Vísir


Vísir - 11.05.1978, Qupperneq 10

Vísir - 11.05.1978, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 11. mai 1978. visrn VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. \ Olafur Ragnarsson RitstjórnarfullThii: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðn- ',sson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns son, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, iþróftir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jlitstjóni: Siðumúla 14 sjmi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innaniands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. „Lík lýðveldisins" Með sanni verður ekki sagt að naf n Aldos Moros haf i verið vel þekkt hér á landi f yrr en glæpamenn rauðu her- deildanna svðnefndu rændu honum fyrir skömmu. Hann hefur aðeins verið eitt af þessum nöfnum, sem fljúga fyrir, þegar ríkisstjórnir á ítaliu koma og fara. En eigi að síður hef ur morðið á Aldo Moro snert íslendinga með likum hætti og þessi voðalegi atburður hafi gerst við bæjardyr þeirra sjálfra. Ummæli Saragats fyrrum forseta Italíu hafa senni- lega ekki minni áhrif á þá, sem horft hafa á þessa at- burði úrf jarlægð en ódæðið sjálft, en eftir honum er haft, að fyrir fótum manna liggi ekki aðeins lík Aldos Moros heldur lík lýðveldisins. Sannleikurinn er sá, að Moro er fórnarlamb af la, sem markvisst vinna að því að brjóta niður lýðræðisskipulagið. Á síðustu mánuðum hefur verið framið hvert ódæðis- verkið á fætur öðru af þessu tagi. Þessi skálmöld hefur verið mestá (talíu og í Vestur-Þýskalandi. Áhrifamátt- ur þessara pólitísku glæpasamtaka hefur stöðugt farið vaxandi. Þau eru geysilega vei skipulögð, ráða yfir gnægð fjár og hafa með sér samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. I flestum tilvikum — eins og á sér stað um rauðu herdeildirnar á ítalíu — er um að ræða róttækar marxistahreyf ingar. Ýmis þjóðfélagsöf I hafa fram til þessa verið hlutlaus í afstöðu sinni til þessara pólitísku glæpasamtaka. Só- síalistar hafa gjarnan hafnað aðferðum þeirra en lýst markmiðin góðra gjalda verð. Slík viðhorf hafa birst hér á landi, en eru greinilega á undanhaldi eins og víðast hvar annars staðar. Kommúnistaflokkurinn á ítalíu hefur t.a.m. staðið eindregið með stjórnvöldum gagn- vart morðingjum Moros. Atburðir af þessu tagi eru að verða daglegt brauð. En f ramhjá því verður ekki horft, að morðið á Aldo Moro er vegna stöðu hans alvarlegasta atlagan að lýðræðisskipu- laginu, sem þessi öfl hafa staðið að. Ummæli Saragats fyrrum (talíuforseta eru því alvarleg áminning, ekki að- eins til ítala, heldur lýðræðissinna um heim allan. Menn verða að átta sig á því, að morðin á bankastjór- um, dómurum og ráðherrum eru ekki upphaf þessarar upplausnar. Byrjunin getur verið ósköp sakleysisleg. Einmittþess vegna hljóta lýðræðissinnuðöf I hvar sem er í heiminum að taka þessa atburði alvarlega. Atburðirnir á (talíu eru ekki eins og að vakna upp við vondan draum, þeir eru veruleiki og geta orðið það víðar og sprottið upp af litlu. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra hefur í tilefni af þessum atburðum bent á þá staðreynd, að enda þótt lýð- ræðisöf lin í Evrópu haf i náð traustari fótfestu á undan- förnum árum, eins og sjá má á Spáni, Portúgal og Grikk- landi, hefur fámennum minnihlutahópum tekist að stof na lýðræðinu í hættu. Og það er ekki að ástæðulausu þegar forsætisráðherra hvetur lýðræðissinna til þess að búa sig undir að mæta þessari hættu til þess að meiri- hlutastjórn með virðingu fyrir rétti minnihlutans fái not- ið sín. Morðið í Róm er hryllilegt, en mikilvægast er að það opni augu manna og efli skilning á mikilvægi þess að standa á verði gegn hvers kyns upplausnaröf lum, sem veikt geta stoðir lýðræðisins. Lýðræðisskipulagið er brothætt m.a. vegna þessað þaðer ekki lögregluskipulag og má ekki verða það. Nú er það komið undir lýðræðislegri vitund borgara frjélsra ríkja, hvort ummælinum lík lýðveldisins verða að á irinsorðum. Þaö liggur í Róm í dag, en hvar næst? Haraldur Blöndal skrifar um tillögur að breyttri mynt og segir að myndin af Jóni for- seta á fyrirhuguðum seðlum stríði gegn öll- um lögmálum um op- inberar myndir af þjóðhetjum. ÞAÐ A AÐ SKERA ÞRJU NÓLL AF KRÓNUNNI Slilc mynd af Jóni forseta er hneykslanleg. Þessi myndgerð striðir gegn öllum lögmálum um opinberar myndir af þjóðhetjum. A slikum um Seðlabankans skotist til með peningana. Á bakhlið þeirra er stilfært skjaldarmerki landsins. Hjá siðuðum þjóðum er skjaldar- merki landsins aldrei breytt. Það „Nú bregður hins vegar svo við, að forset- inn er látinn bogra yfir skrifborð. Slík mynd af Jóni forseta er hneykslanleg." Bankastjórn Seðlabanka Is- lands kynnti fyrir