Vísir - 24.02.1978, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davið Guómundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. '
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina
Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholtí 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 90 eintakið.
Prentun
Blaöaprent h/f.
Verðbólgupólitík
í kjölfar efnahagsráöstafana rikisstjórnarinnar hafa
verkalýðsfélögin hvert á fætur öðru sagt upp gildandi
kjarasamningum. Fyrir dyrum standa víðtæk verkföll,
er fyrst og fremst miða að því að koma í veg fyrir að
takmörkun verðbóta á laun komi til framkvæmda.
Þessu markmiði má ná með því að knýja f ram grunn-
kaupshækkanir til jafns við vísitöluskerðinguna. Þær að-
gerðir, sem f yrirhugaðar eru í þessu skyni, eru í rökréttu
samhengi við þá verðbólgustefnu, sem verkalýðshreyf-
ingin hef ur rekið i launamálum f rá þvi í fyrra.
Eftir febrúarsamningana 1974 hurfu launþegafélögin
að nokkru leyti f rá þeirri ákveðnu verðbólgustef nu, sem
þau hafa lengst af fylgt. Þáverandi ríkisstjórn flutti
frumvarptil laga um beina lækkun grunnkaups og bann
við visitöluuppbótum á laun. Frumvarp þetta náði ekki
fram að ganga, en vísitalan var tekin úr sambandi með
bráðabirgðalögum.
Talsmenn þáverandi ríkisstjórnar töldu að vísitölu-
kerfið ætti sinn þátt i þvi að verðbólgan hefur löngum
verið meiri hér en i nálægum löndum. Og sumir þeirra
sögðu berum orðum, að koma yrði í veg fyrir að kaupið
æddi upp á eftir verðlagi samkvæmt vísitölureglum, þvi
að það kippti vitanlega stoðunum undan öllum eðlilegum
rekstri.
Þetta var rétt mat af hálfu þáverandi ríkisstjórnar.
Forystumenn verkalýðshreyf ingarinnar viðurkenndu
það i raun með þvi að gera ekki athugasemdir við af nám
vísitölunnar. Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda
hélt hún áfram vísifölustefnu vinstri stjórnarinnar,
nema að þvi leyti að hún beitti sér fyrir sérstökum
launajöf nunarbótum.
Launajöfnunarbæturnar voru ráðstöfun af hálfu
stjórnvalda til þess að bæta stöðu þeirra tekjulægstu
vegna afnáms vísitölubótanna. Verkalýðshreyfingin
viðurkenndi þessa stef nu í launamálum og fylgdi nokkuð
hófsamri launapólitik þar til á miðju siðasta ári. Segja
má að launþegar hafi á þessu tímabili fært nokkrar
fórnir með því að launin hækkuðu ekki í krónum talið
jafnmikið og ella hefði getað orðið.
En þessi einfalda staðreynd segir ekki alla söguna. Sú
tiltölulega ábyrga launapólitik, sem forystumenn verka-
lýðsfélaganna fylgdu frá 1974 og fram á mitt síðasta ár,
miðaði að því að auka verðgildi krónunnar. Á þessum
tíma lækkaði verðbólgan úr 54% niður í 26%. Hér var þvi
um að ræða mjög ábyrga stefnu bæði fyrir launþega og
þjóðarbúið í heild.
Með sólstöðusamningunum á síðasta ári var verð-
bólgustefnan hins vegar tekin upp á nýjan leik. Þeir
leiddu til 70 til 80% kauphækkunar á meðan þjóðartekjur
jukust aðeins um 7%. Að réttu lagi hefði ríkisstjórnin átt
að grípa inn í kjaramálin þegar að loknum þessum
samningum og takmarka m.a. vísitöluuppbætur án taf-
ar.
I sjálfusér varof seint að grípa til þessara aðgerða nú.
En það var óhjákvæmilegt og mátti ekki dragast lengur.
Kjarasamningarnir í fyrra og aðgerðaleysi rikisstjórn-
arinnar í kjölfar þeirra hafa leitttil yf ir 40% verðbólgu á
þessu ári í stað 26% eins og hún var á miðju ári í fyrra.
Með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu
var að því stef nt að draga lítið eitt úr hraða verðbólgunn-
ar. En kjarni málsins er sá að verðbólgupólitík verka-
lýðsfélaganna færir launþegum fleiri krónur, en rýrn-
andi lífskjör með verðminni krónum. Jafnframt eykst
hætta á atvinnuleysi. Miklu nær væri fyrir verkalýðs-
hreyf inguna að taka höndum saman við stjórnvöld, ann-
að hvort núverandi ríkisstjórn eða nýja stjórn, sem
mynduð kann að verða eftir kosningar, í þvi skyni að
draga úr verðbólgunni, m.a. með skynsamlegri launa-
pólitík eins og fylgt var eftir febrúarsamningana 1974
fram á mitt siðasta ár.
Föstudagur 24. febrúar 1978 '
vísir :
Litið inn ó
námskeið á
vegum
Félagsmála-
stofnunarinnar
fyrir
dagmðmmur
Hrönn Hilmarsdottir, matvæla-
fræðingur, leiöbeinir um
næringarefnafræði og rétt
fæðuvai.
Marggrét Sigurðardóttir hjá
Félagsmálastofnun sér um
skipuiagningu námskeiðanna.
Hér ræðir hún við nokkra þátt-
takendur.
„Þeir sem taka að sér gæslu barna eru aldrei nægiiega vel undirbúnir
undir það starf svo mér fannst nauðsynlegt að sækja þetta námskeið til að
bæta við þá reynslu sem ég hef öðlast með þvi að vera með mitt eigið barn”,
sagði Guðrún Eggertsdóttir, en hún sækir námskeið á vegum Félagsmála-
stofnunar Reykjavikurborgar fyrir konur sem annast daggæslu barna á
heimilum sínum.
