Vísir - 03.03.1978, Side 17
VISIR Föstudagur 3. mars 1978
17
Simon Williams haföi nóg að
gera við að skrifa nafnið sitt á
blöð sem verða geymd vel og
lengi.
Hló hjartanlega að sjálf-
um sér.
Eftir vel heppnaða skiðaferð þá
var haldið til Hveragerðis. Gisli
Sigurbjörnsson forstjóri Elli-
heimilisins Grundar bauð
Williams heim i hús sitt ásamt
fylgdarliði. bar var horft á þátt-
inn Húsbændur og Hjú og sat
Williams á gólfinu og hafði hina
mestu skemmtun af. Þátturinn
var um ástarævintýri majorsins
og Diönusem olli miklu hneyksli i
Bellamyfjölskyldunni. Sú sem
leikur Diönu 'i þáttunum er
reyndar góð vinkona eiginkonu
Williams.
Simon Williams sagði að ein
ástæðan fyrir þvi hversu alvar-
legur hann væri í þáttunum um
Húsbændur og hjú væri sú að á
hann væri limt, aukayfirvara-
skegg. Þess vegna getur hann
ekki nema svona rétt brosað út i
annað þvi annars mundi skeggið
detta af.
Fleiri úr Bellamy fjöl-
skyldunni i heimsókn í
sumar?
Það hjálpuðust margir aðilar
við að gera dvöl Williams sem
ánægjulegasta hér á landi. Ferðin
var i alla staði mjög vel heppnuð
og var leikarinn leystur út með
mörgum og fallegum gjöfum.
Hann sagði að hann ætlaði að
vinna að þvi' að fleiri leikarar sem
leika i þáttunum um „Húsbændur
og hjú” kæmu hingað til lands
með honum i sumar.
—KP
Williams fær tilsögn áður en
hannleggur af stað niður brekk-
una.
Svo er bara að standa alla leiö
niður.
My ndir — Ágúst B jornsson.
Prófkjör Sjólf-
stœðisflokksins
í Kópavogi
Prófkjör Sjálfstæðis-
manna i Kópavogi
vegna framljoðs i bæj-
arstjórnarkosningun-
um i vor verður laugar-
daginn 4. og sunnudag-
inn 5. mars næstkom-
andi. Á laugardeginum
verður kosið frá kl. 14
til kl. 20, en á sunnudag
kl. 10 til kl. 22.
Kosning fer fram á annarri
hæð að Hamraborg 1. Prófkjörið
er opið öllum stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi,
sem hafa kosningarétt, og að
auki öllum félögum i Tý á aldr-
inum 16-20 ára.
Kosningin fer þannig fram að
kjósandinn merkir tölur fyrir
framan nöfn þeirra frambjóð-
enda sem hann kýs og gefa töl-
urnar til kynna hvar á listanum
hann vill að þeir verði. Kjósand-
inn verður að velja að minnsta
kosti sex mennaf listanum til að
seðill hans verði gildur.
Ef ekki er á listanum nafn
mans sem kjósandinn vill
greiða atkvæði sitt, má hann
skrifa það inná og viðeigandi
tölu fyrir framan.
Frambjóðendur i þessu próf-
kjöri eru tuttugu talsins, en
Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra af
ellefu bæjarfulltrúum.
Fulltrúar flokksins þetta kjör-
timabil hafa verið þeir Axel
Jónsson, Stefnir Helgason,
Richard Björgvinsson og Bragi
Michaelsson, Varamenn hafa
verið Árni Ornólfsson, Helgi
Hallvarðsson, Asthildur Péturs-
dóttir og Ingimundur Ingimund-
arson.
Richard Björgvinsson hefur
tlkynnt að hann gefi ekki kost á
sér i þessu prófkjöri og þau
Helgi Hallvarðsson og Ásthildur
Pétursdóttir hafa lika horfið af
listanum, en aðrir fulltruar eru
áfram.
Þá eru á listanum átta ný
nöfn. Það eru Hilmar Björg-
ííkó* HáipiÍM. ,#«1«
KttbiMtlnxn I
vinsson, lögfræðingur, Stur-
laugur Þorsteinsson, tækni-
skólanemi, Guðni Stefánsson,
járnsmiður, Guðný Berndsen,
húsmóðir, Jón Þorvaldsson,
húsvörður, Frosti Sigurjónsson,
læknir, Grétar Norðfjörð,
flokksstjóri og Arsæll Hauks-
son, verkamaður.
Þess má geta að dregið var
um hvar menn skyldu vera á
listanum, en það er að sjálf-
sögðu engin sætisskipan af hálfu
kjörnefndar.
Ef þriðjungur fylgismanna
flokksins við siðustu bæjar-
stjórnarkosningar, eða fleiri,
kjósa, þá er kosningin bindandi
fyrir uppstillingarnefnd.
