Vísir - 11.05.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 11.05.1978, Blaðsíða 19
Fimmtudagsleikritið kl. 20.10: VÍSINDIN OFAR ÖLLU I kvöld flytur útvarpið leikritið ,,Rung lækn- ir" en þetta var fyrsta leikrit Jóhanns Sigur- iónssonar, sem birt var opinberlega. Það var árið 1905, en til er handrit að enn eldra leikrit| „Skugginn". Harald Rung læknir (Arnar Jónsson) er aö gera tilraunir meö bóluefni gegn berklaveiki. Vitandi eöa óafvitandi gerir hann sér ekki ljósa hættuna sem slikum tilraunum er samfara. Vinur hans, Otto Locken rithöf- undur (Jón Júliusson), gerir allt sem hann getur til þess aö vara hann viö. En Rung lætur ekki segjast og heldur ótrauöur áfram. Þegar hér er komiö sögu kem- ur systir Ottos, Vilda Locken, heim frá Utlandinu. Hún hefur veriö hrifin af Rung og vill fá hann til aö lita upp frá rann- sóknarstörfunum og koma meö sér i feröalag. En hann hefur tekiö ákvöröun, sem ekki veröur breytt. Auk þeirra þriggja leik- ara, sem þegar er getiö, leikur Hákon Waage aöstoöarmann- inn. Leikstjórar eru þau Viöar Eggertsson og Anna S. Einars- dóttir. Þau munu jafnframt flytja formálsorö með leikrit- inu. Magnús Asgeirsson þýddi leikinn úr dönsku. Ættjörð í fjarska Jóhann Sigurjónsson fæddist á Laxamýri i Suöur-Þingeyjar- sýslu áriö 1880. Nitján ára aö aldri hélt hann til Kaupmanna- hafnar til þess aö leggja stund á dýralæknisnám. Prófi lauk hann aldrei — skáldskapurinn vann hug hans allan. Eins og áöur sagöi var „Rung læknir” fyrsta leikverk Jó- hanns, sem birtist opinberlega. Én eftir hann liggja önnur verk sem kannski eru meira þekkt. Má þar nefna „Fjalla- Eyvindur” og ,,Galdra-Loftur” „Rung læknir” var flutt i útvarpinu 1937, þá undir stjórn Haralds Björnssonar. A siöustu árum sinum haföi Jóhann uppi ráöageröir um aö gera sildarhöfn viö Þóröar- höföa. Haföi hann fengiö ýmsa áhrifamenn i liö með sér. Af óviöráðanlegum ástæöum varö þó aldrei úr þessum fram- kvæmdum, en þetta sýnir þann stórhug Jóhanns og taugar hans til ættjaröarinnar, sem hann varb aö hugsa til úr fjarska hálfa ævina. Hann lést i Kaup- mannahöfn árið 1919, tæplega fertugur aö aldri. -JEG Útvarp í kvöld kl. 21.45 VISIR Fimmtudagur 11. mai 1978. Undanfarin ár hefur hin svokallaða franska aðferð við fæðingu barna mjög rutt sér til rúms. Höfundur þessarar að- ferðar er franski læknir- inn Frederick Leboyer. Kenningar hans'eru mjög ný- stárlegar. Hann telur, aö þegar barniö kemur i héiminn eigi það ekki að mæta skærum ljósum fæöingarstofunnar. Samkvæmt kenningum hans eru þvf ljósin dempuö viö fæðinguna og i staö- inn fyrir þann ys og-þys sem er á venjulegum fæöingarstofum er kyrrt og rólegt á fæöingarstof- um þeim sem frönsku aðferð- inni er beitt. Leboyer vill að barniösé stööugt i snertingu viö móöurina. Hann vill, að um leiö og barniö er fætt, sé þaö lagt upp á kvið móöurinnar til þess aö viöbrigðin veröi sem minnst frá þvi aö vera inni i móður- kviði. Svo er ekki skiliö á milli strax, heldur er naflastrengur- inn látinn starfa meö lungunum til þess aö afla súefnis fyrst eftir aö barniö byrjar aö draga and- ann. Allt miðast þetta viö aö gera viðbrigöin vib þaö aö koma i þennan heim úr móöurkviöi, sem minnst. Ekki allir sammála I útvarpinu i kvöld er Asta R. Jóhannesdóttir meö þátt sem fjallar einmitt um þessa aöferð. 