Vísir - 03.03.1978, Side 7

Vísir - 03.03.1978, Side 7
RÆNDU UKftlSr^ CHARLI£ CHAPLIN Svissneska lögreglan og ættmenni Charles Chaplins heitins vita ekki sitt rjúkandi ráð eftir að grafarræningj- ar stálu liki skopleikar- ans fræga úr gröf hans i kirkjugarði þorpsins Corsieur-sur-Vevey. Engin orðsending hefur borist frá ræningjunum, og enginn hefur minnstu hugmynd um, hvað fyrir þeim vakir. „Sú spurning, leitar á okkur hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir hann, manninn, sem gaf heiminum svo mikið?” sagði talsmaður fjölskyldunnar i gærkvöldi. Lögreglan vissi ekki, hvort um væri að ræða handarverk brjálæðings, eða einhverra sem ætluðu sér að þvinga fé út úr ættingjunum. Chaplin lést á heimili sinu á jöladaginn siðasta, orðinn 88 ára gamall. Kirkjugarðsvörðurinn i Cor- iser-sur-Vevey, Etienne Buen- zod kom að gröf Chaplins opinni i gær þegar hann mætti tll Charles Chaplin á göngu I svissneska þorpinu þar sem Chaplin bjó siðari hluta ævi sinnar. itarfa. Sagði hann það tilviljun, að ekkjan, Oona Chaplin, heföi ekki uppgötvað illvirkið á undan honum, en hún hefur vitjað leið- isins nær daglega. Þorpsbúum er hulinn leynd- ardómur hvernir likræningjarn- ir hafa getað opnað gröfina, náð þungri eikarkistunni upp, dreg- ið hana að bifreið sinni og ekið brott án þess að nokkur yrði þeirra var. Lögreglan telur að ránið hafi verið framið i morgunsárið i gær, en vörður- inn kom ekki i garðinn fyrr en kl. 2 eftir hádegi. Ræningjunum hefur þvi gefist nægur timi til undankomu. Með þvi að aka niður á Genf-Mon- treux-þjóðveginn áttu þeir háegt um vik. Eftir þjóðveginum er hálfrar stundar akstur til frönsku landamæranna, en þriggja stunda akstur til itölsku landamæranna. Talsmaður Chaplinfjölskyld- unnar sagöi, að ekkja Chaplins væri mjög miður sin af fréttun- um, og svo væri með þau öll. Oona Chaplin býr með yngstu börnum þeirra hjóna, Christ- opher (15 ára) og Annette (18) ára, i húsinu þar sem Chaplin bjó allt frá þvi, að hann flúði Hollywood. Breski ihaldsflokkur- inn vann auðveldan sig- ur i aukakosningum, sem fram fóru i Ilford nyrðra (úthverfi Austur- London) i gær, og tapaði Verkamannaflokkurinn þar einu þingsæti úr stjórnarmeirihluta sín- um, sem þótti ærið naumur fyrir. Mikið var lagt upp úr úrslitum þessara kosninga, með þvi að þrennar slikar aukakosningar eru á næsta leiti, og horfur á þvi, að þing verði rofið og gengið til almennra þingkosninga siðar á árinu. 1 kosningunum 1974 tapaði 1- haldsflokkurinn i þessi kjördæmi með 778 atkvæða mun. Vivian Bendall frambjóðandi flokksins, fékk i gær 5,497 atkvæðum fleira en mótframbjóðandi Verka- mannaflokkksins. Tessa Jowell. Inn i kosningabaráttuna dróg- ust i þetta skipti umræður um kynþáttamál, en Margaret Thatcher, leiðtogi Ihaldsmanna, hefur krafist þess að takmark- aður verði innflutningur á fólki af öðrum hörundalit en hvitum. En National Front ný stjórn- málasamtök, sem stofnuð hafa ver ð til þess að berjast gegn inn- flutningi fólks af öðrum kynþátt- um, fékk þó ekki nema 5% at- kvæða i kosningunum i Ilford. 