Vísir - 27.02.1978, Page 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. '
úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snaeland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina
/Wichaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tyhes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Útlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, AAagnús Ólafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstof ur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 90 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Súra eplið
Forystumenn margra helstu heildarsamtaka laun-
þega hafa nú ákveðið að hvetja til ólöglegra verkfalla
i byrjun næsta mánaðar. Þessi ólöglega verkfallsboð-
un er þáttur í þeirri verðbólgustefnu, sem ýmsir for-
ystumenn launþegasamtakanna fylgja um þessar
mundir.
Þessar aðgerðir gefa þvi ótvírætt tilefni til að hug-
leiða, hvort ekki sé kominn tími til að aimennir laun-
þegar taki fram fyrir hendurnar á leiðtogunum í því
skyni að stöðva verðbólgustefnuna. Takmörkun vísi-
tölunnar er óhjákvæmilegur þáttur í viðnámi gegn
víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags.
Óraunhæft vísitölukerfi þjónar ekki hagsmunum
launþega þegar til lengdar lætur. Með þá einföldu
staðreynd í huga er ærin ástæða til þess að taka f ram
fyrir hendurnar á þeim leiðtogum verkalýðssamtaka,
sem nú boða til ólöglegra verkfalla. í annan stað er
rik ástæða til þess að hunsa þessar óskir fyrir þá sök,
að hér er um ólögmætar aðgerðir að ræða.
Því fer f jærri að launapólitikin sé eina orsök verð-
bólgunnar. í því sambandi má einnig nefna f járfest-
ingarpólitíkina, sem í öllum aðalatriðum verður að
skrifa á reikning þingmanna. En sú staðreynd leysir
ekki forystumenn verkalýðsfélaganna undan ábyrgð.
Það þarf að taka í lurginn á þeim rétt eins og þing-
mönnunum.
Verkalýðsforingjarnir mæla árangur starfs síns
með þvi að benda á þá hækkun launa,í krónum talið,
er þeir hafa knúið fram. En þegar laun eru hækkuð
umfram það sem aukning þjóðartekna leyfir verður
mismunurinn aðeins greiddur með verðlausum krón-
um. Verðbólgustef na verkalýðsforingjanna felst í því,
að þeir vilja f jölga verðlausum krónum í launaum-
slögum umbjóðenda sinna.
Þegar allt kemur til alls skipta verðlausar krónur
hins vegar engu máli. Það er því meira um vert að
þess verði freistað að stöðva þær víxlhækkanir milli
kaupgjalds og verðlags, sem nú eiga sér stað. Kjarni
málsins er sá að það þarf að f jölgja þeim krónum í
launaumslögunum, sem hafa verðgildi, en fækka
þeim verðiausu. Óbreytt visitölukerfi er ekki leið að
því marki.
Leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna hafa marg-
sinnis lýst yf ir því, að vísitölukerf ið eigi sinn þátt í því
að verðbólga hef ur jaf nan verið meiri hér en í nálæg-
um löndum. Leiðtogar Alþýðuf lokksins, Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa t.a.m. verið
hlynntir því að kollvarpa gildandi vísitölukerf i og taka
upp þjóðhagsvisitölu eða vísitölu viðskiptakjara.
Formaður Alþýðubandalagsins sagði á sínum tíma
á alþingi að koma yrði í veg f yr\r, að kaup æddi upp á
eftir verðlagi samkvæmt einhverjum vísitölureglum
eins og þeim, sem við höf um búið við, því að það kippti
vitanlega stoðunum undan öllum eðlilegum atvinnu-
rekstri.
Um þetta efni hafa menn því verið að meira eða
minna leyti á einu máli. Hefðbundin refskák milli
stjórnar og stjórnarandstöðu og þáttur verkalýðs-
félaganna í því tafli hefur á hinn bóginn komið í veg
fyrir raunhæfar aðgerðir.
