Vísir - 03.03.1978, Page 12

Vísir - 03.03.1978, Page 12
12 Föstudagur 3. mars 1978 vism „Gamaldags" hurðir Nýjar hurðir með gam- aldags útliti. Breytum gömlu hurð- unum i ,,gamaldags” með fullningum að yð- ar óskum. Munstur og viðarliki 42 tegundir. Sýnishorn á staðnum. Brunas: EGILST ÖÐUM FDRMCD SF gF- w Skipholt 25 — Reykjavik — Simi 24499 Nafnnr. 2367 — 2057. ~'F! IW* I Lœrið vélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 7. mars. Kennsla eingöngu á rafmagns- ritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar i sima 41311 eftir kl. 13.00. Vélritunarskólinn Suöurlandsbraut 20 Hljóðfæraleikarar Aðalfundur Félags íslenskra hljómlistarmanna verður haldinn í Lindarbœ, laugardaginn 11. mars kl. 13.15 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tekin ákvörðun um jarðarkaup Orlofs- heimilissjóðs. 3. Samningar við Rikisútvarpið — Sjón- varp (viðauki). 4. Samningar við íslandsdeild Alþjóða- sambands hljómplötuframleiðenda. 5. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Kennaradeildar F.Í.H. verður haldinn strax að aðalfundi F.í.H. loknum. Fundarefni: Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin. Ritari Landbúnaðarráðuneytið óskar eftir að ráða ritara. Góð vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknir sendist landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 8. mars n.k. Prófkjör Sjálfstœðismanna í Reykjavík um helgina: Atta þúsund þurfa að kjósa svo úrslitin verði bindandi í prófkjöri Sjálfstæðis- manna fyrir borgar- stjórnarkosningarnat; sem fram fer á morgun, sunnudag og mánudag, verður kosið um 39 manns. í kjöri eru 30 karlar og níu konur og af þessum hópi gáfu 18 kost á sér til próf kjörsins en 21 er tilnefndir af uppstill- ingarnef nd. Allir borgarf ulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka þátt í prófkjörinu, en sem kunnugt er hafa Sjálf- stæðismenn á að skipa niu borgarf ulltrúum af 15. Sömuleiðis eru allir vara- borgarfulltrúar flokksins með í prófkjörinu, nema Úlfar Þórðarson læknir. Þar fyrir utan tóku f jórir á listanum núna þátt í prófkjörinu 1974 en 17 ný- liðar verða í kjöri núna. Frambjóðendur hafa að undanförnu unnið að undirbúningi prófkjörs- ins með sínu stúðnings- fólki. Mikið hefur verið um útgáfu bæklinga og dreifibréfa og eftir því sem Vísir kemst næst hafa um 15 frambjóð- endur sent út bækling og/eða dreif ibréf. Margir vinna þannig vel að kynn- ingu á sjálfum sér og þeim málaflokkum sem þeir munu einkum beita sér fyrir nái þeir kjöri í borgarstjórn, en litið virðist vera um baráttu innbyrðis milli frambjóð- enda. Núverandi borgarfull- trúar Sjálf stæðisf lokks- ins eru Birgir ísleifur Gunnarsson, Albert Guð- mundsson, Ólafur B. Thors, Markús Örn Antonsson, Elín Pálma- dóttir, Magnús L. Sveins- son, Ragnar Júliusson, Páll Gíslason og Davíð Oddsson. Varamenn fiokksins í borgarstjórn eru Úlfar Þórðarson, Valgarð Briem, Margrét Einars- dóttir, Sveinn Björnsson iðnaðarverkf ræðingur, Sveinn Björnsson kaup- maður, Hilmar Guð- laugsson, Sigríður Ás- geirsdóttir, Bessí Jó- hannsdóttir og Gústaf B. Einarsson. Bindandi úrslit Til þess að úrslit geti orðið bindandi fyrir kjörnefnd þarf fjöldi þeirra sem þátt tekur i prófkjörinu að nema minnst 30% af kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins við siðustu borgar- stjórnarkosningar eða minnst 8.092. Auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að hljóta minnst 50% greiddra atkvæða til þess að kosning þeirra verði bind- andi. 1 prófkjörinu árið 1974 tóku þátt 8.470 manns. Þá hlaut Birg- ir tsleifur Gunnarsson borgar- stjóri flest atkvæði eða 7.776 sem eru liðlega 91%. Næst komu Albert Guðmundsson, Ólafur B. Thors, Markús Orn Antonsson og Elin Pálmadóttir. Þessi fimm fengu meira en helming atkvæða og úrslit þvi bindandi hvað þau varðaði. Kosningin Kosningarétt hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórnar- kosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 28. mai 1978 og áttu' lögheimili i Reykjavik 1. des. siöast liðinn. Einnig eiga at- kvæðisrétt allir meðlimir Sjálf- stæðisfélaganna sem áttu lög- heimili i borginni 1. des. Vakin er sérstök athygli á að prófkjör- ið er opið óflokksbundnum Sjálfstæðismönnum ekki siður en flokksbundnum. Á atkvæðaseðlinum er nöfn- um frambjóðenda raðað eftir stafrófsröð Kjósa skal átta frambjóðendur að minnsta kosti og ekki fleiri en 12. Er það gert með þvi að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda sem kjósandi vill að skipi endan- legan framboðslista. Á meðan kosning stendur yfir er starfrækt sérstök upp- lýsingamiðstöð og þar eru veitt- ar allar upplýsingar um próf- kjörið. Siminn er 82900. Kjörstaöir Kjörhverfin eru sjö talsins og verður kosið á eftirtöldum stöðum: i KR-heimilinu við F'rostaskjól, Grófinni 1, Templarahöllinni við Eiriks- götu, Samkomusal Kassa- gerðarinnar við Kleppsveg, Valhöll Háaleitisbraut 1, Coca Cola Draghálsi og i‘ húsi Kjöts og fisks að Seljabraut 54. Á morgun, laugardag og á sunnudag verða kjörstaðir opnir frá klukkan 14-19. A mánudag- inn verður kjörstaðurinn i Val- höll opinn frá klukkan 15,30- 20,30 og lýkur kosningunni þar með. Að lokum skal það tekið fram að nemi þátttaka i prófkjörinu 30% eða meira af kjörfylgi flokksins við siðustu borgar- stjórnarkosningar er kjörnefnd skylt að birta opinberlega upp- lýsingar um úrslit i prófkjörinu að þvi er tekur til 12 efstu sæt- anna. —SG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.