Vísir - 05.05.1978, Side 6

Vísir - 05.05.1978, Side 6
ÓKEYPIS MYNDAÞJÓNUSTA opið til kl. 7 - Opið í hódeginu og a lougardögum kl. 9-6 M. Benz 220 D árg. '72, ekinn 600 km. á vél. Ljósblár. Góö dekk. Útvarp Power stýri og bremsur. Ef komast þú vilt á kvennafar, og krækja þér i Benz. Þá mun gefa þér þetta car, ótakmarkaðan sjens. Dodge Dart árg. '70 6 cyl beinskiptur í gólfi. Rauöbrúnn, gott lakk. Verð kr. 1300 þús.. Skipti á t.d. Cortinu '72-73. Austin Mini árg. '74 ekinn 35 þús. km. Einn sætasti pínubill á landinu. Verð að- eins 700 þús. Skipti á amerískum 2ja dyra. Chevrolet Nova árg. '70, 6 cyl. Blár. Góður bill. Algjör útsala. BÍLASALAN SPYRNAN | VITATORGI milli Hverfisgötu og Lindargötu Símar: 29330 og 29331 i Plymouth Duster árg. '70, 6 cyl sjálf- skiptur, gott lakk. Sumardekk. Verð kr. 1.400 þús. Skipti á ódýrari. Cortina árg. '68. Brúnsanseruð, gott lakk. Stingandi sæt á kristilegu verði 300 þús. Renault TL 12 árg. '71. Rauður, gott lakk. Sumardekk. Útvarp. Verð kr. 750 þús. Föstudagur 5. niaí 1978 VTSIR Umsjón: Guðmundur Pétursson RAÐGATAN ffFLUG 902" Hvers vegna sneri kóranska farþegaþotan við þegar hún var nær komin yfir Atlantshafið og ,,villtíst" alla leið til Sovétríkjanna? Það er spurningin sem mönnum brennur i muna í ein- hverri dularfyllstu gátu sem upp hefur komið ný- lega. Sovétmenn hafa varist allra frétta af þvi sem skeði eftir að vélin kom i lofthelgi Sovétrikj- anna. Þeir hafa sleppt flug- stjóranum og siglingafræðingn- um, sem þeir höfðu i viku i haldi til yfirheyrslu. Áður höfðu þeir fengið flugmennina til að játa að þeir hefðu brotið alþjóðaflug- reglur með þvi að rjúfa lofthelg- ina. Á leið sinni frá Sovétrikjunum til Seoul höfuðborgar Suður- Kóreu hafa flugstjórinn og siglingafræðingurinn neitað að svara þessari spurningu meðan málið biður enn rannsóknar. — F2n þessir aðilar eru þeir einu sem varpað geta ljósi á málið þvi að frásagnir farþeganna hafa verið svo sundurlausar og með sitt hverju móti að menn hafa orðið litlu nær af þeim. 1 upphafi þegar Korean Air Lines-flug nr. 902 lagði af stað frá Paris siðdegis á leið yfir Norðurpólinn til Seoul með 110 farþega og áhöfn innanborðs, var allt eins og venja er tii um farþega-og áætlunarflug. Undir stjórn hins þrautreynda Kim Chang Kyu (46 ára) flugstjóra, fylgdi Boeing 707-þotan eðlilegri stefnu yfir Norðursjóinn og Grænland áleiðis til Ellesmere- eyja Kanada 8.455 milna flug- leið. Viðkoma skyldi höfð i Anchorage i Alaska til að taka eldsneyti en þegar vélin átti eft- ir 3 1/2 stundar flug á þann án- ingarstað gerði Kim flugstjóri stórfurðulegan hlut. Hann snéri vélinni við um 180 gráður aftur til Evrópu. Nokkrum klukkustundum siðar sáu norskar radarstöðvar hvar sovéskar herþotur fóru á móti flugvél sem rofið hafði loft- helgi Sovétrikjanna nærri Kola- skaga. Þar var kóranska Boeing 707-þotan á ferðinni. Þegar þarna var komið sögu hafði Kim sett ,,7700”-neyðarkallskerfið um borð i vélinni i gang. En hvað gerðist eftir það? 1 Skýlaus svör hafa ekki heldur fengist við þvi rúmri viku eftir þennan atburð. Tass-fréttastof- an sovéska segir að vélin hafi rofið lofthelgina norðaustur af Murmansk og hafi herþotur verið sendar i veg fyrir hana. Herþotur sem hafðar eru til taks á þessum slóðum til varnar Murmansk. Tass heldur þvi fram að farþegaþotan hafi i tvær klukkustundir hundsað fyrirmæli um að lenda. Haft hefur verið eftir Aleksei Kosyg- in forsætisráðherra, að kór- anska farþegaþotan hafi meira að segja reynt ,-ið komast undan A kortið hér fyrir ofan er merkt áætlunarleið kórönsku farþegaþot- unnar, sem vfir Ellesmere-eyjum snéri við og