Segja má með nokkrum sanni að stjórnmálaflokk-
arnir hafi bæði fyrr og nú verið á óþörfu undanhaldi
við stjórn efnahagsmála bæði fyrir hagsmunasam-
tökum launþega og atvinnuvega.
En sú staðreynd breytir ekki þeirri nauðsyn að
stöðva verður verðbólgustefnuna í launamálum rétt
eins og í f járfestingarmálum. Og hún breytir ekki því,
að mönnum er rétt og skylt að fara í einu og öllu að
lögum.
Mánudagur 27. febrúar 1978 vism
efnahagsskipan hafi einnig geng-
ið sér til húðar. Þetta merkir
ekki, að okkur beri að hverfa til
hafta eftirstriðsáranna, heldur að
áfram skuli haldið þvi starfi, sem
hófst fyrir tæpum 30 árum.
Mjög litill hagvöxtur
Það sex ára timabil, sem hér er
til athugunar, árin 1972 til 1977,
hefur verðbólgan verið að meðal-
tali 33% á ári. Mikill halli hefur
verið á viðskiptunum við útlönd,
mestur 1974 og 1975, en þá var
hann 11—12% af þjóðarfram-
leiðslunni, og er það mesti við-
skiptahalli, sem mælst hefur frá
árinu 1947. Loks hefur hagvöxtur
verið mjög litill þessi sex ár.
Þjóðarframleiðsla hefur vaxiö að
meðaltali 3.2% á ári, en 4.3%, ef
sleppt er kreppuárinu 1975.
Hvers vegna urðu
þáttaskil 1971?
Það er ef til vill þess virði að
staldra við og ihuga, hvers vegna
þáttaskil urðu i verðbólgumálum
okkar Islendinga á árunum eftir
1971. Kenningarnar eru aö visu
æði margar. Oft er þvi t.d. haldið
fram, að græðgi og ásókn i pen-
inga hafi skyndilega stóraukist
við upphaf áttunda áratugsins
#/Égœ
bólgi
Fyrri hluti
eða þá að óbilgirni verkalýðsfor-
ustunnar hafi magnast um allan
helming.
Ég ætla að leyfa mér að lita á
verðbólguna frá öðrum bæjardyr-
um og leggja meiri áherslu á eft-
irspurnarhlið vinnumarkaðarins
en oft er gert. Ef inngjöfin, inn-
spýtingin, i hringrás efnahags-
lifsins er skyndilega aukin flæða
nýir straumar tekna og útgjalda
um athafnalifið. Eftirspurn verð-
ur meiri en framboð og hækkun á
verði vöru og þjónustu jafnar
metin, en á vinnumarkaði er
Dr. Þráinn Eggertsson:
— Kenningarnar eru að visu æði margar. Oft er
þvi haldið fram, að græðgi og ásókn i peninga hafi
skyndilega stóraukist við upphaf áttunda
áratugsins eða þá að óbilgirni verkalýðsfor-
ustunnar hafi magnast um allan helming. Ég
ætla að leyfa mér að lita á verðbólguna frá öðrum
bæjardyrum og leggja meiri áherslu á eftir-
spurnarhlið vinnumarkaðarins en oft er gert.
Efnahagsvandi okkar íslend-
inga hefur sfðast liðin sex eða sjö
ár verið nokkru stærri i sniðum en
áratugina þar á undan. Að visu
hefur ekki komið til atvinnuleys-
is, en verðbólgar. hefur meira en
þrefaldast, hallinn á viðskiptun-
um við útlönd hefur ekki verið
meiri i nær 30 ár og loks eru
merki þess, að mikil fjárfesting
skili þjóðarbúinu sifellt minni
hagvexti.
