Vísir - 03.05.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 03.05.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 3. mai 1978. VISIR Utgelandi: Reykjaprent h/f Framkvæmda5tjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfullfrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jon Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Palsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og solustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiósla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 sími 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Eftir níu mánaða tilhlaup Ekki veröur sagt aö veruleg harka sé hlaupin i kosn- ingabaráttuna, þó að tvennar kosningar standi fyrir dyrum og aöeins rúmar þrjár vikur þar tii kosiö verö- urtil borgarstjórnar og annarra sveitarstjórna í þétt- býli. Víst er að f lokksblöðin hafa oft áður farið meiri hamf örum. Ugglaust eiga prófkosningarnar verulegan þátt í þvi, hversu seint hinar hefðbundnu kosningaerjur hef jast. Prófkosningarnar hafa staðið nær óslitið sið- an í fyrra haust. Tilhlaupið hefur því staðið i fullan meðgöngutima. Þegar þetta er haft í huga, er ekki nema von að flokksvélarnar dragi fram á síðustu stundu að taka endasprettinn. Fyrsta lífsmarkið með þeim, sem keppa um sætin fimmtán i borgarstjórn Reykjavíkur, eru hverfaf und- ir Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra. Þeir eru um margt til fyrirmyndar um það, hvernig stjórn- málamenn geta og eiga að f ara út til fólksins. Að öðru leyti hefur verið dauft yfir kosningabaráttu bæði meirihlutans og minnihlutaflokkanna. Þessi deyfð getur tæpast verið tilviljun. Hana má eflaust skýra á ýmsan hátt. Ekki er t.d. ólíklegt að minnihlutaf lokkarnir vilji sem minnst tala um borgarmál þannig að landsmálin ráði afstöðu kjós- enda í borgarstjórnarkosningunum. Það væri tví- mælalaust óheppilegt fyrir borgarstjórnarmeirihlut- ann af ýmsum ástæðum. I þvi sambandi er í fyrsta lagi á það að líta, að borgarstjórnarmeirihlutinn hefur óumdeilanlega sterkari pólitiska vígstöðu en ríkisstjórnin. Fyrir þá sök hlýtur hann að legg ja allt kapp á að kosið verði um borgarmálefnin sjálf. Og í annan stað gæti lítil um- ræða um borgarmálefnin valdið því að þeir fjöl- mörgu, sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn en aðra flokka í þingkosningum, teldu meirihlutann öruggan að þessu sinni. Þessar aðstæður gætu hins vegar auðveldlega leitt til þess, að borgarstjórnar- meirihlutinn yrði að minnihluta að kosningum lokn- um. Að þvi er þingkosningarnar varðar snýr skákin svo- litið öðru vísi. Þar er aðallega um tvenns konar átök að ræða. Annars vegar eru skæruverkföllin á vinnu- markaðnum, sem._ stjórnarandstöðuf lokkarnir nota siðan sameiginlega til þess að sverfa að ríkissfjórn- inni. Hins vegar eru innbyrðis átök Alþýðuf lokksins og Alþýðubandalagsins. Allt bendir til þess að skæruverkföllunum verði beitt f ram yf ir þingkosningar i lok júní. Það hef ur þau áhrif á kosningabaráttuna, að hún mun öðrum þræði snúast um það, hverjir eigi að stjórna landinu, stjórn- völd eða hagsmunasamtök. Spurningin um það, hvernig eigi að stjórna landinu gæti þannig horfið í skuggann. Þessi aðstaða gæti styrkt taflstöðu stjórnarf lokkanna. Skemmtilegasta hliðin á kosningabaráttunni er sennilega hnútukast Alþýðuflokksmanna og Alþýðu- bandalagsmanna. Alþýðuf lokkurinn hefur bundið miklar vonir við fylgisaukningu m.a. vegna f ramboðs Vilmundar Gylfasonar, en hann hefur að undanförnu snúið siðspillingarskrifum upp i ægilega áróðursher- ferð gean kommúnistum. Svar Alþýðubandalagsforystunnar við Vilmundi er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann hefur veriðfenginn í framboð í vonarsæti í Reykjavik til mótvægis við Vil- mund. Fyrsta atlaga Ólafs Ragnars að kommaher- ferð Vilmundar eru ábendingar um að hinir nýju menn Alþýðuflokksins séu alls ekki nýir af nálinni heldur aðeins ættariaukar gamalla Alþýðuf lokksþing- manna. Og svar ungu mannanna í Alþýðuf lokknum er það, að nýju mennirnir í Alþýðubandalaginu séu allir komnir úr afturhaldi Framsóknar. Þannig verður tekist á næstu vikurnar. Þó að enda- sprettur kosningabaráttunnar sé ekki hafinn, er ekki ólíklegt að hún verði í þessum farvegi. Batnandi m Santiago Carrillo: „Euro- communism" and thc State, Lawrence and VVishart 1977 172 hls. 2. 