—ÓT.
Prófkjör Sjólf-
stœðisflokksins
á Seltjarnarnesi
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins vegna bæjar-
stjórnarkosninga á Sel-
tjarnarnesi, fer fram
nú um helgina. Kosið
verður i anddyri
Iþróttahússins á Sel-
tjarnarnesi frá kl. 10 til
22 laugardag og sunnu-
dag og á mánudag frá
kl. 17 til kl 20.
Nitján frambjóðendur eru á
listanum, þar af eru ellefu sem
bjóða sig fram i fyrsta skipti.
Sjálfstæðisflokkurinn á fimm af
sjö bæjarfulltrúum á Seltjarn-
amesi.
Atkvæðisrétt i prófkjörinu
hafa allir þeir stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins sem hafa
kosningarett i kaupstaðnum, 28.
maí nk. og auk þess allir félags-
menn i sjálfstæðisfélögunum,
16-20 ára.
Fyrirkomulagið er þannig að
kjósandinn kýs ákveðinn mann i
ákveðið sæti framboðslistans
með því að tölusetja framan við
nöfnin á kjörseðlinum í þeirri
röð sem óskað er eftir að þeir
skipi framboðslistann. Kjör-
seðlar eru þvi aðeins gildir að
kosnir séu minnst fimm, en þó
ekki fleiri en sjö frambjóðend-
ur. Prófkjörið er bindandi fyrir
sjö efstu menn, enda fái þeir
ekki minna en fimmtíu prósent
greiddra atkvæða.
Fulltrúar Sjálfstæðisfbkksins
i bæjarstjórn á Seltjarnarnesi
núna siðasta kjörtimabil hafa
verið þeir Sigurgeir Siguðrson,
bæjarstjóri, Magnús Erlends-
son, forseti bæjarstjórnar, Vig-
lundur Þorsteinsson, Snæbjörn
Asgeirsson og Karl B. Guð-
mundsson. Varamenn eru Jón
Gunnlaugsson og Guðmar E.
Magnússon.
Þeir Viglundur Þorsteinsson
og Karl B. Guðmundsson gefa
ekki kost á sér i prófkjörinu, en
hinir eru allir á listanum.
Nýliðar á listanum eru svo
Adolf Tómasson, tæknifræðing-
ur, ÁslaugG. Harðardóttir,hús-
móðir, Auður Eir Guð-
mundsdóttir, húsmóðir, Finn-
bogi Gislason, skipstjóri, Guð-
mar Marelsson, sölustjóri, Guð-
mundur Jón Helgason húsa-
smiðanemi, Helga M. Einars-
dóttir, húsmóðir Jón Sigurðsson
skrifstofumaður, Jónatan Guð-
jónsson, vélvirki, Július Sólnes,
prófessor, og Margrét Schram,
húsmóðir.
—ÓT.
„SAMTÖKIN HAFA GJÖRBREYST"
— segir Steinunn Finnbogadóttir, en hún hefur sagt sig úr þeim
„ Ég hef ekki trú á þvi
lengur að Samtökin séu
sú leiðandi hönd, sem
þau voru stofnuð til að
vera og einnig hafa þau
gjörbreyst frá þvi sem
þau upphaflega voru og
þvi hef ég sagt mig úr
þeim”, sagði Steinunn
Finnbogadóttir, en hún
var einn af stofnendum
Samtaka frjálslyndra
og vinstrimanna.
Steinunn var i fram-
kvæmdastjórn Sam-
takanna og borgarfull-
trúi fyrir þau.
„Upphaflega voru
Samtökin eldhugasam-
tök, en nú finnst mér
sem þessi eldur hafi
slokknað. Að visu eru
einstaklingar innan
þeirra sem hafa hug-
sjónir sem ég hef tiltrú
á, en þeir eru ekki endi-
lega i fremstu viglinu”,
sagði Steinunn.-
Hún sagðist ekki
stefna að þvi að ganga i neinn
ákveðinn stjórnmálaf lokk, en
sagðist hafa brennandi áhuga á
að starfa með fólki, sem hún
gætilagtliðmeðstörfum sinum.
„Hugur þeirra er stofnuðu
Samtökin stóð tii þess m.a. að
vilja lyfta pólitisku starfi innan
stjórnmálaflokka á eilitið hærra
plan, ef svo má segja og ef mað-
ur vili bæta og breyta, þá er
heillaráð að byrja hjá sjálfum
sér og þegar stjórnmálaflokkur
var stofnaður til þessa vildi
maður að sjálfsögðu sjá þess
stað innan hans sjálfs. Þessar
gömlu kafbátasiglingar innan
stjórnmálaflokka eiga ekki mitt
traustog virðingu”, sagði Stein-
unn.
—KP.