Vísir - 17.02.1978, Blaðsíða 11
11
vism Föstudagur 17. febrúar 1978
norsk: f §
„LÍST EKKI NÓGU
VEL Á BEYGINGARN-
AR í ÍSLENSKU"
— segir Gudrún Gordsjord, tœknimaður, sem hyggst dveljast
hér í eitt úr
,,Mig langaði til aö fá einhverja
tilbreytingu og athugaöi um starf
i nokkrum löndum og útkoman
varð sú að Island varö fyrir val-
inu”, sagði Gudrun Gardsjord,
tæknimaður hjá útvarpinu, I
spjalli við Visi. Hún er frá Þela-
mörk i Noregi, en hefur starfað
sem tæknimaður hjá norska ut-
varpinu frá þvi hún lauk námi ár-
ið 1970.
Gudrun sagðist hafa haft mik-
inn áhuga á þvi að komast að sem
tæknimaður hjá breska útvarp-
inu, en hætti við það vegna þess
hve erfitt er að fá atvinnuleyfi i
Bretlandi. Þá sneri hún sér að þvi
að athuga önnur lönd og næst á
eftir Bretum langaði hana til að
kynnast Islendingum. Hún hafði
kynnst Islendingi, sem starfaði
um tima hjá norska útvarpinu
sem tæknimaður og hann aðstoð-
aði hana við að fá starf hér á
landi. Hún er eina konan sem
vinnur þessi störf hjá islenska út-
varpinu, en i Noregi eru nokkrar
konur tæknimenn.
Allt sent út i stereo i
Noregi
„Kaupið er þó nokkru hærra i
Noregi en hér, ég býst við þvi að
þaðsé um það bil tuttugu prósent-
um hærra. Við vinnum mjög litla
eftirvinnu hjá norska útvarpinu,
— það kemur örsjaldan fyrir. Hér
skilst mér að fólk byggi mikið á
eftirvinnu i öllum starfsgrein-
um”, sagði Gudrun.
„Vinnubrögð eru hér svipuð og i
Noregi en samt held ég að hér séu
klippingar meira notaðar við
vinnslu útvarpsþátta. Tækin eru
ágæt en mér skilst að beðið sé
með endurnýjun þar til flutt
verður i nýja útvarpshúsið.”
Gudrun sagði að næstum allt
efni i norska útvarpinu væri sent
út í stereo. Það eru fjórar deildir,
sem allar sjá um ákveðna tegund
af verkefnum, t.d. sér ein um að
taka uppleiklist, önnur um tónlist
og sérstök deild sér um alla
.Nærri allt efni I norska útvarpinu sent út I stereo”, segir Guðrún
tæknivinnu sem unnin er utan
húsakynna norska útvarpsins.
Hafði skiðin með
Gudrun hefur mikinn áhuga á
þvi að læra málið en hún dvelst
hér i' eitt ár, svo að það ætti að
takast. Hún hefur þegar hafið
nám i málaskóla, en sagði að sér
litist ekkertof vel á aö hún komist
upp á lagið með að nota allar
þessar beygingar sem til væru i
islenskunni.
„Ég vissi það áður en ég kom
hingað að hér væru ágæt skiöa-
lönd, svo aðég tók skiðin min með
og ætla að bregða mér i Bláfjöllin
við tækifæri”, sagði Gudrun.
—KP
nunarsjóða
Aflabrestur og verðfall
Snúist þróunin hins vegar við,
þ.e. verði aflabrestur eða verð-
lækkun erlendis minnka að visu
þær tekjur i sjávarútvegi sem eru
beinlinis tengdar aflamagni og
fiskverði. En margföld reynsla
sýnir að framleiðslukostnaður og
tekjur i þjóðfélaginu lækka ekki
með hliðstæðum hætti 1 kjölfar
aflaminnkunar eða verðfalls er-
lendis og þessar þjóðhagsstærðir
hækkuðu i góðærinu.
Menn sætta sig ekki við
lækkaða peningaupphæð tekna og
mjög torvelt reynist að þrýsta
framleiðslukostnaði niður á við.
Fyrr eða siðar kemur aö þvi að
halli verður á atvinnurekstri, sér-
staklega i sjávarútvegi. Aður en
hann leiðir til atvinnuleysis telur
rikisvaldið það skyldu sina að
gripa i taumana. A undanförnum
áratugum hefur það veriö gert
með ýmsum hætti, oftast meö
gengisbreytingu en einnig með
ýmiss konar uppbótarkerfi.
