Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 13
vism Föstudagur 21. apríl 1978 13 Unnið við viðgerð á vinvláklæði. Nú er hœgt að gera við skemmdir á tramrúðum bíla og á sœtaáklœði Skemmdir á framrúð- um bifreiða eru mjög al- gengar hérlendis og þá ekki síst af völdum stein- kasts. Nú hefur Ventill hf. fengið einkaleyfi á nýrri aðferð til viðgerða á sprungum í framrúðum og er nú hægt að gera við rúmlega helming þeirra skemmda sem algengast- areru á framrúðum/ með þessari aðferð. Það er bandariska fyrirtækið NOVUS Inc. sem fann upp þessa aðferð. Hún er fólgin i þvi að tæki með sogskálum er sett á rúðuna og yfir skemmdina leggst þá hringlaga stykki með gati í gegn. Um þetta op er sprautað sérstöku fljótandi efni sem þrýstist inn i sprunguna og verður glerið sem óskemmt á eftir og styrkur hinn sami og i nýrri rúðu. Viðgerðin tekur að jafnaöi aðeins um klukkustund og þarf ekki að taka rúðuna úr á meðan. Kostnaður við viðgerðina er frá sjö þúsund krónum og hefur þessi aðferð verið viðurkennd af tryggingafélögum og bifreiða- stofnunum i Bandarikjunum og einnig hefur norska bifreiðaeft- irlitið viðurkennt hana. Þá hefur Ventill hf. einnig fengið umboð fyrir nýja aðferð til að gera við skemmdir á vinyláklæðum i bifreiðum og eða öðru sem klætt er vinyl. Fram til þessa hefur verið fátt til ráða þegar áklæðið hefur rifnað eða skemmst á annan hátt en nú býðst Ventill til að fram- kvæmda viðgerð á fljótan og ör- uggan hátt svo ummerki verða engin. Hefur þessi aðferð verið viðurkennd af norska Bilskade- instituttet A/S. Framkvæmdastjóri Ventils h.f. Ármúla 23 er Jóhann Jó- hannsson en umboð á Akureyri hefur Bifreiðaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar. —SG Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri Ventils gerir við skemmd á rúðu. BILAVARAHLUTIR PEUGEOT 204 ARG. '69 FIAT 128 ÁRG. '72 FIAT 850 SPORT ÁRG. '72 BENZ 319 BÍLAPARTASALAN Hofðatuni 10, simi 11397. Opið fra kl. 9-6.30. laugardaga kl. 9-3 oy sunnudaqa kI 13 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu VISIR H: 1550 mm B: 595 mm D: 595 mm Kæliskápur RP 1180 sparió 70.000. - Vegna hagstæðra samninga getum við boðið takmarkað magn á þessu ótrúlega verði. Þessi Electrolux kæliskápur er til á lager á þessum útsölustöð- um: Akranes: Þórður Hjálmarsson, Borgarnes: Kf. Borgfirðinga, Patreksfjörður: Baldvin Kristjánsson, Isafjörður: Straumur hf. Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur: Kf. Skagfirð- inga, Siglufjörður: Gestur Fanndal, Ölafsf jörður: Raftækjavinnu- stofan sf. Akureyri: K.E.A. Húsavik: Grimur og Arni, Vopnafjörður: Kf. Héraðsbúa, Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa, Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfiröinga, Höfn: KASK, Þykkvibær: Friðrik Friðriksson, Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavik: Stapafell hf. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 \ Sími SI1117

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.