eng- in vinna fyrir fanga og þeir fá engin laun. Það stendur til að leggja það niður með tilkomu nýs varðhaldsfangelsis fyrir höfuðborgarsvæðið”. — KS Fró botninum er ekki nema ein leið -UPP! Helgarblaöiö fékk þá Valdimar og Þórstein til að velja af handahófi nokkrar setningar úr viötölum þeirra við fangana. Þess var sérstaklega gætt að útilokað væri að þekkja hver talaði. Þetta eru raddir beint úr fangelsum landsins. • „Frá botninum er ekki nema ein leið — upp'.” • „Ailt átti að halda i mig: Börn, heimili og kona sem mér þótti ákafiega vænt um, en það var alveg sama hvað ég reyndi, — áfengið hafði alitaf yfirhönd- ina”. • „Mér finnst ekkert mæla gegn því að sái látins manns geti tekið sér bólstað i likama nýfæddrar veru”. • „Auðvitað er helviti til, — maður skapar sér þaö sjálfur”. • „Ef maöur hcfur sifellt ver- ið að brjóta af sér i þessu lifi veröur maður að gjaida þess”. • „Geðþóttadómar viðgang- ast hér í kerfinu. Dómarar hafa tnöguleika á að dæma allt frá mánaðar til tveggja ára fangelsi fyrir sama brotið”. • „Hér er allt i einum hræri- graut: Kynferðisafbrotamenn, morðingjar og sniáþjófar". • „Menn fara héöan og liafa ekki að neinu að hverfa”. • „Eitt stærsta skrefib setn stigið hefur verið i fangeisis- málum hér á landi á siðastliðn- um árurn er starf AA-samtak- anna". • Sagt um sannfærða trú- menn: „Mér finnst það svo ein- kennilegt með þessa nienn aö þeir þykjast sjá allan fjand- ann”. • „Ég tel að ef ég heföi veriö tekinn strax eftir fyrsta afbrot og settur inn heföi ég hætt þcssu”. • „Mér finnst ekki aö ég þurfi að snúa við blaöinu. Eg hef kunnað vei við þaö lifcrni sem ég hef lifað”. • „Afbrot cru bara rétt til að skrimta af”. • „Mér finnst ég ekki skulda þjóðfélaginu neitt. Ég er ekkert verri þjóðfélagsþegn en þeir sem telja sig vera góðborgara. Þegar maður ihugar þetta kerfi sér maður að það eru margir stórþjófarnir. Erfiöismaðurinn er stórlega arðrændur og þeir sem gera ekki neitt lifa kónga- lifi.” • „Við köilum það ,,að stunda vfðáttuna” þegar við erum úti og erum ekki i neinni fastri at- vinnu, stundum hnupl og inn- brot, kvennafar og skemmtan- ir”. • „Ég er var um mig þegar ég losna héðan og er á háifgerðum flótta. Mér finnst að aliir viti hver ég er og stundum loka ég mig inni”. l il 4V4I ,4141141% Borgartúni 1 — Símar 19615 — 18085 Datsun 100A 71 llvitur. Nú er litib til af smábilum. Komið sjáið og kaupið. Verð kr. 650 þús. Skipti koma til greina. n>>.> -Vfa-.-... .. j p 1’ lár Morris Marina Station, 74. Fallegur biil og góðu standi. Skipti hugsanleg. Verð kr. 980 þús. Chevrolet Impala 70 blár 4ra dyra. 6 cyl. sjálfsk., afihemlar og vökvastýri. Ekinn 130 þús. Verð 1.300 þús. Ýmiss skipti möguleg. Toyota Corolla, 74 Ekinn 57 þús. 4ra dyra. Mjög góöur bill. Verö 1.350 þús. Aðeins bein sala. Vantarallar tegundir af nýlegum bílum á skrá og á staöinn. Seljiö hjá einni elstu og vinsæl- ustu bilasölu landsins. I II 4441 4 [ A Bílasalan Höfóatuni 10 s.18881&18870 Benz 220 D árg. 72 ekinn 195 þús. km. Snjódekk. Beinskiptur. Ljós- brúnn. Verð 2 millj. Skipti. íM VW 1600 árg. 72 Blár. Otvarp. Ekinn 80 þús. Ný snjódekk. Verö 800 þús. Skipti á svipuöum ameriskum. 11 .n Datsun 120 Y ekinn 8 þús. km. Vínrauður. Sumardekk. Verö kr. 2 millj. Dodge Powerwagon pick-up 74 Breið dekk og felgur, 8 cyl, beinskiptur. Verð kr. 2,4 millj. Skipti. Þarftu að selja. Ætiarðu að skipta. Viltu kaupa. Þá littu við hjá okkur. Höfum alltaf fjölda bifreiða fyrir fasteignatryggð veðskuldabréf.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.