Vísir - 27.02.1978, Page 4

Vísir - 27.02.1978, Page 4
Búnaðarþing í Reykjavík: Mánudagur 27. febrúar 1978 VISIR ENDURSKODUN A FRAMLEIÐSLU EFST Á BAUGI „Þaö hafa engin stórmál verið afgreidd á þessu búnaðarþingi ennþá en fyrir þvi liggja um 25 mál og auk þess hafa verið flutt nokkur erindi”, sagði Agnar Guðnason, forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, i samtali við Visi. Búnaðarþing var sett siðast liðinn mánudag og að sögn Agnars stendur það til 7. mars. Á þinginu eiga sæti 25 fulltrúar en allir þeir sem hafa áhuga að fylgjast með málum þar eru velkomnir. Þingið er haldið á HótelSögu. í erindi sem Halldór E. Sigurðsson. landbúnaðarráð- herra flutti á búnaðarþinginu kom fram að Veiðimálastofnun ætlar að setja upp útibú i Borgarnesi. Einnig kom fram i ávarpi ráðherra að fyrirhugað er að reisa verksmiðju á Sel- fossi til að vinna úr slátur- úrgangi. Sagði Agnar að þessi verksmiðja væri til á pappirun- um en það vantaði peninga til að hrinda hugmyndinni i framkvæmd. Ein slik verk- smiðja er til á landinu og er hún i Borgarnesi. Framleiðir hún m jöl til blöndunar i fóðurbæti Endurskipulagning á framleiðslu Agnar taldi að stærsta mál þingsins væri ályktun frá formannafundi búnaðarsam- bandanna, höldnum um það leyti sem þingið hófst, er lögð var fyrir þingið. I þeirri ályktun er lagt til að framleiðslu- og skipulagsmál landbúnaðarins verði endurskoðuð og stefna og störf þéirra aðila er um þau mál sjá verði samræmd. Ennfremur segir i þeirri ályktun að það þurfi að haga framleiðslu land- búnaðarins eftir búskaparað- stæðum og markaðsaðstæðum á hverjum stað. Einnig er hvatt til þess að Stéttarsamband bænda og Búnaðarsambandið samræmi stefnu sina varðandi fyrirhugað kvótakerfi á framleiðslu landbúnaðarvara. Þessari ályktun hefur verið vis- að til allsherjarnefndar. Þá hefur verið endurflutt frumvarp um afleysingarþjón- ustu fyrir bændur og húsfreyjur. Það var afgreitt frá siðasta þingi en er nú endurflutt með breytingum. Gert er ráð fyrir þvi að 2 menn verði ráðnir til að leysa af fyrir hver 150 heimili. Sagði Agnar að vonast væri til að landbúnaðarráðherra myndi leggja það frumvarp fyrir alþingi. — KS iiimiimitimimiiiiimiiiimiiimiiMimiiiii IIIIHIinK A GLANSSKOL Morgir litir. Gefur hárinu skemmtilegan blœ. Hárgreiðslustoton VALHÖLL Óðinsgötu 2 - Sími 22138 Z_sl Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðar: Hœkkið bílinn upp svo að hann taki ekki niðri á snjóhryggjum og holóttum vegum Bedford 5 og 7 tonna, augablöö aftan. Datsun diesel 70-77. augablöð aftan. Mercedes Benz 1413, augablöð og krókblöð. Mercedes Benz 322 og 1113, augablöð. Scania Vabis L55 og L56, augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76, augablöð og krókblöð. 2” 2 1/4” og 21/2” styrktarblöð i fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðra- klemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Hann ó afmœli í dag: Hefur selt hólfa milljón Vísisbloðo Blaðsölufólk Visis er yfirleitt með eindæmum duglegt og áhugasamt i starfi. En varla verður á nokkurn hailað þegar sagt er að Auðunn Gestsson sé með þeim fremstu i hópi þeirra sem bera af i dugnaði og elju. 1 átta ár hefur Auðunn selt Visi á hverjum útkomudegi blaðsins, eða fast að þvi/ og má sú veiki vera þung sem aftrar honum frá að sinna sinu starfi. Þar sem Auðunn á fertugsaf- mæli i dag fannst okkur vel viö hæfi að spjalla stuttlega við hann og spurðum fyrst hvort hann væri ekkert leiður á blaðsölunni. „Nei ég er mjög ánægður með þessa vinnu. Aður en ég byrjaði, fyrir átta árum, vann ég i Múla- lundi og finnst þetta miklu betra”, segir Auðunn. Hann kvaðst alltaf selja blaðið á Laugavegi og i Austurstræti. „Það eru margir sem kaupa alltaf af mér Visi, sama fólkið á hverjum degi og maður tekur eft- ir ef það vantar einn dag. Salan gengur mjög vel og ég hef oft fengið söluverðlaun frá Visi og tvisvar orðið sölukóngur. Sjálfur les ég Visi á hverjum degi og finnst sérstaklega gaman að i- þróttafréttumsagði Auðunn Gestsson. Hann kvaðst ætla að selja blað- ið á afmælisdaginn eins og aðra daga. Mánudagar væru jafnan góðir söludagar en Auðunn selur jafnan nokkur hundruð eintök af Visi á dag. Miðað við dagsölu hans og hve sjaldan hann hefur verið frá vinnu má telja liklegt að Auðunn hafi selt um hálfa milljón eintaka af Visi siðan hann byrjaði fyrir átta árum. Sem þakklætisvott fyrir vel og Auðunn Gestsson er einn traustasti blaðsölumaður VIsis. Visism. BP samviskusamlega unnin störf á liðnum árum færði Visir honum gullúr að gjöf i tilefni afmælis- dagsins og vonast til að njóta starfskrafta hans sem lengst. —SG. Jón Hnefill Aöalsteinsson Hugmyndasaga Frá sögnum til siðskipta Saga hugmyndanna Ný bók eftir Jón Hnefil Út er komin á vegum Iðunnar bókin Iiugmyndasaga, — Frá sögnum til siðaskipta eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson fil. lic, menntaskólakennara. t bókar- kynningu á kápu er gerð svofelld grein fyrir bókinni: ,,I bók þessari eru teknar til meðferðar ferns konar hug- myndir: þjóðsagnahugmyndir, trúarhugmyndir, heimspekihug- myndirog stjórnmálahugmyndir. Þjóðsagnahugmyndir skipa veru- legt rúm i bókinni, enda er þar um að ræða elstu vitnisburði mannlegrar hugsunar, og reynt er að skipa þjóðsögnunum á sinn markaða bás á vettvangi visinda. Trúarhugmyndir og stjórnmála- hugmyndir eru einnig teknar hlutlausum, fræðilegum tökum eins og gera ber i riti, sem tælað er til notkunar í skólum. Og sama er að segja um heimspekihug- myndir. Frá örófi alda hafa menn spurt: Hvaðan kom ég? Hver er ég? Hvað ber mér? Hvert fer ég? Og svo spyrja menn enn i dag. Hug- myndasagan greinir frá formi þessara spurninga á ýmsum tim- um. Bók þessi hlýtur þvi að vera áhugaverður lestur hverjum þeim sem glima vill við gátur lifs- ins og fræðast um hvaða svör hafa verið gefin við þeim á mis- munandi timum. En fyrst og fremst er bókin rituð til notkunar við kennslu i hugmyndasögu i menntaskólum og öðrum fram- haldsskólum.” Bókin er 146 bls. að stærð. Hún er sett og prentuð i Offsettækni sf., en Bókfell hf. annaöist bók- bandsvinnu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.