Vísir - 15.03.1978, Síða 11

Vísir - 15.03.1978, Síða 11
vism Miðvikudagur 15. mars 1978 n Upp er haldið i stólaiyftunni eftir örfáa tima i skóianum. Einn af kennurum skíðaskólans er Karolina Guömundsdóttir, sem hér er með dótturdóttur sina og nöfnu á skiðum. TEXTI: KJARTAN L. PALSSON MYNDIR: MATTHÍAS GESTSSON OG KJARTAN L. PÁLSSON „ÞAÐ MÆTTI LÍKA KENNA GÖNGUNA" „Eg kunni ekkert á skiðum þegar námskeiðið hófst og var skelfingu lostin þegr eitthvað hallaði undan þegar ég fór af staö á skiðunum.” Þetta sagði Þórlaug Baldvins- dóttir fóstra er við hittum hana að máii i llliðarfjalli, en þá var hún ásamt nokkrum öðrum kon- um að ljúka við skiðaskólann. „Eftir aö hafa sótt þessa tima i skólanum hef ég engan hemil á mér á skiðunum og hræðist fátt þegar ég er á þeim” sagöi hún. „Næsta mál á dagskrá hjá mér er að fá mér gönguskiði og siðan að ganga hér um nágrenn- ið. Þaö þarf nauösynlega að koma þeirri grein inn i þennan ágæta skiöaskóla. Það gerir Iiann örugglega enn vinsælli”. —klp— Magnús Guðmundsson skíðakennari: „Allt það besta fyrir byrjendur" Magnús Guömundsson marg- faldur tslandsmeistarii golfi og á skíðum og nú starfandi skiða- kennarii Sun Valley i Bandarikj- Hörður Sverrisson skiðakennari er hér meö f jölskyldu úr Reykjavík I tima en þau sóttu skóiann i siðustu viku. kennsluatriði sem væru löngu orðin úrelt og þekktust varla lengur. i Hliðarfjalli um helgina hittum við fyrir hjón úr Reykjavik, Erik Hakansson, konu hans Bryndisi og börn þeirra tvö Kristinn Frantzh og Margréti Halldóru. Bðndinn hafði lært eitthvað á skfðum en hin sóttu öll skólann og áttu varla orð til að lýsa ánægju sinni með hann og allt það sem tilheyrði Hliðarfjalli og hótelinu þar. Þau sögðust oft hafa hugsað um að taka hluta af sumarfriinu yfir veturinn og halda til Akureyrar á skfði. Af þvi hefðu þau látið verða i ár og eftir þvi sæu þau ekki. Þetta hafi verið sæludagar þar sem öll fjölskyldan hefði lært á skiðum og verið samtaka um að njóta útverunnar og ánægjunnar af þvi að leika sér i hliðum Hlið- arfjalls. Slikt sögðu þau vera óborgan- legt, og við sannfærðumst um að svo væri eftir að hafa fylgst með þeim mikla fjölda sem naut þess að heimsækja Hliðarfjalla þessa helgi. —klp— Magnús Guömundsson, skiða- kennari i Bandarikjunum kom með nýjar kennsluaðferðir I Hliðarfjall. unum — einum þekktasta skiða- stað heims- er sá sem komið hef- ur með nýtt blóð í skiðaskólann i Hiiðarfjaili i vetur. Magnús fékk fri hjá þeim i Sun Valley i vetur. Kom til Akureyrar um áramótin en heldur aftur utan eftir páska. Hann biálfar keppnisfólk Akureyringa á skið- um og hefur haldið námskeið fyr- ir kennara skíðaskólans. Þar hefur hann komið fram með það nýjasta á sviöi skiða- kennslu og aðferðir hans hafa opnað nýjan heim fyrir kennar- ana og siðan fyrir nemendur þeirra. „Það er einfaldlega hægt að kalla þessa aðferð þungaflutn- ing” sagði Magnús er viö spjöll- uðum við hann um helgina. „Þaö er tekið það besta sem færasta skiðafólk heims kemur fram með hverju sinni og þær aðferðir ein- faldaðar og útfærðar þannig að þær séu öllum viðráðanlegar. Úrvalsfólk sem kennir hér Það er úrvalsfólk sem kennir i þessum skóla okkar hér i Hliðar- fjalli. Þetta er margt fyrrverandi keppnisfólk, sem á sinum ferli hefur safnað i sinn eigin tilfinn- ingabanka öllu er varðar skiöa- iþróttina. Auk þess er það opið fyrir öllum nýjungum, en þarf að fá betri aðstöðu til aö kynnast þeim. Skiðaskóli sem þessi þarf að vera til á öllum stöðum. Hann skapar áhuga, og það lærir eng- inn almennilega á skiöum nú til dags nema að fá rétta og góða til- sögn”. — Hefur þú áhuga á að flytja aftur til Islands og taka að þér kennslu og uppbyggingu á skiða-| aðstöðu á ýmsum stöðuml Magnús? — Hér áður fyrr var það minn stóri draumur, en i dag veit ég ekki hvað skal segja. Ég hef aftur á móti haft mjög gaman af þvi að koma hingað i þetta sinn og miðla öðrum af þekkingu minni, og vona að ég fáisem oftast tækifæri til þess”.... —klp— I „ÞAÐ VAR STÓR STELPA Á UNDAN MÉR" Þær voru ekki háar I loftinu eða höfðu mörg ár að baki sum- ar dömurnar sem voru að ljúka við skiðaskólann um helgina með miklu skiðamóti, þar sem keppt var i tveim flokkum. Sú sem hlaut önnur verðlaun i yngri flokknum var aöeins 4 ára gömul og hún sagði okkur að hún héti Harpa Hallsdóttir. — Hvað var það sem þú fékkst I verðlaun? spurðum viö: „Ég veit ekki hvað það heitir, það var svona stórt blað, sem maðurinn skrifaði á.” — Af hverju varstu ekki fyrst? ,,Af þvi að það var stór stelpa á undan mér” — Ætlar þú að verða skiða- drottning þegar þú verður stór? „Ég veit það ekki.... Kannski” — Er gaman að vera á skið- um? „Jaaahhhháháa...” —klp— Hún Harpa litla Halisdóttir var ekki viss um hvort hún ætlaði að verða skiðadrottning.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.