Vísir - 03.05.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 03.05.1978, Blaðsíða 7
vism Miðvikudagur 3. c~zz mai 1978. Umsjón: Guömundur Pétursson 7 ) : ,'XC.r LURIE’S OPINION „Strákar, sjáið þið nýja sjálfsmorðsflugmanninn!" Bandaríkjaþing andvígt sölu á herþotum til Saudi-Arabíu vætlun Carters Bandarikjaforseta um að selja herþotur fyrir I.S milljarða dollara til israel, Saudi Arabiu og Egyptalands mætti nýrri andstöðu i gær, þegar meira en helm- ingur þingmannanefnd- ar vildi, að hugmyndin vrði gefin upp á bátinn. 22 þingmenn i utanrikismála- nefnd fulltrúadeildarinnar, sem i eiga sæti 27 þingmenn, standa að ályktunartillögu, sem skorar á þingið að fella tillögunaum heim- ild til sölu á herþotunum. Það er vitað, að flestir nefndarmenn i sömu nefnd öldungadeildarinnar eru einnig mótfallnir sölunni. Það horfir til þess, að báðar befndir leggi til, að þotusalan veröi ekki heimiluð, og verður þvi undir meirihluta beggja deilda komið, hvort brugðið verði fæti íyrir þessa ætlun Carters. Þarna var um að ræða sölu á 50 K-5 herþotum til Egyptalands, 60 F-5 herþotum til Saudi Arabiu og 15 F-5 þotum og 75 F-16 herþotum til tsrael . Er það salan á þotun- um til Saudi Arabiu, sem mesta andstöðu hlýtur. Þinglð fjallar um Moro í taliustjórn, sem liggur undir ámæli fyrir aö hafa ekki samið við ræningja Aldos Moros, mun i umræðum i þing- inu leita eftir stuðningi við aðgerðir sinar. Cossiga innanrikis- ráðherra sagði i gær, að inálið vröi tekið til umræðu i þinginu á föstudaginn. Ríkisstjórnin hefur nokkrum sinnum komiðsaman til fundar að ræða tillögu sósialista- flokksins um málamiðlunar- samninga við ræningja Moros, en þeir hafa hótað að taka hinn 61 árs gamla stjórnmlaleiðtoga af lifi, ef 13 vinstrisinna öfgamönn- um. félögum þeirra. verði ekki sleppt ur fangelsum. En stjorn Kristilegra demó- krata, sem nýtur stuðnings kommúnistaflokksins, hefur þvertekið fvrir að láta undan kröfum hryðjuverkaaflanna. Er húist við því, að þessi stefna stjórnarinnar fái yfirgnæfandi meirihluta fylgi i þinginu, þegar til umræðu kemur. Lögreglan handtók i gær þrjá menn, en það eru fyrstu handtök- ur hennar i leitinni að ræningjun- um. Einum mannanna var haldið i nótt, en hann er góðkunningi manns, sem talinn er félagi i Rauðu herdeildinni og grunaður um þátttöku i raninu. Sá hand- tekni er hinsvegar ekki grunaður sjálfur um beina aðild að ráninu. Skœruliðarnir réðust á frið- argœslusveitir Yfirmaður himiar frönsku friðargæslu- sveitar Saineinuðu þjóð- anna i Libanon var á góðum batavegi á sjúkrahúsi i Beirút i gærkvöldi, þar sem hanu var lagður inn vegna sára, sem hann hlaut i skotárás Palestinuskærul iða. Sean-Guermain Salvan, of- ursta, var i fyrstu saknað, þegar hann kom ekki fram eftir skoö- unarferö til bardagasvæðis i ná- grenni hafnarborgarinnar Týrus. Þar hafði einn franskur hermað- ur fallið og fimm særst i átökum við Palestinuskæruliða. Jeppinn, sem ofurstinn var i — ásamt foringja úr Þjóðfrelsis- hreyfingu Palestinuaraba (PLO) — var alsettur kúlnagötum eftir árásina. Eftir að Kurt Waldheim fram- kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóð- anna, hafði skorað á fulltrúa PLO aö aðstoða við aö hafa upp á franska ofurstanum kom hann fram i gær siödegis. Skæruliðarnir höfðu ráðist á frönsku hersveitina inni i hafnar- borginni, og skotið á herskála hennar. Fyrr i þessari viku hafði tvi- vegis slegið i brýnu milli franskra hermanna og Palestinuskæruliða og þrir skæruliðar fallið. Frönsku her- mennirnir höfðu hafið skothrið á vopnaða skæruliða, sem neituðu aðhlýða banni við að fara i gegn- um varöstöð Frakkanna suður i átt til þess hluta landsins, sem er á valdi Israels. Veifa viðskiptabanni yfir Suður-Afríku vegna Suðvestur-Afríku Pik Botha, utanrikis- ráðherra Suður-Afriku, sagði i morgun, að S-Af- rikustjórn mundi ekki sa'kjast eftir þviaðfá að ávarpa fund Sameinuðu Eitur- rannsékn Heilbrigðisyfirvöld i Michigan i Bandaríkj- unum hefja i dag ein- hverja mestu heil- brigðisrannsókn, sem nokkurn tima hefur ver- ið gerð i einu riki Banda- ríkjanna, vegna eitrun- ar á inatvöru, sem varð af slysni i rikinu. Fylgst verður með ákveönu úr- taki þeirra niu milljóna manna, sem i Michigan-riki búa, eða 6.000 einstaklingum, sem valdir verða af handahófi. Þeir verða að reyna að greina á milli hinna ýmsu kvilla, sem venjulega hrjá mann- tólkið, og svo eiturverkana af PBB, efni sem af slysni hlandað- ist við matvörur fyrir nær fimm árum. Þetta PBB var i’ misgripum sett saman við skepnufóður sem dreift var 1973, Merki þess hafa siðan fundist i mjólkurmat, kjöti ogeggjum, sem hundruð þúsunda manna hafa lagt sér til munns. Þúsund stórgripa urðu veik og drápust, eða þá að það varð að lóga þeim, þegar þau höfðu fengið eitrun. Einnig fundust eitrunar- merki i manneskjum. og þá eink- anlega fólki, sem stóð i tengslum við landbúnaðinn. þjóðanna um Suðvestur- -Afriku (Namibiu), en falaðist hinsvegar eftir samvinnu þeirra við að trvggja, að landið öðlaö- ist sjálfstæði með frið- samlegum hætti. Þessi yfirlýsing kom fram nokkrum klukkustundum el'tir að allsherjarnefnd S a m e m u ð u Þjóöanna haföi fjallaö um máliö I gærkvöldi og oröiö ásátt um aö mæla með viöskiptabanni og oliu- sölubanni á S-Afriku, ef S-Afrika stæöi I vegi fyrir sjálfstæöi Nami- biu. Að tillögu nefndarinnar þykir \ist, að allsherjarþingið skori á S-Afrikustjórn að hætta afskipt- um af Namibiu. I . ;.Vi. .x NORNÍAL. HÁR ÞURRT HÁR FEIrIT HÁR ^Lrui*. Sími 82700

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.