Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 14
Iprpttir Föstudagur 21. aprfl 1978 vism vism Föstudagur 21. apríl 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson Norðurlandamótið í körfuknattleik: — Eftir að Valur hafði unnið Víking 14:13 í úrslitaleik íslandsmótsins í handknattleik sagði Valsmaðurinn Jón Karlsson: Hvað gera okkar menn gegn Rnnum? — Svarið fœst í Laugardalshöllinni í kvöld llvað gerir islcnska landsliðið i körfuknattleik á Norðurlanda- mótinu í körfuknattleik sem hefst i I.augardalshöll i kvöld? Tekst liðinu að blanda sér i bar- áttuna um efstu sætin, eða stendur barátta fslenska liðsins um það að hirða bronsverðlaun- infrá Dönuin og Norðmönnum? Mótið verður sett i Laugar- dalshöllinni kl. 19.20 i kvöld og siðan er fyrsti leikurinn á dag- skrá, viðureign Finna og islend- inga. En litum á dagskrá móts- ins . Laugardalshöll i kvöld: kl. 20: Ísland-Finnland kl. 21.30 Danmörk-Svfþjóð Laugardalshöll á morgun: kl. 13.30: tsland-Danmörk kl. 15.15: Finnland-Noregur Njarðvik annað kvöld: kl. 19.45: ísland-Svíþjóð kl. 21.30: Danmörk-Noregur Laugardalshöll sunnudag: kl. 10.00: Noregur-Sviþjóð kl. 11.45: Danmörk-Finnland kl. 15.00: Ísland-Noregur kl. 16.45: Finnland-Sviþjóð. Þaunig er dagskráin , og strax i kvöld beinast augun að islenska liðinu. Hvað gerir Pét- ur Guðmundsson hinn hávaxni gegn fjórum leikmanna Finna Bjarni Gunnar Sveinsson, elsti leikmaður islenska liðsins. Visismyndir Einar. Þessi mynd var tekin i úrslitaleiknum á miövikudagskvöldið og er hún af hinum snjalla linumanni Steindóri Gunnarssyni i Val að skora eitt af mörkum sinum. sem eru yfir 2 metrar á hæð?. Tekst islenska liðinu að snúa á Finnana með hraðaupphlaupum sinum og sigra? Þá má reikna með að margir vilji sjá viðureignina gegn Dön- um á morgun sem hefst kl. 13,30 en annað kvöld flyst spennan yfir til Njarðvflíur. Á sunnudaginn má búast við hörkuleik er island mætir Noregi, sennilega verður þar leikið um 3. sætið i mótinu, en það getur allt gerst og vonandi tekst þeim islensku að koma á óvart strax i kvöld. En islenska liðið á mótinu vcrður þannig skipað: Jón Sigurðsson KR Kári Marisson FN Kolbeinn Kristinsson ÍS Gunnar Þorvarðarson UMFN Þorsteinn Bjarnason UMFN Simon ólafsson Fram Kristján Ágústsson Val Torfi Magnússon Val Bjarni Gunnar iS Pétur Guðmundsson Univ. of Washington. islenska liðið hefur æft vel i einn mánuð fyrir þessa keppni undir stjórn Helga Jóhannsson- ar landsliðsþjálfara, en um sið- ustu hclgi kom hingað til lands bandariski þjálfarinn Denny Ilouston sem þjálfar hjá Universitý of Washington, og undirbýr hann nú liðið af fullum krafti fram að mótinu. Þetta er i 9. skipti sem Norð- urlandamótið fer fram, og sigruðu Finnar i fimm fyrstu skiptin.en siðanhafa Sviarunn- ið. islenska liðið hefur oftast hafnað i 3. sæti, en varð i siðustu keppni i 4. sæti á undan Norð- mönnum. Framfarir i körfuknattleik hafa verið miklar Ivér siðustu árin, og menn eru t.d. sammála um að ekki hafi verið leikinn hér betri körfubolti en gert var i vetur. Er þvi full ástæða til bjartsýni, island ætti a.m.k. að geta náð 3. sætinu og unnið Dani og Norðmenn, og hver veit nema Sviar og Finnar gætu fengið meiri keppni en þeir eiga von á. Þeir hafa t.d. ekki séð Pétur Guðmundsson sem er hæsti leikmaður mótsins. 