Vísir - 27.02.1978, Síða 3
3
VÍSIR
Mánudagur
27. febrúar 1978
SIMCA1508
Sigraöi næturrallið
Enn einu sinni sigraði SIMCA í rall-akstri hér á landi. Bilnum var ekið
stanslaust i rúmar 20 klst. 950 km. leið eftir einhverjum verstu vegum og
vegleysum íslands i næturralli Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavikur um
helgina 1. og 2. okt.
Hvað bilaði? Einn pústbarki. Annað? Ekkert.
SIMCA bilar frá CHRYSLER FRANCE hafa nú marg sannað ágæti sitt
hér á landi. Vandlátir bilakaupendur velja.sér SIMCA 1307 eða 1508, sem
eru traustir og góðir fimmdyra, framhjóladrifnir og fimm manna fjöl-
skyldubilar. Talið við okkur strax ^
i dag og tryggið ykkur SIMCA. Bfi^&fi B B hf.
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491
Efnahagsróðstafanirnar höfðu
áhrif á vaxtabreytinguna:
MINNI VAXTA-
HÆKKUN EN
ELLA HEFDI
ORÐIÐ
„Veröbótavextir eru endur-
skoðaðir á þriggja mánaða
fresti og þá tekið tillit til undan-
genginnar verðlagsþróunar. Að
þessu sinni var einnig tekið tillit
til þeirra ráðstafana sem gerðar
hafa verið með lagasetningu til
að draga úr verðbólgu. Verð-
bótaþátturinnhækkarþvi minna
en annars hefði orðið”, sagöi
Davið Ólafsson
seðlabankastjóri, i samtali við
Visi.
Frá þvi i ágúst hafa vextir við
innlánsstofnanir verið samsett-
ir af tveimur þáttum, grunn-
vöxtum og verðbótaþætti vaxta.
Seðlabankinn endurskoðar
verðbótaþáttinn á um þriggja
mánaða. fresti með hliðsjón af
verðlagsþróuninni. Verðbóta-
þátturinn hefur nú verið
hækkaöur um 3 prósent, og er
þvi verðbótaþátturinn 14
prósent. Við þessa breytingu
hækka heildarvextir af almenn-
um sparisjóðsbókum úr 16 i 19
prósent. Vaxtaaukareikningar
bera 32 prósent vexti en voru
áður 29 prósent.
Forvextir af vixlum verða
23,5 prósent og heildarársvextir
vaxtaaukalána verða 33
prósent.
1 samræmi við þá stefnu að
minnka misræmi i vaxtakerfinu
og jafna lánskjör atvinnuveg-
anna hefur einpig verið tekin
ákvörðun um að felia niður sér-
stök vaxtakjör, sem gilt hafa
um svokölluð útgerðarlán. Frá
21. febrúar greiðast þvi almenn-
ir útlánsvextir af þessum lán-
um.
—KP.
Fyrirtœki með prjónavöruframleiðslu:
„REKSTURINN GJÖR-
SAMLEGA ÓARÐBÆR"
segir Úlfur Sigmundsson, framkvœmdastjóri
Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins
,,Við höfum kannað
markaðshorfur erlendis og þær
eru mjög góöar hvað vestræna
markaði snertir ef unnt verður að
framleiða á viðunandi verði.
Blákaldur raunveruleikinn er sá,
að reksturinn hjá fyrirtækjum
með prjónavöru er gjörsamlega
óarðbær sem stendur. Hráefni
hafur hækkað mikið á undanförn-
um mánuðum og eins kemur hér
til launahækkun. Þetta ráða
fyrirtækin ekki við”, sagði Clfur
Sigmundsson, framkvæmdastjóri
(Jtflutningsmiðstöðvar iðnaöar-
ins, i samtali við Visi.
Þróunin í útflutningi ullarvara
varð sú á siðasta ári að magn-
aukning varð um 30 prósent en
verðmætaaukning um 67 prósent.
Þessi aukning er að mestu leyti i
tilbúnum fatnaði en þar er aukn-
ingin 173,5 tonn, eða sem nemur
1.092 milljónum króna. Af þessari
aukningu i magni fóru um 112
tonn til Sovétrikjanna. Hér mun-
ar mest um sölu á ullartreflum,
sem var nýjung á árinu 1977.
Vestræni markaðurinn er með 46
prósent af útflutningsmagni og 60
prósent af heildarverðmætinu.
1 tilkynningu frá Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins kemur það
fram að eins og aðrar útflutnings-
greinar berst þessi atvinnuvegur
við miklar vinnulaunahækkanir
og þar að auki hefur upp á sið-
kastið orðið mikið misræmi á
heimsmarkaðsverði á ull, sem
hefur gert reksturinn gjörsam-
lega óarðbæran i bili. Þvi er allt
útlit fyrir mikla óvissu i þessari
iðngrein á þessu ári nema ein-
hverjar breytingar komi til.
—KP.
GAMANLEIKRIT MEÐ
BESSA OG MARGRÉTI
Þjóðleikhúsið frumsýnir á fimmtudaginn leikrit á Húsavik, en sem
kunnugt er eru frumsýningar hússins að öllu jöfnu haldnar með pompi
og prakt i Þjóðleikhúsinu sjálfu.
Þetta er i annað skipti sem leikrit er frumsýnt utan Reykjavikur á
vegum Þjóðleikhússins. Aður var barnaleikritið Furðuverkið frumsýnt
i Grindavik fyrir nokkrum árum.
Leikritið sem Húsvikingar fá að kynnast fyrstir landsmanna er gam-
anleikur, ,,A sama tima að ári”, eftir Bandarikjamanninn Bernard
Slade. Persónur verksins eru aöeins tvær, leiknar af Bessa Bjarnasyni
og Margréti Guðmundsdóttur. Þau hittast á sveitahóteli og eiga saman
ánægjulega helgi, og ákveða að hittast þar á hverju ári, eina helgi i
senn.
Leikritið spannar siðan 25 ár af ævi þeirra, þar sem við sjáum þau á
5árafresti. Að sjálfsögðu breytast þau töluvert á þessum tima og má
segja að i verkrnu speglist ýmiskonar þjóðfélagsþróun og tiskufyrir-
brigði i bandarisku þjóðlifi siðast liðinn aldarfjórðung, en verkið hefst
1951 og þvi lýkur árið 1975.
Leikritið, sem er þekktasta verk höfundar, hefur verið sýnt viða um
heim i meðferð úrvalsleikara, en það var frumsýnt á Broadway fyrir
tveim árum.
Þýðandi verksins er Stefán Baldursson og Gisli Alfreðsson leikstýrir
þvi. Ráðgert er að sýna verkið viða um land, einnig hér i Reykjavík.
—GA.
Bessi og Margrét skemmta sér dável i leikritinu, en þau eru einu leik-
ararnir sem i þvi koma fram..
Þjóðleikhúsið frumsýnir ó Húsavík: