Vísir


Vísir - 28.02.1978, Qupperneq 11

Vísir - 28.02.1978, Qupperneq 11
VTSIR Þriðjudagur 28. febrúar 1978 11 aðeins er litið á hluta þessa tima- bils, árin 1961-1966, var hagvöxtur 7,4% á ári að meðaltali.) Samneysla/ einka- neysla og fjárfesting Þörfin á kerfisbreytingu er deginum ljósri. Engin þjóð, sem verslar jafn mikið við útlönd og við, þolir 30 til 50% sveiflur i út- flutningstekjum frá einu ári til annars, nema hagkerfið sé ein- angrað með ýmsum ráðum gegn öldunum að utan. Án slikrar ein- angrunar er kerfið stjórnlaust eins og dæmin sýna. Einnig er mikilvægt, að við setjum ramma utan um þjóðarútgjöldin og ákveðum á skipulegan máta hlut samneyslu, einkaneyslu og fjár- festingar i þjóðartekjum. Hinn lærði leikur hagsmunahópanna Ég hef ekki beint skeytum minum að samtökum launþega eöa hinum ýmsu hagsmunahópum. Hins vegar tel ég, aö þegar sé bú- ið að ræða of mikið við hin ýmsu hagsmunasamtök um heildar- stjórn þjóðmálanna. Einmitt vegna þess að þau eru hagsmuna- samtök er öllum spurningum svarað á einn veg: Meira handa mér. Frumorsök verðbólgunnar er annars staðar. En vissulega færist mikil harka i leikinn, þegar verðbólgan nálgast 40 eða 50% á ári. Hver sá hópur, sem ekki verðtryggir eigur sinar eða laun verður fyrir tilfinnanlegu tjóni. Enda þótt hagsmunahóparnir beri ekki upphaflega ábyrgð á vexti verðbólgunnar siðastliðin sex ár, gerir hinn harði leikur þeirra það sifellt erfiðara að færa verðbólguna niður á fyrra stig. Samið um hagstjórnarbann Aukin þekking er ekki alltaf til blessunar, jafnvel aukin þekking á hagfræði. Leiðtogar launþega- samtakanna hafa nú lært þá lexiu af ræðuhöldum stjórnvalda og sérfræðinga þeirra, að hagstjórn á verðbólgutimum er fólgin i þvi, að skerða kaupgetu fólks til að draga úr heildareftirspurn i landinu. t kjarasamninga eru þvi i vaxandi mæli sett ákvæði, sem banna hagstjórn, svo sem aðgerðir i gengismálum og rikis- fjármálum, að viölagri riftingu. samninganna. Þarna eru enn ein rök fyrir þvi aö hraða nýrri kerfisbreytingu. Góðar tillögur, en hafa heyrst áður Nýlega skilaði Verðbólgunefnd merkri skýrslu til rikisstjórnar- innar, en þar bendir nefndin (eða meiri hluti hennar) á ýmsar nauðsynlegar úrbætur i hagstjórn á næstu árum. Tillögurnar eru góðar, en hafa heyrst áður, svo sem ábendingar um þörfina á öflugum jöfnunarsjóðum i sjávarútvegi, virkari stjórn peningamála styrkari fjár- festingarstjórn og samræmdum tekjuákvörðunum og launa- samningum. Nefndin hefur hins vegar hvorki fullkannað þessar hugmyndir né útfært þær i skýrslu sinni, eins og ekki var að vænta. Meira handa mér Ég álit ekkert mikilvægara verk- efni biða okkar á næstu tveimur árum en undirbúningur aö rót- tækri breytingu á efnahagsskipan landsins. Þetta verk er mjög vandasamt tæknilega og mörg ljón á veginum. Undirbúning- urinn á að vera i höndum færustu sérfræöinga okkar og ekki væri óviturlegt að bera málið undir fróðustu menn erlendis. Hins vegar tel ég, aö þegar sé búið að ræða of mikið við hin ýmsu hagsmunasamtök um heildarstjórn þjóðmálanna. Einmitt