Vísir - 03.03.1978, Síða 3
* * 4
3
VISIR
Föstudagur 3. mars 1978
œskulýðsfélaga
Ársfundur æskulýðsfélaga i
Reykjavik var haldinn á dögun-
um i félagsmiðstöðinni Fellahelli,
. en Æskulýðsráð Reykjavikur
gengst fyrir fundi þessum.
Ársfundurinn var settur af for-
manni æskulýðsráðs, Davið
Oddssyni, en að loknu ávarpi
hans fluttu Steinþór Ingvarsson,
Skátasambandi Reykjavikur, og
Eirikur Ingólfsson, Skólafélagi
Menntaskólans' við Sund, fram-
söguræður um aðalefni fundar-
ins: Staða og starf frjálsra æsku-
lýðsfélaga i Reykjavik.
Umræðuhópar fjölluðu nánar
um þetta efni, og studdust þar við
ársskýrslur félaga, sem lagðar
höfðu verið fyrir fundinn.
eru
öðruvísi -
Frá almennum umræðum ársfundar Æskulýðsfélaga. Hinrik
Bjarnason, framkvæmdastjöri Æskulýðsráðs Reykjavikur i
ræðustól.
Fjölluðu um
stöðu frjalsra
BETRA SEINT EN ALDREI
Loksins er hún komin „splunku" ný tólf laga plata
\ I \ i
herbert guðmundsson
með Herbert Guðmundssyni
Hér syngur Herbert tólf gullfalleg og melódísk eigin lög,
við undirleik einnar fremstu hljómsveitar i dag,
hljómsveitarinnar Eik.
Herbert hefur mikla reynslu að baki sem söngvari með
Tilveru, Eik og Pelican.
Hann hefur mótast i að verða prýðis söngvari og lagasmiður.
Hér er ó ferðinni plata sem enginn pop,
rock eða country unnandi mó missa af.
(Einnig fóanleg ó kassettum)
FALKINN
Urskurður kiaranefndar varðandi starfsmannafélög BSRB:
Litlar breytingar
Kjaranefnd hefur nú
úrskuröað í málum sem
16 starfsmannafélög ríkis
og bæja hafa skotið til
hennar vegna sérkjara-
samnings þeirra við hið
opinbera.
! aðalkjarasamningi sem
Bandalag starfsmanna rikis og
bæja gerði við fjármálaráð-
herra s.l. haust er svo mælt að
við röðun starfa i launaflokka
skuli höfð hliðsjón af áður gerð-
um samningum. Frá þessári
reglu megi þó vikja ef ástæða er
til vegna samanburðar við kjör
á almennum vinnumarkaði.
Samkvæmt þessum Urskurði
verða mjög takmarkaðar breyt--"
ingar á röðun i launaflokka i
heild og öðrum atriðum sér-
samninga. Helstu breytingar á
launum eru þær að þeir sem eru
i lægstu launaflokkum i Póst-
mannafélagi Islands hækka um
einn launaflokk enda hafi þeir
nám frá Póstskólanum. Lang-
mest varð hækkun hjá hjúkrun-
arfræðingum en þeir fengu
launaflokkshækkun. Einnig
varð breyting á stigagjöf sem
veldur þvi að þeir færast örar
upp launastigann en áður og er
talið að það samsvari um hálfs
til eins launaflokks hækkun. Þá
fá hjúkrunarfræðingar hærra
gæsluvaktarkaup hlutfallslega
en aðrar stéttir. Einnig fengu
ljósmæöur hækkun um einn
launaflokk.
Kennarar með réttindi
ekki lægri en í 13. flokki.
Þá úrskurðaði kjaranefnd
lögreglumönnum hækkun um
einn launaflokk og er það gert
vegna fyrirheita. fjármálaráð-
herra þar að lútandi. Athygli
yekur að lægstu laun sem lög-
reglumenn fá eru samkvæmt 9.
flokki en lægstu laun tollvarða
hins vegar samkvæmt 7. flokki
Helstu breytingar á kjarasamn-
ingi kennara við grunnskóla eru
þær að enginn kennari með full
kennsluréttindi verði i lægri
flokki en 13. launaflokki en
ákvæði þess efnis voru reyndar i
aðalkjarasamningi. Ennfremur
verða kennarar sem eru i lægri
flokki en 15. ekki lengur en 4 ár i
hverjum flokki.
Það er óvist hvað úrskurður
kjaranefndar hefur i för með sér
fyrir félaga i Starfsmannafélagi
rikisstofnana. Það fór fram á
það að röðun i launaflokka yrði
háð skilgreiningum á störfum
eöa starfsiýsingu. Hefur kjara-
nefnd gert þessa lýsingu fyrir
hvern launaflokk. Ekki hefur
verið ennþá raðað i störf sam-
kvæmt þessum lýsingum en
ekki er búist við þvi að þar verði
miklar tilfæringar.
Samanburður við önnur
lönd ákvarði ekki
laun.
Starfsmenn hjá útvarpi og
sjónvarpi fengu litla hækkun
sinna launa samkvæmt úrskurði
kjaranefndar. Mál þeirra á sér
nokkurn aðdraganda. Haustið
’76 fóru starfsmenn hjá sjón-
varpinu i verkfall. Mennta-
málaráðherra leysti þá deilu
með þvi að skipa nefnd til að
gera samanburð á stöðu starfs-
manna rikisútvarpsins i launa-
kerfi opinberra starfsmanna á
Islandi, Noregi og Danmörku.
Menntamálaráðherra tók það
fram að hann mundi beita sér
fyrir þvi að tekið yrði mið af
niðurstöðum nefndarinnar við
meðferð kjaramála.
Starfsmannafélag rikisút-
varpsins setti fram kröfur um
röðun i launaflokka á grundvelli
athugunar þessarar nefndar. I
úrskurði kjaranefndar segir að
fyrir nefndina hafi það komið
fram að fjármálaráðherra hefði
hvorki fallist á þessa nefndar-
skipun né samþykkti hann að
taka bæri tillit til skýrslu nefnd-
arinnar. Jafnframt mótmælti
fjármálaráðherra sérstaklega
að tekið yrði mið af samanburði
við önnur lönd við ákvörðun
launa og krafðist óbreyttrar
rööunar i launaflokka.
Kjaranefnd féllst á kröfu fjár-
málaráðherra og úrskuröaði
starfsmonnum rikisútvarpsins
óbreyttri röð i launaflokka aö
frátöldum einstaka tilfærslum.
— KS,
Segja ekki upp samningum
Stjórn Skipstjórafélags
Norðlendinga hefur sam-
þykkt að segja ekki upp
gildandi kjarasamning-
um og mun félagið ekki
taka þátt i fyrirhuguðum
verkf allsaðgerðum.
í þessari samþykkt
segir að hún sé byggð á
niðurstöðu víðtækrar
skoðanakönnunar meðal
starfandi félagsmanna.
Stjórnin mótmælir þeirri
fullyrðingu forseta FFSÍ
sem fram hefur komið í
f jölmiðlum,að FFSi muni
að fullu taka j-átt í öllum
fyrirhuguðum mótmæla-
aðgerðum vegna efna-
hagsráðstaf ana ríkis-
stjórnarinnar. — ks.