Þörf á nýrri
kerfisbreytingu
Nú sjást þess skýr merki, að
þörf sé á nýrri kerfisbreytingu
engu siður en 1960, þvi að með
sanni má segja, að núverandi
HALLÆRIÐ
r
i
GÓÐÆRINU
Undanfarna daga hefur al-
menningur átt þess kost að hlýöa
á umræður stjórnmálamanna um
efnahagsráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar. Þær umræður hafa haft
á sér hefðbundinn brag og sjálf-
sagt farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá flestum. Stjórnarsinnar
verjast eins og venjulega, með
þeim rökum, að sömu aðgerðir
hafi verið framkvæmdar áður
fyrir tilstilli þeirra, sem nú sitja i
stjórnarandstöðu. Stjórnar-
andstæðingar mótmæla þessu
auðvitað og telja allan slikan
samanburð út i hött.
Þessi deila á auðvitað litið er-
indi til hins almenna kjósenda,
sem hyggst reyna að meta
frammistöðu rikisstjórnarinn-
ari efnahagsmálum. I raun og
veru eru allir sammála um að
efnahagsaðgerða er þörf, svo
unnt verði að bjarga þjóðinni frá
þvi efnahagslega hruni, sem blas-
að hefur við. Spuringin sem kjós-
andinn þarf að fá svör við er fyrst
og fremst sú, hver ber ábyrgð á
þeirri þróun, sem leitt hefur út i
þær ógöngur að gripa þarf nú til
neyðarúrræða til björgunar? I
öðru lagi þarf kjósandinn að fá að
vita hvers árangurs er að vænta
af efnahagsaðgerðunum og á
hverra bök byrðarnar, sem þeim
fylgja verða lagöar.
Það hlýtur að vefjast fyrir
venjulegu fólki að skilja hvers
vegna slikra aðgerða er þörf nú.
Allit vita að undanfarið hafa Is-
lendingar búið við einstakt góð-
æri. Fiskafli og framleiðsla þjóð-
arinnar hefur sjaldan verið meiri.
Verðlag á afurðum okkar erlendis
er i hámarki. Ef þessa er þörf i
góðærinu, við hverju má má bú-
ast, þegar harðna fer á dalnum.
Sökin launafólks?
Málgögn rikisstjórnarinnar
hafa haldið þvi fram, að skýring-
anna á þessum efnahagslegu
óförum i góðærinu sé að leita hjá
samtökum launafólks, sem hafi
knúið fram of miklar kauphækk-
anir. Þessu til staðfestingar hafa
verið tilfærðar háar prósentutöl-
ur um hækkun kaups. Verðbólgu-
hrjáður almenningur á tslandi
veit auðvitað að slikum tölum ber
að taka með varúð. Það sem
skiptir máli er kaupmáttur laun-
anna. Samkvæmt opinberum út-
reikningum jókst kaupmáttur
launa nokkuð á siöasta ári.
Þjóðartekjur jukust einnig á sið-
asta ári um svipað hlutfall og
kaupmátturinn. Hlutur launþega
i þjóðartekjum jókst þvi ekki,
heldur hélst nokkurn veginn svip-
aður. Skýringuna á hallærinu i
góðærinu er þvi varla að finna
hér.
Það er gömul iþrótt rikis-
stjórna að kenna öðrum um ófarir
sinar og mistök. Oftast er skuld-
inni skellt á náttúruöfl og utanaö-
komandi aðstæður. Þegar það
dugir ekki, eins og i góðærinu
núna, er syndasels leitað meðal
þjóðarinnar. Auðvitað er þessi
leikur marklaus. Allir vita að
rikisstjórnir, eins og þær eru
skipaðar á hverjum tima, hafa
hin æðstu völd um efnahagsmála-
stjórn og bera samkvæmt þvi
ábyrgðina. Einn mælikvarði á
árangur rikisstjórna er hvernig
þeim tekst að ná samstarfi við
þegna rikisins og samtök þeirra
um framkvæmd stefnu sinnar.
Það blasir við að núverandi rikis-
stjórn hefur ekki átt skap við