1 þættinum mun Hulda Jens- dóttir forstööukona Fæðingar- heimilis Reykjavikurborgar lýsa frönsku fæðingaraöferðinni, en hún hefur boöið konum aö fæöa eftir þessari aðferð á Fæö- ingarheimilinu. „Eftir aö hún hefur lýst þessu mun ég svo ræöa viö Huldu,” sagöi Asta i samtali viö Visi. „Einnig fæ ég álit prófessors Siguröar S. Magnússonar en hann er yfirmaður Kvensjúk- dómadeildar Landsspitalans. Ég mun og fá álit Gunnars Bier- ings, en hann er barnalæknir bæöi á Fæöingardeildinni og á Fæöingarheimilinu. Þeir eru ekki hlynntir þessum kenning- um og koma meö rök á móti þeim. Hulda og Guöjón Guömunds- son yfirlæknir Fæöingaheimiis- ins munu svo segja sitt álit á umsögn þeirra. Ég ætla lika að ræða viö nokkra foreldra. Mæöur sem átt hafa börn, þar sem þessari aö- ferö hefur verið beitt og feöur sem verið hafa viöstaddir fæð- ingu barna sinna.”„ —JEG. AÐ FÆÐA Á FRANSKA VÍSU (Smáauglýsingar - simi 86611 Fatnaður í^\ ] Halló dömur. Stórglæsileg nýtiskupils til sölu, terelynpils i miklu litaúrvali i öll- urri stæröum. Sérstakt-tækifæris- verð. Ennfremur sið og hálfsið pliseruð pils i miklu litaúrvali i öllum stærðum. Upþl. i sima Barnagæsla 14 ára stúlka vön barnagæslu, óskar eftir að gæta barns i sumar, eftir hádegi. Er i Heimunum. Uppl. i sima 33230. 13 ára stúlka vön börnum óskar eftir að gæta l-2ja ára barns i Heima eða Vogahverfi i sumar. Uppl. i sima 32740 milli kl. 7 og 8. Nú er tækifærið til að fara út. Tek að mér barna- gæslu, fóstudags- laugardags og sunnudagskvöld. Uppl. i sima 18537 e. kl. 19. Get tekið barn i gæslu. Er við Sundlaugaveg og hef leyfi. Simi 37132. Hreingerningar i Tökum að okkur hreingerningar á ibúðum, stiga- göngum og stofnunum. Vanir og vandvirkir menn. Simi 16085. Vélarhreingerningar. Avallt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi nýja aðferð nær jafnvel ryði, tjöru, blóbio.s.frv. úr teppum. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. veitum 25% afslátt á tómt hús- næði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. — Kennsla Lærið ensku og njótið veðurbliðu Suöur-Englands. Enski málaskól- inn THE GLOBE STUDY CENTRE FOR ENGLISH sem staðsettur er i Exeter, efnir til enskunámskeiöafyrir ungmenni i júli og ágúst nk. Dvalið veröur á völdum enskum heimilum. Aðeins einn nemandi hjá hverri fjölskyldu. Ódýrar skemmti- og kynnisferðir. Islenskur far- arstjóri fylgir nemendum báöar leiðir og leiöbeinir i Englandi. Mjög hagstætt verð. Nánari upplýsingar gefur fulltrúi skólans i sima 44804 alla daga milli kl. 6 og 9. Enskunám i Englandi Southbourne School of English og English Language Summer Schools annast enskukennslu fyr- ir útlendinga, með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Nemendur búa á heimilum. Nám- skeiðin i sumar verða i Bourne- mouth, Dorchester, Poole, Tor- quay og Cambridge. Nánari upp- lýsingar veitir Kristján Sig- tryggsson i sima 42558, kl. 18-19 virka daga, nema laugardaga. ___________ll Sumarbústaðir Sumarhús i sólinni fyrir norðan? Höfum hús til af- greiðslu nú þegar. Uppl. i sima 21570 e. kl. 19. Tilkynningar Smáauglýsingar Visis. Þær bera árangur. Þess vegna auglýsum við i Visi i smáauglýs- ingunum. Þarft þú ekki að aug- lýsa? Smáauglýsingasiminn er 86611. Visir. Spái i spii og bolla i dag og næstu daga. Simi 82032. Strekki dúka. Lög og reglugerðir um fjölbýlishús fást i handhægum bæklingi hjá Húseigendafélagi Reykjavikur. Skrifstofa félagsins aö Bergstaöastræti 11 er opin alla virka daga frá kl. 5-6. Simi 15659. n Dýrahald Kettiingar fást gefins, aðeins handa dýra- vinum. Uppl. í sima 51686. Skemmtanir