2.17 metrar á hæð, en f mótinu leika 14 leikmenn sem eru yfir 2 metrar á hæð. En mótið hefst sem sagt i kvöld, og vonandi láta fþrótta- áhuga menn sig ekki vanta og hvetja island til sigurs í Ieikjum sinum i mótinu. gk-. „Leggst vel W • g a i mig „Þetta leggst bara vel f mig” sagði Kristján Ágústsson, eini nýliðinn i fsienska landsliðinu sem leikur á Norðurlandamót- inu i körfuknattleik um helgina er við ræddum við hann á æf- ingu hjá landsliðinu. ,,Ég held að fyrsti leikurinn verði erfiður fyrir mig, eru þeir þaðekki alltaf fyrir nýliða?. En maður fer i þctta staðráðinn í aö gera sitt besta, meira er ekki hægt að lofa”. Kristján, sem er 23 ára, byrj- aði að leika með meistarafiokki 16 ára gamall, þá heima I Stykkishólmi með Snæfelli. Siðar flutti hann til Ileykja- vikurog siðan hefur hann leikið með Val. Hann hefur oft leikið úrvalsleiki, en eftir mjög góöa leiki með Val i islandsmótinu og bikarkeppninni er hann nú i landsliðspeysunni I fyrsta skipti. GK-. Kristján Ágústsson, cini nýlið- inn I íslenska liöinu. I f „Þetta kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum, að við skyldum verða íslandsmeistarar, en það var ekki hægt annað en að þiggja boðið úr þvi búið var að leggja þetta svona upp i hendurnar á okkur” sagði Jón Karlsson, leik- maöur V'als, eftir að Valur hafði Lokastaðan i 1. deild islands- inóksins i handkna ttleik varð þessi: Valur 14 9 2 3 288:250 20 Víkingur 14 7 5 2 297!260 19 Haukar 14 7 4 3 285:255 18 ÍR 14 4 5 5 287:276 13 FH 14 5 3 6 290:301 13 Fram 14 4 4 6 286:311 12 KR 14 5 2 7 272:275 12 Ármann 14 2 1 11 259:308 5 Valsmenn eru þvi islandsmeist- arar 1978. Ármann fellur i 2. deild, en KR og Fram leika um það hvort liðið mætir HK i auka- leikjum um sæti i 1. deild að ári. Björn markakóngur Markhæstu leikmenn islands- mótsins eru þessir: Björn Jóhannsson Ármanni 86 Andrés Kristjánss. Haukum 78 Jón Karlsson Val 78 Brynjólfur Markússon ÍR 76 Haukur Ottesen KR 69 Björn Pétursson KR 60 Páll Björgvinsson Vík.'J 58 Janus Guðlaugsson FH 57 Gústaf Björnsson Fram 54 Viggó Sigurðsson Vik. ' 53 Simon Unndórsson KR 52 VALUR-AKRANES VALUR „Þetta kom eins ) Víðavangshlaup ÍR Jón varð fyrstur! Hlaupagarpurinn Jón Dið- riksson UMSB varð sigurveg- ari i Viðavangshlaupi ÍR, sem haldið var i 63. sinn i gær. Jón, scm stundaö hefur náin i Englandi i vetur og kom heim daginn fyrir hlaupið, varð fyrstur i mark liðlega 200 inetruin á undan næsta manni, sem var Agúst Asgeirsson ÍR. Þar á eftir komu þeir Gunn- ar Páll Jóakimsson ÍR, Agúst Þorsteinsson UMSB og llafstcinn Óskarsson ÍR. Af konunum kom fyrst i mark Tlielma Björnsdóttir, Breiða- bliki, en kvenfólkið lagöi af stað aðeins á undan karl- mönnunum. Alls tóku þátt i hlaupinu 84 inanns, og hafa keppendur að- eins einu sinni áður verið fleiri. Voru þeir nú sem fyrr á öllum aldri — sá elsti Victor Bobrow, sem kom hingð, em þjálfari KR i haust, en hann keppti fyrir Breiöablik i þessu hlaupi, og stóð sig vel — , • Osigur hjá þeim ensku Fyrri'lcikirnir i undanúrslit- urn Evrópukcppni landsliða 21 árs og yngri, voru leiknir i gær. Áttust þar við Júgóslavia —- England og Húlgaria — Austúr-Þýskaland. Báðir leikirnir enduðu 2:1. Júgtfsla varnir sigruðu Englendinga iNoviSad þrátt fyrir aö, enska liðið væri mun betra. Andy King frá Everton skoraði eina mark Englands, en Iialilhodzic bæði mörk Júgóslavanna. Zdravkow skoraði bæði mörk Búlgara i leiknum gegn Austur-Þýskalandi, en i þeim lcik voru Búlgararnir áber- andi betri. Siðari leikir þjóö- •anna fará "fram 2. mai.