Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 7
vism Föstudagur 21. apríl 1978 c ( Umsjón: Guðmundur Pétursson D ÓTTAST UM FLUGVÉL MED IY3 MANNS en Bandaríkjamenn segja að hún hafí veríð neydd fil að lenda £ Sevétríkjunum Boeing 707-þota frá Suður Kóreu# sem hvarf yfir Norðurpóinum með 113 manns innanborðs/ hefur verið neydd til þess að lenda i einum af af- kimum Sovétríkjanna/ eftir því sem bandarísk stjórnvöld segja. Talsmaður kóreanska flug- félagsins segir, að Bandarikja- stjórn hafi skyrt Suður-Kóreu frá þvi i morgun, að sovéskar herþotur hafi neytt flugstjóra farþegaþotunnar til þess að lenda af einhverjum ókunnum ástæðum, en farþegarnir 97, ásamt 16 manna áhöfninni, væru heilir á húfi. Þessar upplýsingar banda- riskra yfirvalda komu fram i morgun, tiu klukkustundum eft- ir að farþegaflugvélin hvarf. Þá var hún stödd yfir heimskauts- isnum utan sovéskrar lofthelgi eftir þvi sem best var vitað. Vélin var i áætlunarflugi á leið frá Paris til Seoul, hö’fuð- borgar S-Kóreu — flugleiðina yfir Norðurpólinn. Átti hún að millilenda i Anchorage i Alaska kl. 9 i gærkvöldi og bæta á sig eldsneyti, en kom aldrei fram. Siðast heyrðist i loftskeyta- manni flugvélarinnar klukkan fimm siðdegis i gær og gaf hann þá upp stöðu vélarinnar 80 gráð- ur norður, 69 gráður vestur, sem hefði þýtt, að vélin væri þá stödd yfir mjóu Naressundinu, sem skilur Ellesmere-eyju Kanada frá Grænlandi. Ef sú stað- setning hefur verið rétt var vélin rúmar 1.000 milur frá næsta sovéska landssvæði, sem er Franz Jósefsland i Barents- hafi. Talsmaður herráðsins i Pentagon sagði i gærkvöldi, að radarstöðvar Bandarikja- manna heföu fylgst með vélinni inn i sovéska lofthelgi. Washington Post bar embætt- ismenn fyrir þvi, að sovéskar herþotur hefðu farið á loft og mætt farþegavélinni, þegar hún kom inn i sovéska lofthelgi, og hún hafi verið neydd til að lenda, skammt frá landamærum, inn- anlands. Skipulögð hafði verið leit að vélinni i nótt, þegar ekkert hafði til hennar spurst. En hætt var við, þegar fréttist, að hún hefði lent i Sovétrikjunum. Frá Sovétmönnum hefur ekkert heyrst um vélina. Ritskoða fréttamyndir frá Moskvu v__:_:_______________________________ý Eyðilögðufréttamyndirfyrírbandarískum sjénvarpsmanni Sovéska sjónvarpið neitaði að senda fréttamynd bandarisks sjónvarpsfréttamanns úr landi i morgun og.eyðilagði fyrir honum 86 sekúndna fréttamyndabút, sem sýndi Moskvulögregluna fjarlægja með valdi rússneska konu, sem hafði handjárnað sjálfa sig við bandariska sendi- ráðið. Áður en til þessa kom, hafði bandariska sendiráðið mótmælt þvi við hlutaðeigandi yfirvöld, að TASS-fréttastofan skyldi ekki vilja simsenda ljósmyndir sem bandariskir fréttaljósmyndarar höfðu tekið af atburðinum. TASS hefur einu tækin, sem notuð eru i Moskvu til að simsenda myndir. Konan hafði handjárnað sig við grindverkið umhverfis banda- riska sendiráðið i Moskvu til þess að mótmæla synjun vegabréfayf- irvalda við umsóknir hennar um að flytja úr landi til eiginmanns sins. Hann er bandariskur og prófessor i rússnesku við Virginiuháskóla i Bandarikjun- um. — Hún hefur nokkrum sinn- um áður efnt til, eins-manns-mót- mælaaðgerða. Lögreglan losaði konuna frá grindverkinu og fjarlægði hana með valdi. Bernard Redmont hjá CBS- sjónvarpsstöðinni bandarisku segir, að starfsmenn sovéska