Vísir - 02.05.1978, Side 27

Vísir - 02.05.1978, Side 27
vtsm Þriöjudagur 2. maí 197H 3) Dýrasýning til fjáröflunar fyrir dýraspítala Fjáröflunarnefnd Dýrasplt ala Watsons heidur hina ár- legu dýrasýningu slna sunnu- daginn 7. mai n.k. i Laugar- dalshöll. Ágóða verður varið til byggingar sjúkraskýlis fyr- ir stórgripi. Dýraspltali Watsons er i dag starfræktur sem hjúkrunar- stöð dýra, en hann er i Viðidal, ofan við cfri Fákshúsin. A sýningunni i Laugardals- höll verða sýndar ýmsar dýra- tegundir, svo sem hundar, geitur, marsvin, 15 fuglateg- undir, dúfur, dverghænsni, skjaldbökur og kaninur. Guðrún A. Siinonar vcrður til staðar ásaint fögru iiði katta. Fákskonur munu sjá um kaffi og goðgæti. Kynnir verður Gunnar Eyjólfsson, leikari og Guð- mundur Guðmundsson, búk- talari mun koma fram. Félag áhugamanna um dúfnarækt i Kópavogi verður með á þessari sýningu en það er nýstofnað félag. Frá Fáksheimilinu viö Elliðaár verður mörg hundruð manna hópreið. A sýningunni gcfst yngstu borgurunum tækifæri til að komast á hest- bak. Einnig vcrða sýndar hlýðniæfingar mcð liundum og margt fleira. Kröfluskýrslan um kaupin á aflvélunum í Kröfluvirkjun: Höfðu litlar upplýsingar er vélarnar voru keyptar A árunuin 1975 og 1976 voru bor- aöar 9 vinnsluholur á Kröflu- svæði, 1250-2200 metra djúpar. ..Vinnsluboranir sýndu, að Kröflusvæðið er flóknara að innri gerð en önnur þekkt jarðhita- sva'ði i heiminum. Fyrir hcndi eru tvö jarðhitakerfi, efra kcrfi ofan við 900-1100 m dýpi, 220 C heitt og neðra kerfi neðan viö 1100-1500 m 320-340 C heitt. Neðra kerfið er liklega i suðu og hitastig þess með þvi hæsta, sem mælst hefur á jarðhitasvæðum. Vegna hins háa hita er komið út fyrir þekkingarmörk jarðefna- fræðilegra eiginleika jarðhita- vökvans,” segir i Kröfluskýrslu iðnaðarráðherra og siðar i henni er visað til álits sérfróðra ráð- gjafa um virkjunarframkvæmdir þ.á.m. Orkustofnunar. 1 febrúar 1975 ritar Orkustofnun iðnaðarráðuneyti bréf og segir m .a.: ,,Orkustofnun er ekki þeirr- ar skoðunar, að svo mikillar var- færni sé þörf við Kröflu. Hún dregur heldur ekki i efa nauðsyn þess að hraða virkjun þar. Hins vegar telur Orkustofn- un nauðsynlegt að allir aðilar þessa máls geri sér ljóst. að þvi fylgir áhætta að hefja byggingu orkuvers og annarra vinnslu- mannvirkja, áður en vinnslubor- unum er lokið og nægjanlegt gufumagn fengið upp á yfirborð- ið.” Siðar i bréfinu segir Orku- stofnun að hún telji litlar likur á að vinnsluboranir sýni neikvæðan árangur. 10. april 1975 var samningur um kaupin á aðalaflvélunum undir- ritaður. Og i skýrslu ráðherra segir að litlar upplýsingar hafi legið fyrir um hvaða eiginleika aflvélarnar þyrftu að hafa er á- kvörðun var tekin og æskilegra hefði verið að hafa nákvæmari og fullkomnari upplysingar um jarð hitasvæðið við skilgreiningu á aðalaílvélum. „ -L> A Hestamennskan er á uppleið — segja Fáksmenn i athugun er að byggja fleiri hesthús á félagssvæöi Hesta- mannafélags Fáks i Reykjavík og úthiuta lóðum til einstaklinga. Þetta kemur fram i frétt frá Fáki. Þar segir að mikill og vaxandi á- hugi sé fyrir hestaiþróttinni og hefi félagið ckki getað annað eft- irspurn eftir plássi fyrir hesta á liðnuin vetri. Þá segir þar að miklar fram- kvæmdir hafi orðið á svæði fé- lagsins að Viðivöllum á siðasta ári. Sett var upp raflýsing fyrir framan hesthúsin og auk þess tók h’ákur þátt i raflýsingu á Vatns- veituvegi. Leitað hefur verið til borgaryfirvalda um raflýsingu á skeiðvellinum og verður byrjað á þeim framkvæmdum i sumar. A siðastliðnu s’umri hófust fram- kvæmdir við að ganga frá áhorf- endasvæði við skeiðvöllinn og var það unnið að mestu leyti i sjálf- boðavinnu. Félagið rak reiðskóla i vetur eins og undanfarna vetur og á sumrin rekur það reiðskóla i Salt- vik i samráði við Æskulýðsráð og hafa um 8-900 börn sótt náms- skeið i reiðmennsku á siðastliðnu ári. Einnig starfrækir félagið tamningastöð. Firmakeppni Fáks verður haldin að Viöivöllum laugardag- inn 6. mai og að venju fara fram kappreiðar á annan i hvitasunnu. Aðalfundur Fáks var haldinn fyrir nokkru, þar sem stjórn fé- lagsins var kjörin. Formaður er Guðmundur Ólafsson, en fram- kvæmdastjóri Fáks er Bergur Magnússon. —KS Stjórn Fáks og framkvæmdastjóri: Ólafur Magnússon, Jón Björnsson, Ingi Lövdal, Bergur Magnússon, Guðmundur ólafsson, Hjördis Björns- dóttir, Valdimar Jónsson og Gunnar Steinsson. RANGE ROVER, árgerð ,73 Fallegur og vel með farinn. Ekinn 95.000.* Litur gulur. Pluss sœti,- vökvastýri,- lituð gler. Ný dekk — 8 aukadekk — dráttarkúla. Til sýnis hjá, Hallarmúla 7, sími 81S88. Starfskraftur óskast á hárgreiðslustofu. Tilvalið fyrir manneskju sem hefur áhuga á hárgreiðslunámi. Upplýsingar aðeins á staðnum HÁRHÚS LEÓ Bankastrœti 14 4

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.