— klp- • Mjög falleg mörk að sjá Þeir sem fylgst hafa mcð Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu nú siðustu dagana, hafa vcrið svo til á einu mali um það, að sjaldan eða aldrei hafi eins mörg falleg mörk verið skoruð i móti hér og i lcikjunum að undanförnu. Hvert þrumumarkið á fætur ööru sé að sjá i nær öllum leikjunum, og ekkert lát sé þar á. i gær og i fyrrakvöld fengu menn að sjá þrjú slik, en þá fóru tveir leikir fram i mótinu. Vikingar sigraði Fylki 2:0 og skoraði Gunnar Örn Krist- jánsson bæði mörkin — var annað þcirra sérlega fallegt... „negling” af um 30 metra færi cfst i markhorniö. Þá léku KR og Fram i gær. Lauk þeim leik mcð 1:0 sigri KR og skoraöi Sverrir Uer- bertsson þctta eina mark í fyrri hálfleik. _klp— og skrattinn úr sauðarleggnum" sigrað Viking 14:13 i úrslitaleik islandsmótsins i handknattleik i fyrrakvöld. ,,Jú, við höfum sctt stefnuna á Bikarmeistaratitilinn líka, og það væri gaman ef þaö tækist að ná i hann. Við sigruöum á islands- mótinu innanhúss i fyrra, siðan bárum viö sigur úr býtum á ís- landsmótinu utanhúss s.l. sumar, þá kom Reykjavikurmeistara- titill, þá sigur isvokölluðu ,,Jóla- móti” og nú islandsmcistaratitill innanhúss. Og þvi þá ekki að reyna við Bikarinn næst.” Það var ekki eins bjart hljóðið i Vikingnum Páli Björgvinssyni er við ræddum við hann. „Það er engu sérstöku um að kenna, staðreyndin er einfaldlega sú að við höfum ekki náð saman siðan heimsmeistarakeppninni lauk, og það má segja að margt hafi hjálpast þar að. Menn hafa e.t.v. haldið að þeir væru betri en þeir raunverulega eru, en ég kalla þetta reynsluleysi þótt i lið- inu séu margir landsliðsmenn. í leiknum við Val voru mistök okk- ar mörg, bæði hjá leikmönnurri og hjá stjórnendum liðsins. Jú, við reynum auðvitað að sigra i Bikarkeppninni, sigur þar yrði smá—sárabót eftir þetta” sagði Páll. Já, það fór svo að Valsmenn, sem búið var að afskrifa sem Is- landsmeistarakandidata um mitt mót, stóðu uppi sem sigurvegarar i lokin, eftir einhvern mest spenn- andi úrslitaleik i handknattleik sem leikinn hefur verið hér á landi, og áhorfendur skemmtu sér konunglega. Víkingar byrjuðu vel Vikingar fengu óskabyrjun i leiknum og komust i 3:0. En þá upphófst innáskiptingaævintýri á bekknum hjá þeim, og i heilar 16 minútur náði liðið ekki saman og skoraði ekki mark. En Valsmenn komust heldur betur i gang, og þeir skoruðu 6 næstu mörk og breyttu stöðunni i 6:3, og höföu yfir i hálfleik 7:5. I siðari hálfleik var 5 marka munur 11:6, en þá fór dæmið að snúast við. Víkingar jafna Vikingarnir voru nú loksins komnir i gang aftur, og á stuttum tima jöfnuðu þeir leikinn, staðan 12:12 og allt á suðupunkti utan vallar sem innan. Valur komst yfir aftur 13:12, en Björgvin Björgvinsson jafnaði 13:13 með góðu marki og enn jókst spennan á áhorfendapöllun- um. Og Þorbjörn skoraði En lokaorðið i þessari