Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 3
3 visir Laugardagur 6. mal 1978 TILLOGUR UM BORANIR VIÐ KROFLU: ÁLIT YFIRVERKFRÆÐINGS KRÖFLU BIRT í KRÖFLUSKÝRSLU Sem kunnugt er hefur Orku- stofnun lýst óánægju sinni yfir þviaðýmis gögn frá stofnuninni hafi ekki veriö birt i skýrslu iönaöarráöherra til Alþingis um Kröfluvirkjun. Kaflanum um bormál viö Kröflu á bls. 156 lýk- ur á tilvitnun I bréf Einars Tjörva Eliassonar yfirverk- fræöings viö Kröflu til iönaöar- ráöuneytisins dagsett 21. növember 1977 þar sem hann gerir tillögur um boranir viö Kröflu áriö 1978. Orkustofnun fékk þetta bréf til umsagnar á sinum tima og gagnrýndi hún harölega ráöleggingar Einars Tjörva. Samkvæmt þeim heimildum sem Vfcir hefur aflað sér varö aö samkomulagi að hvorugt bréfiö skyldi birtast I Kröflu- skýrslunni. Þegar skýrslan var hins vegar gefinút kom i ljós að bréf Einars Tjörva var birt en svarbréf Orkustofnunar ekki. Orkustofnun hafði gert aö til- lögu sinni að á árinu 1978 yröu boraðar 3 holur i suöurhliöum Kröflu. 1 bréfi sinu til iðnaðar- ráöuneytisins leggst Einar Tjörvi gegn þvi m.a. vegna þess að þá þyrfti að byggja aöra há- þrýstiskiljustöð i viðbót. Það þýddi að núverandi skiljustöö yrði ekki fullnýtt um fyrirsjáan- lega framtið. Hreinn auka- kostnaður við borun i suöurhliö- um Kröflu myndi nema um 150 milljónum króna. Geröi Einar Tjörvi það að til- lögu sinni að a.m.k. 3 holur yrðu boraöar á Leirbotnssvæðinu. Einnig lagði hann til að frekari yfirborðskannanir yrðu gerðar strax og mögulegt væri. Þá benti hann á að þessar aðgerðir yrðu aidrei teknar upp nema til kæmi betri þjálfun borliðs og tækniliös sem þvi væri til ráð- gjafar og lagði til að erlendur sérfræðingur yrði fenginn þeim tii aðstoöar. Ómaklegar aödróttanir Svar Orkustofnunar viö þessu bréfi til iðnaöarráðuneytisins er dagsett 13. desember 1977. Þvi brefi er sleppt i Kröfiuskýrsl- unni. 1 þvi er tekið fram að það sé brýnt að allir aðstandendur Kröfluvirkjunar geri sér það ljóst að vandamál gufuöflunar séu miklu stærri en svo aö skiljustöðin skipti þar nokkru máli. Þá segir I svarinu að tillögur Einars Tjörva um yfirborðs- kannanir séu yfirboröskenndar og ekki veröi séö hvaöa forsend- ur iiggi þar að baki. „Mat á þvi hvaða aðferöir skuli nota, á aö byggjast á þekkingu og reynslu færustu manna á þessu sviöi. Ekki er hægt aö lita á að ETE sé einn þeirra”, segir i bréfinu. „ETE fullyrðir að úrvinnsla gagna sem fást meðan á borun stendur hafi til þessa aðallega verið notuð i sögulegum til- gangi. Þessi fullyrðing er ekki einungis röng heldur felur hún i sér algerlega ómaklegar og órökstuddar aðdróttanir að starfsfólki þvi sem hlut á að máli.” Þá segir i bréfinu að Orku- stofnun hafi ávallt metiö þaö traust sem iðnaðarráöuneytið hafi sýnt stofnuninni með þvi aö lýsa þvi yfir að það styðjist við ráðleggingar stofnunarinnar i sambandi viö Kröfluvirkjun. Hins vegar virðist sem ýmsir ótilkvaddir vilji ólmir gefa góö ráð varðandi gufuöflun handa Kröfluvirkjun. Með hliðsjón af þessu telji Orkustofnun það skyldu sina aö benda á.að ráö- leggingar gefnar án nauðsyn- legrar hæfni geti haft afdrifa- rikar afleiðingar sé eftir þeim farið. — KS Astmar Einar ólafsson lýkur prófi f pianóleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á