Vísir - 11.05.1978, Side 1

Vísir - 11.05.1978, Side 1
Fórst í morgun með trillu frá Höfnum Litil opin trilla með einum manni frá Höfn- um fórst i morgun, Rétt áður en blaðið fór i prentun var ekki vitað hvernig þetta atvikaðist en þegar aðrir bátar frá Höfnum fóru til róðra i morgun, sigldu þeir fram á brak úr þessum báti og lóðabelg sem merktur var honum. Menn úr björgunar- sveit Slysavarnafélags- ins i Höfnum, Eldeyjac voru kallaðir út og gengu þeir fjörur. Maðurinn er talinn hafa róið snemma i morgun. Mikið brim var i morg- un. Maðurinn, rúmlega þritugur, hefur búið i Höfnum. —EA Gamlcar matvörur til sölu Síðasti sölu- dagur fyrir ^ tveim árum ,,Vi5 höfum fengið upplýsingar um pakkaðar neysluvörur i verslunum, þar sem dagstimpill um siðasta söludag er útrunninn fyrir mörgum mánuðum og allt að tveim árum”, sagði Hrafn Friðrikssoni forstöðum aður Heilbrigðiseftirlits, Hrafn sagði að þetta virtist vera algengara með innfluttar vörur heldur en þær sem framleiddar eru hér- lendis. Þegar dag- stimplun siðasta sölu- dags væri útrunnin þýddi það að framleið- andinn tæki ekki lengur ábyrgð á vörunni og þvi væri óheimilt að hafa hana til sölu. „Heilbrigðisnefndir á hverjum stað eiga að fylgjast með að settum reglum sé framfylgt. En það hafa borist kvartanir til okkar og eins hefur starfsfólk eftirlitsins orðið vart viö að reglum sé ekki hlýtt”, sagði Hrafn Friöriksson. Allar vörur sem bera útrunninn dagstimpii ber að fjarlægja úr verslunum. Eftirlit meö innfluttum neysluvarn- ingi virðist litið eöa ekki neitt að sögn Hrafns. Ekki er kannað er vörur koma til landsins hvort þær fullnægja þessum skilyrðum og þvi ekki vart við innflutning á of gömlum vörum fyrr en þær eru komnar i verslanir. Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur birt aug- lýsingu þar sem vakin er sérstök athygli á banni við að selja vörur með útrunnum dag- stimplum. —SG Lokadagur er í dag, 11. maí, samkvæmt dagatalinu. Vertiöin i ár hefur samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins verið heldur ié- legri en i fyrra viðast hvar, nema helst á Hornafirði og Austfjörðum. Myndin hér að ofan er af einum þeirra milljóna fiska sem dregnar voru úr hafinu á þessari vertið. Þetta er langa, fisktegund sem við islendingar berum ekki allt of mikla virðingu fyrir, að minnsta kosti ekki ef marka má svipinn á manninum sem sýnir hana Ijósmyndaranum. Visismynd GVÁ. k ■ # Einbýlishúsaléðir á VO millj* Verð á lóðum undir einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu er allt frá fjórum og upp í 10 milljónir króna, eftir þvi hvar þær eru. Vísir gerði nokkra athugun á lóðaverði og kom í Ijós að hægt er að kaupa lóðir i Selási fyrir 4-6 milljónir, sjávar- lóðir á Seltjarnarnesi eru seldar á 8-10 milljónir og á Arnarnesi er verðið frá sjö og upp i 9-9,5 milljónir króna. Gatnagerðargjöld eru ekki með i þessum tölum, en fyrir 700 rúmmetra hús í Selási þarf að greiða borginni liðlega tvær milljónir í gatnagerðargjöld. Verð á raðhúsalóðum er nokkru lægra — og til dæmis eru slikar lóðir í Selási seldar á 3,5-4,5 milljónir og munu gatnagerðargjöld nema um 80 þúsund krónum á íbúð.Sjá bls. 3. — SG Benedikt svarar i kvöld Benedikt Grön- dal, formaður Al- þýðuf lokksins, svarar spurning- um lesenda Vísis í sima 86611 í kvöld á milli kl. 19.30 og 21. Lesendur, sem búsettir eru úti á landi, geta hringt til Visis síðdegis í dag og látið skrá sig, og verður þá hringt til þeirra meðan á beinu linunni stendur. Sjá nánar á bls. 2 Seyðis- fjörður í Kesn- ingasiá . Vísis »*r Seyðisf jörður er i Kosningasjá Visis í dag, og er þar rætt við efstu menn allra list- anna i bænum auk þess sem gerð er grein fyrir úrslit- um siðustu bæjar- stjórnarkosninga þar. Kosningasjá Vísiserá blaðsíðu 11.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.