æsi- spennandi viðureign átti Akur- eyrarleikmaðurinn Þorbjörn Jensson sem skoraði sigurmark Vals 15 sek. fyrir leikslok þar sem hann fékk góða linusendingu. Mikil uppreisn fyrir þennan leik- mann sem hefur átt erfitt upp- dráttar i Valsliðinu i vetur ein- hverra hluta vegna. Vikingarnir byrjuðu með bolt- ann, 15 sekúndur eftir og eitt mark i viðbót myndi færa þeim Islandsmeistaratitilinn þvi hann hefðu þeir hreppt með jafntefli. En Valsmenn gáfu þeim engan friðtil aðkoma skotiá markið, og uppi stóðu þeir rauðu siðan sem Islandsmeistarar — alveg stein- hissa eftir það sem á undan var gengið i mótinu ! Brynjar frábær Sá leikmanna Vals sem átti öðrum fremur þátt i þessum sigri Vals var Brynjar Kvaran, i markinu, sem varði allan timann eins og berserkur, enda er það ekki daglegt brauð að Vikingur skoriekki nema 13 mörk ileik. Af öðrum leikmönnum Vals má nefna Stefán Gunnarsson og Steindór Gunnarsson, en liðið i heild barðist mjög vel. Björgvin Björgvinsson var i sérflokki i Vikingsliðinu, en aðrir leikmenn voru mistækir. Gerðu góða hluti, en duttu siðan niður á milli. Mörk Vals : Gisli 3, Jón K. 3 (2), Þorbjörn G., Bjarni og Stefán 2 hver, Jón Pétur og Þorbjörn J. 1 hvor. Mörk Vikings : Viggó 4, Ólafur J., Þorbergur og Björgvin 3 hver, Páll, Arni og ólafur Einarsson, sem lék nú aftur með Vikingi, 1 hver. Mjög góðir dómarar voru Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson. gk—• Meisfarakeppni KSÍ Komið og sjáið spennandi leiki Þeir sœnsku tóku heimsmeistarana! — Sœnska landsliðið i knattspyrnu sigraði V-Þjóðverja örugglega 3:1 i Stokkhólmi „Éghef oft sagt uð Sviar eru mcð mjög gott lið, og ég fullvLssa ykkur um að við komum liingað vissir um það að úrslit leiksins gætu farið á hvern veg sem væri” sagði v-þýski lanclsliöseinvaldurinn Helmut Schön, cftir að lið hans liafði vcrið sigrað i Stokkhólmi 3:1 i fyrrakvöld. „Vörn Svia er injög stcrk, og leiki þcir svona i Argentinu fara þeir langt i HM-keppninni þar” bætti Schön við. Já, heimsmeistararnir v-þýsku voru aðeins næstbestir i leiknum við Svía, og þcir sænsku voru nærri þvi aö vinna stærri sigur en V-Þjóðverj- arnir að minnka muninn. Samt voru það V-Þjóöverjar sem liófu lcikinn með mikilli sókn, en þeim gekk illa upp við markið þar til á Reincr Bonhof skoraði gott mark á 22. mínútu. En þá sögðu þeir sxnsku, hingaö og ekki lengra. Þeir tóku völdin i sfnar hendur.og það liðu ekki nema tvær minútur þar til Sepp Mayer markvörður Þjóðverja mátti sækja boltann i netið hjá sér eftir að Thom- as Sjöberg hafði skoraö eftir fyrir- gjöf Kenneth Olsson! Staöan i hálfleik var því 1:1, en fljóllega i siðari hálflefltnum kom Lennart Larsson Svíum yfir með skoti af stuttu færi eftir mikið þjark i vitateig heimsmetstaranna. Larsson var svo aftur á ferð á 73. minútu, og þá skoraði liann cftir sendingu frá Benny Wendt. Verðskuldaður sigur Svia yfir heimsmeisturum V-Þjóðverja var því staðreynd, og í HM i Argentinu eru þeir sænsku greinilcga til alls liklegir. Þar leika Sviarnir i riöli mcð Aust- urriki, Spáni og Brasilin, en heims- meistarar V-Þjóðve,rja verða i riðli ineð Póliandi, Túnis og Mexikó. gk—. Brassarnir eins og nout í flcgi — þeiriéku afar grófan leik er þeir gerðu 1:1 jafntefli