Vísir


Vísir - 17.02.1978, Qupperneq 5

Vísir - 17.02.1978, Qupperneq 5
VTSIR Föstudagur 17. febrúar 1978 5 BLAÐAÚTGEFENDUR EKKI Á SAMA MÁU OG BLAÐA- MENN UM SAMNINGAMÁLIN Blaöaútgefendur sendu i gær frá sér greinargerð vegna um- mæla í frétt frá Blaðamannafé- lagi Islands, sem birt hefur veriðí fjölmiðlum. Segja útgef- endur að meginregla blaöa- manna um „hlutlaust frétta- mat” hafi ekki verið f heiðri höfð við samningu fréttarinnar frá blaðamannafélaginu og gera síðan grein fyrir ýmsum atrið- um varðandi samningamálin. t greinargerð blaðaútgefenda segir> Meginkrtifa blaðamanna er sií, að algjörir byrjendur i blaðamennsku verði á sömu kjörum og margreyndir og/eða velmenntaðir fréttamenn Ríkis- útvarpsins. Mætti likja þessu við að iðnnemi á fyrsta ári ætti að fá sömu laun og iðnmeistari. Útgefendur hafa boðið, aö blaðamenn er hafa sambæri- lega starfsreynslu og/eða menntun og fréttamenn Rikis- útvarpsins njóti sömu kjara. Þessu hefur Blaðamannafélag íslands hins vegar hafnað, m.a. i því formi að neita algjörlega að taka nokkurt tillit til mennt- unar er skipa skal i launaflokka. Annað veigamikið atriði i þess- um samanburði er það að blaða- menn njóta sérstakra friðinda umfram fréttamenn, sem nema i dag milli 14 og 20 þúsund kr. á mánuði. Þessi friðindi vill Blaðamannafélagið ekki meta. Er ekki náðist samkomulag milli aðila i sérstakri nefnd Ut- gefenda og blaðamanna var að- ilum heimilt að segja upp gild- andi kjarasamningi. Blaða- mannafélag íslands notfærði sér þennan rétt og sagði upp samningi aðila frá og með 24. janúar s.l. Eins og venja er til er sllkt á- stand skapast, þá lagði Blaða- mannafélagið fram ýsmar kröf- ur. Auk ýmissa friðindakrafna og annarra sérkrafna voru lagðar fram kaupkröfur er námu allt að 105% hækkun launa frá þvl sem nú er. í þessu sambandi er rétt að taka fram að launaþróun blaðamanna á timabilinu 1. desember 1976 til 1. desember 1977 nemur um 47-48% hækkun launa meðan launataxtar prentara dagblaða hafa hækkað milli 52-56% á sama timabili og meðaltals- hækkun launataxta ASl félaga i heild nemur um 60%. Vöntunin nemur þvi milli 5,7-8,4%. Sið- asta tilboð vinnuveitenda sam- svarar 6.5% hækkun launa en gagnboð blaðamanna eru nU upp á um 91.%, Heildarhækkun launa á eftir þsssu að dæma að veraum 182% fyrir blaðamenn meðan hækkun launataxta ASl nemur um 60%. Til að itreka enn frekar kröfur sinar hefur Blaðamannafélag Islands kvatt félags sina til ó- löglegs yfirvinnubanns og hófst það þann 14. febr. s.l. Að lokum er rétt að taka fram að samningsvilji blaöamanna hef- ur um nokkurt skeið verið i al- gjöru lágmarkiog þvi vart von á lausn meðan óbreytt ástand rik- ir. Hér fylgja með kröfur blaöa- manna þannig að lesendur geti sjálfir dæmt um hversu rétt- mætar og „hógværar” kröfur Blaðamannafélagsins eru. Blaðaútgefendur HVERJU VILJA BLAÐAMENN BREYTA í SAMNINGNUM? Tillögur Blaðamannafélags Islands til Félags blaðaútgef- enda útgáfufélags Þjóðviljans og Dagblaðsins hf. um breyt- ingar á kjarasamningi aðil- anna, sem fallinn er úr gildi. 1. Viö 1. grein samningsins verði gerð sú breyting, sem til- greind er á fylgiskjali 1 við til- lögur þessar. Greiða skal verð- lagsuppbótað fullu á laun sam- kvæmt samningi frá 1. júli 1977. 