Allir þykjast
kunna barna-
leiki, en...
Félagsmálastofnunin hefur
haldið nokkur slik námskeið og
hafa þau mælst mjög vel fyrir hjá
þeim sem hafa börn I gæslu. Það
námskeið sem nú stendur yfir er
alls fimmtiu kennslustundir og
kennt er bæði með verklegum æf-
ingum og með fyrirlestrum.
Þegar Visir leit inn á námskeið-
ið, sem er haldið að Norðurbrún 1,
þá stóð yfir timi i heimilisfræði.
Hrönn Hilmarsdóttir, matvæla-
fræðingur, var komin i annað sinn
til að leiðbeina um næringarefna-
fræði og rétt og gott fæðuval
handa börnum.
Ef litið er yfir þá þætti sem
teknir eru fyrir á námskeiðinu
má nefna m.a.: Fjallað verður
um meðferð og almenna heilsu-
gæslu ungbarna en sá liður er i
umsjá Pálinu Sigurjónsdóttur,
heilsuverndarhjúkrunarfræðings.
Starfsmaður frá Slysavarnafé-
laginu kemur á námskeiðið tvö
kvöld og fer yfir hjálp i viðlögum,
Leikir og störf barna fá nokkuð
mikið rúm i dagskránni, en það er
Kristin Jónsdóttir fóstra sem sér
um þann lið. Einnig verður farið
sérstaklega yfir hreyfileiki og
söngleiki. Dr. Þuriöur Kristjáns-
dóttir, uppeldisfræöingur, heldur
fyrirlestur um uppeldis- og sálar-
fræði og dr. Björn Björnsson um
gildi fjölskyldunnar og heimilis-
lifs. Börn með sérþarfir eru ekki
skilin út undan; um þennan lið i
dagskránni sér Margrét Mar-
geirsdóttir, félagsráðgjafi.
Allir þykjast kunna
leiki, en .
„Ég var bundin yfir minu eigin
barni og þess vegna ákvað ég að
taka íleiri en nú er ég með tvö
fyrir utan mitt. Mér fannst mig
vanta meiri þekkingu, það er jú
alltaf öðruvisi að vera með ann-
arra börn en sin eigin og þess
vegna ákvað ég að fara á þetta
Stormsveitar-
foringinn,
Jimmy Kruger
Dómsmálaráðherra
og æðsti yfirmaður lög-
reglunnar i Suður-
Af riku er J immy Kruger
sem einvaldur stýrir 35
000 manna lögregluher,
úrskurðar einn hverjum
skuli varpað i fangelsi
án dóms og ákveður
sömuleiðis á eigin spýt-
ur, hvaða samtök eða
einstaklingar skuli
bannlýstir.
Kruger hefur i rauninni meiri
völd i Suður-Afriku en Vorster
forsætisráðherra. Enda var
dómsmálaráðherraembættið
Vorster á sinum tima lyftistöng i
forsætisráðherrastólinn. Má heita
öruggt mál, aö ef og þegar Vorst-
er dregur sig i hlé, muni Kruger
taka við af honum.
Jimmy Kruger er kominn af
Búum og hefur drukkið i sig með
móðurmjólkinni trúarlegt þjóð-
ernisofstæki Búanna. Fjölskylda
hans kom til S-Afriku 1672. —
Enginn fer i neinar grafgötur um
það, að verði Kruger forstisráð-
herra, þarf ekki að vænta frið-
samlegrar lausnar á deilu
svartra og hvitra i S-Afriku.
Margir hafa orðið til þess að
likja lögregluharðstjórn Krugers
við stormsveitir brúnstakkanna i
Þýskalandi fyrir heimsstyrjöld-
ina. Helsti munurinn er sá að
stormsveitir Krugers eru i felu-
búningi frumskógarhermanna
Hitt er miklu fleira, sem þessar
ógnarsveitir eiga sameiginlegt.
Eins og Heinrich Himmler hef-
ur Jimmy Kruger ótakmarkað
vald. Eins og Sicherheitsdienst
Himmlers vakti yfir öllu, vakir
öryggisþjónusta Krugers yfir
hverjum minnsta vorri um and-
stöðu við stjórnina, ofsækir fólk
handtekur og hræöir andstæöinga
kerfisins — án nokkurrar minnstu
tilburða til þess að nota réttarfar
landsins eða dómstóla.
Hægt er að loka menn inni mán-
uðum saman i fangelsum, án
undangengins dóms og án þess að
leggja fram nokkra ákæru. Slikt
er gert umvörpum og án þess að
tilkynna aðstandendum þess
handtekna, hvað um hann hefur
orðið. Hann einfaldlega hverfur,
gufar upp.
Njósnarar og uppljóstrar
öryggislögreglunnar eru á hverju
strái. Allir gruna alla. öryggis-
lögregla Krugers treystir ekki
einu sinni hinni almennu lög-
reglu, heldur hefur sinn njósnara
á hverri lögreglustöð.
Svo árangursrik er þessi ógnar-
stjórn lögreglurikisins, að fáir
þora að láta opinberlega i ljós
skoðanir sinar á málunum. Heið-
arleg undantekning þar á eru
endkumælandi blöðin i S-Afriku,
sem daglega gagnrýna kerfið og
stjórnvöld, þrátt fyrir* allar of-
sðknir.
1 Suður-Afriku gilda ekki
réttarreglur lyðræðisrikjanna,
heldur ræður þar 6. grein hryðju-
verkalaganna, sem sett voru 1967.
Þar eru „hryðjuverk” skýr-
greind sem aðgerðir „lfklegar til
þess að stofna lögum og reglum i