við England ó Wembley i fyrrakvðld Það var mikill „söngur” i ensku blöðunum i gærdag cftir landslcik Englands og Brasiliu scm fram fór á Wemblcy i fyrrakvöid, og lauk með 1: l jafntefli. Ensku blöðin áttu ekki nægilega sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á leik brasiliska liðsins, sem þau segja að hafi leikið grófa og rudda- lega knattspyrnu. Fimm leikmenn Rrasiliu voru hókaöir ileiknum og það var aöeins „aumingjaskap” hollenska dóinar- ans Charles Corver að þakka fyrir þá að tveir leikmenn voru ekki sendir i bað fyrir ruddalegan leik. Að sjálf- sögðu tóku þeir cnsku vcl á móti, þeir eru ekki aldeilis þekklir fyrir að vera nein lömb að leika sér við, og úr varð inikill hörkuleikur. Þrátt fyrir að þeir ensku væru ágengari i upphafi leiksins voru það Brassarnir sem tóku forustuna i leiknum á 9. minútu. Þá fékk Gil góða sendingu frá Revilino langt út á vclli, og hann tók á rás f átt að inarki Englands. Og svo allt I einu, og öllum á óvart sendi liann boltann með þrumuskoti framlijá Joc Corrigan I markinu, og boltinn var fyrir aftan hann áður en hann gat svo mikið sem hrcyft sig. Snilldarmark. En þeir ensku létu ekki bugast, og þeir Kevin Keegan sem var fyririiði liðsins ogTony Currie tóku öll völd á miðjunni og England átti frábær tækifæri. Margar sendingar komu þverl fyr- ir mark Brassanna og sköpuöu þar usla, en það gekk illa að finna leiðina í mark Brasiliu, þrátt fyrir upplögð tækifæri Trevor Francis og Steve Coppels. Varnarmenn Brasiliu tóku hcldur ekki með neinum vettlinga- tökum á þeim ensku, og 100 þúsund mannakóráhorfendastóðupp á end- ann á áhorfendapöllunum og kallaði „Anintals! — Aniinais!”sem þýðir á þeirra máli (villidýr) á varnarmcnn Brassana. En jöfnunarmark Englands lilaut að koma og það gerðist siðan á 70. mfnútu aö Kevin Kcegan jafn- aði. Trevor Francis var felldur ut- an vitateigs og úr aukaspyrnu seni dæmd var skoraði Keegan beint — gott inark.. „Ég vona bara að Brasilia leiki ekki svona grófa knattspyrnu i Argentinu, ef þeir gera það, þá verða þeir ekki ofarlega á vinsældalista” sagði enski framkvæmdastjórinn lton Greenwood cftir lcikinn, cn hann kvaðst vera mjög ánægður mcð sina mcnn. „Við erum nú farnir að leika góða knattspyrnu — knatt- spyrnu scm á eftir að færa okkur marga góða sigra í framtiðinni.” gk-- Bjargaði KR sér? Bjiirguðu KR-ingar sér frá þvi að þurfa að leika aukaleikí viö IIK um sæti i l. deild isiandsmótsins i hand- knattleikaðárier þeir unnu Armann 22:20 i siðasta ieik sinum: Þeirri spurningu cr ósvarað,. en KR-ingar eiga nú það verkefni fyrir hönduin að leika tvo Iciki við Fram um þaö hvort liðið mætir HK, þvi með sigri yfir Ármanni I siöasta leik sinum náðu KR-ingar Fram aö stig- um, en Armenningar voru þegar faltnir i 2. deild. KR-ingar með Hauk Ottesen I fararbroddi byrjuðu vel og komust I örugga forustu og höfðu yfir I hálf- leik 12:10. Ármenningar jöfnuðu I slðari hálf- lcik 14:14, en þá tóku KR-ingar aftur við sér og þeir tryggðu sér sigur 22:20 sem fyrr sagði. Mörk KR: Björn 7, Haukur 5, Jó- liannes 3, Simon 3, Þorvarður 2, ólafur 1 og Sigurður PáU 1. Mörk Armanns: Björn 6, Friörik 6, Þráinn 3, Grétar 3 og Jdn ViðaV 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.