flaug til Murmansk í Sovétrikjunum. og stinga herþoturnar af. Eftir þvi sem Tass-fréttastofan siðan segir var farþegaþotunn nauðlent á isilögðu vatn skammt frá bænum Kem Kareliska-lýðveldinu. Tveir far- þegar létu lifið og þrettán hlutu meiðsli. Kosygin sagði banda- riska sendiráðinu i Moskvu að annar vængur vélarinnar hefði skaðast alvarlega. Bandariska leyniþjónustan ljóstraði þvi upp hve radarkerfi henni er öflugt með þvi að verða fyrst til að skýra frá þvi að vélin hefði verið skotin niður i Sovét- rikjunum, eftir að hennar hafði verið saknað i hálfan sólarhring og skipuleggja átti leit að henni. Skýrgreining Bandarikjamanna á þvi sem borið hafði við var töluvert öðruvisi en Sovét- manna. Þeir voru vissir um að skotið hafði verið á farþegaþot- una en hvort það voru viðvör- unarskot eða hvort granda átti vélinni töldu þeir óvist. Eftir þvi sem þeir héldu fram strax hafði vélin ekki lent á isilögðu vatni, heldur á herflugvelli suðvestur af Murmansk. Hvort skemmdirnar á vélinni stöfuðu af skotárásinni eða af þvi að vélinni hlekktist á i lendingu á ókunnri flugbrautinni var nokk- uð sem eftirlifendur úr flugvél- inni urðu að skera úr. Farþegarnir sem sendir voru með bandariskri flugvél úr Sovétrikjunum til Helsinki i P'innlandi staðfestu að vélin hefði orðið fyrir skotárás. Þeir töldu sig hafa átt lif sitt að launa flugstjóranum sem á snilldar- légan hátt hafði bjargað þeim með þvi að koma laskaðri vél- inni niður á isilagt vatn. Sumir voru of ringlaðir eftir atburðinn til þess að geta almennilega gert sér grein fyrir þvi hvað gerst hafði eða til þess að geta lýst lendingarstaðnum. PASSAMYNDIR teknar i litum tilbunar strax I bartia & flölsbyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 En hvað hafði farið svo úr- skeiðis að farþegavélin sneri al- veg við eftir rúmlega hálfnaða ferð og ílaug yfir Kola-skaga sem er Sovétmönnum sérlega viðkvæmur vegna hernaðar- mannvirkja og aðstöðu? Murmansk er ekki einungis aðalhöfn sovéska flotans á norðurhöfum, heldur eru þar um 900.000 hermenn og flugliðar á skaganum. Með þeim siglingatækjum sem nútimatækni hefur lagt far- þegafluginu til virtist það úti- lokað að um villu væri að ræða. 1 fyrstu var leitað skýringar i þvi að kóranska vélin hafi verið út- búin eldri tækjum sem ekki væru óbrigðul. En þvi hefur siðan verið visað á bug þvi að svo slök gátu þau ekki hafa verið. Höfðu flugstjóranum og siglingafræðingnum þá orðið á mistök? Það þykir alveg með ólikind- um. Kim flugstjóri nýtur mikils álits. Hann heíur að baki 13.000 flugstundir hjá Korean Air Lines án nokkurs óhapps. Einn starfsbræðra hans sagði um hann eftir atvikið: „Kim hefði getað flogið frá Paris til Anchorage með bundið fyrir augun!” Né heldur þykir liklegt að sovéskar orrustuþotur sem hafa þeim daglegu skyldum að gegna i loftvarnarkerfi Sovétmanna að fylgjast með flugi NATO-véla taki upp hjá sér að ráðast á far- þegaflugvél sem er i föstu áætlunarflugi jafnvel þótt hún villist inn i sovéska lofthelgi. Boeing 707 farþegaþota verður ekki tekin i misgripum fyrir neina herflugvél. Með rækilega merktum einkennisstöfum hennar var hægur vandinn að fá upplýst hjá flugstjóranum i álf- unni hvaða fugl var þarna á ferð. Sérstaklega þegar vaknað höfðu áhyggjur af þvi hvað orðið hafði um hana. Meðan flugstjórinn hefur ekki varpað ljósi á málið, hafa menn hallast að einni skýringu sem nærtækastri. Nefnilega að flug- ræningjar hafi leynst meðal far- þeganna 97 (49 voru Japanar) og neytt Kim til þess að breyta stefnu yfir Ellesmere-eyjum og fljúga til Sovétríkjanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.