0RYGGISRAÐ5TEFNA EVRÓPU Á LEIÐAR- E,By Sk Komu sér saman um að þegja yfir SslH mannréttindunum, svo að eining héldist Fulltrúar Vestur- og Austur-Evrópu hafa komiö sér saman um uppkast að lokayfirlýsingu eftir hina maraþonlöngu öryggisráð- stefnu Evrópu, en mörgum þeirra finnst þó, að hún hafi brugðist vonum þeirra. — i uppkastinu er ekki vikið einu orði að mannréttindum. RTimenia var eina austan- tjaldsrikið, sem sagði uppkastið ófullnægjandi og óaögengilegt, þvi að yfirlýsingin væri innihalds- litil og engar nýjar ráðstafanir kæmu fram i henni til frekari framdráttar „þiðunni” milli austurs og vesturs. Siðustu drög voru lögð að upp- kastinu i fyrrakvöld og stóðu að þvi þrir hópar þessara 35 rikja, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni. En til ráðstefnunnar var efnt i Belgrad eins og menn muna til þess að lita yfir farinn veg og skoöa, hversu vel ákvæði Helsinkisáttmálans hefðu verið haldin af þeim, sem undir hann rituðu 1975. Ráðstefnan hefur dregist mjög á langinn i orðaskaki og er nú komin tvær vikur fram yfir áætl- un. Arthur Goldberg, fulltrúi Bandarikjanna á ráðstefnunni, sagði i gær: „Sú einfalda stað- SETJA MET í SALJUT í DAG Rússnesku geimfararnir hafa verið 84 daga i geimnum í dag. Fó tékkneskan geimfara í heimsókn Tékkneskur geimfari, Vladimir Remek að nafni, og rússneskur félagi hans þykja lik- legir til þess að sam- einast i dag tveim geimförum, sem dvalið hafa að undanförnu uppi i Saljut-6 geim- stöðinni. Remek er fyrsti geimfarinn sem er ékki annað hvort sovésk- ur eða bandariskur. Honum og Alexei Gubarev ofursta var skotið á loft i gær i Soyuz-28 geimfari. Miðað við fyrri ferðir Rússa upp i Saljut-geimstöðina ættu þeir tveir að tengjast geim- stöðinni i dag, i tæka tið til þess að óska Yuri Romanenko og Georgi Grechko til hamingju með metið sem hinir siðast nefndu slá i dag. Þeir hafa verið 84 daga uppi i Saljut-6. Bandarikjamenn áttu fyrra met-ið. Þrir geimfarar þeirra höfðu dvalið lengst manna úti i geimnum. Það voru þeir Gerald Carr, Edward Gibson og William Poque, sem dvöldu i Skylab-geimstöðinni 84 daga. TASS-fréttastofan segir, að þeir Remek og Gubarev mundi dvelja nokkra daga um borð i Saljut áður en þeir snúa aftur til jarðar. Erindi þeirra virðist eitthvað svipað og geimfaranna Dzhambekovs og Makarovs, sem gistu fimm daga i janúar uppi i Saljut en höfðu svo skipti á Sojuz-27 geimfari sinu og Sojuz 26 geimfari þeirra Romanenkos og Grechkos, þeg- ar þeir snéru aftur til jarðar. TASS-fréttastofan hefur skýrt frá þvi að ætlunin sé að senda geimfara frá Austur-Þýskalandi og Póllandi til Saljut-geimstöðvarinnar siðar á árinu. reynd blasir við, að við erum komnir hér að leiðarlokum á ráð- stefnunni og verður að tryggja, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem mörkuð var á Helsinkiráð- stefnunni, og horfa til framtiðar- innar”. Yuli Vorontsov, fulltrúi Sovét- rikjanna, sagði að uppkastið væri ekki ýkja jákvætt, en bætti við: „Við teljum, að þetta nýja plagg sé góður grundvöllur að þvi að reyna að ljúka þessu með jákvæð- um hætti”. Fulltrúar átta aðildarrikja áttu mestan þátt i samningu upp- kastsins, en þar kvað mest að fulltrúum Sovétrikjanna og Bandarikjanna, auk Skjöld Mellbin, fulltrúa Danmerkur, en hann er forseti EBE um þessar mundir. Goldberg mælti fyrir munn margra þegar hann sagði: „Við höfum neyðst til þess að beygja okkur undir vilja meirihlutans og gera uppkast, þar sem menn munu sakna ákveðinna hugsjóna og tillagna, og sérstaklega þá varðandi mannréttindin, sem mörgum okkar eru svo kær. En þetta höfum við gert i von um, að eining náist um þessa niðurstöðu, sem liggur fyrir núna. — Þetta skjal ætti að gera okkur fært að horfa vonaraugum fram á veg- inn, þótt einhver vonbrigði skyggi á, en ekki ásökunaraugum um öxl.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.