vegna þess, að þau eru hagsmunasamtök er öllum spurningum svarað á einn veg: meira handa mér. Hina nýju skipan verður hins vegar að leggja undir dóm þjóðrinnar i almennum alþingiskosningum, en þjóöin mun þá væntanlega nota skynsemina, sem hún telur sig fræga fyrir um alla Evrópu. Þ.E. [i skammta sér gismanna sinu lagi, valið saman og ekki er einvörðungu staðbundið. Þetta skipulag viðgengst m.a. meðal sjónvarpsstöðva i Þýskalandi sem tilheyra hver sinu héraði Sambandslýðveldisins. Jafn- framt stofnun fjórðungsstöðv- anna þarf Rikishljóðvarpið að fjölga hjá sér rásum. Þegar i stað þyrfti að opna tónlistarrás semeinvörðungu útvarpaði tónlist — auðvitað alls konar tónlist. Hin rásin yrði þvi helguð töluðu orði. Næðu tillögur sem þessar — eða likingu við þessar fram að ganga hefði þegar orðið mikil bót. Hverju sinni væri þvi hægt að velja um þrenns konar dagskrá. t hverjum landsfjórðungi heyrðist i fjórðungsstöðinni á daginn og sameiginlegri rás þeirra á kvöld- in að þvi viðbættu að Rikishljóð- varpið sendi út tvenns konar dag- útvarp að umræðu- og sköpunar- vettvangi fyrir alla landsmenn. Rétt eins og það er réttur hvers og eins að skoða Þjóðminjasafnið þarf hver og einn að geta tjáð sig i útvarpi sem er i almenningseign. Útvarpsstöð s.s. eins og hugmynd min um fjórðungsstöðvarnar gefur til kynna. yrði þvi eins og dagblað vettvangur lifandi um- ræðu. Skólar félög, óformlegir hópar og einstaklingar ættu inni með það hjá tæknimönnum að hljóðrita efni sitt og koma á fram- færi. Það er cinmitt þetta sem heitir að treysta fólkinu. Að treysta þvi fyrir að hafa skoðanir, hugsjónir og að vilja koma þeim á framfæri á málefnalegan hátt. Ekki aðeins að rétta þvi prentaða dagskrá næstu viku heldur fela þvi að útbúa dagskrá næstu viku. Það er þannig sem fólkið i landinu vallartrú að allir eigi að njóta þess, og nota það að skapa sér og meðbræðrum sinum betra lif. Reynsla annarra þjóða af útvarpi í einkaeign I Bandarikjunum hafa útvarps og sjónvarpsstöðvar ætið verið i höndum einstaklinga og þær reknar sem hvert annað fyrir- tæki. 1 „langhundum” minum sem birtust i Þjóðviljanum snemma i janúar gerði ég grein fyrir þvi að þrátt fyrir fjölda sjón- varpsstöðva fá þær allt sitt efni sem sýnt er á aðaltima frá stóru sjónvarpskerfunum þremur. Fyrir allan þorra Bandarikja- manna stendur valið þvi að mestu skrá i tali og tónum. Það má gera þvi skóna að þrenns konar ólikt efni byðist hverjum landsmanni hverju sinni. Jafnframt þyrfti Rikishljóðvarpið að hefja út- sendingar að nóttu til, a.m.k. á einni rás. Annars konar breyting þyrfti að koma til einnig. Útvarpið verður að halda áfram að vera liður i opinberri þjónustu, það ætti að kappkosta óhlutdrægni og vera lýðræðislegt. &ú breyting sem þyrfti að koma til er sú að eera eignast eigið útvarp. Slikt fyrir- komulag setti ekki vana og góða dagskrárgerðarmenn á gaddinn það útilokaði ekki hæfa frétta- menn og skipulagningarmenn heldur örvaði það þá hæfu til framhalds og leiddi fram nýja úr röðum fólksins. Það er eitthvað i þessum dúr