Vísir - 15.02.1978, Blaðsíða 23
Hnefaleikar byggja
upp fágaðri framkomu
Hannes H. Garðarsson
hringdi:
Ég vildi gjarnan
beina þeirri spurningu til
ábyrgra aðila, hvernig á
því standi að mönnum
sé ekki leyft að æfa
hnefaleika á Islandi,
að minnsta kosti sem
sjálfsvörn og líkams-
rækt. Hér er, með leyf i og
vitund yfirvalda, fólki
leyft að æfa Karate og
því þá ekki einnig hnefa-
leika? Ég sjálfur og
margir aðrir sem ég
þekki teljum að leyfa beri
hnefaleikaiþróttina þar
sem hún standi öðrum
sjálfsvarnaríþróttum
ekki að baki nema síður
sé. Æfingakerfi hnefa-
leikanna byggir upp
sterkari líkama, heil-
brigðari hugsun og fág-
aðri framkomu en flest-
ar ef ekki allar aðrar
sjálfsvarnaríþróttir.
SVR og
skýlið q
Hlemmtorgi
Marsibil Bernharðsdóttir
hringdi en hún var ein þeirra sem
hafði samband við borgarstjóra á
„Beinni llnu” á fimmtudaginn.
Marsibil var óánægð með að
skýlið á Hlemmi skyldi vera lok-
að yfir veturinn, og þar þyrfti
fólk að standa úti, oft lengi, og
kæmist hvergi i skjól.
Borgarstjóri sagði að þetta
horfði til bóta og aðnýtt og glæsi-
legt skýli yrði opnað á Hlemmi
eftir tvo mánuði eða svo.
Marsibil vildi gera þá athuga-
semd við þetta að frekar hefði átt
að byrja á þessum framkvæmd-
um að vori, en hausti, þvi það
gerði fólki litið til að biða úti á
sumrin.
Þá vildi hún bæta því við að
sumir strætisvagnabilstjórarnir
færu frá vögnum sinum og skildu
þá eftir lokaða þannig að jafnvel
það skjól væri mönnum forboðið,
uns bilstjórarnir kæmu aftur og
ækju af stað.
Hún sagði að bilstjórarnir væru
elskulegir og góðir og ekkert væri
athugavert þótt þeir brygðu sér
frá, á þessari miðstöð, en fannst
að þá ættu þeir að skilja vagnana
eftir opna, svo að fólk gæti leitað
skjóls i þeim, meðan ekkert er
skýlið.
buxur ^
eru
öðruvísi
jöl m-M}
I LLujhhí
★ Athugið ★
Tiskupermanent-klippingar og
blástur (Litanir og hárskol).
Nýkomnir hinir vinsœlu
mánaðasteinar, með
sérstökum lit fyrir
hvern mánuð
Ath. Fást
aðeins hjá V/ skjótum
okkur \ //jBfr/ðöt í eyru
á
sársaukalausan
hátt
MUNIÐ
SNYRTIHORNIÐ
Hárgreiðslustofan
LOKKUR
Strandgötu 1-3 (Skiphól)
Hafnarfirði, sími 51388.
mmmimmmmiffiMmmmim
FESTI
CRINDAVÍK
YÐAR ÁNÆGJA - OKKAR STOLT
Önnumst öll mannamót, stór og smá. Að-
eins nokkur „nútima” hænufet frá ys og
skarkala höfuðborgarinnar. Við bjóðum
alla þá aöstöðu til hvers konar mannamóta,
er best gerist. Þjónustan er indæl og verð-
ið eftir þvi.
FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI
GRINDAVÍK - SIMI 92-8255 og 92-8389
vism Á ruiuu rcM
Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Visi. > , h-i n Síðumúla 8 P.O.Box 1426 j 101 Reykjavik SÍMI 86611
Nafn
Heimilisfang
Sveitarfél./Sýsla
Slmi Nafn-nr.