Óstöðugleikinn óæski-
legur
Vonandi er ekki um það
ágreiningur meðal hugsandi
manna að sá óstööugleiki i efna-
hagsmálum, sem leiðir af si-
endurteknum gengisbreytigum
og margs konar uppbótarkerfum,
sé óæskilegur. Ein af orsökum
þessa óstöðugleika er tvfmæla-
laust það samband milli tekju-
sveiflna i sjávarútvegi veröbólgu
og gengisbreytinga sem hér hefur
verið lýst. En hvað er þá hægt að
gera til þess að ráða bót á þessu?
Að leggja til hliðar
Það sem koma þarf i veg fyrir
er að góðæri i sjávarútvegi valdi
meiri aukningu peningatekna i
landinu en svarar til raunveru-
legra tekna af aflaaukningunni
eða verðhækkuninni. 1 þessu
sambandi er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir þeirri staðreynd að
fáiallur ábati góðærisins að koma
fram sem tekjuauki i sjávarút-
veginum er mjög erfitt að koma i
veg fyrir að hann valdi tekjuauka
i öðrum greinum efnahagslifsins.
Þess vegna verður aö sjá til þess
að hluti af tekjuauka góðærisins
verði lagður til hliðar og geymdur
til erfiðari ára og geti þá orðið til
tryggingar þvi, að ekki þurfi að
láta aflabrest eða verðlækkun
valda tekjulækkun og halla-
rekstri. Hugmyndin að baki slikri
tekjujöfnun er tviþætt. Annars
vegar er um það að ræöa að láta
ekki góðæri i sjávarútvegi valda
svo mikilli tekjuaukningu innan
hans, að hún breiðistút um efna-
hagskerfið og valdi verðbólgu
eða auki hana. Hins vegar er um
að ræða myndun varasjóðs sem
dregur úr eða eyöir áfalli vegna
aflabrests eða verðfalls.
Aflahyggingarsjóður
Stjórnvöld hafa hér á landi gert
sér grein fyrir kjarna þess vanda-
máls sem hér er um að ræða og
haft uppi nokkra viðleitni til þess
að ráða bót á þvi á þann hátt sem
hér hefur verið lýst. Þegar árið
1949 var komið á fót Hluta-
tryggingarsjóði en honum var i
raun og veru breytt i Afla-
tryggingarsjóð árið 1962. Hlut-
verk hans er að draga úr áhrifum
sveiflna i afla. Hann hefur haft
nokkra þýðingu til þess að draga
úr áföllum, þegar afli hefur
brugðizt en skipulag hans er
þannig, að hann geymir ekki
tekjuauka þegar afli vex.
Verð jöfnunars j óður
Hitt var miklu merkara nýmæli
þegar Verðjöfnunarsjóði fisk-
iðnaðarins var komið á fót 1969.
Tilgangur hans skyldi vera að
draga úr áhrifum verðsveiflna
erlendis á hag fiskvinnslunnar.
Þegar verðlag erlendis væri hátt,
skyldi greiða f sjóðinn allt að
þrem fjórðu hlutum þess, sem
verð erlendis væri umfram visst
verð sem stjórn sjóðsins teldi
eðlilegt verð þegar yfir nokkurn
tima væri litið og nefnt er
viðmiðunarverð. Þegar verð er-
lendis á hinn bóginn lækkaði
skyldi sjóðurinn greiða verðbætur
allt að þrem fjórðu hlutum
lækkunarinnar niður fyrir
viðmiðunarverðið. Settar voru á
stofn innan sjóðsins sérstakar
deildir fyrir saltfisk fiskimjöl og
lýsi og síðar sérstök skreiðar-
deild.
Sjóðurinn hefur ekki
gegnt hlutverki sinu
Með lagasetningunni um Verð-
jöfnunarsjóðinn kom löggjafinn á
fót einmitt sliku hagstjórnartæki
sem hægt væri að beita til þess að
koma i veg fyrir að verðhækkun
erlendis breiddist út um efna-
hagskerfið og ylli eða yki verö-
bólgu. Þessi lagasetning var tvi-
mælalaust ein merkasta laga-
setning siðari hluta liðins ára-
tugs. Löggjöfin var sett i kjölfar
þess er saman fór á siðari hluta
liðins áratugs mikið verðfall á
sjávarafurðum erlendis og afla-
brestur. Sjóðurinn gerði eflaust
gagn, þegar sveifla hófst upp á
við eftir 1969 og hann hefur tvi-
mælalaust dregiö úr erfiðleikum
við verðfall. En sé litið á þróun
mála i þessum efnum undanfarin
ár hefur Venðjöfnunarsjóðurinn
ekki gegnt hlutverki sinu eins og
þvi er ætlað að vera lögum sam-
kvæmt heldur þvert á móti. Með
stjórn hans hefur ekki verið
dregið úr veröbólgu, heldur þvert
á móti kynt undir .hénni.
