Vísir - 15.02.1978, Blaðsíða 3
æ:}
visih Miðvikudagur 15. febrúar 1978
Reglugerð sjóvarútvegsráðuneytisihs um takmarkanir á þorskveiðum:
„Það var ekki farið
að tillðgum okkar"
— segir Ingólfur Ingólfsson formaður Farmanna- og
fiskimannasambands íslands
,SJOMENN TAPA
FÆRRIVINNUDÖGUM'
— segir Jón Arnalds ráðuneytisstjóri
„Það var haft samband við
alla aðila sem hafa hagsmuna
að gæta i sambandi við reglu-
gerðina um takmarkanir á
þorskveiðum en vissulega var
ekki hægt að fara eftir tillögum
þeirraallra” sagði Jón Arnalds
ráðuneytisstjóri i sjávarútvegs-
ráðuneytinu við Visium athuga-
semd Sjómannasambands Is-
lands og Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands.
„Ég tel að sjómenn tapi færri
vinnudögum ef þorskveiðibann-
ið verður um páskana heldur en
i lok vertiðar”, sagði Jón. „Þá
má deila um það hvor timinn sé
betri frá fiskifræðilegu sjónar-
miði en ég hygg þó að friðunin
um páskana komi að meira
gagni.
I þessari reglugerð voru sett-
ar þær reglur að stærstu loðnu-
veiðiskipin verða ekki með og
geta ekki fengið greiðslur úr
aflatryggingarsjóði”. — KS
„ Sjávarútvegsráðu-
neytið hafði að engu til-
lögur Sjómanna-
sambands tslands og
Farmanna- og fiski-
mannasambands ís-
lands um timasetningu
og framkvæmd reglu-
gerðar um takmörkun
á þorskveiðum”, sagði
Ingólfur Ingólfsson for
maður Farmanna- og
fiskimannasambands
íslands i samtali við
Visi.
,,í frétt frá ráðuneytinu er
látið að þvi liggja að reglugerð-
in sé sett i fullu samráði við
hagsmunasamtök i sjávarút-
vegi. Ég vil taka það fram”,
sagði Ingólfur, „að við lögðum
til að þorskveiðibannið yrði i lok
vertiðar frá 1. mai til 10. mai
eða frá 5. mai til 15. mai. I
reglugerðinni er gert ráð fyrir
PRENTARAR MOTMÆLA
HARÐLEGA SKERÐINGU
Fundur i fulltrúaráði Hins is-
lenska prentarafélags hgfur
samþykkt að mótmæla „harð-
lega ákvörðun rikisstjórnarinn-
ar um að fella gengi islensku
krónunnar og einnig og ekki sið-
ur þeim áformum að skerða
vfsitöluákvæði kjarasamninga,
scm undirritaðir voru fyrir að-
eins átta mánuðum.”
isamþykktinnisem gerðvari
fyrradag vekur fundurinn at-
hygli á, ,,að visitöluákvæðin eru
eitt af aðaiatriðum siðustu
samninga og eiga að virka scm
trygging fyrir þvi að kaupmátt-
ur launa haldist óbreyttur. Ef
slik trygging er ekki lengur fyr-
ir hendi hlýtur verkalýðshreyf-
ingin að endurskoða afstöðu
sina til samninganna.
Fundurinn skorar á verka-
fyðsfélög að halda vel vöku sinni
gagnvart stjórnvöldum og öðr-
um, sem sifelit sjá það eina úr-
ræði i svonefndum efnahags-
vanda, að skerða kjör launþega
og ógilda með lögum frjálsa
samninga þeirra”.
— ESJ
VINNINGARIHAPP-
DRÆTTIVÍSISRARNA
Dregið hefur verið I happ-
drætti blaðburðar- og blaðsölu-
barna Visis. Vinningar eru sam-
tals að vcrðmæti 150 þúsund
krónur og eru greiddir með út-
tekt i Tómstundahúsinu Lauga-
vegi 164.
Nú kom 30 þúsund króna vinn-
ingur á miða númer 16142 og 20
þúsund króna vinningur á núm-
er 14183. Tiu þúsund króna vinn-
ungar komu á eftirtalin númer:
14881 — 15018 — 15348 — 16285
— 16541 — 17234 — 17303 — 17597
— 18063.
Vinningshafar eru beðnir að
koma með miða sina á af-
greiðslu Visis þar sem þeir fá
úttektarmiða.
