Vísir - 24.02.1978, Blaðsíða 3
VISIR Föstudagur 24. febrúar 1978
3
Æskilegt oð óbeinir skattar
fari út úr verðbótavísi-
tölunni
— segir í OECD-skýrslunni um ísland
Efnahags- og framfara-
stofnunin í París telur
æskilegt að undanskilja
óbeina skatta við útreikn-
ing á verðbótavisitölu.
Þetta kemur fram i
skýrslu stofnunarinnar um
þróun íslenskra efnahags-
mála 1976 til 1977 og
horfur á þessu ári.
I skýrslunni segir að torvelt sé
að beita rikisfjármálum enn
frekar i aðhaldsátt eftir kjara-
samningana við opinbera starfs-
menn. Við rikjandi aðstæður
verði þvi að beita aðgerðum á
öðrum sviðum efnahagsmála.
Eins og nú hátti til feli verðbóta-
ákviæði kjarasamninga i sér, að
launþegum séu bættar, með
hækkun launa, hækkanir á óbein-
um sköttum. Áhrif skattbreytinga
á þessu sviði á heildareftirspurn
séu þvi næsta litil og af þeim sök-
um virðist æskilegt að undan-
skilja óbeina skatta við útreikn-
ing á verðbótavisitölu.
Þá er i skýrslunni lögð áhersla
á virkari stefnu á sviði gengis-
mála. Stofnunin telur aðgerðir i
gengismálum hins vegar haldlitl-
ar nema þeim fylgi strangt að-
hald á öðrum sviðum efnahags-
mála. Bent er á þá leið að skerða
verðbótaákvæði kjarasamning-
anna með þvi að taka verðáhrif
gengisfellingarinnar út úr verð-
bótavisitölunni eins og raunar
hefði stundum verið gert bæði á
Islandi og öðrum löndum. En
jafnvel þó að þessi leið yrði farin,
væri enn óleystur sá vandi að
halda aftur af þeirri hækkun
launa, er hlýst af umsömdum
kauphækkunum og launaskriði á
þessu ári.
t skýrslunni segir að einn þáttur
i þvi að bæta stöðu landsins út á
við felist i auknum sparnaði i
hlutfalli við þjóðarframleiðslu.
Til þess þyrfti m.a. greiðsluaf-
gang hjá rikissjóði 1978. Þá er
lögð áhersla á að beita raunhæf-
um vöxtum eða verðtryggingu.
Bent er á mikilvægi jöfnunar-
sjóða i sjávarútvegi og sagt að
verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins
hafi verið beitt á þann veg að leitt
hafi til aukinnar verð-
bólgu. Efnahags- og framara-
stofnunin telur að við rikjandi að-
stæður i efnahagsmálum á Is-
landi ætti að gefast tækifæri til að
koma á gagngerum breytingum,
er varða efnahagsstefnuna til
lengdar. t skýrslunni segir að
auðveldara yrði að koma á jafn-
vægi i efnahagsmálum, ef timi
hagstæðs ytra árferðis væri nýtt-
ur til þess að bæta hagskipulagið
og koma á umbótum i stjórn efna-
hagsmála.
Ung kona réð
manni sínum
bana með hnífi
Úrskurðuð í 60 daga gœsluvarðhald
Ung kona réð manni
sinum bana í Reykjavik
um siðustu helgi. Er hún
nú í gæsluvarðhaldi og er
unnið að rannsókn máls-
ins. Konan var úrskurðuð
í allt að 60 daga gæslu-
varðhald og verður látin
gangast undir geð>ann-
sókn. Maðurinn sem lést,
hét Árelius Viggósson.
Hann var fæddur
2.10.1955. Kona hans, sem
viðurkennt hefur verkn-
aðinn, heitir Jenní
Grettisdóttir og er fædd
24. mars 1952.
Atburðurinn átti sér stað á
heimili þeirra við Skólavörðu-
stig 21a i Reykjavik aðfararnótt
sunnudagsins 19. febrúar. Um
kvöldið mun maðurinn hafa
farið i veitingahús i Reykjavik
og fór konan þangað á eftir
honum.
Þau fóru heim saman, en
stuttu siðar, eða um klukkan
01.30, var sjúkrabill kallaður á
staðinn. Hafði þá skorist i odda
með hjónunum, greip konan
eldhúshnif og lagði til mannsins
og kom hnifurinn i brjóst hans.
Maðurinn var þegar fluttur í
sjúkrahús en lést um klukku-
stundu siðar.
—EA
Fóta-
ferðir
Nafnið, sem ljósmyndarinn gefur þessari mynd er „Fótaferðir”.
Hún er meðal mynda á ljósmyndasýningunni LJÓS, sem nú stendur
yfir á Kjarvalsstöðum í Reykjavik. Höfundurinn er Kristján B.
Kjartansson. Sýningunni lýkur á þriðjudagskvöld, en hún er opin
frá klukkan 16 til 22 daglega, að öðru leyti en þvi að um helgina er
hún opin frá 14 til 22.
Gestur sýningarinnar er hinn kunni ljósntyndari Jón Kaldal.
Björn ó sjúkrahúsi
Björn Jónsson forseti
ASÍ veiktist hastarlega á
laugardaginn og hefur leg-
ið á sjúkrahúsi síðan. Ljóst
er að Björn mun verða frá
störfum um ófyrirsjáan-
legan tíma.
Við störfum Björns hjá
Alþýðusambandi .íslands
tók varaforseti sambands-
ins, Snorri Jónsson, og
sinnir hann störfum for-
seta.
—SG.
Hin fróbœra
(THEALBUM)
er komin aftur í verslanir vorar
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8
Laugavegi 24.
Vesturveri.