Vísir - 02.05.1978, Síða 13

Vísir - 02.05.1978, Síða 13
visœ I>rið.judagur 2. mai 1978 JNGAVIGTARMEISTA RAR í ilVvnw Iv 1 nilffl&ft# I« i m Á USTAHÁTÍÐ 1 s&JkIL I 1978 •• loe Pass og Niels-Henning Orsted Petersen 1975. Peterson hóf tónlistarnám 6ára gamall, hætti við trompet 7 ára eftir berklalegu og tók að læra á pianó. Þegar hann var 14 ára hafði hann vikulega stundarfjórð- ungs þátt i Utvarpi eftir að hann hafði unnið vérðlaun i áhuga- mannakeppni. Hann lék einnig i allmörg ár, frá 1944 með Johnny Holmes Orchestra, einni vinsæl- ustu hljómsveit Kanada. Honum tóku nú að berast boð um að koma til Bandarikjanna, en hann var um kyrrt i' Kanada þangað til i'september 1949, þegar hinn virti hljómleikahaldari Nor- man Granz fékk hann til að koma til New York og leika á „Jazz að the Philharmonic” i Carnegie Hall. Árið 1950 hóf Peterson að leika inn á hljómplötur í'yrir Norman Granz og hann hefur farið i hljómleikaferðir til Evrópu nokkurn veginn á hverju ári sið- an, með hliðarstökkum til Rúss- lands, Afriku og Asiu, og alls staðar hlotið einróma lof fyrir einstaka snilld. Á undanförnum árum hefur þessi kanadiski tónsnillingur snú- iösériæ rikari mæli að tónsmið- um. Þekktasta verk hans er landslagslýsingin Canadian Suite, en hver þáttur hennar lýsir svæði i Kanada sem hefur vakið hugarflug hans. Á jöunda áratugnum kenndi Peterson i nokkur ár i skóla, sem hann stofnaði i Toronto, ásamt þeim Ray Brown og Ed Thigpen, sem leika á bassa og trommur i triói Petersons. Annriki við hljómleikaferðir varð hins végar til þess að Peterson neyddist til að loka skólanum. Peterson sagði eitt sinn um framlag sitt og sveitar sinnar: ,,Okkur hefur alltaf tekist að við- halda eldmóðinum, kröfunni um að leika alltaf af fullkomnum heiðarleik. Ég gæti aldrei hætt þvi sem ég er að gera núna. Ég gæti til dæmis aldrei sest i helgan stein og gerst stúdióhljómlistar- maöur. Mér var boðið slikt starf fyrir löngu en það samrýnist ekki lil'sháttum minum.” Auk þess að leika með triói sinu hefur Oscar Peterson komið fram sem ein- leikari i mörgum frægustu hljóm- leikasölum heims. „Hanner einn al' fáum pianóleikurum sem er i hljómáferð á við heila sinfóniu- hljómsveit, þegar hann leikur einn”, ságði Norman Granz. „Peterson er nú einn af mestu einleikurum allra tima og hann leyfir tækninni aldrei að skyggja á tærleika hugsana sinna né heldur dásamlega hressilegan leik,” segir breski gagnrýnand- inn Benny Green. „Peterson hef- ur leitt til fullkomnunar þá upp- götvun sem Earl Hines gerði fyrir 40árum, að hægri hönd pianóleik- arans er einleikshljóðfæri i sjálfu sér. ” Oscar Peterson — áreiðanlega fjölhæfastur og slingastur allra pianóleikara siðan hinn mikli Art Tatum leið. Maður sem ekki ber að vanmeta eða missa af. Joe Pass er virtasti jassgitar- leikari heimsins um þessar mundir. Á siðasta ári vann hann lesendakeppni Down Beat svo og gagnrýnendaverðlaun sama rits og var einnig útnefndur af les- endum Swing Journal sem besti gitarleikari heims. „Pass hefur mótað spunastil og tæknisnilld sem á kannski engan sinn lika i sögu hljóðfærisins.” skrifar Jon Sievert i' Guitar Magazine. Hann heitir fullu nal'ni Joseph Anthony Jacobi Passalaqua, og eignaðist sinn fyrsta gitar á niu ára afmælinu eftir að hafa séð Gene Auh’y leika á gitar i kvik- mynd. Þegar hann var tiu ára heyrði hann plötur með Charlie Christian og Iljango Reinhardt og tók að leika al' alvöru. t>egar Pass var um tvi'tugt var hann kominn til New York, á 52 stræti, og far- inn að djamma með Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Cole- man Hawkins og Art Tatum. Á sjöunda áratugnum vann Pass i stúdiói, en þreyttist á þvi og vann með George Shearing i tvö ár, en réðst siðan til útgáfu- lyrirtækisins