Vísir - 03.03.1978, Síða 23
m
vism Föstudag
ur 3. mars 1978
23
Sjónvarpið i kvöld kl. 22.15:
Þegardyravörð'
urinn verður
salernisvörður
t sjónvarpinu i kvöld veröur
sýnd einhver frægasta kvikmynd
fyrriára. Kvikmyndin er þýsk og
gerö áriö 1924. Höfundur myndar-
innar er F.V. Murnau. Flestar
myndir sýnar gerði hann i Þýska-
landi, má þar m.a. nefna mynd-
ina sem sýnd verður i kvöld og
„Faust” sem hann geröi 1926.
Ari eftir að hann gerði „Faust”
fluttist Murnau til Hollywood, en
hann lést fjórum árum siðar að-
eins 42 ára að aldri.
Aðalhlutverkiðerleikiðaf Emil
Jannings. Aðeins 10 ára að aldri
hóf hann að leika á leiksviði.
Hann lék i mörgum kvikmyndum
má þar m.a. nefna „The blue
Angel” og „The Way of All
Flesh” en fyrir leik sinn i siðast-
nefndu myndinni fékk Jannings
Öskarsverðlaunin. í ummælum
um kvikmyndina sem sýnd verð-
urikvölder sagtað Jannings sýni
stórkostlegan leik og sé þetta ein
besta mynd hans.
Kvikmyndahandritið samdi
Karl Mayer en kvikmyndun
annaðist Karl Freund.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Loftslagsbreytingar (L)
Aströlsk fræðslumynd um
loftslagsbreytingar, orsakir
þeirra og afleiðingar. Þýð-
andi og þulur Páll Berg-
þórsson.
21.25 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Ömar Ragnarsson.
22.25 Siðasti maðurinn (Der
letzte Mann) Þýsk, þögul
biómynd frá árinu 1924 eftir
F.V. Murnau. Aðalhlutverk
Emil Jannings. Gamall
dyravörður á hóteli i Berlin
er lækkaður i tign sökum
aldurs og gerður salernis-
vörður. Dyravörðurinn,
sem áður hefur notið virð-
ingar nágranna sinna vegna
einkennisbúningsins, hlýtur
nú aðeins háð þeirra og
spott. Þetta er ein þekktasta
myndin frá blómaskeiði
þýskrar kvikmyndagerðar
og vakti geysilega athygli
sökum þess, að sagan er
sögð án millitexta og einnig
vegna þess, hve myndavélin
er notuð á dramatiskan hátt
til að koma efninu til skila.
Þýðandi Guðbrandur Gisla-
son. Sigurður Sverrir Páls-
son flytur stuttan formála.
23.40 Dagskrárlok
Sigurður Sverrir Pálsson kvik-
myndagerðarmaður, mun flytja
inngangsorð með kvikmyndinni i
kvöld.
Einkennisbúningu rinn
Sögusvið myndarinnar er
Berlin. Gamall dyravörður á hót-
eli þar i borg er lækkaður i tign
sökum aldurs og erður aö sal-
ernisverði. A meðan gamli mað-
urinn var dyravörður litu
nágrannarnir upp til hans, ástæö-
an var einkennisbúningurinn. En
þegar hann er orðinn salernis-
vörður hæða þeir hann og spotta.
Sigurður Sverrir Pálsson mun
flytja stuttan formála með mynd-
inni. t
„Þetta er ein þekktasta myndin
frá blómaskeiði þýskrar kvik-
myndargerðar, sagði Sigurður
Sverrir er við ræddum við hann
um myndina. „É g ætla i þessum
formálsorðum minum að lita á
kvikmyndina i sögulegu sam-
hengi og sýna fram á hvaða áhrif
hún hafði. Kvikmyndin vakti
geysilega athygli á sínum tima
sökum þess að sagan er sögð án
miilitexta. Við töku þessarar
kvikmyndar var kvikmynda-
tökuvélinni einnig beitt á nýjan og
dramatiskan hátt þannig að efniö
kæmist betur til skila.
—JEG.
fœkkað
Við urðum að
samþykkja eða
haðtta ella
Guðni Rúnar Agnars-
sorþannar umsjónamaður
Áfanga,vildi koma eftir-
farandi athugasemd á
framfæri: l viðtali við
Guðmund Gilsson, vara-
tónlistarstjóra Útvarps-
ins, í Þjóðviljanum 10.
febrúar sagði hann að
það hefði verið okkar ósk
að þátturinn Áfangar yrði
hálfsmánaðarlega. Þetta
er fásinna og það veit
Guðmundur. Við urðum
annað hvort að
samþykkja þessa ráð-
stöfun eða hreinlega að
hætta við þættina. Við
völdum síðari kostinn.