193 kr. (hjá Bóksölu stúdenta). Norðurálfustefna sameignar- sinna (evrópukommúnisminn) hefur verið eitt aðalumræðuefni stjórnmálamanna og blaða- manna á Vesturlöndum síðustu tvö árin. Hver er hún? bessari spurningu reynir Santiago Carrillo aðalritari spænska sam- eignarflokksins að svara i nýút- kominni bók sinni: ...Norðurálfu- stefnunni’’ og rikúiu. Gæsalappir hans utan um nafn stefnunnar eru til marks um það, að það var ekki gefið af sameignarsinnum sjálf- um (heldur af itölskum blaða- manni). A það ber og að benda að stefnan er varla til þvi að stefn- urnareru margar, itölsk frönsk og spænsk (og islenzk? ) þær fara eftir aðstæðum i löndunum, en þó' sýnist þeim öllurh sameiginlegt fráhvarf frá byltingarkenningu Lenins og tilkall til einhverra valda. Hverjar eru aðstæðurnar á Spáni? Á spænska sameignar flokknum er þrælsmark sögunnar sem hann er að reyna að má af sér enn muna Spánverjar eítir hrvðjuverkum sameignarsinna i horgarastyrjöldinni blóðugu 1936-1939. (Þeir myrtu einkum Gengið á reka Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar: Rottæklingahópunum Sameiningarf lokki Carrillos á Spáni og Al- þýðubandalagi Lúðviks Jósepssonar á islandi, er alls ekki treystandi sem lýðræðisf lokkum V_________ - aðra róttæklinga i lýðveldishern- um.andstæðinga rétttrúnaðar- stefnu Stalins. Upp um það var nýlega ljóstrað að Andres Nin íoringi þeirrar róttæklingaher- deildar sem George Orwell barðist með i borgarasty rjöldinni var myrtur af leynilögreglu Kremlverja með aðstoð spænskra sameignarsinna. Carillo sjálfur er grunaður um aðild að sumum hryðjuverkum þeirra.) Enn er það að ör hagvöxtur á Spáni hefur valdið miklum og almennum kjarabótum, sem gera grenjandi byltingarmönnum erfitt fyrir. bessi hagvöxtur varð vegna þess, að einkaframtakið fékk að njóta sin á siðari hluta stjórnartima Frankós, og hann sprengdi i rauninni utan af sér einræðis- skipulagið sem Frankó skildi eft- ir. Norðurálfustefna Carrillos og samherja hans er ekki einungis hentistefiia, sammtimaviðbragð við aðstæður, heldur einnig ný stefna. Kremlverjar eru að von- um ekki hrifnir af henni og hafa gert margar árásir á Carrillo. Sannleikurinn er sá að flestir vestrænir sameignarsinnar háfa eitthvað lært af mistökum sinum, þeir kærasig ekki um að deila ör- iögum með Dubcek eða Allende/ Nýlega var settur punktur á eftir Kröfluframkvæmdunum með skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis. Þó reyndar komi ekkert fram i henni, sem menn vissu ekki áður, er hún samt sem áður gagnlegt heimildarrit. Að sjálf- sögðu er skýrslan áhugaverðust fyrir það, sem ekki stendur i henni, en það er hvernig stendur á öllum þessum ósköpum. Nýlega tók greindarhöfundur þátt i mikl- um háhitaþætti i sjónvarpinu útaf þessu máli og þvi kemur grein þessi. Á árinu 1974 rikti mikil bjartsýni Þessa setningu er að finna i skýrslu iðnaðarráðherra til Al- þingis. Skýrir hún betur en margt annað hvernig stórum hópi dug- legra og gáfaðra manna gátu orð- ið á önnur eins mistök og Kröflu- virkjun er. Það hefur margsinnis verið rakið. að virkjunin gat aldrei staðið fjárhagslega undir sér. jafnvel þó næg gufa hefði fundist. enda var hún aldrei hönn- uð sem hluti af raforkukerfi landsins, heldur ein sér. Tilraun til að seinka öðrum framkvæmdum hennar vegna, og endurheimta byggingarkostnað hennar á þann hátt var aldrei gerð. Virkjunina átti að byggja i miklum flýti og var „orkuskortur og neyðarástand i ráforkumálum Norðurlands’’ gefinn upp sem ástæða. Þeim vandamálum sem þarna voru á ferðinni hefur siðan verið mætt af Laxárvirkjun og Rafveitu Akureyrar, en þær að- gerðir munu ásamt byggðalinu duga Norðurlandsmarkaðnum fram til 1980 svo nú þegar er kom- ið i ljós hvilikar ýkjur voru hér á ferðinni. 