Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 17
17 vísm Laugardagur 6. mal 1978 Allt það skrýtilega og skemmtilega mannlíf sem ekki hefur látið Björn Th. í friði gegnum tíðina bar mjög á góma í fyrri samtalslotu okkar í síðasta Helgarblaði/ enda f jársjóður kostulegra blæbrigða.j Og þegar við sitjum i siðari lotunni í kómentunnil hans/ með mikinn vindiareyk i kringum okkur og gott kaffi i bollunum, spyr ég hann fyrst hvort það j hafi aldrei hvarflað að honum að reyna að varð- veita þessa karaktera og þeirra sögur á bók, — steypa þetta óborganlega mannlif í bókstafi. „Æi/ ég veit það ekki", svarar hann. „Margir afa vissulega hvatt mig til þess. En þetta verður itthvað svo blóðlaust þegar það er komið á pappír. að er svo margt annað sem leitar á mann. Kannski kemur að þvi einhvern tíma. Þegar ég verð kominn á elliheimili eða soddan institúsjón. Þeir eru orðnir margir þessif kallar. Og kellingar. Mest hefur mig þó langað til að skrifa um Albert í Gróttu. Við vor- um miklir mátar. Hann er núna einhvers staðar í Faxaf lóanum. Og alltaf þegar ég rölti um f jörurnar býst ég viðað finna hann. Hann fór einn í róður sem oftar. Báturinn sneri tómur til baka." Albert í Gróttu og viskí sendiherrans „Albert fæddist og ólst upp i Gróttu, og bjó þar alla tiö. Al- einn á þessari litlu eyju. Eitt sinn spurði ég hann hvort hann hefði aldrei verið i sveit. „Jú,jú, mikil ósköp! ” svarar hann. „Og hvar var það?” „í Engey”! En sjóndeildarhringur einbúans i Gróttu var viður. Hann hafði mikið af skrimslum i sjónum og löllum allt um kring, og i Gróttu gekk talsverður slangur af góðu fólki aftur. Uppi á lofti var rammgert rúm, en gafllaust. Honum hafði Hákon illi af Skag- anum spyrnt úr dauður. Heim- ur Alberts var stór. Hugsaðu þér að stundum datt i hann að skreppa i kvöldkaffi upp á Mýr- ar á trillunni! Samt var hann alltaf kominn i tæka tið til baka að vitja um vitann”. Segðu mér eina sögu af Al- bert. „Það er af mörgu að taka. Al- bert var mikil skytta. Hér var um tima enskur sendiherra, sem Gilchrist hét og var með al- gjöra veiðidillu. Einu sinni fékk hann Harald A. Sigurðsson til að fara með sig að hitta Albert i Gróttu. Hafði heyrt mikið af þessum veiðimanni látið. Gilc- hrist þessi hafði verið i enska hernum. Aldrei hafði hann samt séð þvilika skyttu sem Albert. Hann gat hæft fugl i hausinn, sem sendiherrann varla sá með berum augum. Fyrsta skiptið sem þeir Gilchrist og Albert þér megið eiga þetta”. Þá svar- ar Albert þurrt: „Segið þér sendiherranum að ég safni ekki tómum glerjum!” Afstaða fulltrúa breska heimsveldisins til þessa is- lenska einbúa gjörbreyttist eftir þetta. Hann hafði hitt ofjarl sinn bæði i skytterii og lifsviðhorfi og öllu öðru. Albert i Gróttu var nefnilega geysilega stór i skap- inu. Enda gæti enginn maður veriðheila ævi einn á litilli eyju ef hann væri ekki það stór i skapinu að hann þyrfti einkis manns með. Er nýlistin dilla? Þegarfyrri samtalslotu okkar Björns Th. lauk, vorum við staddir úti i Kaupmannahöfn, þar sem hann stundaði fram- haldsnám eftir Lundúnadvölina ogkynntist m.a. þvi sérstæða is- lenska mannlifi sem þar þreifst. Um miðbik aldarinnar kemur Björn siðan heim og hefur starf- að hér siðan við kennslu, ritstörf og dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Ég spurði hann hvort honum félli vel að kenna. „Já, mér finnst það ákaflega gaman. Ég efast um að kennsla nokkurrar greinar sé eins lif- andi og listsögu, þar sem unnt er að vefa saman sjónrænum þáttum og fræðslu i orðum. Svona kennsla er i rauninni „performans” i hvert skipti, eða gjörningur eins og nýlista- menn kalla það.” Talað um performansa. „Mér er olveg nóg oð lifo fromholdslífi í börnunum mínum../r • Síðori somtolslotQ með Dirni Th. Djörnssyni, listfræðingi hittust kom Englendingurinn með kassa af viski með sér. Þeir opna eina flösku i veiðiferðinni og rétt svona dreypa á. Svo . koma þeir i land með veiðina. Gilchrist talar þá eitthvað við Harald sem siðan réttir Al- berti þessa áteknu flösku, og segir: „Sendiherrann segir að Heyrst hefur að nokkrar deilur séu einmitt innan Myndlista- og handiðaskólans, bæði meðal kennara og nemenda, um þess- ar svokölluðu nýlistir? „Það er alveg rétt. Við höfum stofnað sérstaka deild innan skólans fyrir nýlistina, þessa svonefndu konseptlist, per- formansa og þess háttar. Við höfum ekki viljað, eins og sumir erlendir skólar, berja hausnum við steininn og afgreiða þetta sem vitleysur og dillur. Ég þyk- ist afturámóti þekkja nógu vel til þróunar nútimalistar til að vita að svona stefna verður ekki til af rælni. Hún verður til af þjóðfélagslegri þörf. En þaö þarf vissan þjóðfélagslegan þrýsting til að fæða hana af sér með eðlilegum hætti. Sá þrýst- ingur sem gat þessa stefnu af sér erlendis kom frá stór- borgarumhverfinu. Þaö kann þvi að vera að þessi umhverfis- þrýstingur hér sé ekki nægur til þess að slik list eigi nógu brýnt erindi. Af þessu leiðir að nýlistin hér hlýtur aö mestu að taka mið af evrópskum stórborgastað- háttum. Svo hefur reyndar verið um margar aðrar myndlistar- stefnur á þessari öld. Þær hafa ekki staöið hér rótuin i fyrstu. Hafa aðlagast smátt og smátt. Vlðtol: Árni Þórormsson ___________ Myndir: Jens Alexondersson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.