Tónlist við ýmis tækifæri. Danstónlist við hæfi ólikra hópa, það nýjasta ogvinsælasta fyrir þá yngstu og fáguð danstónlist fyrir þá eldri og hvorutveggja fvrir blönduðu hópana. Við höfum reynsluna og vinsældirnar og bjóðum hagstætt verð. Diskótekið Disa-Ferðadiskótek. Simar 50513 og 52971. Þjónusta Hljóðgeisli sf. Setjum upp dyrasima, dyrabjöll- ur og innanhúss-talkerfi. Viö- gerða- og varahlutaþjónusta. Simi 44404. Húsa- og lóðaeigendur. Tek að mér að hreinsa og laga lóöir. Einnig að fullgera nýjar. Geri við girðingar og set upp nýj- ar. Otvega hellur og þökur, einnig mold og húsdýraáburö. Uppl. i sima 30126. Smiðum húsgögn og innréttingar. Seljum ogsögum niður efni. Hag- smiði hf. Hafnarbraut 1, Kópa- vogi,simi 40017. Tek eftir gömlum myndum, stækka og lita. Opið 1—5 e.h. Ljósmyndastofa Sigurð- ar Guömundssonar, Birkigrund 40, Kópavogi Simi 44192. Gróðurmold. Úrvals gróðurmold til sölu, heim- keyrt. Garðaprýði. Simi 7 1 386. Garðheliur til sölu. Einnig brothellur, margar gerðir. Tek að mér að vinna úr efninu ef óskað er. Árni Eiriksson, Móabarði 4b, Hafnarfirði. Simi 51004. Garðeigendur ath.: Tökum að okkur öll venjuleg garðyrkjustörf, svo sem klipping- ar, plægingar á beðum og kál- görðum. útvegum mold og áburö. Uppl. i sima 53998 á kvöldin. Grimubúningaleigan er opin milli kl. 7 og 9 á kvöldin. Simi 72606. Húseigendur. Tökum aö okkur glerisetningar og málningu. Uppl. i sima 26507 og 26891. Hörður. Smíðum húsgögnog innréttingar. Seljum og sögum niöur efni. Hag- smiði hf. Hafnarbraut 1, Kópa- vogi simi 40017. Húsa og íóðaeigendur. Tek að mér að slá og snyrta fjöl- býlis- og einbýlishúsalóðir. Geri tilboð ef óskaö er. Guðmundur simi 37047. Geymiö auglýsinguna. 3 LINDNER Album Island Lýðveldið frá 1944,kr. 7800. Al- heimsverölistar 1978. Scott4 bindi kr. 10.000 Stanley Gibbons Simpli- fied kr. 5000. Kaupum isl. fri- merki. Frimerkjahúsiö Lækjar- götu 6a, simi 11814. Safnarinn Frimerkjauppboð. Uppboð verður haldið að Hótel Loftleiðum 13. mai n.k. kl. 13.30. Uppboðslisti fæst I frimerkja- verslunum. Móttöku efnis fyrir uppboðið þann 7. okt. lýkur 1. júni n.k. Hlekkur sf. Pósthólf 10120. 130 Rvik. tslensk frimerki og erlend ný og notuð. Allt keypt á hæsta verði. Richard Ryel, Háa- leitisbraut 37. Við seljum gamla mynt og peningaseðla. Biðjið um myndskreyttan pönt- unarlista. Nr. 9 marz 1978. MÖNTSTUEN, STUDIESTRÆDE 47, 1455, KÖBENHAVN DK. ____________-HpIl Atvinnaiboói Húshjálp Húshjálp óskast a.m.k. 1-2 daga i viku i einbýlishús i Hafnarfiröi. Uppl. i sima 51375. Múrarar óskast strax eða síðar til að múra 150 fermetra ibúð i Breiðholti.’Nafn og sin,anúmer sendist á augld. Visis merkt: „Múrari 16543.” Vantar þig vinnu? Þvi þá ekki að reyna smáauglýs- ingu IVIsi? Smáauglýsingar VIsis bera ótrúlega oft árangur. Taktu skilmerkilega fram hvaö þú getur, menntun og annaö, sem máli skiptir. Og ekki er vist, aö það dugi alltaf aö auglýsa einu sinni. Sérstakur afsláttur fyrir fleiri birtingar. Visir, auglýsinga- deild, Siðumúla 8, simi 86611. Járnsmiðir óskast nú þegar. Breiöfjörös- blikksmiðja hf. Sigtúni 7. Simi 29022. Viljum ráða röskan mann til vélagæslu og afgreiðslustarfa. Þarf helst aö vera vanur lyftara. Upp. i sima 52416. Fullorðinn maður óskar eftir heimilisaöstoö. Vinnu- timi og kjör eftir samkomulagi. Tilboð meö nafni, heimilisfangi eöa simanúmeri sendist augl.deild Visis fyrir 14/5 merkt 115.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.