—JEG
(Smáauglýsingar — simi 86611
J
Verslun
Nýkomið gróftflauel
i6litum. Svartterelynkaki. Ódýr
gardinuefni. Verslun Guðrúnar
Loftsdóttur, Arnarbakka,
Breiðholti.
Ungbarnafatnaður,
nærfót, treyjur, náttföt, kjólar,
gallar, buxur, hettupeysur, húfur
og vettlingar. Opið laugardaga
frá kl. 9—12 Faldur, Austurveri
simi 81340.
Fatamarkaðurinn
Trönuhrauni 6. Hafnarfirði. Nú
seljum við mikið af buxum fyrir
ótrúlega lágt verð m.a. 3 buxur i
pakka frá kr. 2 þús, flauelis og
gallajakkar 2 stk. i pakka fyrir
kr. 4 þús og margt fleira
ótrúlega ódýrt. Opið föstudag til
kl. 8 og laugardaga kl. 10—12.
Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6.
Hafnarfirði.
Fatnaður
2siðirkjólar til sölu, annar svart-
ur, hinn bleikur. Jakkar og
mussur og ýmislegt fleira. Allt
sem nýtt, selst ódýrt. Upplýs-
ingar i sima 38410.
Rökkur 1977
kom út i desember sl. stækkaö og
fjölbreyttara af efnþsamtals 128
bls. og flytur söguna Alpaskytt-
una eftir H.C. Andersen/endur-
minningar útgefaadans og annaö
efni. Rökkur fæst framvegis hjá
bóksölum úti á landi. Bókaútgáfa
Rökkurs mælist til þess við þá
sem áður hafa fengiðritiðbeint og
velunnara þess yfirleittað kynna
sér ritið hjá bóksölum og er vakin
sérstök athygli á að það er selt á
sama verði hjá þeim og ef það
værisent beint frá afgreiðslunni.
Otgáfan vekur athygli á Greifan-
um af Monte Cristo, Eigi má
sköpum renna ofl. góðum bókum.
Bókaútgáfan Rökkur, Fltíiagötu
15, simi 18768 Afgreiðslutimi
4-6.30 alla virka daga nema
laugardaga.
Fermingarvörurnar
allar á einum stað. Sálmabækur,
serviettur, fermingarkerti. Hvit-
ar slæður, hanskar og vasaklútar,
kökustyttur, fermingarkort og
gjafavörur. Prentun á serviettur
og nafngylling á sálmabækur.
Póstsendum um allt land. Simi
21090. Kirkjufell, Ingólfsstræti 6.
Verslunin Leikhúsið
Laugavegi l,simi 14744. Fischer
Price leikföng, dúkkuhús, skóli,
sumarhús, geningakassi, sjúkra-
hús, bílar, sfmar, flugvélar, gröf-
ur og margt fl. Póstsendum.
Leikhúsið, Laugavegi 1. Simi
14744.
Vivre all de toilette.
Fæst i snyrtivöru- og lyfjabúðum.
Vélsleðaeigendur.
Til sölu er aftani sleði úr trefja-
plasti á stálskiðum. Sleðinn er 2ja
sæta, hægt er að taka sætin úr og
nota sleðann sem sjúkrakörfu eða
fyrir farangur. Verð 70 þús. Uppl.
i sima 52707 eða 52353 eftir kl. 20.
Hjá okkur er úrval
af notuöum skiðavörum á góðu
verði. Verslið ódýrt og látið ferö-
ina borga sig. Kaupum og tökum i
umboðssölu allar skiðavörur. Lit-
ið inn. Sportmarkaðurinn, Sam-
túni 12. Opið frá 1-7 alla daga
nema sunnudaga.
Fatnadur
D'
Halló dömur:
Stórglæsilegt nýtiskupils til sölu.
Terrilyn-pils i miklu litaúrvali i
öllum stærðum. Tækifærisverð.
Ennfremur sið og hálfsið pliseruð
pils i miklu litavali og öllum
stæröum. Uppl. i sima 23662.
Sem nýr
model kaninupels nr. 38 til sölu,
selst ódýrt. Uppl. i sima 83357
eftir kl. 5.
Kaninupels nr. 38
til sölu. Uppl. I sima 72262.
-iSLáL
Barnagæsla
óska eftir konu eða
stúlku til að taka að sér 3ja ára
stelpu i gæslu.aðra vikuna frá kl.
7-5 hina frá kl. 3-12. Uppl. i sima
76637 milli kl. 12 og 3 e.h.
Tek börn i gæslu.
Hef leyfi. Simi 29027.
&
Tapað - fundið
Loðhúfa tapaðist
sl. sunnudag við Kaplaskjölsveg.
Skilvis finnandi hringi i sima
10953.