sem horfir til heilla Guðmundur. Það er frelsið til að tjá sig og skapa — vera með i ‘ þjóðfélaginu. Látum andstæöurn- ar takast á á grundvelli málefn- anna þar sem allir hafa frelsið, — frelsið sem byggir á þeirri grund- milli þriggja dagskráa. Undan- farin ár hafa Bandarfkjamenn einnig þróað „þráð-sjónvarp” sem keypt er með áskrift á þann hátt að lagður er þráður til þeirra sem það vilja. Oftast eru það ný- legar biómyndir sem þannig eru keyptar heim i stofu fyrir visst mánaðargjald. Það er eftir- taktarvert að á meðan deilan á íslandi stendur um hvort leyfa eigi einstaklingum rekstur hljóö- varps og sjónvarps hafa Banda- rikjamenn tekið þveröfuga stefnu. Gegn vilja stóru sjón- varpskerfanna reynir rikið nú að útbreiða og efla sem mest Rikis- útvarp i Bandarikjunum. Sú að- gerð markast ekki af neinu öðru en þvi að þeir sem hafa séð um þessa hlið mála hafa ekki rækt skyldu sina. Hljóðvarps- og sjón- varpsmenn i Bandarikjunum hafa nefnilega legið undir þungu ámæli fyrir að hugsa einvöröungu um gróða þann sem i boði er. Þannig sagöi Spiro Agnew um ameriskt útvarpskerfi, og þá menn sem þvi stjórna: „Þeir ákveða hvað 40-50 millj- ónir Amerikumanna fá að vita um daglega viðburöi innanlands og utan. Þessir menn verða ekki mældir með mælistiku hefðbund- inna stjórnmála — þvi þessir menn skapa stjórnmálin á einni nóttu. Þeir geta skapað eða eytt meö umfjöllun sinni... Þeim er i lófa lagið að draga menn úr skugga i sviðsljós á einni viku. Þeir geta verðlaunað stjórnmála- menn með þjóðarfrægð eða látið sem aðrir séu ekki til...Ameriska þjóðin mundi meö réttu aldrei liða slika samþjöppun valds inn- an stjórnskipulagsins. -Er ekki réttmætt og timabært að taka til athugunar slika samþjöppun i hendur litillar lokaðrar kliku for- réttindamanna sem enginn hefur kosið...?” Þannig mæltist einum argasta afturhaldsmanni banda- riskra stjórnmála um eigið fjöl- miðlakerfi. Niöurstöðunni slær Guðmundur Garðarsson við vegg og lætur sem hann sjái ekki og heyri ekki! Hins vegar lætur hann sér sæma að kalla útvarp i einka- eign „nýja og áöur óþekkta vald- dreifingu”! Spyrji hann Spiro Ag- new. Og spyrji hann viðar. Hér i Englandi hafa starfað útvarps- stöðvar (bæði hljóðvarp og sjón- varp) i einkaeign. Siðastliðið vor skilaði rikisskipuð nefnd sem starfaði á breiðum grundvelli áliti um framtiö útvarps hér. Lagöist sú nefnd gegn þvi að „óháð” sjónvarp yki umsvif sin og gagnrýndi þær stöðvar. Bretar eru þvi siður en svo alshugar fegnir með sinar einkastöðvar. Svo viðar sé farið hafa hvorki Frakkar né V-Þjóðverjar leyft einkarekstur á útvarpsstöðvum. Þaö má þvi ljóst vera að þar sem Guðmundur Garðarsson skilar álitsgerð með frumvarpi sinu og vitnar til „flestra lýðræðisrikja” er ónákvæmt farið með. Rekstur sem byggir á aug- lýsingum Rétt er aö hafa i huga nokkur atriði i sambandi við rekstur út- varpsstöðva i einkaeign og byggja á auglýsingatekjum. Þau atriði hefur ekki vitnast um að flutningsmaður um útvarp i einkaeign hafi sig látiö varða, — og ætti að vera óþarft að taka fram. Slikar