Axel, Stefnir og Hann-
es Hólmsteinn efstir
Axel Jónsson alþingismaður
og bæjarfulltrúi, Stefnir Helga-
son bæjarfulltrúi og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson for-
maður Týs urðu efstir i skoð-
anakönnun Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna i Kópavogi
vegna prófkjörs til bæjarstjórn-
ar 4.-5. mars n.k. Richard
Björgvinsson formaður full-
trúaráðsins og bæjarfulltrúi
hafði tilkynnt að hann gæfi ekki
kost á sér í bæjarstjórn. Sjálf-
stæðismenn eiga 4 menn I
bæjarstjórn.
Skoðanakönnunin var gerð á
fundi íulltrúaráðsins 9. febrú-
ar. 53 greiddu atkvæði, Axel
fékk 43 þeirra, Stefnir 39, Hann-
es Hólmsteinn 38, Bragi
Mikaelsson bæjarfulltrúi 35 og
Torfi Tómasson framkvæmda-
stjóri 35. Næstir komu Skúli Sig-
urðsson, Arni örnólfsson, Grét-
ar Norðfjörð, Jón Þorvaldsson,
Jón Thorsteinsson og Eggert
Steinsen. Nokkrar umræður
urðu á fundinum um nýafstaðið
prófkjör til alþingiskosninga i
Reykjaneskjördæmi og gætti
óánægju með hlut Kópavogs.
Bent var á að Kópavogur væri
næstfjölmennasti kaupstaður
landsins og ætti engan fulltrúa i
sex efstu sætum listans. Akveð-
ið var að hafa prófkjörið öl bæj-
arstjórnar opið. -KS
þorskveiðibanni i sjö daga um
páskana sem i reynd þýðir 10
daga.
Við lögðum fram itarlega
greinargerð til sjávarútvegs-
ráðuneytisins um þessi mál. Við
teljum aðþorskveiðibanniö i lok
vertiðar hafi marga kosti um-
fram reglugerð sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Með því næst
betri friðun hrygningastofnsins
en með veiðistöðvun i mars. Ef
stöðvað verður i mars missa
sjómenn tekjur sínar á meðan
en ef stöðvunin verður i lok ver-
tiðar geta sjómenn ráðið sig
annað eða byrjað að undirbúa
aðrar veiðar. Það getur verið að
þeir i ráðuneytinu haldi að sjó-
menn séu vanir að taka sér
páskafri en svo er ekki.
Það er annar galli á reglugerð
ráðuneytisins sem ég á eftir að
vikja nánar að siöar. Sam-
kvæmt henni geta loðnuskip
stundað netaveiðar eftir að
loðnuveiðum likur og eiga kost á
styrk úr aflatryggingarsjóði þó
að þau séu með tekjuhæstu skip-
um á loðnuvertið. Ef farið hefði
verið að okkar ráðum hefði
þetta verið fyrirbyggt”. — KS
„Eg gef
kost á mér
ef farið
verður fram
é það",
Þetta hefur komið tiUals, en það
er ekkertbúið að ganga frá fram-
boðslistum ennþá”, sagði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir formaður
Starfsmannafélagsins Sóknar,
þegar Visir spurði um hvort hún
tæki annað sæti á lista Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna á
eftirMagnúsi Torfa Ölafssyni við
kosningarnar i vor.
,,Ef flokkurinn fer fram á það
við mig að ég gefi kost á mér, þá
geri ég það”, sagði Aðalheiðúr.
-KP.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 44., 47. og 49. tbl. Lögbirtingabiaðs 1976 á
hluta á Laugaveg 76, þingl. eign Þóris Þórarinssonar fer
fram eftir kröfu Benedikts Sveinssonar hrl. o.fl. á eigninni
sjálfri föstudag 17. febrúar 1978 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavlk.
Nouðungaruppboð
annað og siðasta á hluta i Kötlufelli 7, þingl. eign Sverris
Jenssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 17. febrúar
1978 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
KINAFERÐIR
4 ferðir í samvinnu við
Kínversk - ísienska
menningarfélagið, KÍM
27. mars: um London-Hong Kong. Stoppað einn dag I
hvorri borg. Dvalist i Kina til 19. aprii. Komið heim'
20. april.
16. okt: Sámskonar ferð, komið heim 4. nóv.
1. júni: Um Kaupmannahöfn og Moskvu. Stoppað I báðum
þessum borgum. Komið heim 17. júni.
31. ágúst: Samskonar ferð.komið heim 16. sept. Ferða-
áætlauir innan Kfna mismunandi.þó komið i Peking i
öllum fcrðum.
i fyrra seldust ferðirnar á örskömmum tfma.
Dragið ekki að panta
Tekið á móti pöntunum f skrifstofu okkar.
Ferðaskrifstofa
KJARTANS
ELGASGNAR H.F.
Skólavörðustíg 13A Simi 29211
B0K