2. Við þriðju grein þriðja lið komi talan 50% i stað tölunnar 36%. I fjórða lið sömu greinar komi talan 100% I stað 85% sem er greiðsla fyrir aukavinnu og i stað tveggja klukkustunda út- kalls komi minnst fjórar stund- ir. Siðan skal eftirfarandi bæt- ast við fjórða liðinn: öll yfir- vinna, sem unnin er á stórhátið- um (nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvitasunnu- dag, l. mai, 17. júni, jóladag, eftir klukkan 12 á hádegi að- fangadag jóla og gamlársdags) greiðist með tvöföldu yfir- vinnuálagi. Standi blaðamaður svokall- aða gæzluvakt utan sins vinnu- tima, þ.e. ikallfæri við sima t.d. um helgar,, fær hann fullt vaktaálag fyrir þann tima og ef til útkalls kemur fær hann yfir- vinnuálag i samræmi við ofan- greind skilyrði. Hafi starfsmaður ekki fengið samfellda hvild i a.m.k. 8 klukk- ustundir vegna yfirvinnu eða ýmiskonar útkalla, ber honum átta klukkustunda hvild frá þvi útkalli eða yfirvinnu lýkur og þar til hann mætir til reglu- bundinnar vinnu á ný án skerð- ingar á þeim reglubundnu laun- um sem starfsmaöur hefði feng- ið greidd. Fáist ekki tilskilin hvild greiðist yfirvinnukaup auk hinna reglubundnu launa (dag- vinnu, vaktaálags og yfirvinnu) sem hann hefði fengið greidd. Þeir sem vinna vaktir skulu i viku hverri fá tvo samfellda fri- daga þannig að næturfri komi fyrir og eftir fridagana. 3. Fjórða grein hljóðaði svo: Útgefendur greiöi fullt fasta- gjaldheimasinafélagaiBI. Auk þess greiði þeir 220 umfram- skref á ársfjórðungi. Þá greiöi útgefendur einnig afnotagjald útvarps og sjónvarps eftir eitt ár i starfi. „Litsjónvarpsafnota- gjöld” skulu greidd þarsem um slikt tæki er aö ræða. Þessu til viðbótar greiði útgefendur krónur 2400 á mánuði upp i sima-, útvarps- og sjónvarpsaf- not til allra félaga i Bí. Greiddsé ársfjórðungslega á- skrift sex heimsendra dagblaöa fyrir félaga i Bl. 4. Ákvæði samningsins um sumarleyfi blaðamanna, sem er að finna i sjöundu grein skulu breytast á þann hátt, að sumar- leyfi sé minnst 27 dagar (orlofs- dagar). Eftir fimm ára starf verði orlofsdagarnir 30, eftir 10 ára starf 33 og eftir 15 ára starf 36. Sé sumarorlof tekið á timabil- inu 1. október til 31. mai kemur á það 50% álag. Samsvarandi hundraðshluti fyrir orlof á yfir- vinnu verði reiknaður út. Laugardagur reiknist ekki sem orlofsdagar i orlofi. Enn- fremur verði eftirfarandi breyt- ing gerðá sjöundu grein : Blaða- menn, sem unnið hafa óslitið i fimm ár eða lengur á islenzkum fjölmiðlum, skulu að loknu fimm ára starfi fá þriggja mán- aða fri' auk orlofs á fullum laun- um hjá þeim vinnuveitanda sem hann starfar hjá þegar friið er tekið. 5. I áttundu grein verði eftir- farandi breyting gerð: Þá skulu félagar i Bl, sem hafa verið eitt ár i samfelldu starfi hjá sama blaði fram að fæðingu barns þeirra, fá þriggja mánaða fri á fullum launum, enda haldi þeir áfram störfum aö frii loknu hjá sama vinnuveitanda i a.m.k. eitt ár. Fyrri hl. 8. greinar breytist einnig á þennan hátt: Veikist blaðamaöur, sem orðinn er full- gildur félagi i B1 langvarandi á hann rétt á fullum launum á dagvinnukaupi i fimm mánuði og hálfum launum I næstu fimm mánuði þar á eftir haldist veik- indin. Blaðamaður sem unniö hefur i f imm ár eða lengur á rétt á sex mánaða launum og hálf- um launum aðra sex mánuði, haldist veikindin. Blaðamaður, sem unnið hefur i 10 ár eða leng- ur á rétt á átta mánaða launum og hálfum launum i aðra átta mánuði, haldist veikindin. 6. Við tiundu grein bætist: At- vinnurekendur greiði upphæð sem nemur 2% af öfium launum félaga iBl i Eftirmenntunarsjóð Blaðamannafélags Islands. 