stöðvar eru reknar sem fyrirtæki sem veita eiga gróða i vasa eigendanna. Fyrst og fremst verða þær þvi að taka til- lit til auglýsendanna og sjá svo um i dagskrá sinni að auglýsend- ur telji sér akk i aö borga. Efnis- val miðast þvi viö auglýsingar, — ekki þarfir og þjónustu við áheyr- endur. Hér gengur einungis aftur hin gamla spurning hvort þjón- usta við almenning eigi að vera i höndum þess opinbera, — eða taka mið af gróðasókn ein- staklinganna? Þvi hefur einnig veriö haldið fram að samkeppni stuðli að fjöl- breytni. Skóli reynslunnar segir allt annað. Þar sem samkeppni hefur verið reynd hefur hún leitt til stöðnunar. Keppandi stöðvar reyna að bjóða upp á það sama, gömlu góðu lummurnar. Vegna samkeppninnar voga stöðvarnar sér ekki aö reyna nýtt og frum- legt. Dæmi um öfgarnar i þessu sambandi er t.d. „Lucy Ball Show” sem hefur gengið i sam- fleytt 21 ár i Bandarikjunum. Þegar „óháð” sjónvarp var stofn- að hér i Bretlandi varð niðurstaö- an af samkeppninni sú aö BBC fór að bjóða upp á sama efni og hin stöðin, — og hafði þá hvor stöð um sig helming áhorfenda eða svo. Óheft og óskoruð samkeppni hef- ur þvi ekki reynst happadrjúg. A hinn bóginn hafa aðrar þjóðir sums staðar reynt að hafa fleiri en eina rás i opinberri eigu og þvi getað ráðið þvi að ætið er um ósvipað efni að velja á hverri rás. Fyrir öllu þessu hef ég gert grein i itarlegri mæli og stikla þvi aöeins á stóru. Niöurstöðuna hef ég kynnt áður en endurtek hana hér: Útvarpsstöð sem byggir á aug- lýsingum og á i óskoraðri sam- keppni veröur sifellt að viðhalda forvitni meirihluta áhorf- enda/áheyrenda og gildir þaö jafnt um allars!öðvar settar und- ir sömu lögmál. Sifellt er þvi út- sendingarefni miðað við að sem flestirgeti sættsig við þaðán þess þó að það höfði beinlinistil nema fárra.Þvi verða allir minnihluta- hópar afskiptirþegar til kastanna kemur. Þetta fyrirbrigði er undirrót þess sem kallað er múg- menning.Það er hins vegar nokk- uð sem alþingismenn láta sig engu varða. Er til markaður fyrir fjölda stöðva? Burtséð frá öllu öðru er mér stórlega til efs aö auglýsendur á íslandi geti boriö uppi rekstur ótakmarkaðs fjölda stöðva. Jafn- vel þótt aðeins yröi stofnuð ein einasta hljóðvarpsstöð á lands- visu viö hliö Útvarps Reykjavikur erenginn kominn til meö að segja að þar með fjölgi auglýsingum að sama skapi. Og jafnvel þótt slik stöð sæti ein aö þeim auglýsing- um sem fyrir hendi lægju væri henni gjörsamlega ofviða að ráða við stofn- og reksturskostnað af þeim tekjum einum en bjóða jafn- framt upp á fullnægjandi þjón- ustu. Og þó svo að auglýsendum fjölgi eftir einhverjum ólikinda- legum leiðum og þeir reiöi fús- lega af hendi margfalt aug- lýsingaverð mætti gera ráð fyrir aö alltof margar stöövar berðust um bitann. Og i rauninni er engin ástæöa til aö ætla að auglýsend- um fjölgi þótt útvarpsstöðvar geri það. Ég fæ ekki betur séð en útvarp sem einokar hlustenda- hópinn hafi meira aðdráttarafl fyrir kaupahéðna og hölda en út- varp i samkeppni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.