1 upphafi mun hafa verið talið að erlend bankalán fengjust i framkvæmdina svo sem i aðrar virkjanir en þau tókst aldrei að útvega. Var þá framkvæmdin fjármögnuð með erlendum vöru- kaupalánum. innlendri spariskir- teinaútgáfu og annarri lántöku rikissjóðs og sjást lánsfjárútveg- anir á lánsfjáráætlun rikisstjórn- arinnar að upphæð 8936 milljónir króna, þar af 5680 i framkvæmdir en afgangurinn er fjármagns- k'ostnaður. 1 skýrslunni er fram- kvæmdakostnaður talinn 7653 milljónir svo einhversstaðar hefurum 2000 milljónum umfram verið „reddað’’ út úr kerfinu. Þetta eru eiginlega allt skamm- tima, óhagstæð lán, og mun þetta vera skipulagslausasta og óhag- stæðasta fjármögnun sem um getur til einnar virkjunar. Túrbinukaupin: Fyrsta skyssa Kröflunefndar Það kemur greinilega fram i skýrslu iðnaðarráðherra, að Kröflunefnd telur japönsku vélar- tilboðin svo hagstæð að nánast sé um vélaútsölu að ræða. Enda kaupir hún tvær vélar þar sem ein heíði dugað. Ekki er um það að efast. að þetta eru ágætar vélar á ágætu verði miðað við stærð og gæði, en samt sem áður gerir Kröflunefnd með þessum vélar- kaupum sina fyrstu, stærstu og alvarlegustu skyssu. Það sýnir sig, að þegar Kröflunefnd kaupir vélar fyrir 5 M$ þá fylgir á eftir kostnaður fyrir 50 M$ sem er af- gangurinn af virkjuninni, og þá ÍJónas Elíasson prófess Vor skrifar y..■ ' sjá allir að ekki skiptir lengur máli hvort þessar 5 M$ voru hag- kvæm kaup. bað sem skiftir aðal- máii er hvort þessar 50 M$ voru hagkvæm fjárfesting, en það gat Kröflunefnd ekki vitað, þvi á þessum tima á siðustu mánuðum ársins 1974 þá er ekki byrjað að hanna virkjunina, ráðgjafaverk- fræðingarnir eru alls ekki teknir til starfa og engin raunhæf heild- arkostnaðaráætlun þvi til fyrir þessa virkjun. Enginn tími, en allt skal ske. Með vélarkaupunum byrjar Kröflunefnd þvi á stórri fjárfest- ingu án þess að sjá hvar hinn end- inn er , engar hagkvæmnisathug- anir gerðar. ekki einu sinni hægt að gera þær. og er þetta mikil höf- uðvilla i allri meðferð málsins. Það er lika augsýnilegt að eftir að þessi túrbinukaup eru gerð, þá fær' Kröflunefnd ekki við neitt ráðið. Allt sem hún gerir eftir þetta ræðst greinilega af þvi, að vélarnar eiga að koma á ákveðn- um tima og það þarf að byggja stöðvarhús og undirbúa komu vélanna á annan hátt með mikl- um hraða og i hvert skipti, sem "einhverjar mótbárur heyrast er sagt, „það er búið að festa svo mikið fé, það verður að halda áfram og klára þetta”. Hvorki eldgos eða gufuleysi fá stöðvað Kröflunefnd, hun er orðin þræll sins eigin túrbinukaupasamn- ings. Nefndin þarf að teikna, hanna, semja, kaupa, byggja, allt i einni bendu án þess að nokkur timi sé til að áætla, velja og hafna. Deilur um gufuöflun I upphafi lentu Kröflunefnd og Orkustofnun i deilu um gerð gufu- veitunnar. Kröflunefnd keypti tviþrýstivélar og þær Utheimta tvöfalda gufuveitu, en upphafleg- ar teikningar Orkustofnunar gera ráð fyrir einþrýstivélum og ein- faldri gufuveitu, en slik gufuveita er til i Bjarnarflagi og hefur reynst vel. Kröflunefnd hefur sið- an reynt að túlka þessa deilu þannig að Stefán Arnórsson sér- fræðingur Orkustofnunar hafi sýnt óðelilega afskiftasemi af túr- binukaupum nefndarinnar, en slikt er fjarri öllum sanni. Það sem hann vildi var að sleppa við að leggja tvöfalda gufuveitu, sem er bæði dýr og tæknilega áhættu- söm. Þar að auki kom strax i ljós við borun á annarri vinnslu- Krafla getur sem best verið toppafls- og varastöð verði keyptur i hana olíuketill.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.