sjónvarpsins hafi eyðilagt fyrir honum 86 sekúndna kvikmynda- bút af atburðinum, þegar þeir þóttust i þann veginn að senda myndina um gervihnött til New York. Hann fékk þá skýringu, að tæknimennirnir hafi neitað að vinna að sendingunni. Það hefur komið áður fyrir, að Sovétmenn hafi „ritskoðað” fréttamyndir vestrænna frétta- manna, sem senda átti úr landi, og neitaði að senda þær. Þannig fór um sjónvarpsmynd, sem tekin var af viðtali við andófsmann i Moskvu, meðan Richard Nixon forseti var þar i heimsókn 1974. lómann- rán á Ítalíu Fimmtugum bygginga- meistara var rænt á þjóðveg- inum skammt frá Bari við Adriahafið í gær. Kæningjarn- ir stöðvuðu bil hans og neyddu hann á brott með sér. Þetta er sextánda mannrán- ið á ttaliu það sem af er þessu ári, og þaðþriðja síðan Rauða herdeildin rændi Aldo Moro < 16. mars). Annar Cosmos hrapar Það er buist Við því að knúinn og þvi ekki geislavirkur, sovéski gervihnötturinn e*ns °s c°smos 954,sem hrapaði Cosmos 849 hrapi á sunnu- "ið“r 1 97ft"Ínr1-,anr0w<ft?,trUrhlUta daginn tll |arðar af braut Loftvarnarráðið segir, að þeirri, sem hann hefur Cosmos 849 gegni hernaðarlegu fylgt umhverfis hnöttinn. hlutverki, en vill ekki upplýsa, Lof tvarnarráð N-hvert Það er- Það er talið’ að A , r r i i x eervihnötturinn muni annao Arneriku hefur fylgst með kvort brenna upp, þegar hann gervihnettinum og aður kemur i gufuhvolfið, eða hrapa spáð því/ að hann mundi alla leið til jarðar, en þá er ekki koma inn í gufuhvolfið í unnt að segja fyrir nákvæmlega, hvar hann muni koma niður, fyrr mai-manuði. en nokkrum kiukkustUndum Cosmos 849 er ekki kjarnorku- áður. Ffíg er orðinn þreyttur á einlœgni hans' >FF ITALIUSTJORN 48 STUNDA FREST til að sleppa kommúnistískum fföngum í skiptum fyrir Aldo Moro Leiðtogum stjórnmála- flokka Italíu barst í gær- kvöldi bréf frá Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra/ meðan þeir voru að ræða/ hvort láta ætti undan kröf- um ræningja hans í Rauðu herdeildinni/ sem hafa hót- að að taka hann af lifi. Ræningjarnir veittu rikis- stjórninni tveggja sólahringa frest til þess að verða við kröfun- um og sleppa öllum kommúnisk- um föngum úr fangelsum. Ella mundi hinn 61 árs gamli Aldo Moro tekinn af lifi. Innihald bréfsins frá Moro var ekki gert opinskátt. Það var stilað til Benigno Zaccagnini, fram- kvæmdastjóra Kristilegra demó- krata. Var skýrt frá komu bréfs- ins i lok fimm klukkustunda fund- ar, sem ráðherrar og leiðtogar flokksins héldu i gær um skilmála ræningjanna. Bréfið þykir nokkur sönnun þess, að Moro sé enn á lifi og fyrri tilkynningar um, að hann hafi veriö myrtur og liki hans varpað i stöðuvatn hafi einungis verið gabb. Ýmsar yfirlýsingar forystu- manna stjórnmálaflokka Italiu að undanförnu benda til þess að menn sætti sig fremur viö aö láta ræningjana kúga stjórnina til að verða við skilmálum þeirra, held- ur en fórna lifi Moros. Leiöarar málgagns kommúnistaflokksins eggja þó stjórnina til þess aö láta ekki undan. I orðsendingu ræningjanna er sagt, að þvi aðeins komi til greina að sleppa Moro. að kommúnisk- um föngum verði sleppt úr fang- elsum Italiu. Þykja þaö nokkuð óljós fyrirmæli. þvi að um 300 pólitiskir ofstækismenn sitja i fangelsum Italiu. Liklegt þykir þó. að átt sé við fimmtán félaga úr Rauðu herdeildinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.