Vísir - 15.03.1978, Síða 3
VISIR
Miövikudagur 15. mars 1978
Varnarliðið og AWACS-ratsjórþoturnar:
Fiölgun í lið-
inu eins lítil
og mögulegt er
Ljost er. að eitthvað
verður að íjölga i varn-
arliðinu á Keflavikur-
flugvelli i haust þegar
ratsjárþoturnar tvær
verða teknar i notkun.
Aðallega verður þarna
um að ræða tækni-
menn, en óliklegt er að
nokkrir íslendingar
verði i þeim hópi þar
sem störf þessara
manna eru háð hernað-
arleynd.
Aö sögn blaðafulltrúa varnar-
liðsins, Howard Matsons, er
stefnt að þvi að fjölga eins lítið i
iiðinu og mogulega er haegt að
komast ai með
Islensk stiórnvöld \eittu í síð-
ustuviku endanlegt leyfi sitt til
þess að varnarliðið a Keflavik-
urflugvelli fengi i flugflota sinn
tvær fullkomnar ratsjárþotur,
og koma þær til landsins i
októbermánuði i haust, eins og
Visir skyrði frá i gær.
Viðræður höfðu farið fram um
endurnyjun flugflotans og bætta
ratsjárþjónustu á hafinu i
kringum Island. meðal annars
þegar Einar Agústsson utan-
rikisráðherra var á ferð vestan
haft f fyrrahaust.
Eins og fram kom i Visi i gær,
kosta ratsjárþoturnar tvær um
50 milljarða islenskra króna,
eða sem nemur tæpum helmingi
af fjárlögum íslenska rikisins.
Rekstrarkostnaður þeirra er
auk þess mjög mikill.
Þessi mynd sýnir að hluta til tækjabúnaö þann sem er um borö i nýju ..ratsjárstöövunum fljúgandi",
sem koma til islands i október.
Sautján manna áböfn er i þessum vélum og sitja flestir þeirra viö einhver flókin og fullkomin tæki.
Vélunum er ekki aöeins ætlaö aö tilkynna utn óvinveittar flugvélar, heldur einnig ætlaö aö stjórna ferö-
unt eigin orrustuflug% éla og leiöbeina þeim I skotfæri.
V'
Sýna mynd
um jarð-
skjólfta-
spór og
varnir
Siðdegis i dag verður sýnd á
vegum Háskólans og Upplýs-
ingaþjónustu Bandarikjanna
ný bandarisk kvikmynd um
jarðskjálftaspár og jarð-
skálftavarnir. I myndinni er
greint frá nýjum uppgötvun-
um sem geta leitt til þess að
unnt verði að segja fyrir um
jarðskjálfta. Einnig er fjallað
um leiðir til þess aö koma i
veg fyrir tjón i jarðskjálftum.
Sýningin fer fram i stofú 158
i húsi Verkfræði- og raunvís-
indadeildar viö Hjarðarhaga
og byrjar kl. 17:15. öllum er
heimill aðgangur en sérstak-
lega eru þó jarðvisindamenn
og byggingaverkfræðingar
hvattir til aö sjá þessa mynd.
Tvœr
doktorsvarnir í
Háskólanum
fyrir páska
Nú fyrir páska fara fram tvær
doktorsvarnir við heimspeki-
deild Háskóla Islands.
Laugardaginn 18. marz 1978,
kl. 14.00,mun George Houser,
M.A. rithöfundur frá Winni-
peg, verja ritgerð sina, Saga
hestaiækninga á islandi, sem
heimspekideild hefur metiö
hæfa til varnar við doktors-
próf.
Andmælendur af hálfu
heimspekideildar verða dr. Bo
Almquist, prófessor i þjóð-
sagnafræði við háskólann i
Dublin, og Arni Björnsson,
cand. mag.
Miðvikudaginn 22. marz
1978, kl. 14.00, mun Gunnar
Karlsson, cand. mag., lektor i
sagnfræði viö Háskóla Is-
lands, verja ritgerð sina,
Frelsisbarátta Suöur-Þingey-
inga og Jón á Gautlöndum,
sem deildin hefur metiö hæfa
til varnar við doktorspróf.
Andmælendur af hálfu
deildarinnar verða Bergsteinn
Jónsson, lektor og dr. Björn
Sigfússon, fyrrv. háskóla-
bókavörður.
Doktorsvarnirnar fara báð-
ar fram i hátiðasal Háskóla
tslands.
Vantar
halfa milljón-eða meira ?
Með IB-lánum Iðnaðarbankans opnast
nýir möguleikar á að tryggja sér lán þegar
á þarf að halda. Ef þú vilt spara um lengri
eða skemmri tíma skuldbindur bankinn sig
til að lána jafnháa upphæð og þú hefur
lagt inn að tímabilinu loknu. Samaupphæð
er lögð til hliðar mánaðarlega. Sé tíma-
bilið 2 - 4 ár og stefnt að háu láni gefst
kostur á IB-veðláni. Sé hins vegar stefnt
að láni eftir 6 eða 12 mánuði er um IB-lán að
ræða. Athugum nánar þá möguleika sem í
því felast.
Ákveðin upphæð er lögð inn á IB-reikning í
Iðnaðarbankanum í 6 eða 12 mánuði. Sé
um 6 mánaða sparnaðartímabil að ræða er
hámarksupphæð mánaðargreiðslu 20.000
kr.; annars 30.000 kr.
Hverjir eru möguleikarnir séu t.d. lagðar
inn 20.000 kr. í 12 mánuði? Við lok tíma-
bilsins er búið að spara 240.000 kr. Bankinn
lánar jafnháa upphæð. Með vöxtum af
innstæðunni verða þá til ráðstöfunar
500.580 kr. Lánið er endurgreittmeðjöfnum
greiðslum afborgana og vaxta á jafn-
löngum tíma og sparað var, þ.e. 12 mán-
uðum.
Enmöguleikarnir eru fleiri eins og sést á töfl-
unni hér fyrir neðan. Vert er að athuga að
upphæðirnar eru teknar sem dæmi, og velja
má aðrar.
Allar frekari upplýsingar
veita IB-ráðgjafar Iðnaðarbankans.
SPARNAÐAR TÍMABIL mánaðarleg INNBORGL'N SPARNAULRf LOK TfMABJLS IONAÐARBANKINN LÁNAR RÁÐSTÖFL'NARFf: MÁNAfiARLEG ENfil'R ENIH RGREIHSLA 1 GREIfiSLL' MEfi VÖXTLM TÍMABIL
6 10.000 60.000 60.000 122.295 10.772 J
w 15.000 90.000 90.000 183.450 16.558 X
man 20.000 120.000 120.000 244.590 21-^ man i
12 10.000 120.000 120.000 250.290 11.464 ; ÍO
w 20.000 240.000 240.000 500.580 22.927 l£7
man 30.000 360.000 360.000 750.860 man
Banki þeirra sem hyggja aö framtíðinni
Iðnaðarbankinn
Lækjargötu 12, Sími 20580