Norman Granz að tillögu Oscars Peterson. Fyrsti árangurinn af þvi var plata sem vann Grammyverðlaunin 1975, „The Trio” (með Peterson og bassaleikaranum Niels- Henning örsted Pedersen). Pass er nú el'tirsóttur konsert- tónlistarmaður og kemur fram meðfólki eins og Ellu Fitzgerald, Oscar Peterson og Count Basie. A Nybóla sem leysir gamlan vanda Vandinn er þungt loft - eöa lykt. Innilokaö loft eða reyk- mettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góö lausn. Lítil kúla, kölluö Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftiö. Virkni kúlunnar er hægt aö stjórna meðþví aö færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin éru þrotin er ný plata sett í Kúluna. Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Olíufélagið Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur. Smávörudeild Simi 81722 Shell Samkeppni um húsa- og umhverfísvernd Ferðaniálaráð tslands og sam- tiikin Evrópa Nostra el'na um þessar mundir til samkeppni meðai þeirra sem sérstaklega liafa unnið að varðveislu og endurbótum á byggingar- og nátlúruarlleifð Evrópu. Bæjar- og sveitarfélög, verndunar-og friðunarfélög, hús- eigendur, arkitektar og aðrir þeir sem hafa áhuga á þessari keppni skulu ekki senda fleiri en eitt verkefni i samkeppnina. Þau skuiu hafa fullunnist innan siðustu tiu ára. Allt að f jórar ljós- myndir skulu fylgja hverri verk- lýsinguogmegaþærvera i lit eða svart/hvitar. Þátttakendur geta sent verk- lýsingar t.d. i eftirfarandi flokka: Endurgerð gamalla bygginga en ljósmyndir skulu sýna „áður” og „á eftir”. Nýbyggingar skrif- stofur, hótel eða verslanir, sem falla vel að umhverfi sinu. Gaml- ar byggingar til nýrra nota. Lýti t.d. auglýsingaskilti, vira sem rutt hefur verið úr vegi. Dómnefnd skipuð af Ferða- málaráði mun veita sérstaka viðurkenningu einum islenskum þátttakendanna, en verklýsingar keppenda verða síðan sendar höfuðstöðvum Evrópa Nostra. Sérhver þátttakandi á þvi kost á tveimur viðurkenningum. Viður- kenning Ferðamálaráðs verður veitt 1. júli en afhending viður- kenningar Evrópa Nostra fer fram i' Hamborg i september. Evropa Nostra eru alþjóðleg samtök sjálfstæðra félagssam- taka i yfir 20 Evrópulöndum, sem hafa að markmiði að vernda evrópska náttúru og byggingar- hefð, stuðla aö vandaðri nútima- byggingarlist og skipulagi og styrkja aðgerðir til að bæta um- hverfi i' dreif- og fjölbýli. Ferða- málaráð er aðili að þessum sam- tökum. Þátttakendur skulu hafa skilað gögnum til Ferðamálaráös Is- lands, Laugavegi 3, Reykjavik, merktum Evropa Nostra eigi siðar en 8. júni. Maður fær eitthvaö fyrir peningana, þegarmaður ö auglýsir í Vísi Leyft að veiða 2500 lestir af humri Ákveðiö liefur veriö að leyfa veiðar á 2500 lestum af humri á þess- ari vertiö og verða veiðarnar stöðvaðar fvrirvaralaust eftir að þvi magni liefur verið náð að þvi er segir i frétt frá sjávarútvegs- ráðunevtinu. Vertiðin hefst 27. mai n.k. og stendur til 15. ágúst. Humar- leyfi verða aðeins veitt bátum sem eru minni en 105 brúttó- rúmlestir. Þó verður stærri bát- um veitt leyfi til humarveiða ef þeir hafa 400 hestafla aðalvél eða minni enda hafi þeir ekki sótt um leyfi til sildveiða i hringnót. Umsóknir til veiðanna þurfa að hafa borist fyrir 10. mai n.k. —KS Hækkun á dráttarvöxtum VeÓdeildarlána (Húsnæðismálastjórnarlána) Frá og með 1. maí hækka dráttarvextir á öllum veðdeildarlánum, sem tekin hafa verið eftir 1. júlí 1974 og bera bókstafinn F. D,E og F lán falla í gjalddaga 1. maí og verða áfram 1% dráttarvextir á D og E lánum. Dráttarvextir F lána hækka hinsvegar úr 1% í 3% fyrir hvern mánuð og byrjaðan mánuð. Athugið að þessi breyting tekur gildi 1. maí n.k. Veðdeild Landsbanka íslands

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.