þessu vori. Fullnaðarprófstón- leikar verða i Norræna húsinu sunnudag kl. 17. A efnisskránni eru verk eftir Bach, Schubert, Brahms og Schönberg. Ástmar Einar hóf nám i tónskólanum haustið 1972. Kennari hans frá upphafi hefur verið Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. FISKISKIPAFLOTANUM Hvenær fer afleiðing- ar innflutningsbanns á oliu að gæta? Sam- kvæmt þeim upplýsing- um sem Visir aflaði sér fer þess fyrst að gæta i byrjun júni. Ragnar Kjartansson fulltrúi hjá Skeljungi h.f. sagði i samtali við Visi að gasoliubirgðir i land- inu væru til eins mánaðar. Bensin á bila myndi endast fram I miðjan júní og nóg væri til af svartoliu fram i miðjan ágúst. Ragnar gat ekki sagt til um það hvað flug- vélabensinið entist lengi en miðað við söluna hjá Skeljungi ætti það aðendastfram i miðjan júli. Ann- ars væri það svolitið breytilegt eftir þvi hve margar vélar milli- lentuhér tilað taka bensin. Ragn- ar sagði að þær birgðir sem nú væru i landinu væru eðlilegar miðað við árstima. Ljóst er af þessu að þaö verður fiskiskipaflotinn sem fengi fyrst að finna fyrir innflutningsbanni á oliu. — KS PORTÚGAL (fyrsta sinn reglubundið leiguflug beint til Portúgal. Við höfum valið glæsilegt hótel og íbúðir í eftir- sóttustu baðstrandarbæjunum Estoril og Cascais í aðeins 30 km fjarlægð frá höfuðborginni Lissa- bon. Frægir gististaðir kóngafólks, - og nú Sunnufarþega, - á viðráð- anlegu verði. Fjölbreyttar skemmti- og skoð- unarferðir og islenskir fararstjórar Sunnu á staðnum. Farið verður: 29. apríl, 20. maí, 8. og 29. júní, 20. júlí, 10. og 31. ágúst, 21. sept. og 13. okt. Pantið tímanlega. SVNNA Bankastræti 10. Símar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. Innflutningsbann á olíu: KEMUR FYRST NIÐUR Á STEFNIR MEÐ T0NLEIKA I EGILSBUÐ Karlakórinn Stefnir i Mosfellssveit leggur land undir fót og heldur tónleika í Egilsbúð í Neskaupstað i kvöld kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveins- son. Einsöngvarar eru Þórður Guðmundsson, og Halldór Vilhelmsson. Undirleikari er Guðni Þ. Guðmundsson. DYRARA I STRÆTO Fargjöld fullorðinna meö Strætisvögnum Reykjavikur og Kópavogs hafa hækkað um tiu krónur hver einstök ferð. Far- gjöld barna haldast óbreytt. Fargjald kostar nú hundrað krónur, en farmiðaspjöld með 38 miðum kosta nú 3000 krónur. Hægt er að fá farmiðaspjöld fyrir 1000 krónur meö 11 miðum. Farmiðaspjöld fyrir aldraða kosta 1500 krónur 38 miðar. Einstök fargjöld barna eru 30 krónur og eru óbreytt. Sjálfstœðismenn i Garðabœ: Ráðstefna um bœjarmálefni Sjálfstæðismenn i Garöabæ boða til ráðstefnu i Garðaskóla við Lyngás i dag kl. 4. A ráöstefnunni verða tekin fyrir hin ýmsu mál er varða ibúa bæjarins og veröa flutt fram- söguerindi um 8 málaflokka. Að framsöguerindum loknum verö- ur þátttakendum skipt i um- ræðuhópa. Lokaþáttur ráð- stefnunnar verður siðan frjálsar umræður um helstu niðurstöður hinna ýmsu umræðuhópa. Ráð- stefnu þessari er ætlað að leggja drög að starfi og stefnu Sjálf- stæðismanna i Garðabæ á næsta kjörtimabili. — KS Hollenskir táningajakkar Laglegir og þægilegir táningajakkar frá Hollandi nýkomnir Stærðir 36-42. Litir: Hvítt, Ijósgult, Ijósgrænt. Verð: Kr. 15.500.-. SEnDum GEcn pústkröfu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.