stuttu hug- myndir að nýjum bankaseðlum, sem hún hefur látið gera. Jafn- framt tilkynnti hún samþykki sitt við myntbreytingu, þ.e. að högg- vih verði tvö núll aftan af gömlu krónunni okkar, til þess að hún hæfi nýjuseölunum,einsog þegar systur öskubusku hjuggu af sér ýmist tær eða hæl til að komast i glerskóinn fræga. Þessum tillögum hefur verið tekið með ýmsum hætti. Flestir eru fylgjandi myntbreytingu, en útlit bankaseðlanna fær misjafna dóma. Minna um of á seðla Weimar- lýðveldisins Þegar myndir af nýju banka- seðlunum komu i blöðum, hitti ég einn helsta sérfræðing minn i peningamálum. Hann er þýsk- sinnaður. Hann var hrifinn af seðlunum þeir voru þýskir. Benti þó á eitt atriði: Þeir liktust meira seðlum Weimarlýðveldisins en seðlum Sambandslýðveldisins, — einkanlega þætti sér svipur með þessum seðlum og tilteknum 50 milljarða marka seðli, sem eitt sinn var notaður i Þýskalandi og dugði fyrir brauðium það er lauk. Ekki veit ég, hvort hér eru á ferðinni dularfull öfl, sem hafi stjórnað penna teiknarans, eða hvort óðaverðbólgan steypi hjörtu manna i sama mót, hvort heldur sem það er i Þýskalandi eða á íslandi en aUt um það eru bankaseðlarnirekki islenskir i út- liti, og það er mikill galli. Jón forseti bograr yfir skrifborð A bankaseðlunum eru myndir úr sögu tslendinga. Þar er vitan- lega mynd af Jóni forseta. Þær myndir, sem eru á eldri seðlum,- eru allar góðar, og þær sýna for- setann eins og hann er i hugum Islendinga. Nú bregður hins veg- ar svo við, að forsetinn er látinn bogra yfir skrifborð. myndum eru þjóðhetjur fyrir- myndir annarra manna, án tillits til þess, hvernig þeir báru sig i lifanda lifi. Hertoginn af Wellington var ekki látinn húka á striðsfáki sin- um, þegar Bretar reistu honum minnisvarða. Þvert á móti situr hann hest sinn sem góður og reyndur herforingi. Og sömu sögu er að segja af öðrum minnisvörðum af frægum mönnum bæði hér heima og er- lendis. Þannig er stytta Einars Jóns- sonar af Jóni forseta. Slæmt til eftir- breytni. Börn taka alltaf dæmi af fræg- um hetjum, einkanlega úr sögu þjóðar sinnar. Bandarlskum börnum er sögð sagan af þvi, þegar Georg Was- hingtonhjó eplatré föður sins með exi, en leyndi þvi ekki, þvi að hann vildi alltaf segja satt. A sama hátt læra islensk börn söguna af mótmælum Jóns for- seta á Þjóðfundinum og kunna kjörorð hans: „Eigi vikja”, og vita, að merking þess var sú, að aldrei mætti vikja frá hagsmun- um Islands eða láta deigan siga i sjálfstæðisbaráttunni. íslensk börn vita, að Islendingar hafa gert afmælisdag Jóns forseta að þjóðhátiðardegi sinum og þannig sýnt honum æðstan sóma. Samkvæmt tillögum Seðla- bankans eiga islensk börn nú að læra af bankaseðlum landsins, að Jón forseti hafi ekki kunnað að sitja við skrifborð. Hann hafi ekki setið beinn, eins og kennt er i skólum landsins, heldur bograö eins og aumingi. Kennari má eiga von á þvi, að næst er hann leiðbeinir um setur við borð, verði honum snúðugt svarað: ,,Ég sit eins og Jón for- seti, —hann vissi vel, hvernig átti að skrifa við borð”. Afskræmt rikistákn. Meðsama hætti, hefur teiknur- er notað með óbreyttum hætti á peninga landsins ef þvi er að skipta, —engum dytti i hug að stilfæra skjaldarmerki Danmerk- ur, Sviþjóðar eða Englands. Skjaldarmerki íslands er að- eins eitt til, — þ.e. eins og forseti Islands hefur gefið út bréf um. Of fá núll höggvin af. En hugmyndir Seðlabankans um myntbreytingu eru góðar. Það mun, ef rétt er á haldið geta haft heillavænleg áhrif á hugsun- arhátt manna. Hins vegar eru of fá núll höggv- in af. Ef aðeins eru tekin aftan af tvö núll, kostar brennivinsflaskan um fimmtiu krónur. Verðlagið verður þvi fært til ca ársins 1950. Hins er að geta, að þegar brenni- vin var selt hér i fyrsta sinn eftir bannið, þá kostaði flaskan sjö krónur. Það var árið 1934. Þar sem brennivinsflaska er einna bestur mælikvarði á verð- lag i landinu, þá sést af þessu, að nær væri að höggva þrjú núll til þess að standa i sömu sporum og þeir, sem komu fagnandi i Rikið fyrsta daginn, er brennivin var selt eftir bann. Lágar tölur auðveldari. Og þar fyrir utan eru fleiri rök sem mæla meðþessu, Mannshug- urinn er ekki vel fallinn til þess að skilja háar tölur. Við tölum um 1-200 krónur af sömu nákvæmni og 1-2 milljarða og gerum okkur 1 enga grein fyrir mismuni. Ráð- I herra er beðinn um verð á virkj- un: Hún kostar 10-20 milljarða. Allir undrast getspeki hins mikla manns. Og svo eru það bestu rök: Þegar ég var barn þá voru til kúlur sem kostuðu fimm aura. Þær kosta fimm krónur i dag, held ég. Um aldamót voru svona kúlur viktaðar i poka fyrir einn eyri. Mig hefur alltaf dreynt um, að , slikir timar kæmu aftur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.