Brún hliðartaska
tapaðist i Alfheimum sl. föstu-
dagskvöld. Finnandi vinsamlega
hringi í sima 35487.
Tapast hefur
lyklahringur úr kopar með silfur-
nafnplötu. Finnandi vinsamlega
hringi i sima 72816 eða 85924.
Fundarlaun.
Sl. þriðjudag tapaðist
lyklakippa (hringur) á leið um
Njálsgötu, niður Skólavörðustig,
niður Bankastræti i Útvegs-
bankann. Þaðan um Lækjargötu
upp Amtmannstig i Bókamark-
aðinn. Skilvis finnandi hringi 'i
sima 21334 eða 13664.
Tapasthefur
nýtt Pierpointgullúr elektroniskt,
á tímabilinu frá kl. 14—15.30 á
svæðinu Hólatorg, Hótel Borg,
Rafmagnsveita Reykjavikur,
Hafnarhúsinu. Skilvis finnandi
vinsamlega hringi i sima 36426.
Fundarlaun.
Tapast hefur
breitt gullarmband. Armbandiö
tapaðist 28. jan. sl. Finnandi vin-
samlega hringi i sima 25711. Góð
fundarlaun.
Gullkv enúr
tapaðistsl. laugardag i Þórscafé.
Skilvis finnandi hringi i sima
71802 e. kl. 18.
Um miöjan dag i gær
tapaðist umslag með peningum,
ca. 25-30 þúsund, á leiðinni Tjarn-
argata, Grettisgata, Hvérfisgata.
Finnandi vinsamlegast hringi i
sima 35719. Fundarlaun.
Fasteignir 1 O
Hús tilsölu
Fokhelt einbýlishús á Hvolsvelli
til sölu. Húsið er glerjað og með
járni á þaki. Selst á góðum kjör-
um. Uppl. í sima 98-1261 e.kl. 7.
Fasteignir til sölu.
Hús við Freyjugötu 6 herbergja
ibúð við Mávahlið, 5 herbergja
ibúð við Kleppsveg, Eignaskipti
möguleg á 3ja herbergja ibúö. Ný
raðhús. Ennfremur verslunar- og
iðnaðarhúsnæði. Sérhæð 140-180
ferm. mikil útborgun eða eigna-
skipti á raðhúsi. Haraldur Guð-
mundsson, löggiltur fasteigna-
sali, Hafnarstræti 15. Simar 15415
Og 15414.
Til sölu einbýlishús á Hellu.
Selst ódýrt. Fæst einnig gegn
fasteignatryggðum skuldabréf-
um. Uppl. i sima 40554.
Til sölu
3ja herbergja snyrtileg risibúö i
þribýlishúsi. Gottútsýni. Húsið er
kjallarúhæð og ris og er i Klepps-
holtshverfi. Skipti koma til
greina. Hagstæðir greiðsluskil-
málar. Uppl. isima 29396 milli kl.
9 og 4 og eftir kl. 4 i sima 30473.
ÍTil byggi
Mótatimbur.
Notað mótatimbur til sölu. ca.
2000 m af 1x6” heflað (réttar
lengdir i standandi klæðningu),
ca. 1300 m af 2x4” Uppl. i sima
37566.
Sumarbústaóir
Þak hf.
simi 53473, heimasimar 72019 og
53931. Sumarhús.
.
------' N
Hreingerningar j
Hreingerningar — Teppa-
hreinsun.
Gerum hreinar ibúðir, stiga-
ganga, stofnanir og fl. Margra
ára reynsla. Simi 36075. Hólm-
bræður.
Gerum hreinar ibúöir,
stigaganga og stofnanir. Vanir og
vandvirkir menn. Jón,simi 26924.
Gólfteppa- og húsgagnahreinsun.
Löng reynsla tryggir vandaða
vinnu. ATH. teppunum skilað
sápulausum. Erna og Þorsteinn.
Simi 20888.
Kennsla
Þýska fyrir byrjendur
og þá sem lengra eru komnir.
Einnig danska, enska, franska,
latina, reikningur, stærðfræöi,
eölisfræði, efnafræði tölfræöi,
bókfærsla, rúmteikning o.f. Dr.
Ottó Arnaldur Magnússon (áður
Weg) Grettisgötu 44A, simi 15082.
. f
Enskukennsla
Enskunám i Englandi.
Lærið ensku. Aukið við menntun
yðar og stuðlið að framtiöarvel-
gengni. útvegum skólavist ásamt
fæði og húsnæði hjá fjölmörgum
af þekktustu málaskólum Eng-
lands. Uppl. i sima 11977 eða 81814
á kvöldin og um helgar. Bréfa-
móttaka i pósthólf 35 Reykjavik.