7. Við tólftu grein bætist: Blaöamannafélag Islands fái afrit af greiðslukvittunum tryggingarfélaganna vegna ferða- og slysatrygginga félags- manna. 8. Ný grein komi sem 14. grein, og númeraröð greina þar á eftir hækki samsvarandi. Greinin hljóði svo: Atvinnurek- endur taka að sér að greiða árs- gjöld félaga I Bt samkvæmt lög- um félagsins. 9. Núverandi 14.grein breytist þannig: Stjórn Bt er heimilt aö fyrirskipa meðlimum þess að leggja niður vinnu hjá atvinnu- rekenda, sem dregið hefur að greiða i lifeyrissjóð, menn- ingarsjóð, orlofeheimilasjóö, eftirmenntunarsjóð og ársgjöld félaga i tvo mánuði eða lengur. Þetta skal þó aðeins gert að beiðni stjórnar sjóðanna og stöðvunin tilkynnt meö mánað- ar fyrirvara. 10. Núverandi 15. grein hljóði svo: Samningur þessi gildir frá 1. júli 1977 til 1. marz 1979. 11. Núverandi 17. grein hljóöi svo: Handritalesarar og próf- arkalesarar á blöðum skulu fá sömu laun og blaðamenn sam- kvæmt fyrstu grein samnings- ins. 12. Núverandi 18. grein hljóði svo: Allir fastráðnir starfsmenn sem stunda blaðamennsku. ljós- myndun, handrita- og prófarka- lestur og útlitsteiknun, skulu gerast félagar i Bt. Fyrir fast- ráðna félaga i Bt skal uppsagn- arfrestur útgefandans vera jafnlangur i mánuðum og starfsaldur i árum, þó ekki lengri en 12 mánuðir, nema hvað uppsagnarfresturinn skal aldrei vera styttri en þrir man- uðir. Uppsagnarfrestur félaga I B1 skal vera þrir mánuðir. 13. Inn I samning skuli koma ákvæði um að útgefendur sjái félögum i Bt fyrir mat, ef þeir standa vaktir á matmálstimum. 14. 21. grein hljóði svo: Trún- aðarmaður B1 á hverjum vinnu- stað skal m.a. hafa þau réttindi að eigi er heimilt að ráða nýjan blaðamann án hans vitundar né segja upp blaðamanni. Trúnað- armaður félagsins skal vera fulltrúi i stjórn þess fyrirtækis sem hann starfar hjá, með til- lögurétt og málfrelsi. 15. Inn i samninginn komi á- kvæði um greiðslu fyrir afnot fyrirtækis af tækjum starfs- manna, svo sem bilum, ljós- myndavélum og segulböndum. 16. Inn i samninginn komi á- kvæði um greiðslu 50% álags þegar menn þurfa að gegna tveimur störfum samtimis t.d. þegar blaðamaður þarf auk skrifa sinna að annast ljós- myndatökur og öfugt (þ.e. þeg- ar ljósmyndarar þurfa að skrifa). 17. Blaöamannafélag tslands áskilur sér allan rétt til frekari tillögugerðar i þessum samningum. Blaðamannafélag tslands gerir tillögu um að laun blaða- manna verði svohljóðandi frá 1. júli 1977. Mánaðarlaun Arslaun Á fyrsta 2. fl. 3. fl. 2. fl. 3. fl. starfsári 225.275 234.737 2.703.300 2.816.844 Eftir 1 ár 230.584 240.269 2.767.008 2.883.228 eftir 2ár 271.619 283.027 3.259.428 3.396.324 eftir 4ár 278.415 290.108 3.340.980 3.481.296 eftir 6ár 285.179 297.157 3.422.148 3.565.884 eftir 8 ár 292.038 304.304 3.504.456 3.651.648 eftir 10 ár 297.120 309.599 3.565.440 3.715.188 eftir 12 ár 307.929 320.862 3.695.149 3.850.344 eftir 15 ár 317.168 330.480 3.806.016 3.965.760 Hinn 1. desember 1977 hækki allir mánaðalaunataxtar um 4,3%, hinn 1. júni 1978 um 4,1% og hinn 1. september 1978 um 3,2%, hinn 1. desember 1978 um 5% og hinn 1. febrúar 1979 um 5%. Ritstjórnarfulltrúar og fréttastjórar taka laun samkv. 4. flokki sem séu a.m.k. 20% hærri en 3. fl. Ritstjórar taki laun sem séu a.m.k. 40% hærri en 3. fl. Lótið okkur sjá um að smyrja bílinn reglulega Passat Auói 0000 Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6. HEKLA HF. Smurstöð Laugavegi 172 — Simar 21240 — 2124«.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.