Aþessum áratúg eða á árunum
1970-1977 hefur verðlag á freðfiski
erlendis verið Islendingum hag-
stætt. Meöalverðhækkun hefur á
þessum árum verið um 20% i
erlendum gjaldeyri á ári og rúm-
lega þriðjungur i islenzkum krón-
um. En á þessum tíma hefur Við-
miðunarverðið verið hækkað um
næstum 40% að meðaltali á ári.
Flest árin hafa verið greiddar
verðbætur á freðfisk úr Verð-
jöfnunarsjóðnum, þrátt fyrir hið
hagstæða verðlag. 1 sjóðinn hefur
aðeins verið greitt 0,8% af
heildarverðmæti afurðanna. Ef
árið 1970 og 1971 eru frátalin
nema greiðslur úr sjóðnum 2,5%
af heildarverðmætinu.
Unnið gegn upphafleg-
um tilgangi
Það var i raun og veru aðeins á
árunum 1970 og 1971 aö sjóðurinn
starfaði eins og honum bar. Þá
nam viðmiðunarverðið um 80% af
afurðaverðinu i islenzkum krón-
um. En siðan hafa stjórnvöld tek-
ið að ákveða viðmiðunarverðið
hærra en verðlag erlendis hefur
gefið tilefni til. Allar götur frá
1972 hefur viðmiðunarverðið
verið hærra en markaðsverðið i
islenzkum krónum. I kjölfar
gengisbreytingarinnar i septem-
ber 1974 var viðmiðunarverðið
meira að segja hækkað um rúm-
lega 40% samtimis þvi að afurða-
verðið erlendis fór lækkandi.
Astæðan til þessarar stefnu-
breytingar i stjórn Verðjöfnar-
sjóðsins hefur veriö sú að tekið
hefur verið i vaxandi mæli tillit til
aukningar framleiðslukostnaðar
innanlands og rekstrarerfiðleika
fiskvinnslunnar. En með þvi móti
hefur i raun og veru verið unnið
gegn upphaflegum tilgangi sjóðs-
ins.
/
Aö þvi er saltfiskafurðir snertir
hefur ekki gegnt alveg sama
máli. Fram til ársins 1977 var
greitt i sjóðinn um 5,5% af fram-
leiðsluverðmæti. Verðið hækkaði
erlendis um 40% en viðmiðunar-
verðið nokkru meira eða um 41%.
Aðeins litill hluti verðhækkunar-
innar hefur gengið i Verðjöfn-
unarsjóðinn. Mjöl- og lýsisdeild-
inni virðist á hinn bóginn hafa
verið beitt i rikara mæli i sam-
ræmi við upphaflegan tilgang
lagasetningarinnar.
Ein af orsökum verð-
bólgunnar
Niðurstaðan er sú að hin tæp-
lega áratugs gamla lagasetning
um Verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins hafi komiö á fót mjög
nauðsynlegu hagstjórnartæki til
þess að koma i veg fyrir að verð-
sveiflurá sjávarafurðum erlendis
héfðu verðbólguáhrif innanlands.
En þessu tæki var aðeins beitt
fyrstu árin. Siðan 1972 hefur þvi
verið misbeitt þannig að verð-
lagsþróunin erlendis hefur aukið
verðbólgu i landinu. Er hér raun-
ar um að ræða þá af mörgum or-
sökum verðbólgunnar sem al-
menningur hefur gert sér óljós-
asta grein fyrir. Ef takast á að
móta framtiöarstefnu i efnahags-
málum, sem m.a. geti komið i veg
fyrir óhóflega verðbólgu, verður
einn þáttur hennar tvimælalaust
að vera öflugt kerfi verðjöfnunar-
sjóða sem beitt væri með réttum
og árangursrikum hætti.
Gylfi Þ. Gislason