Vísir - 28.02.1978, Side 7

Vísir - 28.02.1978, Side 7
vism Þriöjudagur 28. febrúar 1978 ( Annor sigur fyrír ■ndfiru Það er nú ljóst orðið, að Indira Gandhi hefur unnið sér sess að nýju sem einn af áhrifa- meiri leiðtogum st jórnarandstöðunna r á Indlandi þvi að hún og nýi Kongressflokk- urinn hennar bættu við sig öðrum sigri i Andrha Pradesh eftir yfirburðasigurinn i Karnataka. Framtið hennar i stjórnmál- um Indlands eftir ósigur stjórn- ar hennar og Kongressfiokksins i þingkosningunum i mars i fyrra var i óvissu. Hún neyddist til að láta af formennsku flokks sins og draga sig I híé i bili. t tilraun til þess að endur- heimta forystuhlutverk sitt inn- an Kongressflokksins klauf hún Indira Gandhi, sigursæl aö nýju. flokkinn ogmyndaði nýjan Kon- gressflokk, sem skotið hefur hinum gamla ref fyrir rass i kosningum til fylkisþings i tveim fylkjum, Karnataka (þar sem flokkur Indiru fékk tvo þriðju hluta þingsæta) og i Andhra Pradesh, þarsem flokk- urhennarfékk þau 145 sæti, sem hann þurfti til meirihluta. Janataflokkurinn fékk 49 þing- sæti i Andrha Pradesh, en gamli Kongress fékk 22. 55 þingsæti eru óráðin enn. Talning er ekki nógu langt á veg komin i þrem fylkjum öðr- um, þar sem kosiö var um helg- ina, til þessað unnt sé að greina frá úrshtum. En þaö horfði ekki til þess að neinn einn flokkur fengi hreinan meirihluta. Indira Gandhi lagði mjög að sér i kosningabaráttunni og á greinilega enn mikil itök i kjós- endum. Kom það glöggt i ljós i Andhra Pradesh, þar sem alls óþekktir stjórnmálamenn buðu sig fram á vegum flokks hennar og felldu gamalreynda fram- bjóðendur, sem áðurhöfðu setið á fylkisþinginu. Brahmananand Reddi, for- maður gamla Kongressflokks- ins og aðalandstæðingur Indiru i klofriingnum, sagði af sér for- mennsku og tók á sig ábyrgðina af ósigri flokksins i Karnataka. Vonbrigði innan Janata- flokksins, sem virðist ekki ætla að vinna eitt einasta af þessum fimm fylkjum, þykja likleg til þess að ala á óeiningu, sem þeg- ar er farin að gæta innan stjórnarflokksins. Litið er á þessar kosningar sem skoðana- könnun, eftir eins árs veru Jan- ataflokksins i rikisstjórn. EGYPTAR HAFA HERT SKILMÁL- ANA Moshe Dayan, utan- rikisráðherra ísraels sagði á heimsþingi zionista i gær, að Egyptar hefðu hert — segir Moshe Doyan utanríkisróðherra ísraels skilmála sina fyrir friðarsamningum við ísrael og að Kairó- stjórnin vildi ekki hefja að nýju viðræður, hvorki á pólitisku né hernaðarlegu sviði, þrátt fyrir endurteknar tilraunir ísraels. Dayansagði að það eina sem fengist rætt um þessa dagana væri spurningin um Palestinu- arabana á hernumdu svæðun- um. En i' nóvember höfðu Egyptar óskað eftir itarlegum tilboðum frá ísrael varðandi Sinaiskagann, vesturbakka ár- innar Jórdan og um veru Palestinuaraba þar. Alfred Atherton sendifulltrúi Washington i milligöngu Banda- rikjastjórnar i þessum samningaumleitunum, flýgur til Kairó i dag með nýjustu tillögur tsraelsmanna til að hefja við- ræður að nýju. BARNARD VILL ÁVARPA S.Þ. Kvisast hefur, að dr. Barnard hafi skrifað framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að öryggisráðið hlýddi á Donald Woods, ritstjórann, sem flýði frá S-Afriku, þar sem hann hafði ver- iðbannlýstur. —Woods hafðiver- ið mjög gagnrýninn á stefnu stjórnarinnar i Pretoriu. I bréfi sinu mun dr. Barnard hafa talið sjálfan sig jafn hæfan til þess að fjalla um S-Afriku, þar sem ætthans hefur búiðþar i 250 ár. Fréttamenn i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna i New York telja litla möguleika á þvi, að lækninum verði veitt leyfið. Dr. Christian Barn- ard, brauðryðjandi á sviði hjartaigræðslu, hefur óskað eftir þvi að fá að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um ástandið i heimalandi sinu, Suður-Afriku. Dr. Barnard hef ur áhuga á aö ávarpa Öryggisráðið um land sitf S.-Afríku. KYPRIANOU VINNUR EMBÆTTISEIÐ Réttarhöld standa yfir í móli arabísku hryðjuverkamannanna Spyros Kyprianou mun sverja embættiseið sem forseti Kýpur i dag en hann hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir atburðina á Larnaca- flugvelli. Eiðtöku hans ber upp á annan dag réttarhald- anna yfir tveim Aröb- um, sem ákærðir eru fyrir morðið á egypska ritstjóranum Youssef Sibai i Hilton-hótelinu i Nicosia 18. febrúar. Eins og menn minnast úr frétt- um varð morðið kveikjan að ör- lagaatburðum, sem enduðu með þvi að egypsk vikingasveit var send til flugvallarins i Larnaca til að freista þess að frelsa ellefu arabiska gisla, sem þar voru á valdi arabiskra hryðjuverka- manna. Lauk þeirri orrustu sem hófst milli Kýpurmanna og Egyptanna, með falli fimmtán egypskra hermanna. Kyprianou sem sigraði i for- setakosningunum i siðasta mánuði mótframboðslaust hefur staðið af sér þrýsting frá Kairó- stjórninni til þess að fá Arabana tvo framselda. Fórnardýr þeirra, Youssef Sibai, var ritstjóri áhrifamesta blaðs Egyptalands, Al-Ahram, og náinn vinur Sadats Egyptalandsforseta. Morð að yfirlögðu ráði varðar dauðarefsingu á Kýpur og hefur hennar verið krafist yfir Aröbun- um tveim. Annar þeirra er Jór- dani en hinn með vegabréf frá Kuwait þeir eru 28 og 26 ára. Óeirðir í Nicaragúa Tólf manns létu lifið og fjörutiu særðust i óeirðum, sem brutust út i Managua vegna óánægju með stjórn landsins. Þjóðvarðlið Nicaragua beitti bryn- vögnum, vélbyssum og þyrlum til þess að bæla óeirðirnar niður. Til uppþota hefur einnig kom- ið I bæjunum Diriamba og Catarina sem eru i 36 km fjar- lægð frá höfuðborginni, Mana- gua. Sömuleiöis urðu miklar róstur i bænum Masaya. Mikil ólga hefúr veriö i Nicaragúa siðustu tvo mánuði eftir morðið á einum aðalleið- toga st jórnarandófsins og höfuðandstæðingi Somoza for- seta. Astandið i Masaya jaðraði við uppreisn. Stuðningsmenn stjórnarinnar leituðu hælis i herskálum þjóðvaröliðsins en uppþotsmenn kveiktu i heimil- um þeirra, sem styðja Somoza. Uppreisnarmenn höfðu aðliggj- andi þjóövegi á valdi sinu um tima.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.